Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 17
LANDIÐ
Aðalfundur Félags eyfirskra nautgripabænda
Alþjóðlegir samningar
móta umhverfi kúabænda
Eyjafjarðarsveit - Aðalfundur fé-
lags eyfirskra nautgripabænda,
FEN, var haldinn í vikunni. Frum-
mælendur voru Guðbjöm Árnason
framkvæmdastjóri Landssambands
kúabænda, LK, og Jónas Bjarnason
forstöðumaður hagþjónustu land-
búnaðarins.
í máli Jónasar kom fram að
heildarverðmætasköpun í landbún-
aði árið 1995 hafi verið 18 milljarð-
ar, þar af var hlutur nautgripa-
ræktar um 7 milljarðar eða sem
nemur rúmlega 37% og er greinin
hlutfallslega stærst meðal bú-
greina í íslenskum landbúnaði. Til
samanburðar má nefna að þáttur
sauðfjárræktarinnar var 4 milljarð-
ar eða 22%. Samalagður þáttur
hefðbundinna búgreina var því um
60%. Studdist Jónas við tölur frá
Hagstofu íslands.
Mjólkurvörur hækkað um 0,7%
en vísitala matvara um 9,3%
Framlög hins opinbera hafa fall-
ið úr 9,5% af heildarútgjöldum rík-
isins 1989 í 5,4% 1994 og er í sam-
ræmi við þá stefnu stjórnvalda að
draga úr beinum ijárhagslegum
stuðningi við landbúnað. Þá benti
Jónas á að alþjóðlegir samningar
svo sem GATT væru þegar byijað-
ir að marka ytra starfsumhverfi
kúabænda á íslandi. Til dæmis er
áætlað að innflutningur á vörum
úr mjólk hafi samsvarað 500 þús-
und lítrum í innlendri mjólkurfram-
leiðslu 1995 og einni milljón lítra
1996. Þá minnti Jónas á að núver-
andi búvörusamningur fellur úr
gildi 31. ágúst 1998 og framundan
væru kjaraviðræður við ríkisvaldið.
Eitt innlegg í þær umræður verður
líklega samanburður á þróun
grundvallarverðs mjólkur til bænda
og neysluverðsvísitölu, en saman-
burður af því tagi leiðir í ljós að
töluvert vantar upp á að grundvall-
arverð hafi haldið í við vísitöluna.
Ef svo hefði verið ættu bændur að
fá 60,63 krónur fyrir mjólkurlítr-
ann en fá nú 55,76 krónur. Á tíma-
bilinu febrúar 1991 til febrúar
1997 hækkaði mjólk, ijómi, ostar
og egg um 0,7%. Verðvísitala mat-
vara hækkaði á sama tíma um
9,3%.
Að óbreyttum forsendum
stefnir kúabúskapur á íslandi nið-
ur á við hvað afkomu varðar. Mið-
að við rekstrarafkomu 77 kúabúa
á árinu 1991 til 1995 dragast
búgreinatekjur saman um nær 8%,
skuldir aukast um 23,5% og höf-
uðstóll rýrnar um 25%. Launa-
greiðslugetu búanna er haldið
uppi á kostnað lækkaðs eiginfjár-
hlutfalls, en eiginfjárhlutfall bú-
anna var 60,4% á árinu 1991 en
var 48,1% árið 1995. Þótt breyti-
legur kostnaður og fastur
kostnaður lækki er sú lækkun
ekki nægjanleg. Á hinn bóginn
er jákvætt að fjármagnskostnaður
lækkar um þriðjung á sama tíma-
bili en miður jákvætt að liðurinn
aðrar tekjur dregst saman um einn
þriðja á sama tíma. Loks nefndi
Jónas að það vekti áhyggjur að
bú sem ekki hafa fjárhagslegar
forsendur til að kaupa aukinn
framleiðslurétt væru eigi að síður
að taka þátt í slíkum viðskiptum.
Morgunblaðið/Hallgrímur
KRAKKARNIR frá Tromsö fóru m.a. á hestbak í heimsókn sinni
til Grundarfjarðar.
Bréfaskriftirnar end-
uðu með heimsókn
Grundarfirði - í fjögur ár hafa
nemendur í einni af bekkjardeild-
um Gruunskóla Eyrarsveitar skrif-
ast á við jafnaldra sína í Tromsö
í Noregi. Nemendurnir hafa skipst
á ýmsum upplýsingum um um-
hverfi sitt og þjóðhætti. Góður
kunningsskapur tókst með bekkj-
ardeildunum tveim og var ákveðið
að Norðmennirnir kæmu í heim-
sókn nú í vor.
Krakkamir komu hingað úr
snjónum í Tromsö og dvöldu í
Grundarfirði í þijá daga og fóru í
báðtsferð um Breiðafjörð, á hest-
bak og að sjálfsögðu var haldið á
diskótek.
Heimsóknir af þessu tagi eru til
þess fallnar til að auka viðsýni
nemendanna og kenna þeim að
bera virðingu fyrir öðrum samfé-
lögum. Með tilkomu tölvupósts
getur nám af þessu tagi orðið að-
gengilegt flestum skólum.
í fótspor gömlu
Strandapóstanna
Drangsnesi - Nemendyr 8.-10.
bekkjar Drangsnesskóla fara í
heimsókn til Danmerkur þann
19. maí. Svona ferð kostar heil-
mikið og hafa krakkarnir verið
nyög duglegir að safna fyrir
ferðinni.
