Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 29

Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ1997 29 Óðinn BÓKMENNTIR Ritgerdir GUÐAMJÖÐUR OG ARN- ARLEIR - SAFN RIT- GERÐA UM EDDULIST Ritstjóri Sverrir Tómasson EDDUKVÆÐI hafa gegnt viða- miklu hlutverki í menningarlífi Islendinga gegnum aldirnar. Edduhefðin hefur líka verið lífseig með afbrigðum. Jafnvel þegar flest önnur menningarleg verð- mæti virtust falla í gleymsku og dá gripu menn í hálmstrá eddu- reglunnar. Á seinni öldum kynnt- ust aðrar þjóðir hinni íslensku hefð, ekki síst þegar Snorra-Edda og það safn eddukvæða sem stundum er nefnt Sæmundar- Edda voru þýdd yfir á önnur tungumál en norrænu. Nú orðið eru eddurnar vafalaust sá hluti menningararfs okkar sem einna mestri útbreiðslu hefur náð enda gætir áhrifa þeirra jafnvel ríku- lega í heilli skáldsagnagrein eða tegund í hinum engilsaxneska málheimi að ógleymdum áhrifum á þýskar tónbókmenntir. Það er því vel við hæfi að um þessar mundir skuli gefið út safn ritgerða, Guðamjöður og arnar- leir, um viðtökur eddulistar hér á landi frá upphafi 14. aldar fram á 19. og 20. öld. í forspjalli rit- stjóra, Sverris Tómassonar, kem- ur fram að rannsókninni sem að baki bókinni býr hafi verið hrund- ið af stað að frumkvæði Lars Lönnroth 1989. í upphafi átti hún sé með yður að takmarkast við skáldskaparfræði Snorra-Eddu og áhrif hennar. Síðar hafí sviðið verið víkkað út og látið ná til eddu- kvæða en einnig vikið að áhrifum þeirra á norrænar, enskar, þýskar og jafnvel franskar bókmenntir. Guðamjöður og arnarleir er þó ein- göngu samsafn rit- gerða sem tengjast hinum íslenska hluta rannsóknarinnar enda hlýtur sá hluti að vera fyrirferðar- mestur og ná yfir lengra tímabil. Fjallar kjarni hennar um fornt skáldamál, heiti og kenningar í skáldskap og viðhorf til heiðinna goðsagna. Skoðað er hvernig skáld og fræðimenn meðtóku hina innlendu bókmenntahefð og lög- uðu hana, ef svo bar undir, að erlendum menntastefnum. Margt er bitastætt í rigerðasafn- inu. Ritstjórinn, Sverrir Tómasson, á tvær ritgerðir. Fyrri ritgerðin, sem hann nefnir Nýsköpun eða endurtekning? íjallar um notkun og áhrif eddanna fram á daga Magnúsar Ólafssonar og Laufás- Eddu hans. Framan af eru þessi áhrif einhæf og handbók Snorra notuð í hófí. Á tímabilinu gætir einföldunar ljóðmálsins hjá rímna- skáldum. Rekur Sverri það til áhrifa erlendra mælskufræða. Hins vegar er edduhefðin svo sterk að hin er- lendu áhrif nægja ekki til endur- fæðingar eða nýsköp- unar skáldamálsins. í þrjár aldir verður það hlutskipti skálda að setja fremur fram skapandi endurtekn- ingar en nýja skáld- hugsun. I seinni ritgerð Sverris, sem nefnist „Suttungs mjöðurinn sjaldan verður sætur fundinn", beinist at- hyglin að Laufás-Eddu Magnúsar Ólafssonar og áhrifum hennar. Telur Sverrir það eng- um vafa undirorpið að hún hafí verið áhrifa- valdur á meðferð skáldamálsins á 17. og 18. öld. Enda þótt Magnús telji íslenska skáldskaparfræði henta íslendingum einum þýðir hann og aðrir í kjölfar hans þau yfír á latínu. Þær þýðingar ryðja braut þótt ekki séu þær fremur en aðrar uppskriftir Magnúsar alltaf hátt skrifaðar hjá helstu fræði- mönnum 17. og 18. aldar. Margrét Eggertsdóttir bendir á það í grein sinni Eddulist og