Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Svín frá
Finnlandi
til Akur-
eyrar
FYRIR hádegi í dag eru vænt-
anleg til Akureyrar með þotu
Atlanta 25 svín frá Finnlandi
sem Svínaræktarfélag íslands
hefur fest kaup á til kynbóta.
Verða þau flutt með Sæfara til
Hríseyjar og höfð í einangrun
þar næstu fimm til sex mánuði.
Um er að ræða 8 svín af
Landkyni og 17 af Yorkshire-
kyni. Segir Kristinn Gylfi Jóns-
son, formaður Svínaræktarfé-
lagsins, að skepnurnar séu frá
6 góðum búum í Finnlandi en
hingað eru dýrin flutt frá Hels-
inki. Innflutningurinn er liður
í kynbótastefnu sem fagráð í
svínarækt hefur samþykkt en
fyrir nærri þremur árum voru
flutt hingað svín úr norsku
kyni sem Kristinn segir að hafi
reynst vel. Líða mun hálft ann-
að ár þar til reynsla fæst af
þessum nýju svínakynjum.
Fuglinn í fjörunni
Morgunblaðið/Golli
Notaði bílar
hjá Brimborg
Allt að 250
þús. kr. af-
sláttur
BRIMBORG hóf í gær að selja
notaða bíla með allt að 250 þús-
und króna verðlækkun miðað við
skráð verð. Til að byrja með verða
um fjörutíu notaðir bílar boðnir til
sölu með þessum kjörum.
Að sögn Egils Jóhannssonar
hjá Brimborg er um að ræða bíla
af öllum algengustu tegundum
sem teknir hafa verið upp í nýja
bíla.
Afslátturinn er miðaður við það
verð sem bílarnir hafa verið metn-
ir á og er hann allt frá 100 þús-
und krónum upp í 250 þúsund
krónur á hvem bíl.
BÁTAR vagga við bryggju á sinni, enda aldrei að vita nema
Patreksfirði í bliðskaparveðri og æti gefist þegar gert er að aflan-
fuglinn í fjörunni heldur vöku um.
Tilboð Stöðvar 2 og Samvinnuferða-Landsýnar til áskrifenda
Leita meiri
tryggðar
SALA hófst á sunnudag hjá
Samvinnuferðum-Landsýn á
farseðlum til Lundúna með flug-
félaginu Atlanta handa áskrif-
endum Stöðvar 2 á 9.900 kr. að
viðbættum flugvallarskatti sem
er 2.790 kr. Ferðirnar standa til
boða þeim áskrifendum Stöðvar
2 sem halda áfram áskrift sinni
í sumar og þeim sem kaupa
nýja áskrift til a.m.k. þriggja
mánaða.
Miðað er við að allir á heimil-
inu geti notið þessara kjara,
þ.e. allir þeir sem eiga lögheim-
ili þar sem keypt er áskrift að
Stöð 2 í sumar. Alls er um að
ræða 17 ferðir og eru 250 sæti
á viku frátekin fyrir áskrifend-
ur Stöðvar 2 eða í allt 4.250
sæti.
Aðspurður hvort afföll sum-
arsins í áskriftum væru það
mikil að þetta uppátæki borgaði
sig, sagði Hilmar S. Sigurðsson,
markaðsstjóri íslenska útvarps-
félagsins, að það væri ákveðin
tilraun til að fá meiri tryggð hjá
HELGI Jóhannsson, forsljóri Samvinnuferða-Landsýnar, og Hilm-
ar S. Sigurðsson, markaðsstjóri íslenska útvarpsfélagsins, takast
í hendur að aflokinni undirritun samnings um ódýrar Lundúna-
ferðir fyrir áskrifendur Stöðvar 2.
viðskiptavinum. „Við erum að
sýna það í verki að okkur sé
annt um áskrifendur okkar og
miðað við þær viðtökur sem við
höfum fengið nú þegar erum við
mjög ánægðir,“ sagði hann.
Engin viðbrögð hjá Flugleiðum
Pétur J. Eiríksson, fram-
kvæmdasfjóri markaðssviðs
Flugleiða, sagði í samtali við
Morgunblaðið að þar á bæ stæði
ekki til að bregðast á nokkurn
hátt við þessu tilboði. „Auðvitað
hefur svona lagað alltaf einhver
áhrif en við teljum ekki að það
sé neitt sem skipti sköpum.
