Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
•SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
samkynhneigðra i London hefur
auglýst eftir fagottleikurum og
einnig fiðluleikurum. Hljóm-
sveitina, sem verður ársgömul í
maí, stofnaði óbóleikarinn Nick
Theobald en hún hefur aðeins
leikið á þremur tónleikum.
Næstu tónleikar verða haldnir
5. maí nk. í heimaborginni.
•POPPSÖNGVARINN Michael
Bolton hreifst svo af óperum
þegar hann söng óperuaríu með
Luciano Pavarotti inn ágeisla-
disk fyrir bágstödd börn í Bosn-
íu, að hann hefur gert samning
við Sony útgáfuna um geisladisk
með óperutónlist. Leitar Bolton
nú að sinfóníuhljómsveit til að
flyfja nokkrar helstu perlur óp-
erubókmenntanna með sér, m.a.
Nessum Dorma, aríur úr La
Boheme, Ástardrykknum og
Mörthu.
•TÓLF ára breskur piltur er
yngsta tónskáldið sem fengið
hefur verk flutt eftir sig hjá
Lundúnasinfóníunni. Áður hafði
hljómsveitin flutt verkið „Job
Vision" eftir sextán ára stúlku,
Lindsey Pix.
•BANDARÍSKIR vísindamenn
við Wisconsin- og Kaliforníuhá-
skólana hafa komist að því að
börn á leikskólaaldri, sem hafa
lært á píanó, mælast með hærri
greindarvísitölu en jafngömul
böm sem hafa fengið tölvu-
kennslu, eða enga kennslu.
•MALASÍUMENN hyggjast
nota olíuauð sinn til að skapa
vestræna tónlistarhefð. Ákveðið
hefur verið að stofna fíl-
harmóníusveit, sem hafa mun
aðsetur í glæsilegri tónleikahöll
sem nú rís í Kuala Lumpur. Hið
ríkisrekna olíufélag Malasíu,
Petronas, greiðir laun hljóð-
færaleikara, svo og byggingu
tónleikahallarinnar. Gert er ráð
fyrir að fyrstu tónleikar hljóm-
sveitarinnar verði í ágúst á
næsta ári en hljóðfæraleikarar
verða ráðnir í sumar.
•HLJÓÐFÆRALEIKARAR í
þeim 120 sinfóníusveitum sem
starfræktar em í Þýskalandi,
hafa þótt komast þokkalega af.
Árslaun þeirra eru ríflega 4
milljónir ísl. kr. og þeir em
æviráðnir. Nú hafa hins vegar
hrannast upp ský á himni vegna
bakslags í efnahag landsins, sem
rekja má til kostnaðarins við
sameiningu þýsku ríkjanna.
Lagt hefur verið til að æviráðn-
ingaraar verði lagðar af en
hljóðfæraleikararnir hafa
brugðist ókvæða við. Stjórnandi
útvarpshljómsveitarinnar í
Köln, Hollendingurinn Hans
Vonk, er hins vegar svartsýnn
á framtíðina, segist sjá fram á
fækkun sinfóníuh\jómsveita,
minni æfingatíma, lægri laun og
styttri ráðningarsamninga. „Allt
verður erfiðara," segir hann.
•ÞÝSKIR tollverðir handtóku
fyrir skemmstu hóp manna sem
reyndi að selja fölsuð listaverk
undir því yfirskini að þau væru
hluti verka sem Rauði herinn tók
herfangi í lok heimsstyijaldar-
innar síðari. Falsanirnar 35 vom
merktar Renoir, Cezanne, Klee,
Kandinsky og van Gogh og vænt-
anlegum kaupendum var sagt að
þær væru stimplaðar eign Her-
mans Görings. Söluverð verk-
anna í heild var 1,4 milljarðar
ísl. kr. og var sagt að þeim hefði
verið smyglað frá Rússlandi.
Ekki leið hins vegar á löngu þar
til grunsemdir vöknuðu um að
ekki væri allt sem sýndist enda
voru mörg verkanna illa fölsuð
og sögðu tollverðir og lögregla
að vart hefði þurft sérfræðinga
til að úrskurða að verkin væm
fölsuð. Talið er að það hafi verið
gert í Grikklandi og verkunum
smyglað þaðan.
Ef þig langar að syngja
_________TONLIST____________
Langholtskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Kvennakór Reykjavíkur Vox Feminae, Senjorít-
umar, Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur, Kór-
skólinn og Stúlknakór Reykjavíkur, fluttu innlend
og erlend söngverk undir stjóm Margrétar Pálma-
dóttur, Jóhönnu Þórhallsdóttur og Rutar Magnús-
son. Einsöngvarar vom Björk Jónsdóttir, Jóhanna
Linnet og Signý Sæmundsdóttir. Undirleik önnuð-
ust Svana Víkingsdóttir og Aðalheiður Þorsteins-
dóttir. Laugardagurinn 10. maí, 1997.