barokk hvemig barokktískan og hin foma edduhefð renna saman í eina heild á 17. öld. Megineinkenni barokksins var að nota klassíska mælskulist. Það gera skáld eins og Hallgrímur Pétursson og Stefán Ólafsson og nota heiti og kenningar með öðrum stflbrögðum í samræmi við þá kveð- skapartísku. Áhrif Snorra-Eddu eru því mikil og þaðan eru ættaðar kenningar og út frá þeim samdar nýja umorðanir. Sverrir Tómasson Tvær heimsmyndir á 17. öld nefnist ritgerð eftir Viðar Hreins- son. Fjallar hún um verk Jóns lærða Guðmundssonar, Saman- tektir um skilning á Eddu. Bendir Viðar á að túlkun Jóns á goðsögn- um Snorra sé mjög einstaklings- bundin og siðferðisleg og óvíst sé að sú túlkun hafi haft verulega þýðingu fyrir almennar viðtökur Eddu. Skoðanir Jóns á trú forfeðr- anna sé þó varla hans eins enda þótt þær hafi varla haft almenna útbreiðslu. Athyglisverðar finnast mér nið- urstöður Bergljótar Soffíu Krist- jánsdóttur í ritgerðinni „Gunnlöð ekki gaf mér neitt af geymslu- drykknum forðum ...“ þar sem hún frjallar um kveðskap formóður vorrar, Steinunnar Finnsdóttur. En hún heldur því fram að Stein- unn hafi markað þáttaskil í ís- lenskum rímnaskáldskap. Hún hafi notað þekkingu sína á Eddu og hina karlmannlegu hefð til að koma sjónarmiðum konu á fram- færi. Með endurskoðun sinni á mansöngnum út frá kvenlegu sjónarhorni marki hún viss tíma- mót. Þótt upplýsingarstefnan leiddi til gagnrýninnar afstöðu til fornra kenninga og framandlegra orða í skáldskap og menntamenn gagn- rýndu rímnahefðina á þeim for- sendum lifði hún þó góðu lífi á 18. öld. í grein sinni Varðhalds- englar Eddu bendir Svanhildur Óskarsdóttir á að þrátt fyrir þessa gagnrýni hafi alþýða manna varð- veitt edduhefðina sem upp úr þessu reyndist frjór jarðvegur fyr- ir viðtökur rómantísks skáldskap- ar þar sem ný not voru fundin fyrir eddufræði á forsendum nýrr- ar fagurfræði. Sveinn Yngvi Egilsson ritar tvær ritgerðir um áhrif eddu- kvæða á rómantísk skáld. Helstu brautryðjendur rómantíkur hér- lendis, Fjölnismenn, voru miklir gagnrýnendur hinnar fornu eddu- hefðar rímnakveðskaparins. Eink- um á þetta við um Jónas Hall- grímsson. Samt sem áður er fram- lag hans til endurnýjunar og end- ursköpunar jafnt fornra bragar- hátta sem edduminna mikilvægt fyrir edduhefðina. Um þetta megi- nefni fjallar Sveinn Yngvi í fyrri ritgerðinni sem hann nefnir Óðinn sé með yður. í seinni ritgerð Sveins verður kvæði Benedikts Gröndals Brís- ingamen honum að umfjöllunar- efni. Þar bendir höfundur á hvern- ig í kvæðinu má í senn greina þræði sem spunnir eru úr eddu- kvæðum, áhrifum frá kenningum ættuðum frá Bjarna Thorarensen, áhrifum frá Adam Oehlenscláger um hetjuöld norrænna manna og atriðum úr einkalífi Gröndals en ýmislegt var skáldinu mótdrægt á ritunartíma kvæðisins. Sú leið er valin í þessum rann- sóknum að stikla fremur á stóru og velja úr nokkur svið og ein- staklinga til að fjalla um í stað þess að leggja allt undir. Það verð- ur að teljast skynsamleg leið. Hún veitir okkur í senn innsýn í skáld- skaparheim tímanna og gefur okkur yfirsýn yfir sögu og þróun edduáhrifa. Jafnframt er athygl- inni fremur beint að bókmennta- fræðilegum atriðum en texta- fræðilegum og gerir það ritgerða- safnið aðgengilegra en ella. Hér hefur því að