Lokaátak i söfnuninni var
áheitaganga með póst frá
Drangsnesi norður í Kjörvog,
tæplega 90 km leið. Söfnun
áheita gekk mjög vel og það
voru um 170 bréf sem borin
voru þessa leið föstudaginn 2.
maí. Allir sem styrktu krakk-
ana fá umslag til minja stimplað
bæði á Drangsnesi og í Kjör-
vogi og í umslaginu er að finna
útdrátt úr sögu landpósta á
Ströndum sem krakkarnir tóku
saman. Byggðasafnið á Reykj-
um lánaði þeim gamla póst-
tösku og lúður sem blásið var
í við hvern bæ og eyðibýli á
leiðinni.
Ferðin hófst við pósthúsið á
Drangsnesi laust eftir klukkan
tíu á föstudagsmorgun. Níu
hressir krakkar eru í þessum
þremur efstu bekkjum skólans
og fóru þeir allir í þessa ferð.
Arnlín Oladóttir, kennari
þeirra, aðstoðaði við alla skipu-
lagningu og hún og maður
hennar, Magnús Rafnsson,
fylgdu þeim frá Drangsnesi og
norður i Bjarnarfjörð.
Þau lögðu af stað í einum hóp
og gengu fyrst inn í Hveravík
og fóru þaðan yfir háls eins og
kallað er. Bleytuslabb var á
hálsinum eins og búast mátti
við á þessum árstíma svo flestir
voru votir upp að hnjám þegar
komið var í Bjarnarfjörð 4 tím-
um seinna. í Baldurshaga beið
þeirra pysluveisla en ekki var
gert þar langt stopp. Tók nú
við boðganga og gengu þau tvö
og tvö saman klukkutíma í senn
og var nú ekki stoppað fyrr en
komið var á leiðarenda.
Eftir að farið er fram þjá
Ásmundarnesi eru engir bærir
í byggð fyrr en komið er í
Djúpuvík. Foreldrar barnanna
tóku þátt í þessu með þeim og
voru alltaf minnst tveir bílar
með í för. Á þessari leið er víða
hætta á gijóthruni og er leiðin
um Kaldbakskleif sérstaklega
varasöm á þessum árstíma.
Guðmundur góði vígði leiðina
undir Kaldbakshornið á sinum
tíma og með það í huga og ör-
yggishjálma frá björgunar-
sveitinni á höfðinu var lagt í
kleifina.
Þegar komið var norður fyr-
ir Spena var grillað en á meðan
héldu þeir áfram göngunni með
póstinn tvíburarnir Steinar og
Sölvi, einu strákarnir í hópnum.
Um klukkan ellefu um kvöldið
var komið i Djúpuvík og var
vel tekið á móti hópnum á hótel-
inu og slöppuðu stelpurnar af
með hressingu en strákarnir
voru aftur óheppnir, þeir áttu
gönguna einmitt þá! Nú voru
allir orðnir þreyttir og með
blöðrur á hælum eða tám. Leið-
in út Reykjarfjörð virtist aldrei
ætla að taka enda og nú leið
styttra á miUi skiptinga en
áður. Heldur léttist yfir hópn-
um þegar sáust ljósin í Kjörvogi
og síðasta spölinn gekk allur
hópurinn saman.
Klukkan tvö aðfaranótt laug-
ardags eftir 16 tíma göngu var
komið í Kjörvog og þar beið
hópsins hlaðið veisluborð. Póst-
urinn var afgreiddur fljótt og
vel þótt ekki væri á auglýstum
afgreiðslutíma pósthúsa al-
mennt. Og heim var haldið þá
um nóttina þó ekki fótgang-
andi. Veðrið var yndislegt, fjöll-
in spegluðust i sjónum, morgun-
sólin roðaði himininn og grá-
sleppubátarnir voru að tínast á
miðin. klukkan var að nálgast
fimm þegar komið var að Klúku
í Bjarnarfirði og var tilvalið að
bregða sér í heita pottinn þar
til að lina stífa og auma vöðva.
Ferðalaginu lauk um klukkan
hálfsjö um morguninn en þá
komu þau heim þreytt, en
ánægð og stolt eftir ógleym-
anlega en erfiða ferð.
Morgunblaoio/Jenný Jensdóttir
GÖNGUFÓLKIÐ sem hélt í erfiða ferð í spor gömlu póstanna í Strandasýslu.
Selfossi - Sumarið er komið með
allt sitt yndi og börnin á Sel-
fossi kunna svo sannarlega að
meta hin ýmsu uppátæki sem
fullorðna fólkið tekur upp á
þegar sól hækkar á Iofti.
Hestvagninn sem sést á mynd-
inni var notaður í tengslum við
prúttmarkað sem var haldinn á
vegum Fijálsíþróttadeildar
UMF Selfoss. Krakkarnir gátu
keypt sér rúnt á hestvagninum.
Uppátækið heppnaðist einkar
vel og nýttu krakkarnir tæki-
færið til hins ýtrasta, enda ekki
á hveiju degi sem börnin fá
tækifæri til að komast á hesta-
kerru.
muiguiiuiauiuuj1^. i auuai.
SARA Hilmarsdóttir ásamt afa sínum, Hafsteini, tilbúin í hestaferð með knapa dagsins.
Hestvagn á götum bæjarins