Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
*
Fjármálaráðherra á aðalfundi Kaupmannasamtaka Islands
Breytingar á Keflavíkurflugvelli gagnrýndar j
Fólk hvatt til að auka
langtímaspamað
Morgunblaðið/Þorkell
GUNNAR Guðmundsson, gjaldkeri í stjórn Kaupmannasamtaka
íslands, kynnti ársreikninga félagsins á aðalfundinum.
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra segir að í raun og veru sé
ekki verið að gera neinar stórkost-
legar breytingar á lífeyriskerfinu í
frumvarpi um starfsemi lífeyris-
sjóða. Heldur sé fyrst og fremst
verið að útbúa kerfi sem hvetur
fólk til að auka langtímasparnað.
Ekki eingöngu fyrir þá sjálfa til að
eiga þegar kemur að ævikvöldi,
heldur líka til þess að þeir fjármun-
ir sem lagðir eru til hliðar geti nýst
til uppbyggingar og til aukningar
landsframleiðslu. Þetta kom meðal
annars fram í ræðu fjármálaráð-
herra á aðalfundi Kaupmannasam-
taka íslands sem haldinn var sl.
laugardag.
Friðrik sagði ennfremur að
spyrða þyrfti saman aimannatrygg-
ingakerfið annars vegar og lífeyris-
sjóðakerfið hins vegar. „Frá mínum
sjónarhóli er það mikilvægt að ein-
staklingar leggi til hliðar þegar
þeir eru á vinnualdri, fjármuni sem
dugi þeim nokkurn veginn þegar
þeir eru orðnir fullorðnir. Almanna-
tryggingakerfíð á að vera til sem
öryggisnet fyrir þá sem að einhveij-
um ástæðum geta ekki lagt fjár-
muni til hliðar. Við þurfum að skapa
kerfí sem ýtir undir og hvetur fólk
til langtímasparnaðar hvort sem
það er með fijálsum hætti eða ger-
ist í gegnum lífeyrissjóði. Lífeyris-
sjóðakerfíð er smám saman að
verða aðalstofninn og forsenda vel-
ferðarkerfísins. Ég hygg að eignir
sjóðanna, ef hægt er að tala um
eignir þessara sjóða þar sem það
eru alltaf skuldbindingar á móti,
séu yfír 300 milljarðar króna og
það er talið að eftir nokkra áratugi
verði eignir sjóðanna um 800 millj-
arðar króna á núvirði.“
„Því miður ekki allir jafnir“
íjármálaráðherra benti á vand-
ræði sem skapast hefðu hjá fjár-
málaráðuneytinu vegna skorts á
lagaákvæðum sem hefur valdið því
að fjármálaráðuneytið hefur verið
í erfiðleikum með að svara bréfum
lífeyrissjóða sem vilja þróa h'feyris-
sjóðina með eðlilegum hætti. „Við
þurfum að hafa löggjöf til þess að
geta svarað bréfum með eðlilegum
hætti. Lífeyrissjóðakerfíð hefur því
miður þróast þannig að það eru
ekki allir jafnir í þessu kerfi í dag.
