Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 24

Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Kasparov þoldí ekki álagið Reuter GARRY Kasparov, heimsmeistari í skák, sést hér á sjónvarpsskjá hy\ja andlit sitt á meðan á sjöttu og síðustu skákinni í einvígi hans við tölvuna „Dimmbláa“ stóð. Vangaveltur um hvort „Dimmblá“ sé gædd greind New York. Reuter. GARRY Kasparov, heimsmeistara í skák, þraut einbeitingin er hann tap- aði sjöttu og síðustu skákinni í ein- vígi við ofurtölvuna Dimmbláa á sunnudaginn. Þessi atburður þykir sögulegur, þar sem þetta er í fyrsta sinn, sem vél sigrar sitjandi heims- meistara í sígildu skákeinvígi. Kasp- arov var undir miklu andlegu álagi allt frá því hann í annarri skák ein- vígisins gafst upp í jafnteflisstöðu. í sjöttu skákinni á sunnudaginn gafst Kasparov upp eftir aðeins 19 leiki, sem leiknir voru á innan við einni klukkustund. í viðtalsþætti sem sendur var út á Stöð 2 árið 1988, þegar Kasparov var nýlega orðinn heimsmeistari og var staddur hér á landi í tilefni stórs alþjóðlegs skákmöts, lét hann í við- tali við Friðrik Ólafsson stórmeistara þau orð falla, að tölva gæti aldrei unnið heimsmeistarann. Á sunnu- daginn sannaðist, að honum skjátl- aðist. „Einn maður, hugsanlega sá bezti í heimi, lét undan þrýstingnum, en það hefur ekkert með það að gera að tölvan sé ósigrandi," sagði Kasp- arov fréttamönnum eftir viðureign- ina. „Ég á bágt með að útskýra hvað henti í dag,“ sagði hann. Heimsmeistarinn baðst afsökunar á frammistöðu sinni; sagðist „skammast sín“, en hélt fast við þá skoðun sína, að einvígið væri ósann- gjamt í grundvallaratriðum vegna þess að hann hefði ekki haft aðgang að neinum skákum sem tölvan hefði teflt fyrir einvígið. Aðstandendur tölvunnar, sem starfa fyrir IBM-tölvufyrirtækið, fengu 700.000 Bandaríkjadali, tæp- ar 50 milljónir króna, í sinn hlut fyrir sigurinn. Kasparov fékk 400.000 dali, rúmar 28 milljónir króna. Dimmblá er endurbætt útgáfa tölvunnar sem tapaði fyrir Kasparov í sambærilegu einvígi í febrúar í fyrra. Henni tókst að reyna meira á andleg takmörk heimsmeistarans en nokkrum mennskum keppinauti hans hefur tekizt á undanförnum árum. 1 skákunum sex, sem tefldar voru á níu dögum, vann tölvan tvær skákir, gerði jafntefli í þremur og tapaði einni. Þannig vann tölvan ein- vígið með 3,5 vinningum gegn 2,5. Kasparov lýsti því yfir að einvíg- inu loknu að hann myndi aðeins tefla við vélina aftur ef óhlutdrægur aðili stæði að mótinu. IBM fjármagnaði hið nýlokna einvígi. Féð sem tölvan vann mun renna aftur til rannsókna innan fyrirtækisins. Hefði átt að halda sig við eigin skákstíl Margir skákskýrendur, sem fylgd- ust með viðureign Kasparovs við tölvuna, sem getur reiknað út u.þ.b. 200.000 milljónir leikja á sekúndu, telja að hann hefði átt að vinna síð- ustu skákina, sem hann tapaði í 19 leikjum. Sú skoðun var algeng með- al sérfræðinga, að Kasparov hefði átt að halda sig við þann hvassa, djarfa taflmennskustíl, sem hann er vanur að beita og er þekktur fyrir í stað hins hæga, varfæma stíls sem hann reyndi að tileinka sér í tilraun til að leika á tölvuna. „Ástæðan fyrir því að Garry tap- aði var að hann var ekki samkvæm- ur sjálfum sér, ekki trúr sínum innra manni og orðstír," sagði bandaríski stórmeistarinn Ron Henley „Hann sló sjálfan sig út af laginu með því að reyna þessa „andtölvu-leiktækni" og var ekki fær um að tefla af fuil- um styrkleika." Friðrik Ólafsson stórmeistari tek- ur undir þetta sjónarmið Henleys. „Ég er sammála því að þetta sé mikið því að kenna að hann var ekki trúr sínum skákstfl, sínum hæfileikum og því sem prýðir hann sem skákmann. (...) Það er á hreinu að hann tefldi langt undir getu,“ segir Friðrik Ólafsson. Kasparov sjálfur tók í sama streng eftir að hann rauk frá skákborðinu í geðshræringu. „Stærstu mistökin sem ég gerði var að fara að ráðum tölvusérfræðinga sem mæltu með því að ég tefldi á þennan hátt.