Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 11
___________________________________FRÉTTIR__________________________________
Þróunarsamvinna íslands gagnrýnd í skýrslu fulltrúa Norðurlandanna í stjórn Alþjóðabankans
j
’ÓNAS H. Haralz, fyrrverandi
bankastjóri og fulltrúi
Norðurlandanna í stjórn
Alþjóðabankans, leggur til
að íslan'd auki framlag sitt til þró-
unaraðstoðar úr 0,1% í 0,15% af
þjóðarframleiðslu á næstu fimm
árum. Sú tala yrði þó enn miklu
lægri en í flestum öðrum iðnríkjum.
í nýrri skýrslu Jónasar um þróun-
arsamvinnu íslands kemur einnig
fram nokkur gagnrýni á þróunar-
verkefni í Afríku á undanförnum
árum.
Skýrsla Jónasar var unnin á veg-
um utanríkisráðuneytis-
ins í samráði við Þróun-
arsamvinnustofnun ís-
lands (ÞSSÍ). í henni er
meðal annars rakinn
árangur af verkefnum
ÞSSI í Afríkulöndunum
Namibíu, Grænhöfðaeyj-
um, Malawi og Moz-
ambique. Þróunarsam-
vinnan hefur einkum
beinzt að því að efla
sjávarútveg í þessum
löndum.
Rannsóknaskip í
niðurníðslu og
áhöfnin fákunnandi
Niðurstaða Jónasar
um árangur þróunar-
starfsins er m.a. þessi:
„í öllum þeim löndum,
þar sem ÞSSÍ hefur
starfað, hefur starfsem-
in gengið erfiðlega fram-
an af. Ókunnugleiki og
erfiðar aðstæður hafa að
sjálfsögðu átt sinn þátt
í þessu. Samkvæmt þeim
álitsgerðum, sem unnar
hafa verið um einstök
verkefni, hefur ófull-
nægjandi undirbúningur
þó einnig komið til sög-
unnar. Stefnumörkun
hefur ekki ætíð verið
skýr, samráð við heima-
menn ekki alltaf nægi-
legt, né verklýsingar og
starfsreglur eins greini-
legar og skyldi. Nokkurs bráðræð-
is hefur gætt við að hrinda fram-
kvæmdum af stað eftir áeggjan
heimamanna. Þá hefur ekki alltaf
verið fast eftir því gengið að skyld-
ur samstarfsaðila væru ótvíræðar
og við þær staðið."
Jónas segir hins vegar að það
eigi við um öll verkefnin að á
vandamálunum hafi verið tekið.
„Markmið voru skýrð, eða skil-
greind að nýju, samningar endur-
skoðaðir og framkvæmd þeirra
tekin fastari tökum. Með þessum
hætti hefur öllum verkefnunum
verið komið í viðunandi horf, nema
í Cabo Verde [á Grænhöfðaeyj-
ura], þar sem kringumstæður eru
sérstaklega erfiðar."
í umfjöllun sinni um þróunar-
verkefnið á Grænhöfðaeyjum segir
Jónas að það hafi gengið „illa, í
sannleika sagt hörmulega illa“.
Þótt þróunarsamvinnan sé talin
hafa skilað jákvæðum árangri
varðandi mat á fiskstofnum, getu
til hafrannsókna og þjálfun fiski-
manna, sé uppskeran harla rýr
hvað það varði að koma á fót stofn-
unum, sem haft geti með höndum
rannsóknir sjávar og fiskstofna og
stjórnun fiskveiða. Vitn- ______
að er til skýrslu frá í
október sl., þar sem segi
að „hafrannsóknar-
stofnunin INDP sé ung
og óreynd stofnun, sem “
sé ekki fær um að veita erlendum
ráðunautum hæfilega aðstoð. Á
sama tíma var rannsóknaskipið
Islandia talið vera í niðurníðslu,
og áhöfn þess ný, áhugalaus og
fákunnandi“.
Sem veigamestu skýringuna á
slökum árangri nefnir Jónas að
auðlindir sjávar við Grænhöfðaeyj-
ar hafi reynzt mun rýrari en svo
að grózkumikill sjávarútvegur gæti
þróazt. Leggur hann til að íslend-
ingar skoði „af fullri hreinskilni
Framlag íslands til
þróunarmála það
lægsta í iðnríkjunum
FISKIMENN á Grænhöfðaeyjum. í skýrslu Jónasar H. Haralz segir að þróunarsamvinnuverkefnið á Grænhöfðaeyjum
hafi litlu skilað, en i öðrum Afríkuríkjum hafi tekizt að taka á byijunarörðugleikum með góðum árangri.
Samþykktir
Alþingis
markleysa
hveiju hafi verið ábótavant af
þeirra hálfu“ við uppbyggingu sjáv-
arútvegs á Grænhöfðaeyjum.
Lögbundnu framlagi til
þróunarmála aldrei náð
í skýrslunni er fjallað um opin-
ber framlög Islendinga til þróunar-
mála. Rifjað er upp að það hafi
verið sett í lög árið 1971, í sam-
ræmi við samþykkt allsheijarþings
Sameinuðu þjóðanna, að framlög
íslands til þessara mála skyldu
nema 0,7% af þjóðarframleiðslu.
