Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 20

Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 UR VERIIMU IMEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Albert Kemp FAXI RE landaði fullfermi á Fáskrúðsfirði á laugardag. Auk hans komu mörg síldveiðiskip þang- að með rifnar nætur og smáslatta sem landað var hjá Loðnuvinnslunni hf. Lítil síldveiði um helgina SÍLDVEIÐI gekk illa um helgina, síldin stendur djúpt og er mjög stygg. Nokkur íslensk skip fengu þó síld í færeysku lögsögunni í fyrrakvöld en nótaskipaflotinn hef- ur að mestu verið að veiðum í Síld- arsmugunni síðustu daga. Nokkur skip lönduðu síld um helgina. Amamúpur ÞH landaði um 500 tonnum af síld á Raufar- höfn í gær. Aflinn fékkst í tveimur köstum en Gylfi Baldvinsson stýri- maður segir að lítið hafi verið kast- að, því þótt mikil síld sé á svæðinu standi hún mjög djúpt. „Það er hægt að ná ágætum köstum með lagni. Það er samt erfitt að loka torfurnar inni því síldin er ógurlega stygg. Það er sama og engin áta í henni ennþá og greinilegt að það vantar fyrir hana átu. í fyrra hófst veiðin um þetta leyti og var þá mun betri. Það hefur einnig verið leiðinda gola á miðunum til þessa og það getur haft nokkuð að segja um veiðarnar. I vikunni var nánast logn í einn dag og þá var mikið kastað með þokkalegum árangri,“ segir Gylfi. 5.600 tonnum landað á Fáskrúðsfirði Á þriðja þúsund tonnum af síld var landað á Fáskrúðsfirði um helgina og samtáls hefur Loðnu- vinnslan hf. nú tekið á móti 5.600 tonnum það sem af er síldarvertíð- inni. Kap VE landaði 1.200 tonnum og Faxi RE fullfermi. Fleiri lönd- uðu smáslöttum af síld þar um helgina og létu þá gera við rifnar nætur í leiðinni. Að sögn Magnús- ar Ásgrímssonar verksmiðjustjóra gengur loðnubræðslan vel. Hægt er að bræða um 800 tonn á sólar- hring. Þá hefur alls verið landað um 53.500 tonnum af norsk-íslensku síldinni á vertíðinni. Langmest hef- ur verið landað af síld hjá verk- smiðju SR Mjöls á Seyðisfirði, tæp- um 10 þúsund tonnum. Sex skip lönduðu þar um síðustu helgi, alls um 4.000 tonnum Útflutningshópur FÍS telur saltfiskmarkaði að tapast vegna afnáms línutvöföldunar „Könnumst ekki við þetta vandamál“ AFNÁM línutvöföldunar hér á landi hefur orðið til þess að íslend- ingar geta ekki annað eftirspurn á helstu saltfiskmörkuðum sínum, einkum á Spáni, Ítalíu og Grikk- landi sem falast nær eingöngu eft- ir krókaveiddum físki. Þess í stað leita kaupendur á þessum mörkuð- um nú til Noregs og Færeyja eftir hráfefni þar sem engar hömlur eru á veiðum smábáta á króka. Islend- ingar eru því að missa mikilvæga saltfiskmarkaði vegna pólitískrar veiðistjórnunar. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi, sem útflutningshópur Félags íslenskra stórkaupmanna efndi til um helgina, en innan vé- banda FÍS eru um 50 útflutnings- fyrirtæki ef undan eru skilin sölu- samtökin SH, ÍS og SÍF. 20% söluaukning í Katalóníu „Við höfum svo sannarlega ekki orðið varir við þessa þróun og könnumst ekki við þetta vandamál enda hefur okkar hlutdeild í Ka- talóníu vaxið um tæp 20% fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Gunn- ar Örn Kristjánsson, framkvæmda- stjóri SÍF. „Ég held að máljð snú- ist hreinlega um það að FÍS hafi misst markaðshlutdeild hér heima og þar af leiðandi á mörkuðum ytra vegna harðrar samkeppni. Menn vilja nefnilega hafa hag- kvæmnina af samkeppninni, en ekki vandamálin sem henni fylgja. Að mínu viti á þetta