Þetta er lokað tilboð og ákveð-
inn sætafjöldi en menn mega
gera það sem þeir vilja og við
getum ekkert verið að amast við
því. Auk þess erum við með
nyög vel bókað til Bretlands í
sumar,“ sagði Pétur.
Skemmdir unnar á golfvelli Kópa-
vogs og Garðabæjar
Hestar tröðk-
uðu niður flatir
HESTAR ollu talsverðu tjóni á Víf-
ilsstaðavelli aðfaranótt föstudags
og leikur grunur á að þeir hafi ekki
hlaupið lausir. Gunnlaugur Sigurðs-
son formaður Golfklúbbs Kópavogs
og Garðabæjar segir að hófför séu
á þremur flötum og brautum og séu
skemmdimar verulegar.
„Við vitum ekki fyrir víst hvort
einhveijir sátu hestana en hlaupa-
leið þeirra er einkennileg hafi þeir
verið einir á ferð. Hestarnir tóku
meðal annars snarpar beygjur á
fyrstu flötinni, hlupu fram og til
baka á fjórðu flötinni og fóru einn-
" ig yflr þriðju flötina," segir Gunn-
laugur.
Aldrei í fyrra horf?
Hann segir ekki bæta úr skák
að flatirnar séu sérstaklega vel
úr garði gerðar, þar sem þær eru
undirbyggðar samkvæmt Evrópu-
staðli og því viðkvæmari en ella.
Hann kveðst einnig telja víst
að lausir hestar hefðu freistast til
að gæða sér á grængresinu sem
þarna vex vel, en hrossin hafi
ekki litið við því sem bendi til að
þau hafí lotið stjóm manna.
„Þessar flatir eru mjög við-
kvæmar og þurfa að vera eggslétt-
ar, þannig að Ijóst er að hófförin
í sverðinum valda miklu tjóni. Við
settum fjóra menn í að lagfæra það
sem hægt er, en við óttumst að
geta aldrei fært þetta til fyrra horfs
og að ýmsir golfarar eigi eftir að
verða óánægðir þegar þeir pútta á
svæðinu og kúlan lendir ofan í
gömlu hóffari," segir Gunnlaugur.
Völlurinn er girtur að hluta og
segir Gunnlaugur kostnaðarsamt
að loka af jafn stórt svæði og 18
holu golfvöllur þekur, en kannski
sé það eina lausnin. Hins vegar
nægi vart girðingar tii að útiloka
að hestamenn stýri dýrunum inn
á svæðið af ráðnum hug, ef sú er
raunin.
Hestamenn miður sín
„í kjölfarið höfðum við samband
við forráðamenn hestamannafé-
laga í nágrenninu og sýndum þeim
verksummerki, enda viljum við
eiga gott samstarf við hestamenn.
Þeir voru miður sín yflr þessu at-
viki, sem við skulum kalla slys.
Engir lausir hestar eiga að vera á
ferð og eru það ekki nema í undan-
tekningartilvikum, en við skulum
vona að þetta endurtaki sig ekki,“
segir Gunnlaugur.
Framkvæmdastjórn ESB aðhefst ekki vegna spænsks ríkisstyrks til endurnýjunar íslenzks togara
Tekið fyrir sams kon-
ar styrki í framtíðinni
FR AMKVÆMD ASTJ ÓRN Evr-
ópusambandsins hefur ákveðið að
aðhafast ekki frekar í máli gegn
skipasmíðastöðinni P. Freire SA í
Vigo á Spáni. Framkvæmdastjóm-
in hafði áður talið að ríkisstyrkur,
sem stöðinni var veittur vegna
endurnýjunar á togara Granda,
Snorra Sturlusyni, væri óheimilí
samkvæmt svokallaðri sjöundu til-
skipun ESB um skipasmíðar. Kom-
ið hefur í ljós að framkvæmda-
stjórnin hafði sjálf samþykkt
spænsku löggjöfina, sem heimilaði
styrkinn, en spænsk stjórnvöld
hafa nú fallizt á að breyta lögun-
um, þannig að styrkir af þessu
tagi verði ekki heimilir í framtíð-
inni.
