Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 22

Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Portúgal Ungmenni 1 þræla- vinnu fyrir heróínskammtinn Malaga. Morgunblaðið. LÖGREGLUYFIRVÖLD í Portúgal hafa stöðvað starfsemi bygging- arfyrirtækis eins sem hneppt hafði unga eiturlyfjaneytendur í þrældóm. Fólkið vann myrkranna á milli en fékk í stað launa heróínskammta þrisvar sinnum á dag. Talsmenn lög- reglu í Portúgal skortir orð til að lýsa aðbúnaði þeim sem eiturþræl- arnir þurftu að sætta sig við og segja slíka ómanneskjulega grimmd öld- ungis óskiljanlega á ofanverðri 20. öld. Að sögn talsmanna portúgölsku lögreglunnar hafði byggingarfyrir- tækið um 30 eiturlyfjaneytendur í „vinnu“ og hafði verið fylgst með starfseminni í rúman mánuð áður en látið var til skarar skríða. Fyrir- tækið var starfrækt nærri borginni Oporto en eiturlyfjaneytendumir voru flestir milli tvítugs og þrítugs. Var þeim gert að þræla frá morgni til kvölds en fengu þess í stað þijá heróínskammta á degi hveijum. Hluthafar í byggingarfyrirtækinu hafa lýst yfir hryllingi sínum og kveðast enga hugmynd hafa haft um starfsemina. Verktakinn, sem er 35 ára og hefur áður komist I kast við lögin, er nú á bak við lás og slá. Alls voru 11 menn handteknir og lögreglan gerði upptækt tæpt hálft kíló af heróíni og eilítið af kókaíni auk þess sem lagt var hald á vopn af ýmsum gerðum. Á þrælafæði í skjól- lausum bröggum Fólkið var geymt í bröggum nærri vinnustaðnum og var flutt á degi hveijum í bifreiðum til vinnu. Mario nokkur Antunes, foringi í portúg- alska Þjóðvarðliðinu sem stjómaði rannsókn málsins og aðgerðum lög- reglu, kvað niðurstöður rannsóknar- innar gjörsamlega ótrúlegar: „Hvemig getur slíkt gerst á. okkar tímum? Ungmennin bjuggu í skálum og máttu sætta sig við þrælafæði. Þau sváfu í kojum og vatnið í brögg- unum náði þeim upp í hné. Þama var ekkert skjól að fá fyrir raka, kulda og rigningu. Þetta vom gjör- samlega ómanneskjulegar aðstæður. Þrælarnir fengu smáskammta af eitri að morgni, eftir hádegi og að kvöldi. Þeir vom geymdir nærri vinnustaðnum sem ekki var fjarri skólunum þar sem þeir vom gerðir háðir eitrinu." Talsmaður samtaka byggingar- verktaka í Portúgal tók í sama streng: „Þetta er algjörlega ótrúlegt mál. Enginn sem hefur snefíl af mannlegum tilfínningum gæti nýtt sér neyð fíkniefnasjúklinga með þessum hætti og launað þeim vinn- una með eiturskömmtum." Réttlausir verkamenn Forseti hagsmunasamtaka portú- galskra byggingaverkamanna segir að mál þetta sé aðeins til marks um það ófremdarástand sem ríki á þessu sviði í landinu. Þrælavinna sé viðtek- in í þessum geira og stjómvöld geri ekkert til að bæta kjör og réttar- stöðu verkamanna. Rúm 70% verka- manna í byggingarvinnu starfí með ólöglegum hætti. Þeir séu óskráðir, hafí enga samninga í höndunum, séu öldungis réttlausir og með öllu ótengdir tryggingakerfínu í Portú- gal. íranar óska eftir alþjóðlegri aðstoð vegna landskjálfta 2.400 manns fórust og 200 þorp í rúst Qaen. Reuter. _____________________ LANDSKJALFTAR I IRAN UM 2.400 manns fórust og 6.000 slösuðust í landskjálftanum sem reið yfir austurhluta írans á laugardag. 200 þorp eyðilögðust í skjálftanum og 50.000 manns misstu heimili sín. * ^ Annar skiálfti Annar skjálfti, sem mældist 4,8 stig á 500 km Richter, reið yfir norðvesturhiuta landsins í gær. REUTERS S Teheran ÍRAN Hjálparsveitir hafa reist um 9.000 tjöld á skjálftasvæðinu og stjómvöld hafa óskað eftir fleiri tjöldum, maWælum, vatnstönkum, fatnaði og bílum til að dreifa Persa- hjólparsögnunum- flói Skjáiftinn á laugardag Mældist7,1 stigá Richter. Stjórnvöld í íran hafa óskað eftir alþjóðlegri aðstoð við hjálparstarfið. □ Aðal- kort UM 2.400 manns fórust og 6.000 slösuðust í miklum landskjálfta, sem reið yfir austurhluta írans á laugardag. Um 200 þorp eyðilögð- ust í skjálftanum, sem mældist 7,1 stig á Richters-kvarða, og írönsk stjórnvöld óskuðu eftir alþjóðlegri aðstoð við hjálparstarfið. 