kvein ekki við rök að styðjast," segir Gunnar Öm. Hann tekur hinsvegar undir þær staðhæfingar að línufiskur fari að uppistöðu til í bestu afurð- irnar sem spikfiskur, en reyndin væri ekki sú að skortur sé á spik- fiski. „í öðru lagi er það alveg Ijóst að Norðmenn og Færeyingar hafa ekki hlaupið í skarðið fyrir okkur vegna þess að þeir hafa einfald: lega aldrei framleitt spikfisk. í þriðja lagi er útflutningur Norð- manna 30-40% minni á þessu ári heldur en hann var í fyrra og út- flutningur frá Færeyjum er mun minni í ár en í fyrra í söltuðum afurðum þar sem að megnið af þeirra afla er flutt ferskt inn á Bretlandsmarkað. Gunnar Örn telur sömuleiðis óraunhæft að bera saman nóvem- ber til febrúarmánuði síðastliðna þar sem að menn dreifi veiðinni nú á allt fiskveiðiárið í stað aðeins fjögurra mánaða áður. „Þegar öllu er á botninn hvolft og þrátt fyrir afnám línutvöföldunar, höfum við línuveiðarnar áfram, en hinsvegar fékk línubátaflotinn úthlutuðum 60% af tvöfölduninni sem út- gerðarmenn þeirra hafa getað verslað með að eigin vild.“ í fréttatilkynningu, sem sjávar- útvegsráðuneytið sendi frá sér í gær, segir að í fréttum fjölmiðla um helgina hafi m.a. verið haft eftir talsmanni útflutningshópsins, Jóni Ásbjörnssyni, að afnám lín- utvöföldunar hefði haft í för með sér að íslendingar hefðu misst markaðshlutdeild fyrir saltfisk til Norðmanna og Færeyinga. Þessum upplýsingum beri engan veginn saman við gögn Hagstofu íslands og norsku Hagstofunnar. Ennfremur segir: „Samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands hafði útflutningur á saltfiski frá íslandi aukist um 25,47% fyrstu þijá mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þar af nam aukinn útflutningur þurrkaðs salt- fisks 48,42%, blautverkaðs salt- fisks 31,97% og saltfiskflaka og bita 1,11%. Samkvæmt upplýsingum norsku Hagstofunnar minnkaði útflutn- ingur Norðmanna af söltuðum þorski úr 19.699 lestum á tímabil- inu janúar til mars 1996 í 12.269 lestir á sama tímabili í ár. Nemur þessi samdráttur í útflutningi Norðmanna tæpum 40%. Þá liggur fyrir að sáralítið mun vera saltað af þorski í Færeyjum enda mun vaxandi hluta af afla færeyskra fiskiskipa vera landað óunnum er- lendis,“ segir í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Garðeigendur eitra of mikið Morgunblaðið/Sigga FJÖLDINN allur er af nytsamleg- um dýrum í garðinum og eitt þeirra er hunangsflugan. Hún ber frjó milli plantna. „ÍSLENDINGAR eitra allt- of mikið í görðum og fyrir nokkrum árum má segja að vorboðinn í Reykjavík hafi verið gulir eiturmiðar,“ segir Guðmundur Halldórs- son skordýrafræðingur hjá Rannsóknarstöð Skógrækt- ar ríkisins. „Á þessu hefur orðið breyting til betri veg- ar en þó er enn of mikið um að menn úði allt sem fyrir verður í görðum. Garð- eigendur ættu að leggja sig fram um að kynnast plönt- unum sínum og komast að því hvort um vandamál er að ræða _áður en farið er að eitra. Á íslandi eru 1.245 skordýrategundir og ein- ungis um 10 sem eru vara- samar. Þau skordýr sem verst verða úti í úðun eru einmitt þau dýr sem halda meindýrum í skefjum þ.e.a.s. svokallir náttúrulegir óvinir sem halda blaðlús og lirfum í burtu,“ segir hann. „íslendingar eru mjög skordýra- hræddir og vilja helst láta drepa allt sem hreyfíst, jafnvel kóngulær. Ég bjó í mörg ár í Danmörku og þar þekkist það varla að garðar séu úðaðir og svipaða sögu er að segja í öðrum löndum. Kynnist gróðrinum og meindýrum „Kynnist fólk