Umræðan sem hefur átt sér stað
að undanförnu, sérstaklega í fjöl-
miðlunum held ég að hafí verið ein-
hver sú albesta þjóðfélagsumræða
sem hefur átt sér stað í íslensku
þjóðfélagi í mörg ár. Ég vil sérstak-
lega nefna Morgunblaðið í þessu
sambandi sem ég tel að hafí gert
okkur gífurlegt gagn með því að
birta greinaflokk um lífeyrismálin
og sýnt okkur hvað þetta er fjöl-
breytileg flóra og hve mikilvægt
það er að við hugum að þessum
málum. Sem betur fer er það þann-
ig með að minnsta kosti allt ungt
fólk nú á dögum að það skynjar
þessa fjármuni sem fjármuni sem á
að nota síðar á lífsleiðinni.“
Hann nefndi ennfremur í ræðu
sinni að samkvæmt kjarasamning-
um sem í gildi eru í dag er fólki
skylt samkvæmt lögum sem gilda
um lífeyrissjóði að vera í lífeyris-
sjóði í þeirri starfsgrein sem lífeyris-
sjóðurinn starfar algjörlega burtséð
frá því hvort fólk er aðili að kjara-
samningi eða ekki. „Af hveiju er
þetta svona í lögum? Það er vegna
þess að það hefur ekki verið í lögum
hingað til nein skilgreining á trygg-
ingarverndinni sem fólgin er í lífeyr-
issjóðakerfínu. Þess vegna greip
löggjafínn til þess ráðs á sínum tíma
að skylda fólk til þess að vera í
þeim lífeyrissjóðum sem voru til. í
því frumvarpi sem við erum að fást
við er hinsvegar komin skilgreining
á því hvað sé tryggingarvernd.
Hvað sé lífeyrissjóður og hvernig
menn eiga að haga sér. Það er for-
senda þess að það sé hægt að opna
þetta kerfí og veita meiri frelsi í
kerfinu."
Að sögn Friðriks halda forsvars-
menn ASÍ og VSÍ því fram að með
frumvarpinu sé ýtt undir það að
fólk fari úr sjóðum sem þeir hafi
stofnað til og fari yfir í aðra sjóði.
„Ef það er svo að einhver trygging-
arfélög eða séreignasjóðir geta
boðið upp á miklu betri tryggingar
en þessir sjóðir á almenna vinnu-
markaðnum þá er eitthvað að þeim
sjóðum sem þar starfa. Þannig að
ég tel að það sé alveg óveijandi
að við í þessari löggjöf sem við
erum að smíða förum að ráði ASÍ
og VSÍ og skyldum fólk, sem ekki
er aðilar að þessum kjarasamning-
um, til þess að vera í lífeyrissjóði
sem það jafnvel kærir sig ekki um
að vera í.“
Þjónustugjöld vegna
debetkorta lækka
í ræðu Benedits Kristjánssonar,
formanns Kaupmannasamtaka ís-
lands, á fundinum kom fram að
síðar í þessum mánuði verður geng-
ið frá samkomulagi milli kaup-
manna og greiðslukortafyrirtækj-
anna sem meðal annars felur í sér
að þjónustugjöld vegna debetkorta
lækka. „Rafræn viðskipti með
greiðslukortum hafa aukist veru-
lega. Við höfum lagt á það áherslu
að útgáfa viðskiptabankanna á svo
kölluðum síhringikortum sé of al-
menn. Þegar samið var um debet-
kortin á sínum tíma gerðu menn
ekki ráð fyrir því að síhringikort
yrðu svo almenn sem raun ber vitni.
Bankamir verða að fínna aðra lausn
en þá að leggja þennan kostnað á
verslunina og krafa um að við-
skiptabankarnir komi upp grænu
símanúmeri er ekki fráleit. Kostn-
aður verslunarinnar vegna þeirra
er allt of mikill og óeðlilegt að hún
beri þann kostnað. í því sambandi
hefur verið unnið að því að teknar
væru upp viðræður við Póst og síma
hf. um lagfæringar á gjaldskrá
þeirra vegna rafrænna viðskipta,"
segir formaður KÍ.
Gunnar Guðmundsson, gjaldkeri
KÍ, lagði fram reikninga félagsins
á aðalfundinum en mikil umskipti
hafa orðið á afkomu þess á milli
áranna 1995 og 1996. í fyrra skil-
aði félagið rúmlega 400 þúsund
króna hagnaði en tap þess nam 7,9
milljónum króna árið 1995. Að sögn
Gunnars er skýringuna helst að
finna í lægri rekstrarkostnaði og
minni afskriftum.