50.000 manns misstu heimili sín í skjálftanum og eignatjónið er áætl- að sem svarar 5,4 milljörðum króna. Akbar Hashemi Rafsanjani, for- seti írans, var í heimsókn í ná- grannaríkinu Turkmenístan og flýtti heimför sinni í gær til að fara á skjálftasvæðin við landamærin aðAfganistan. íbúar þorpanna, þar sem eyði- leggingin var mest, grétu þegar þeir leituðu að verðmætum í rústum húsa sinna. Stjórnin í Teheran kvaðst ætla að greiða öllum íbúun- um, sem misstu ættingja í skjálftan- um, jafnvirði 12.000 króna. Um 150 eftirskjálftar greindust á skjálftamælum í austurhlutanum og skjálfti, sem mældist 4,8 stig á Richter, reið yfir norðvesturhluta landsins í gær, en ekkert manntjón varð. Um 1.000 manns fórust í jarð- skjálfta þar í febrúar. Skortur á hjálpargögnum Gert var ráð fyrir að björgunar- starfínu lyki í gær og Andres Fris- mark, fulltrúi Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í íran, sagði að björgunarsveitirnar hefðu haft nægan mannafla. „Þær hafa staðið sig mjög vel, frábærlega, en vanda- málið núna er að skortur er á birgð- um. Mikil þörf er á tafarlausri að- stoð.“ Alþjóðasamband félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans ósk- aði eftir 8,2 milljóna dala, jafnvirði 580 milljóna króna, aðstoð við írani vegna jarðskjálftans. írönsk stjórn- völd báðu einnig um alþjóðlega að- stoð á sunnudag. Stjórnvöld í Saudi-Arabíu, Kú- veit, Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum og Egyptalandi sögðust hafa sent flugvélar með hjálpar- gögn til írans. Frakkar sögðust hafa sent 30 manna björgunar- sveit og leitarhunda á skjálfta- svæðið og flugvél með 39 tonn af hjálpargögnum. Tyrkir sögðust ætla að senda tvær flugvélar með hjálpargögn og Bandaríkjastjórn bauðst einnig til að aðstoða Irani vegna skjálftans. Um 4.300 manna hjálparsveitir hafa reist 9.000 tjöld á skjálfta- svæðunum og Iranir hafa óskað eftir matvælum, lyfjum, tjöldum, fatnaði, vatnstönkum og bílum til að dreifa hjálpargögnum í fjallahér- uðum sem urðu illa úti í skjálftan- um. Barnaþrælkun í verksmiðjum sem framleiða íþróttavarning Sljórnvöld þrýsta á um úrbætur London. Reuter. BRESK stjómvöld lýstu í gær yfir stuðningi við skýrslu, þar sem skorað er á íþróttavöruframleið- endur að hætta barnaþrælkun við framleiðslu á vamingnum, svo og að hækka laun starfsmanna og bæta kjör þeirra. í skýrslunni, sem hjálparstofnanir ensku og írsku kirkjunnar gerðu, er athyglinni einkum beint að Indlandi. Clare Short, þróunarmálaráð- herra í bresku stjórninni, bar lof á skýrslu hjálparstofnananna, sagði hana hræðilega lýsingu á ástand- inu og að hún væri sammála tillög- Villí fangelsi með kisu Caltanisetta. Reuter. 36 ÁRA ítali, Mario Milano, sem er grunaður um aðild að mafíunni, hefur boðist til að gefa sig fram við lögregluna og afplána átta ára fangelsis- dóm gegn því skilyrði að kött- urinn hans, Minu, fái að vera hjá honum í fangelsinu. Milano hefur verið í felum í Kanada í þijú ár og lög- fræðingur hans sagði að lög- regluyfírvöld á Sikiley hefðu þegar hafið viðræður um þetta skilyrði sakbornings- ins. um skýrsluhöfunda um að bæta ástandið í verksmiðjum sem fram- leiða íþróttavarning. Þá sagði hún stjórnvöld vilja stuðla að bættu siðferði hjá breskum fyrirtækjum, sem kaupa vaming af verksmiðjum í löndum þriðja heimsins. í skýrslunni segir að indversk börn allt niður í sjö ára gömul sitji og saumi fótbolta, box- og krikket- hanska, sem fluttir em til Bret- lands. Allt að 30.000 böm vinna í þessum verksmiðjum fyrir sultar- laun og við erfiðar og oft og tíðum hættulegar aðstæður. „Bresk fyrir- ÍSLENSKIR umboðsaðilar, sem flytja inn fótbolta undir þeim vörumerkjum, sem nefnd eru í skýrslu samtakanna Kristni- hjálpar sem segja