gróðrinum í garði sínum lærir það að þekkja hvenær um vanda er að ræða og hvenær ekki,“ segir Guðmundur. „Ef við tök- um greni sem dæmi þá eru bara tvær tegundir af blaðlúsum á því, önnur er græn og hin gráleit. Þessi græna er sitkalúsin og hún er á gömlu nálunum og þessi gráleita er grenisprotalús og hún er á nýju nál- unum. Yfírleitt þarf eingöngu að hafa áhyggjur af sitkalúsinni og hún gerir einungis vart við sig sum ár og þá á haustin. Það er því vita gagnslaust að úða sitkagreni árlega og er einungis slæmt fyrir umhverfið. Á birkinu eru bara tvær blað- lúsartegundir, önnur er gulgræn á blöðunum og hin aðeins stærri og blágræn og mjög oft vængjuð. Þessi gulgræna skemmir stundum birkið og oft þarf að vinna bug á henni. „Geri þessi tegund vart við sig er ekki þar með sagt að þurfi að úða öll tré í nágrenni við umrætt birki og hvað þá heldur allan garðinn. Það kann að vera nóg að úða eitt tré.“ Guðmundur segir að brögð séu að því að þeir sem eru að úða séu ekki nógu vel að sér um skordýr og haldi því jafnvel á lofti að það sem hreyfist sé skaðlegt. Öspin laus við skordýr - Hver eru hættumerkin í garðin- um? „Garðeigendur ættu að fylgjast með hvort blöð fari að rúllast upp á gróðri og þá aðallega á birki eða víði en skordýrin sækja aðallega í þær tijátegundir. Öspin fær yfir- leitt að vera í friði fyrir skordýrum. I Rúllist blöð birkis og víðis upp þá j er það oft merki um að þar sé lifra fiðrildis að éta. Þar eru þrjár teg- undir sem koma til greina, græn lirfa sem heitir haustfeti eða grá sem heitir tígulvefari og svört sem heitir víðifeti. „Þær geta verið vara- samar því þær eiga til að hreinsa allt af trénu. Tígulvefarinn er hins- vegar eingöngu á birki og víðifetinn eingöngu á víði.“ Guðmundur tekur fram að þessi lirfa, haustfeti, sé ' alæta og kunni því að leggjast á \ annan trjágróður. j Á hinn bóginn þarf fólk að vita að lirfa verður að púpa einhvern- tíma og það gerist yfírleitt í byijun júlí. Eftir það éta þær ekki meira og út skríða bara fiðrildi sem lifa yfirleitt á blómasafa." Náttúrulegir óvinir fara verst útúr úðun Úði garðeigendur allan garðinn fara náttúrulegir óvinir verst útúr f því, eins og til dæmis sníkjuvespur, \ bjöllur og köngulær. „Það eru alls- Nýtt Kóreu ginseng KOMIÐ er á markað nýtt Kóreu ginseng frá fyrirtækinu IL HWA Ltd. Co. í Kóreu. Ginsengið er líf- rænt ræktað og til vinnslu fara 6 ára fullþroska og valdar rætur. í fréttatilkynningu frá Logalandi ehf. segir að fyrirtækið noti háþróaða framleiðslutækni og hafi hlotið æðslu viðurkenningu yfirvalda fyrir framleiðslu sína. Staðlað gæðaeftir- lit er á framleiðslunni og lághita- stig er notað. Sérhveijum pakka af ginsenginu fylgir áprentaður og lotunúmeraður seðill sem er gæða- viðurkenning frá yfirvöldum í Kóreu. Umbúðirnareru 50 og 100 hylkja pakkar og hvert hylki inni- heldur 500 mg af ginsengi. Helstu sölustaðir eru apótek, heilsuvöru- verslanir og heilsuhorn verslana. Fellibústaður á 30 sekúndum EVRÓ á Suðurlandsbraut hefur undanfarið kynnt nýja gerð af felli- bústöðum, svokallaða Á-bústaði en þeir eru framleiddir í Bandaríkjun- um. Tekur innan við 30 sekúndur að reisa vagninn og ekki er um að ræða tjalddúk heldur eru veggir og loft einangruð. Fellibústaðnum fylgir staðalbúnaður eins og eldhús, borðkrókur, tvö rúm og inniljós. Minnstu vagnarnir vega um 300 kíló og hægt er að fá bústaðina frá 2-4 manna. L I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.