Árið 1985 hafi þetta markmið ver-
ið ítrekað með þingsályktun og þá
stefnt að því að ná því á sjö árum.
Reyndin hafi orðið sú að framlagið
hafi hækkað úr 0,05% í 0,12% á
árunum 1985-1992.
„Nefnd og starfshópur um
þróunarmál, sem skiluðu áliti á
árinu 1992, hvöttu eindregið til
þess að stefnumiðinu yrðu gerð
betri skil. Með hliðsjón af því
hversu erfitt þetta hafði reynzt, var
þó í þetta skipti farið vægar í sak-
irnar og lagt til að framlagið yrði
komið í 0,3 til 0,4% af þjóðarfram-
leiðslu um aldamót. Ekki gekk það
eftir, og fór framlagið hlutfallslega
_________ lækkandi á næstu árum.
Samkvæmt fjárlagatölum
mun það vera nálægt
0,10% af þjóðarfram-
leiðslu á árinu 1997,“
“““““ segir Jónas.
Hann bendit- á að aðeins fjögnr
ríki hafi tekið stefnumið allsheijar-
þingsins í fullri alvöru, þ.e. Dan-
mörk, Noregur, Svíþjóð og Holland.
Meðaltal framlaga til þróunarmála
í 21 iðnvæddu ríki hafi verið 0,41%
af þjóðarframleiðslu fyrir tveimur
árum. Framlög iðnríkja hafí reyndar
lækkað nokkuð á undanfömum
árum, annars vegar vegna erfiðleika
í ríkisfjármálum og hins vegar
vegna vonbrigða með árangur þró-
unarstarfs.
„Minnkandi áherzla á þróun-
araðstoð meðal iðnvæddra ríkja er
þó lítil afsökun fyrir íslendinga,"
skrifar Jónas. „Framlag þeirra hef-
ur alla tíð verið það langlægsta
allra þjóða sem þeir vilja líkja sér
við. Samþykktir Alþingis hafa
reynzt markleysa ein og fram-
kvæmdir hafa ekki fylgt í kjölfar
aðgerða."
Jónas segir að ástand efnahags-
mála undanfarna áratugi hafi lík-
ast til beint athygli stjórnvalda,
jafnt og landsmanna sjálfra, í aðrar
áttir en til þróunaraðstoðar. Þessi
skýring sé þó ekki einhlít. ísland
hafi lagt fremur lítið til marghliða
þróunaraðstoðar á vegum alþjóð-
legra stofnana, sem skýrist af þeirri
skoðun, að starfsemi þessara stofn-
ana þjóni lítt íslenzkum hagsmun-
um, og þá einkum að framlög skili
sér ekki að neinu leyti aftur til
landsins í kaupum þróunarlanda á
vöru og þjónustu, eins og þau geri
að verulegu leyti til stærri landa.
Þá telur Jónas að tvíhliða þróun-
araðstoð hafi farið illa af stað með
Grænhöfðaeyjaverkefninu og
varla hafi verið von til að hún
ykist nema það tækist að koma á
laggirnar árangursríkari verkefn-
um í öðrum löndum. Hins vegar
hafi verulegir byijunarörðugleikar
komið fram bæði í Malawi og
Namibíu og það sé ekki fyrr en á
síðustu árum, sem góðum tökum
hafi verið náð á þróunarsamvinnu-
verkefnum í þessum löndum. „Það
hafa því lengst af verið ærnar
ástæður til að fara sér hægt í
aukningu tvíhliða þróunaraðstoð-
ar, enda þótt strangt aðhald í fjár-
málastjórn landsins hefði ekki
komið til,“ segir í skýrslunni.
Lagt til að auka tvíhliða aðstoð
í 375 millj. á fímm árum
Jónas leggur fram drög að áætl-
un um þróunaraðstoð árin 1998-
2003, þar sem gengið er út frá því
að pólitískur áhugi sé á að auka
tvíhliða þróunaraðstoð íslands, en
að framlög til marghliða aðstoðar
standi í stað og verði áfram um
0,07% af þjóðarframleiðslu.
í þessari áætlun er gert ráð
fyrir að á næstu þremur árum,
þ.e. fram til ársins 2000, geti
ÞSSÍ undirbúið og hrint af stað
nýjum verkefnum, sem svari að
umfangi til þeirra verkefna, sem
hafi verið í gangi árið 1997. Á
næstu þremur árum þar á eftir
megi bæta við nýjum verkefnum,
sem svari til þeirra verkefna, sem
verði í gangi árið 2000. „Umfang
verkefna, sem í gangi væru árið
2003, yrði þá 375 m.kr. samanbor-
ið við 150 m.kr. árið 1997, reiknað
á sama verðlagi. Samanborið við
þjóðarframleiðslu myndi tvíhliða
aðstoðin hafa náð 0,08% og öll
þróunaraðstoðin 0,15%, sem enn
myndi vera lægri tala en í flestum
öðrum iðnvæddum löndum," segir
Jónas.