Styrkur til útgerðar, ekki
skipasmíðastöðvar
Samtök iðnaðarins gerðu á sínum
tíma fyrirspurn vegna ríkisstyrks-
ins, sem þau töldu andstæðan regl-
um ESB og að með honum væri
samkeppnisstaða skipasmíðastöðva
í EFTA-ríkjunum skekkt gagnvart
spænskum stöðvum. Bæði íslenzkar
og norskar skipasmíðastöðvar buðu
í endumýjun Snorra Sturlusonar,
auk spænsku stöðvarinnar sem fékk
verkið.
Framkvæmdastjómin birti í októ-
ber síðastliðnum það álit sitt, að
óheimilt hefði verið að veita skipa-
smíðastöðinni styrk vegna smíða
flskiskips; slíkur styrkur hefði átt
að fara til útgerðarinnar að því
gefnu að starfsemi hennar félli
undir sjávarútvegsstefnu ESB.
Jafnframt taldi framkvæmdastjóm-
in að ekki mætti veita styrki til
smíði fískveiðiskipa nema þau væru
ætluð til útflutnings til lands utan
Evrópska efnahagssvæðisins.
Spænskum stjómvöldum var gef-
inn kostur á að taka til vama í
málinu. Af hálfu þeirra kom fram
að Spánn hefði veitt styrkinn til
endumýjunar á Snorra Sturlusyni
samkvæmt áætlun um styrkveiting-
ar, sem framkvæmdastjórnin hefði
sjálf samþykkt. Framkvæmda-
stjómin féllst á þennan rökstuðn-
ing.
„Þar af leiðandi er styrkur sá sem
Spánn veitti skipi því er könnun
þessi tók til lögmætur, enda þótt
áætlun sú sem fyrir hendi er sé
ekki í samræmi við grundvallar-
reglu þá sem framkvæmdastjórnin
hafði sett fram né það hvemig önn-
ur aðildarríki halda á þessum mál-
um,“ segir í bréfí Karels van Miert,
samkeppnismálastjóra ESB, til Abel
Matutes, utanríkisráðherra Spánar,
en Morgunblaðinu hefur borizt afrit
af bréfínu.
I bréfinu kemur hins vegar einn-
ig fram að Spánn hafi í framhaldi
af málinu aðlagað áætlun sína um
styrkveitingar til skipasmíða regl-
um ESB og frá og með þessu ári
muni löggjöf landsins verða í sam-
ræmi við fyrirmæli framkvæmda-
stjórnarinnar, þ.e. að eingöngu sé
hægt að sækja um styrki vegna
fískiskipa, sem verði flutt út til
landa utan EES.
Framkvæmdastjórnin hyggst
einnig fara fram á það við Eftirlits-
stofnun EFTA (ESA) að hún tryggi
að aðildarríki EFTA beiti sömu
meginreglum varðandi styrkveit-
ingar til fiskiskipa og að fiskveiði-
skip, sem ætluð séu flota einhvers
aðildarríkis EES, séu einnig útilok-
uð frá áætlunum einstakra ríkja um
styrki.
Guðlaugur Stefánsson, hagfræð-
ingur hjá ríkisstyrkjadeild Eftirlits-
stofnunar EFTA, segir að ESA
muni koma tilmælum fram-
kvæmdastjórnarinnar á framfæri
við íslenzk og norsk stjórnvöld.
Hann segist gera ráð fyrir að ís-
lenzkar skipasmíðastöðvar telji
samkeppnisstöðu sína hafa styrkzt
eftir að niðurstaða málsins lá fyrir.
Viljum silja
við sama borð
Sveinn Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
segist ánægður með niðurstöðu
málsins. „Tilgangurinn með fyrir-
spurn okkar var að kanna hvort
Spánverjarnir færu að reglum. Ef
þeir sitja nú við sama borð og við,
er það nákvæmlega það sem við
viljum," segir Sveinn. „Við höfum
aldrei haft bolmagn til að keppa
við þessar þjóðir í styrkjum, þannig
að okkar eina von til að fá eðlileg
starfsskilyrði er að takmarka styrk-
ina. Reglur ESB eru settar til að
takmarka þá og við viljum auðvitað
að því sé fylgt eftir að aðrar þjóðir
fari að reglunum.“