“ Vangaveltur um gervigreind Tap Kasparovs hefur hrundið af stað vangaveltum um hvort tekizt hafi að skapa gervigreind með tölv- unni „Dimmblárri“. Kasparov og vís- indamennimir, sem smíðuðu og for- rituðu tölvuna, eru ekki á einu máli um hvort hún sé ekkert annað en afkastamikil reiknivél eða hvort hún sé búin nýrri gerð greindar. Skák er kjörið verkefni fyrir tölv- ur þar sem hún er leikur sem bygg- ir á þvi að ákveðinn flöldi taflmanna eru hreyfðir eftir skýrt skilgreindum reglum. „Þetta er mikilvægt skref en þetta eru ekki slík tímamót að það muni hafa áhrif á daglegt líf almenn- ings,“ sagði Jonathan Schaeffer, sem fer fyrir teymi vísindamannanna að baki „Dimmblárrar". „Dimmblá gefur ekki tilefni til þess að ætla að tæknin sé komin á það stig sem höfundar vísindaskáldsagna lýsa, á borð við HAL í kvikmyndinni „2001“ - sá tími er langt undan.“ Aðrir sérfræðingar, sem fylgdust með einvigi mannshugans og vélar, sögðu að þótt sigur tölvunnar breyti ekki heiminum, gæti hann breytt skákíþróttinni. „Vera kann að við lærðum nýjar leikaðferðir í tafl- mennsku af fullkomnum reiknivélum eins og Dimmblárri," sagði Monty Newbom, talsmaður félagsskapar tölvusérfræðinga, sem áttu þátt í undirbúningi einvígisins. „Tölvan sýndi í nokkrum leikjum í þessum skákum að hún getur fundið upp á að tefla á vegu sem engri mann- eskju myndi detta í hug.“ Vísindasamfélagið hefur þó enn ekki getað komið sér saman um hvemig skilgreina beri greind. Kasp- arov telst til þeirra herbúða, sem telja niðurstöðuna skipta mestu. „Það er hægt að efna til tilraun- ar, þar sem ég lít á stöðuna og tek ákvörðun sem byggir á sköpunar- gáfu, innsæi, ímyndunarafli og smá- skammti af útreikningi," sagði Kasparov. „Vélin lítur á stöðuna og tekur ákvörðun, sem er sú sama, en byggð eingöngu á útreikningum. Ef þetta er endurtekið aftur og aftur komumst við að sömu niðurstöðu. Þetta er eins konar greind því út- koman er sú sama,“ sagði heims- meistarinn, sem lét í minni pokann í viðureign sinni við Dimmbláa, að eigin sögn vegna þess að hann reyndi að skáka henni með því að tefla á annan hátt en hann var vanur. Hann sór þess eið að hann myndi aldrei aftur tefla öðruvlsi en honum væri sjálfum eiginlegt. Sjö manna saknað á Everest Wellington. Reuter. SJÖ manna er saknað eftir að þeir gerðu tilraun til að klífa Everest- tind að norðanverðu en veður er þar með versta móti miðað við árs- tíma. Nokkrum úr hópnum tókst að komast á tindinn, en íjallgöngu- mennirnir hafa ekki lifað niðurferð- ina af. Fréttir af atburðinum eru óljósar, en svo virðist sem mennirn- ir hafí lagt á tindinn 8. maí. íslend- ingarnir hyggjast klífa tindinn að sunnanverðu og bíða þess að vind- inn efst á fjallinu lægi. Þeir sem eru taldir af eru þrír fjallgöngumenn frá Kazakhstan, einn frá Kóreu, einn Þjóðveiji og einn sherpi. Lentu fjallgöngumenn- irnir, sem lögðu á norðurhlið Ever- est-tinds, í fárviðri 200 metrum fyrir neðan tindinn, að því er haft var eftir Guy Cotter, sem er í nýsjá- lenskum leiðangri sem bíður eftir því að komast upp sunnan megin. Nýsjálendinga saknað Cotter hafði náð sambandi við nýsjálenska leiðangurinn sem fór upp norðanmegin, og fluttu þeir þær fréttir að leiðangursmenn frá Kazakhstan hefðu farist, eftir að nokkrir þeirra hefðu komist á topp- inn. í frétt Jyllands-Posten í gær sagði að manna væri einnig saknað úr nýsjálenska leiðangrinum, en það hefur ekki fengist staðfest. Sagði 1 þeirri frétt að tólf fjallgöngu- manna væri saknað. Staðfest hefur verið að sherpinn hrapaði í norðurhlíðum Everest og lík eins Kazakhanna sást skammt fyrir ofan efstu búðimar norðan- megin. Óvíst