mörgu leyti vel tekist til. Guðamjöður og arn- arleir hefur á sér sterkan heildar- svip, er fróðleg og að ýmsu leyti aðgengileg bók þótt ekki sé slegið af fræðilegum kröfum. Skafti Þ. Halldórsson Spáð góðu gengi í Vín TÓNLIST Víöistaöakirkja EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sigurður Skagfjörð Steingrímsson og Bjarni Þór Jónatansson fluttu innlend og erlend söngverk. Miðvikudagurinn 8. maí, 1997. AÐ LÆRA til söngs þótti mönn- um fyrrum ekki mikið mál og nóg að vera söngvís, hafa góða rödd og læra nokkur lög, til að halda tón- leika. Nú er öldin önnur, enda hafa bæði viðfangsefnin og kröfurnar breyst og söngnámi því ætlaður sami tími og öðru tónlistarnámi. Það sem setur söngnemum nokkrar skorður, er að eiginlegt söngnám hefst að öllu jöfnu mun seinna en almennt tónlistarnám. Að uppgötva rödd sína er stórkostleg upplifun og til að sjá sér framtíð í því að rækta hana, getur viðkomandi þurft að voga einhveiju. Lengi hafa tón- leikagestir vitað að Sigurður Skag- fjörð Steingrímsson er efnilegur söngvari, gefín í vöggugjöf sérlega fögur rödd og hefur aflað sér nokk- urrar kunnáttu á sviði sönglistar- innar. Nú hyggur hann á námsferð til Vínarborgar og er það sannar- lega fagnaðarefni. Sigurður hóf tónleikana með tveimur ítölskum söngverkum og eftir tvo söngva eftir Beethoven, komu þijú Ijóðalög eftir Schubert. Það mátti heyra, þó Sigurður syngi þessi lög með þokkalegri áferð, að enn vantar „punktinn yfir i-ið“. í lögum Schuberts gat oft að heyra aukahljóð, „klökkva", sem tengdist túlkun hans, t.d. í Die Forelle og Der Tod und das Madchen, nokkuð sem söngvari má ekki gera. I ís- lensku lögunum var söngmátinn allt annar en í erlendu lögunum, allt að því hljómlaus, nema í Sverri kon- ungi, eftir Sveinbjöm Sveinbjörns- son, sem var, ásamt Eg lít í anda liðna tíð, eftir Sigvalda Kaldalóns, best sungna íslenska lagið. Það var hins vegar í The Vaga- bond, eftir Ralph Vaughan-Will- iams, sem söngur Sigurðar var sér- lega góður og þar birtist sú mynd- uga rödd, sem hann á í fórum sínum og tekst vonandi að rækta í væntan- legu framhaldsnámi sínu. Banda- rísku lögin My curly headed baby og Ol’man river, voru vel sungin, sérlega vögguvísan fræga, My curly headed baby, sem var sungin mjög veikt og af innileik. Það verður fróð- legt að heyra Sigurð syngja Als Búblein og Nautabanasönginn, þeg- ar hann hann hefur lokið fram- haldsnámi, því eftir þessa tónleika verður ekki annað sagt en að Sig- urður eigi sannarlega erindi til Vín- ar og má binda vonir við að honum takist að bæta því litla við, sem á vantar til að ná því besta, sem hans ágæta rödd hefur upp á að bjóða. Bjarni Þór Jónatansson lék ágæt- lega og sérstaklega vel í Schubert lögunum, sem telja verður til með- mæla fyrir Bjarna sem undirleikara. Samvirkni félaganna var hin besta og eftir þessa tónleika, sem í heild voru góðir, er óhætt að spá Sigurði góðu gengi hjá Vínarbúum, sem búa að rótgróinni hefð á sviði tónlistar, enda má segja, að klassísk tónlist hafi orðið til í Vínarborg og því margt þangað að sækja. Jón Ásgeirsson Sólgleraugu með styrkleika Lausn í sólinni fyrir þá sem nota gleraugu. Verð frá 9.500 kr. ÚKlBAN Aðalstræti 9, simi 551 5055

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.