Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ1997 27 LISTIR Tært og vandað TONLIST II n f narborg KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Haydn, Speight (frumfl.) og Brahms. Tríó Reykjavíkur: Guðný Guðmundsdóttir, fiðla; Gunnar Kvar- an, selló; Peter Máté, píanó. Menn- ingarmiðstöðinni Hafnarborg, Hafn- arfirði, simnudaginn 11. maí kl. 20. SÍÐUSTU tónleikar Tríós Reykja- víkur á þessum starfsvetri fóru fram í Hafnarborg á sunnudagskvöldið var við góða aðsókn. Verkefnin voru tvíþætt, tríó í A-dúr eftir Haydn frá 1785 (Hoboken XV;9), Out of a Gothic North eftir John Speight (frumflutt við þetta tækifæri) og Tríó nr. 1 Op. 8 í H-dúr (endurs. 1891) eftir Johannes Brahms. Sá er hér ritar hefur lengi, kannski o/lengi, alið ákveðinn for- dóm í garð píanótríó-tóngreinarinnar fyrir hvað hljóðfærasamsetningin virðist oft einkennilega „þurr“, og er e.t.v. ekki einn um það, enda hefur jafnan þótt með afbrigðum erfitt að ná hæfilegu jafnvægi milli píanós, fiðlu og sellós, einkum eftir að flygilsmiðir 19. aldar juku kraft og fyllingu hljóðfærisins svo um munaði. Brahms bætir þar gráu ofan á svart með þykkildislegum rithætti sínum fyrir píanóið. En til allrar lukku kom tvennt til mótvægis á þessum tónleikum: salur Hafn- arborgar, er virðist hinn ákjósanleg- asti fyrir slíka áhöfn, ef píanistinn á annað borð er fær um að hemja slaghörpuhljóminn nægjanlega til að draga úr glymjandi og hleypa strok- færum (sérstaklega sellói) fram - vitaskuld án þess um leið að draga allar tennur úr röddinni - og slíkur píanisti var Peter Máté. Hafi því eitthvað borið hærra en flest annað í túlkun umrætt kvöld, var það ein- mitt frábært jafnvægi, sem stafaði reyndar ekki síður af afar vel sam- stilltum samleik sellós og fiðlu. Það er með ólíkindum hvað tónlist Mið-Evrópu náði að þróast ald- arþriðjunginn eftir 1750. Tríó Haydns frá 1785 (sama ár og kvart- ett hans Sjö orð Krists) er þegar fullfleyg Vínarklassík, sem teygir síðustu form-anga sína til Brahms 100 árum síðar. Tríó Reykjavíkur fór vandvirkum höndum um hinn sönghæfa og furðu nútímalega Adagio fyrriþátt og lék Vivace-þátt- inn nokkuð frísklega, þó að sumar hrynáherzlur hefðu kannski mátt vera framar í spili og vinstri handar bariolage leikur píanósins rennilegri, en hvort tveggja var að líkindum vandhjákvæmilegur liður í upphitun- arferli samstillingar og aðlögunar að akústík fullsetins salar. Hið nýja tríó Johns Speights var svo meistaralega flutt, að TR virtist á köflum hafa verið með í ráðum við sjálfa smíðina, jafnvel þótt manni skildist að verkið hafi eiginlega ver- ið ætlað suðurskandinavískum hljómlistarhóp, sem ég náði ekki nafninu á úr munnlegri kynningu. Verkið hófst á leiftursnöggri upprifj- un á kvæðamannahrynmynztri er minnti á „Hani, krummi, hundur svín“; í heild nokkuð rapsódískt í anda, víða með leikhúslegu yfír- bragði, en virtist þrátt fyrir epísó- díska uppbyggingu og fjölda alpásna loða þokkalega vel saman við fyrstu heyrn. Bæði fiðla og selló fengu sína undirleikslausu sólókafla, snöfurlega leikna af þeim Guðnýju og Gunnari, og kröftug iðandi atorka skiptist á við elegískan og víða nærri því klass- ískan tærleika, sem bar vott um inn- blástur, rithæfni og tjáningarstyrk. Tími effekta effektanna vegna var hér gleymdur og grafinn. Tónverkið var áhrifamikið „hlustvænt" nútíma- stykki sem skilaði sér hér og nú, þó að endurtekin kynni eigi eftir að skera úr um slitþol og byggingarleg- an burðarmátt. Brahms-tríóið Op. 9 (1854) er upphaflega æskuverk, en var end- ursamið 1891, að líkindum frá grunni. í breidd og lengd (hátt í 40 mínútur) er hugsun þess nánast sin- fónísk, og mikil þrekraun, bæði and- leg og líkamleg, fyrir flytjendur. Brahms fer „vítt og um vítt“ í stór- brotna fyrsta þættinum, bregður sér út í guðsgræna náttúru með lúðra- kallsstefi í 6/8 í tálipru Scherzói (þar sem ekki sízt píanóparturinn náði að glitra eftirminnilega hjá Máté). Adagióið hefst líkt og kór- sálmur og ber með sér ægifagran, örlagaþrunginn trega, innilega strokinn af fíðlu og sellói, sem drif- mikill lokaþátturinn virðist keppast við að mana niður. Spilamennskan útheimti ýtrustu einbeitni og aðgát - að ekki sé talað um úthald - en hér var ekkert gef- ið eftir, og Tríó Reykjavíkur uppskar að leikslokum miklar, heitar og verð- skuldaðar undirtektir áheyrenda fyr- ir sérlega vandaða túlkun. Ríkarður Ö. Pálsson •SIR Georg Solti hefur verið ráðinn heiðursstjórnandi hátíð- arhljómsveitar Búdapestborg- ar, en Solti er fæddur í Ung- verjalandi. Hann er 85 ára en starfar enn af miklum krafti og er bókaður fram á næstu öld. Mun Solti stjórna hljóm- sveitinni á hátíðartónleikum í mars á næsta ári en hann stjórnaði henni síðast árið 1995. •ÍTÖLSK stjórnvöld hafa kynnt áætlun til að auka örygg- isgæslu um listmuni og þjóðar- gersemar, en málið hefur verið í brennidepli vegna þjófnaða og bruna, sem stefnt hafa ómet- anlegum listaverkum og dýrgipum í hættu. Er skemmst að minnast brunans í dómkirkj- unni í Tórínó í síðasta mánuði, þar sem minnstu mátti muna að líkklæði Krists, yrðu eldi að bráð. Hefur ítalska stjórnin ákveðið að veija sem svarar til 7 milljarða ísl. kr. til að vernda listaverk og aðra dýrgripi. ,< o o Pú þarft ekkert að greiða fyrir förgun úrgangs frá daglegum heimilisrekstri sem þú kemur með á endurvinnslustöðvar okkar. Ekki heldur fyrir úrgang frá húsfélögum ef íbúarnir vinna verkin sjálf og ekki fyrir málma. Þetta hafa sumir viljað misnota og þar með aukið byrði heimilanna sem greiða gjald sitt til sveitarfélagsins. Þess vegna hefur gjaldskyldu verið breytt: • Byggingarúrgangur • Bifreiðaviðgerðir • Lagerar og fyrningar yfirteknar við húsnæðiskaup og húsdýrahald er gjaldskylt nema málmar. Hægt er að spara umtalsvert með því greiða fyrir gjaldskyldan úrgang með kortum sem nú eru seld á endurvinnslustöðvunum. Það borgar sig að kunna skil á úrgangi. velKomin ð endurvinnslustöOvarnar S0RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 567 66 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.