um Austurríkismann Þá lagði Austurríkismaður einn síns liðs á tindinn 8. maí, án súr- efniskúta, um kl. 15. Það er talið mjög seint, ekki síst vegna þess að menn komast enn hægar áfram án aukasúrefnis, auk þess sem hann hefði vart komist niður í efstu búðir fyrir nóttina. Er talið útilokað að hann hafi lifað af svo langa dvöl í hvassviðrinu á tindinum að því er segir á heimasíðu Nova-leið- angursins. Flestir þeir sem hyggjast ganga á Everest bíða sunnanmegin eftir að vindinn lægi og þoku, sem lagð- ist yfír um helgina, létti. Fyrir réttu ári fómst átta fjallgöngumenn úr þremur leiðöngrum í fárviðri á tindi Everest. Styrkjaútgerð danskra bænda fordæmd Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. DÖNSKU landbúnaðarsamtökin eru ósátt við að Henrik Dam Christensen landbúnaðarráðherra hyggst beita sér gegn því að snilldarbragð nokk- urra jóskra bænda skili þeim millj- ónastyrk frá Evrópusambandinu. Sjónarmið samtakanna er að ekki sé verið að gera neitt ólöglegt, held- ur geri bændurnir bara eins og aðr- ir starfsbræður þeirra í ESB. 30 bændur frá Vestur-Jótlandi hafa tekið Salthólmann á leigu til að auka við beitiland sitt. Hólminn er þó ekki í nágrenni við þá, heldur úti á Eyrarsundi fyrir utan höfuð- borgina. Hólminn er í eyði, en var í byggð fram á þessa öld og þá iðulega áfangastaður ferðalanga frá höfuðborginni. Jónas Hallgríms- son var til dæmis í Salthólmsferð 1836 „hjá fagurri kvinnu í gulu húsi“, reykti tvær tóbakspípur og EVRÓPA drakk „sosem hálfan pela af frönsku brennivíni" eins og hann skrifaði félögum sínum í skemmti- pistli. Jósku bændumir hafa þó hvorki í hyggju að drekka þar franskt brennivín né reka búfénað sinn á beit, heldur leigja þeir hólm- ann eingöngu til að auka beitiland sitt á styrkumsóknareyðublöðum til ESB. Samkvæmt reglunum ætti hólminn að geta fært þeim nokkra tugi íslenskra milljóna í beitilands- styrk. Reuter Jákvæðari tónn í Brown GORDON Brown, fjármálaráð- herra Bretlands (t.v.) ræðir við Rodrigo Rato, efnahagsmála- ráðherra Spánar, fyrir fund efnahags- og fjármálaráð- herra ríkja Evrópusambands- ins í Brussel í gær. Þetta er fyrsti ráðherrafundur ESB, sem Brown sækir. Fyrir fundinn ræddi Brown við Yves Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í fram- kvæmdastjórn ESB. Á fundi þeirra greindi hann frá því að hin nýja ríkisstjóm Verka- mannaflokksins hygðist nálgast málefni Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU) „með uppbyggilegum hætti“. Brown og de Silguy ræddu einnig um þá ákvörðun að veita brezka seðlabankanum meira sjálfstæði, en litið er á slíkt sem skref í átt til EMU- aðildar. De Silguy lét í Ijósi ánægju með fundinn. Verðbólga á niðurleið í ESB Brussel. Morgunblaðiö. VERÐBÓLGA í aðildarríkjum Evr- ópusambandsins (ESB) mældist. á ársgrundvelli 1,7% að meðaltali í marsmánuði síðastliðnum og lækkaði hún um 0,3% frá því í febrúar, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Eurostat. Níu aðildarríki af 15 eru undir þessu meðaltali en suðlægustu aðildarríkin öll yfir því auk Bretlands. Verðbólga virðist vera á niðurleið í vel flestum aðildarríkjum ESB. í Grikklandi mældist hún 5,9% í mars en á sama tíma fyrir ári 8,6%. Sömu sögu er að segja af Spáni og Ítalíu en verðbólga í því fyrmefnda er nú 1,1% lægri en fyrir ári, eða 2,2% og verðbólga á Ítalíu hefur fallið úr 4,7% í 2,2% á undanfömum 12 mánuðum. Verðbólga var sem fyrr lægst í Finnlandi í mars, 0,8% og í ríkjum Norður-Evrópu mældist hún vera á bilinu 1,0-1,5%. Verðbólga í Bret- landi var rétt yfír meðaltalinu innan ESB í mars, eða 1,8%. Verðbólga var að sama skapi 1,7% að rneðaltali á EES-svæðinu í mars. Á íslandi mældist hún 1,7% á árs- grundvelli, en 3,4% í Noregi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.