KÆjkM FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA A Sn lll I |¥
mm OG HAGFRÆÐINGA MOCIIJ UIIUUI
Aöalfundur Félags viðskiptafræöinga og hagfræöinga
veröur haldinn fimmtudaginn 15. mai 1997, kl. 16:00
Fundarstaður: Þingholt, Hótel Holti
Dagskrá:
1. Venjuleg aöaltundarstörf.
2. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, flytur erindi:
Hver mótar viðskiptamenntun 21. aldar?
Mætiö stundvíslega!
Stjórn FVH
Bjöm Bjarnason
50-60 störf íiðnaði
flyijast til útlanda
ORRI Vigfússon, varaformaður ís-
lensks markaðar á Keflavíkurflug-
velli, kveðst ekki í nokkrum vafa um
að þær breytingar sem boðaðar hafí
verið á verslunarrekstri á Keflavíkur-
flugvelli verði til þess að 50-60 störf
í iðnaði leggist niður og flytjist til
útlanda.
Stjóm íslensks markaðar kom
saman á fundi í gær, þar sem rætt
var um framtíð fyrirtækisins í ljósi
þeirrar ákvörðunar stjórnvalda segja
upp öllum leigusamningum í flug-
stöðunni að bjóða út allt verslunar-
og þjónusturými utan Fríhafnarinnar.
Orri segir það afar óheppilegt að
ekki skuli allir sitja við sama borð í
sambandi við fyrirhugaðar breytingar
á tilhögun á verslunarrekstri á Kefla-
víkurflugvelli. Ef breytinga sé þörf
sé mikilvægt að ganga hreint til verks
og bjóða út alla starfsemina. Fríhöfn
eigi ekki að hafa neina sérstöðu.
Hins vegar séu þær tillögur eins og
þær hafí verið kynntar gefa Fríhöfn-
inni mikil forréttindi, enda þótt lítils
háttar tilfærslur kunni að verða á
störfum milli verslunar í einkaeign
og verslunar í eign hins opnbera.
Þetta muni mest koma niður á inn-
lendum ullarframleiðendum og
smáum framleiðendum. Að einhveiju
leyti verði innlendum matvælafram-
leiðendum gert erfiðara fyrir.
„Ef auka þarf tekjur í flugstöð-
inni verður að gera slíkt án þess að
mismuna fyrirtækjum í einkarekstri
og opinberum rekstri. Ennþá er gert
ráð fyrir að stór hluti rekstrartekna
flugstöðvarinnar verði notaður í ann-
að en að greiða niður skuldir henn-
ar. Eðlilegast er að skoða alla tekju-
liði og leita að sanngjarnri lausn sem
allir taka jafnan þátt í.“
Mikilvægur sýningargluggi
Þá bendir Orri á að flugstöðin
hafí verið mikilvægur sýningar-
gluggi og skapað verðmæta ímynd
fyrir land og þjóð. Erlendir ferða-
menn séu ekki að koma til íslands
til að leita _sér að erlendum vöru-
merkjum. „Ég óttast að það starf
sem framleiðendur hafa byggt upp
fyrir íslenska framleiðslu undanfarin
27 ár verði nú fyrir áfalli nema gerð-
ar verði strangar kröfur til að veija
þá hagsmuni, sem nú eru í húfi.“
Framkvæmdastjóri Intis um hátt árgjald
Miðað við að gjaldið 5
standi undir kostnaði ►
HELGI Jónsson, framkvæmdastjóri
Internet á íslandi hf., segir að nýleg-
ur samanburður dagblaðsins Wall
Street Journal á árgjaldi fyrir svæð-
isnetföng á alnetinu sé að hluta til
alls ekki réttur. Upplýsingar dag-
blaðsins gáfu til kynna að þetta gjald
væri hæst hérlendis eða rúmlega 300
dollarar. Gjaldið var næsthæst í
Þýskalandi eða um 300 dollarar, en
mun lægra í öðrum Evrópulöndum,
Bandaríkjunum og Japan, eins og
fram kom nýlega í Morgunblaðinu.