Hann segir að þessar hugmyndir
séu ekki settar fram sem æskilegt
markmið, heldur sem markmið er
gæti verið raunhæft að teknu tilliti
til aðstæðna og aðgátar. _____________
Þá íeggur hann tii að ófullnægjandi
nyrra verketna veröi_____.
fyrst og fremst leitað í und.rbunmgur
þeim löndum, þar sem verkefna
ÞSSÍ hafí starfað áður,
þekking á staðháttum orðið til og
gagnkvæmt trúnaðartraust mynd-
azt.
Tekið undir tillögurnar
Hilmar Þ. Hilmarsson, aðstoðar-
maður Halldórs Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra og formaður stjórnar
ÞSSÍ, segir að skýrsla Jónasar hafi
verið lögð fyrir ríkisstjórnina til
kynningar. Þá hafi stjórn ÞSSÍ
fjallað um hana og skilað utanríkis-
ráðherra tillögum, þar sem tekið
sé undir flest í skýrslunni. Utan-
ríkisráðherra muni síðan ræða þær
tillögur í ríkisstjórn og málið að
því loknu sennilega koma til kasta
Alþingis.
Hilmar segist telja markmiðið
um að auka hlutfall þróunaraðstoð-
ar af þjóðarframleiðslu úr um 0,1%
í 0,15% á fimm árum raunhæft og
skynsamlegt. Ekki sé hægt að und-
irbúa ný verkefni mikið hraðar en
gert sé ráð fyrir í drögum Jónasar
að starfsáætlun fyrir ÞSSÍ.
Varðandi gagnrýni Jónasar á
þau þróunarverkefni, sem þegar
er unnið að, einkum verk-
efnið á Grænhöfðaeyjum,
segir Hilmar að reynsla
íslendinga af þróun-
arsamvinnu í Afríku sé
lítið frábrugðin reynslu
annarra ríkja og ýmissa
alþjóðastofnana. Alþjóða-
bankinn leggi til dæmis
áherzlu á að starfsmenn
hans reyni að kynnast
staðháttum í viðkomandi
landi og læra af mistök-
um áður en farið sé að
búast við árangri af þró-
unarverkefnum. ÞSSÍ
hafi unnið með svipuðum
hætti.
Hilmar segist þó ekki
eiga von á að verkefninu
á Grænhöfðaeyjum verði
haldið lengi áfram. Hins
vegar sé búið að gera
góða hluti í landinu.
„Þegar fiskurinn er ekki
til staðar verður ekki til
öflugur sjávarútvegur.
Ég held jafnvel að það
megi segja að við höfum
forðað Grænhöfðaeying-
um frá offjárfestingu í
sjávarútvegi með rann-
sóknum, sem sýndu að
væntingar um verulegar
fískiauðlindir voru ekki á
rökum reistar," segir
hann.
Að sögn Hilmars telur
stjórn ÞSSÍ sömuleiðis
skynsamlegt að hefja ný
þróunarsamvinnuverkefni í þeim
löndum, þar sem stofnunin starfí
nú þegar. Þannig megi nýta fjár-
munina betur.
Hilmar segir það sína skoðun að
færi íslendingar út kvíarnar í þró-
unaraðstoð eigi þeir ekki að ein-
skorða sig áfram við sjávarútveg.
Full ástæða sé til að skoða önnur
svið, til dæmis mennta- og heil-
brigðismál. Þar hafi ísland mikið
að bjóða og fjárfestingarkostnaður
sé ekki sá sami og t.d. vegna þróun-
arstarfs í orkumálum eða sjávarút-
vegsmálum. Áherzla alþjóðlegra
þróunarmálastofnana hafí á undan-
förnum árum verið að færast frá
fjárfestingum í t.d. vegum, flug-
völlum og verksmiðjum. Menn hafí
áttað sig á því að uppbygging
mannauðs sé mikilvægasta for-
senda þess að stuðla megi að
öflugri atvinnuuppbyggingu og
hagvexti í þróunarríkjunum og
ÞSSÍ búi nú þegar yfír mikilvægri
reynslu af slíku starfí.
Þá segist Hilmar þeirrar
skoðunar að stefna eigi að því að
skapa gagnkvæm viðskiptatengsl
við þróunarríki, þar sem slík tengsl
séu líklegust til að efla hagvöxt
________ til lengri tíma. „Sjálf-
bær þróun efnahagslífs
í þróunarríkjunum verð-
ur ekki tryggð með því
að gera eitt ríki háð
öðru um aðstoð," segir
Það er mun vænlegra til
að koma á viðskipta-
Hilmar.
árangurs
sambandi, sem báðir hagnast á.
ísland er lítið land og nær ekki
efnahagslegum tökum á öðrum
ríkjum. Það má segja að blessun
felist í smæðinni að því leyti.
Namibíska hagkerfið er til dæmis
álíka stórt og það íslenzka, þótt
Namibíumenn séu mun fleiri en
íslendingar. Þar hefur orðið til
viðskiptasamband, sem er verð-
mætt fyrir báða aðila.“