allt niður í sjö ára gömul börn vera notuð til þess að handsauma boltana, hafa enn ekki brugðist sérstak- lega við þeim fregnum. Valdimar Magnússon hjá Heildversluninni Hoffelli, sem flytur inn bolta frá Mitre, segir það ekki nýtt að börn á Indlandi og í Pakistan vinni við að sauma bolta. Hann kveðst viss um að ekki sé einungis um að ræða þessi tilteknu þrjú vörumerki. Hins vegar séu það þau sem nú tæki hafa einstakt vald til að þrýsta á um umbætur. Samanlagt standa þau að um þriðjungi út- flutnings íþróttavamings sem framleiddur er á Indlandi," segir í skýrslunni. Dæmi er tekið af ellefu ára gam- alli stúlku, Soniu, sem saumar Manchester United-fótbolta, og fær um 7 ísl. kr. fyrir hvern, en það eru um 2,5% af söluandvirði boltans. Eru fyrirtæki á borð við Mitra, Adidas og Umbro nefnd til sögunn- ar en þau eru sögð hafa nægilegt eru til umræðu og við því verði að bregðast. Hann segir Hoffell ekki flytja inn hina umtöluðu handsaumuðu bolta. „Aftur á móti erum við með handsaum- aða bolta frá Pakistan og það getur svo sem vel verið að eitt- hvað svipað sé uppi á teningnum þar.“ Hann hefur sent söluskrif- stofu Mitre í Bretlandi fyrir- spurn um málið og kveðst ætla að bíða með að bregðast við þar til hann hefur fengið svar þaðan. Sportmenn hf. flylja inn vörur frá Adidas. Sölustjórinn þar, Sonja Reynisdóttir, kveðst aldr- ei hafa heyrt á það minnst að Adidas léti indversk börn sauma fjármagn og vald til þess að fá framleiðendur á Indlandi til að bæta aðstæður í verksmiðjum sín- um. Leggja skýrsluhöfundar áherslu á að ekki verði gripið til aðgerða á borð við að hunsa varn- ing sem framleiddur er í áður- nefndum verksmiðjum, þar sem slíkt mundi koma illa niður á því fólki sem aðgerðimar eiga að hjálpa. Þess í stað vilja þeir að gerður verði samningur, svipaður þeim sem tókst með pakistönskum yfirvöldum, íþróttavöruframleið- endum og hjálparstofnunum. bolta. Hún segir mikið af Adid- asboltunum framleitt í Frakk- landi, en hún kvaðst einnig vita til þess að ódýrir boltar væru framleiddir í Pakistan. Verslunin Ástund í Austurveri flytur inn bolta frá Umbro. Guð- mundur Arnarsson hjá Ástund telur það hvorki vera vandamál seljenda né framleiðenda að boltarnir séu saumaðir af börn- um, heldur fyrst og fremst neyt- endanna sem vilja kaupa ódýra vöru. „Þetta hefur verið vitað í tugi ára en nú er bara verið að nafngreina einhveija sérstak- lega og taka þá fyrir og það er mjög ósanngjarnt," segir hann. Skílja ekkí eðli ljóss London. The Daily Telegraph. ÞRÁTT fyrir gríðarlegar framfarir á sviði vísinda, hafa vísindamenn viðurkennt að þrátt fyrir miklar rannsóknir á eðli ljóss, séu þeir litlu nær um það. Á ráðstefnunni „Ljós- eind ’97“ sem haldin er í Hol- landi í vikunni, munu breskir vísindamenn viðurkenna að þeir skilji ekki til fulls eðli ljó- seindarinnar, sem er jafn- framt algengasta eind al- heimsins. Vísindamennirnir, sem starfa við University College í London segja ljóseind hegða sér „vel“ þegar hún streymi t.d. úr ljósaperu. Þegar gríðar- leg orka hafí myndast, svo sem þegar alheimurinn mynd- aðist, breytist eðli hennar og verði illútskýranlegt. Þvl nán- ar sem menn skoði ljóseindina, því flóknari virðist hún. Það var Albert Einstein sem setti fram þá kenningu um ljós árið 1905 að það væri bylgjuhreyfíng. Vísindamenn hafa nú komist að því að þeg- ar óvenjumikil orka myndast, breytist ljóseindin um stund- arsakir, og virðist ein flækja öreinda og andeinda. Þegar betur er að gáð virðist ljós- eindin minna á kvarka og andkvarka, sem eru grunn- eindir alls, sem haldið er sam- an af límeindum, sem taldar eru halda kvörkum saman. Hefur vísindamönnum ekki tekist að útskýra breytinguna sem verður á ljóseindinni með neinu þekktu stærðfræðimód- eli. Engin viðbrögð hjá íslenskum umboðsaðilum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.