„Þessar upplýsingar sem þarna
koma fram er okkur vitanlega sum-
ar hveijar alls ekki réttar,“ sagði
Helgi. „Gjaldið hjá okkur er t.d. 257
dollarar án virðisaukaskatts á ári,
en ekki 300 dollarar eins og þarna
kemur fram. í Svíþjóð er kerfið mjög
frábrugðið því sem annars staðar
þekkist. Seljendur svæðisnetfanga
þar þurfa að ganga í sérstök samtök
sem er mjög kostnaðarsamt og þar
er ákveðinn falinn kostnaður. En
burtséð frá þessu er gjaldið hjá okk-
ur ákvarðað þannig að það standi
undir kostnaði við skráningu og
rekstur á þeim búnaði sem til þarf.“
Þá bendir Helgi á að fjöldi svæð-
isnafna hér á landi sé nú tæplega
400. „Erlendis er þetta af allt ann-
arri stærðargráðu og hægt að hafa
gjaldið lægra vegna þess að í mörgum
tilvikum er sami kostnaður á bak við
þjónustuna. Það eru engar alþjóðleg-
ar reglur til um þetta, heldur eiga
þessi gjöld fyrst og fremst að standa
undir kostnaði við þjónustuna. Ekki
er ætlast til að hún skili hagnaði. “
Helgi segir hins vegar að árgjald
fyrir svæðisnetföng á alnetinu verði
væntanlega tekið til endurskoðunar
í haust.
Hækkun flutningstaxta Eimskips til Ameríku
Samskip bíða átekta
HÆKKUN á flutningstöxtum Eim-
skips vegna innflutnings frá Amer-
íku til íslands um 4,8% hefur engin
áhrif á flutningsgjöld Samskipa á
þessari sömu siglingaleið, að sögn
Ólafs Ólafssonar, forstjóra Sam-
skipa.
Eins og kunnugt er gerðu skipa-
félögin með sér samkomulag fyrr
á árinu um að Eimskip annaðjst
flutninga fýrir Samskip milli ís-
lands og Norður-Ameríku, en Sam-
skip hættu í kjölfarið útgerð eigin
skips á þessari leið. Samskip hafa
hins vegar áfram boðið flutninga
milli íslands og Norður-Ameríku í
gegnum Evrópu í samstarfi við
Mærsk-skipafélagið svo og beina
flutninga með Van Ommeren. Nú
um mánaðamótin tilkynnti Eimskip
um 4,8% hækkun flutningstaxta
vegna innflutnings frá Norður-
Ameríku ti) Reykjavíkur.
„Við erum með bindandi sam-
komulag við Eimskip og önnur
skipafélög um þessa flutninga og
gjöldin hækka ekki nema um það
hafi verið samið fyrirfram. Hins
vegar munum við íhuga það hvort
við hækkum gjaldskrá okkar en það
hefur ekki verið ákveðið. Við mun-
um bíða og sjá til,“ sagði Ólafur.
Hlutabréfa-
verð lækk-
ar lítillega
ÞINGVÍSITALA hlutabréfa lækkaði
lítillega í líflegum viðskiptum gær-
dagsins á Verðbréfaþingi þar sem
hlutabréfaviðskipti vógu þyngst í
viðskiptum dagsins. Mest viðskipti
urðu með bréf í Flugleiðum eða fyr-
ir um 48 milljónir króna, en einnig
voru mikil viðskipti með bréf í Mar-
el og SR-mjöli. Samanlögð hluta-
bréfaviðskipti námu 117,6 milljónum
króna af tæplega 200 milljóna króna
veltu á þinginu.
Hlutabréf í Eignarhaldsfélagi Al-
þýðubankans lækkuðu mest eða um
4,3% í viðskiptum gærdagsins og
bréf Þormóðs ramma lækkuðu um
3,8%. Bréf í SR-mjöli lækkuðu einn-
ig eða um 3% og bréf í Jarðborunum
lækkuðu um 2,1%. Hins vegar hækk-
uðu bréf í HB um 3,5%.
i
I
[
>
I
l
i
l
i-