Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 19 VIÐSKIPTI FRÁ undirskrift samninga: Einar Skúli Hafberg, hugbúnaðar- sérfræðingur, Jón Örn Guðbjartsson, markaðssljóri Navís hf., Richard Bonnor, tæknilegur framkvæmdastjóri PCA a/s og Þorsteinn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Navís hf. Itölsk vín slá ígegn í Japan Mílanó. Reuter. SALA ítalskra vína til Japans jókst verulega í fyrra. Salan jókst um 60,2% miðað við árið á undan og söluverðmætið í 55,5 milljónir doll- ara að sögn utanríkisviðskiptamið- stöðvar Langbarðalands. Vín eru aðeins lítið brot af heildarinnflutningi Japana frá ítal- íu, eða 1,1%. En vegna sölunnar að undanfömu eru ítalir komnir í annað sæti þeirra þjóða, sem selja vín til landsins, á eftir Frökkum en á undan Þjóðveijum, að sögn viðskiptamiðstöðvarinnar. Navís hf. býður framleiðslu- kerfi í Navision Financials HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Navís hf. gekk nýlega frá sölu- og dreifingarsamningi um há- þróað framleiðslustýrikerfi sem hannað er í upplýsingakerfinu Navision Financials. Hönnuður kerfisins er danska hugbúnaðar- fyrirtækið PCA a/s sem er sér- hæft i þróun upplýsingakerfa fyrir framleiðslufyrirtæki. Fram kemur í frétt frá Navís að PCA a/s er einn stærsti þróun- ar- og söluaðili á Navision í Dan- mörku, en fyrirtækið hefur m.a. sett upp Navision-kerfi fyrir Coca Cola, ABB-samsteypuna, AEG- og Gram-verksmiðjurnar í Danmörku. Framleiðslukerfið, sem Navís hf. mun nú bjóða, er þróað í Navision Financials, sem er nýtt 32 bita Windows-kerfi. Starfs- menn og eigendur Navís hf. hafa nú þegar öðlast viðtæka reynslu í uppsetningu og þróun Navision Financials hjá stórum sem smáum fyrirtækjum, bæði hér- lendis og erlendis. Með því að bæta framleiðslukerfinu nýja við starfsemina mun Navís hf. bjóða aukna þjónustu á markaðnum, en fyrirtækið hefur fram til þessa sérhæft sig að mestu í lausnum fyrir verslun og þjón- ustu auk þess sem sérfræðingar fyrirtækisins hafa unnið við hönnun hugbúnaðarkerfa fyrir aðila í opinbera geiranum. Nýlega gekk Einar Skúli Haf- berg tölvunarfræðingur til sam- starfs við Navís hf., en hann mun stýra þróun lausna í framleiðslu- kerfum. Einar Skúli hefur víð- tæka reynslu í aðlögun fram- leiðslukerfa í Navision en hann starfaði áður hjá Tölvumyndum- Skyggni. Þar sinnti hann nærri eingöngu þróun og aðlögun framleiðslukerfa ásamt þjónustu við notendur þeirra. Meðal not- enda framleiðslukerfisins frá PC A er Alpan hf. á Eyrarbakka, en fyrirtækið sækir alla þjónustu til Navís hf. Ef þú átt þér draum um að eignast glaesilegan sjálfskiptan eðalvagn, sem tekur öðrum fram í útliti og aksturseiginleikum, þá er Hyundai Sonata bíllinn. Og það er stutt frá draumnum yfir í veruleikann því verðið er í engu samræmi við gæði þessa glæsilega bíls. Veglegt afinælistilboð/ Sjálfskipt Sonata ElTTTiTrmi HYunom uáCéM&ÁÁJdi til framtíðar ÁRMÚLA 13, REYKJAVlK, SlMI: 568 1200 - BEINN SÍMI: 553 1236 Spennandi tilboð: Hvítasunnuhelgi á Hótel Eddu Njótið vorkomunnar í fögru umhverfi og dveljið á Hótel Eddu um hvítasunnuhelgina. Edduhótelin á Flúðum, Kirkjubæjarklaustri og Höfn í Hornafirði bjóða upp á dvöl í eina, tvær eða þrjár nætur, með eða án kvöldverðar á mjög hagstæðu verði. ofc6 6630 Hnfp/ FciHa Flúfíum Hótelið er staðsett í hinu gróður- sæla þorpi á Flúðum. f nágrenni Flúða eru ýmsir þekktir staðir eins og Gullfoss, Geysir, Skálholt og Laugarvatn. Hótel Edda Kirkjubæjarklaustri Nú liggja allar leiðir austur á Skeiðarársand og þvítilvalið að dvelja í næsta nágrenni og njóta þægindanna á Hótel Eddu Kirkjubæjarklaustri. A799 0,1» 1240 HóteLHafn í Hamafirái Hlýlegt hótel í skemmtilegum bæ. Hótelið er spennandi áfanga- staður fyrir ferðafólk því þaðan er stutt að fara í ævintýralegar ferðir upp á Vatnajökul á snjósleða eða snjóbíl. Fáið allar nánari upplýsingar um hvítasunnutilboð á Hótel Eddu hjá starfsfólki Ferðaskrifstofu fslands í símari!if*i:niileða á hótelunum sjálfum. YDDA FB8.8/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.