„KONAN ein getur skapað það stórfljót, sem
ekkert fær staðist," sagði einn vitur maður og
má segja, að það hafi sannast í verki hjá
Kvennakór Reykjavíkur, sem aðeins hefur starf-
að í fimm ár, undir forustu Margrétar Pálma-
dóttur. Tónleikarnir um síðustu helgi voru eins
konar kveðjutónleikar, því Margrét hyggst
draga sig að nokkru til hlés, undan því stjórnun-
arálagi, að þurfa að vera „prímus mótor“ á
öllum sviðum þeirrar margvíslegu starfsemi,
sem þegar hefur verið byggð upp undir nafni
Kvennakórs Reykjavíkur. Kórstarfið blómstrar
en líklega mun kennslan í söng og tónfræðum
(og hugsanlega í framtíðinni í hljóðfæraleik),
er til lengdar lætur, skila mestu, því kunnáttan
getur einnig verið aðalsmerki áhugamannsins.
Tónleikarnir hófust með atriðum úr ýmsum
óperum, Töfraflautu Mozarts, Eugen Onegin,
eftir Tjsaíjkovskíj, La Traviata eftir Verdi og
seinni hluta óperunnar Systir Angelica, eftir
Puccini. Inn á milli var flutt söngverkið Stánd-
chen, op. 135, eftir Schubert. Jóhanna Linnet,
Signý Sæmundsdóttir og Jóhanna Þórhallsdótt-
ir fluttu söng drengjanna, Bald pragt den Morg-
en, úr Töfraflautunni og Signý söng með kórn-
um Stándchen, er Schubert samdi við ljóð eftir
Grillparzer, fyrst fyrir alt og karlaraddir, en
umskrifaði það síðan fyrir sópran og kvennakór.
Söngkonumar og kórinn gerðu þessum verk-
efnum góð skil en meginverkið var lokaatriði
úr óperunni Systir Angelica, eftir Puccini, er
Björk Jónsdóttir söng af glæsibrag. Verkið er
tilfinningaþrungið og náði Björk að túlka sorg
og örvæntingu Angelicu á sérlega sannfærandi
máta.
Vox Feminae fluttu tvö ungversk þjóðlög í
raddsetningu Kodály og eitt lettneskt lag og
var söngur þeirra fallega mótaður. Senjoríturn-
ar nefnist söngflokkur kvenna komnar yfir sex-
tugt og sungu þær þrjú lög, Myndin hennar
Lísu, ágætt lag eftir Olgu Guðrúnu Ámadótt-
ur, Bonnie Doom við texta eftir góðskáldið
Robert Bums og Hve létt þú dansar, ítalskt
þjóðlag. Þarna var sönggleðin í fyrirrúmi og
var söngur þeirra í heild nokkuð góður, undir
stjóm Rutar Margnússon.
Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur fæst aðal-
lega við léttari viðfangsefni en aðalkóramir og
að þessu sinni voru á efnisskránni írsk þjóðlög
og eitt dægurlag, Hvítu mávar. írsku þjóðlögin
vora Cocles and mussels, Ég man það enn og
Paddy’s Green Shamrock shore, en síðastnefnda
lagið söng stjómandi léttsveitarinnar, Jóhanna
Þórhallsdóttir, ágætlega við undirleik Aðalheið-
ar Þorsteinsdóttur.
Kvennakórinn kom aftur á svið og söng þrjú
íslensk söngverk, fyrst Brúðarvísur, eftir Émil
Thoroddsen, sem var glæsilega flutt, það fal-
lega lag Atla Heimis, Við svala lind, er kórinn
söng mjög vel og síðast sérlega skemmtilegan
tónleik Þorkels Sigurbjörnssonar við ljóðið Kon-
ur, úr Þorpinu eftir Jón úr Vör.
Lokaatriði tónleikanna var samsöngur allra
kóranna og þá voru flutt Á Sprengisandi og
Betlikerlingin, bæði eftir Sigvalda Kaldalóns,
og ísland er land mitt, eftir Magnús Þór Sig-
mundsson, við hinn sérkennilega ættjarðaróð
Margrétar Jónsdóttur. Öll lögin vora glæsilega
flutt og í staðinn fyrir aukalög, sungu allir
kóranir Ef þig langar að syngja, með þá ætlan
í huga, að fá tónleikagesti til að taka undir.
Fáir kunnu lagið og ef til vill hefðu nótur bjarg-
að einhveiju, en söngur kórsins var allur hinn
besti. Undirleikaramir voru tveir, Arnheiður
Þorsteinsdóttir, en einnig voru sungnar ágætar
raddsetningar eftir hana á lögunum eftir Olgu
Guðrúnu, Atla Heimi og tveimur írskum þjóð-
lögum, og Svana Víkingsdóttir, er lék sérlega
vel í Systur Angelicu og Búðarvísunum eftir
Emil.
í heild var söngur kóranna mjög góður, þó
Aðalkórinn og Vox Feminae færa fyrir öðrum,
hvað snertir viðfangsefni og vandaðan söng.
Það er ekki ofsögun sagt, að Kvennakór Reykja-
víkur sé eitt stórt ævintýri og ef vel er á hald-
ið, getur þessi stofnun orðið mikið músíkstór-
veldi og markað stór spor í tónlistarsögu okkar
íslendinga.
Jón Ásgeirsson
Nemandi eða ekki?
TONLIST
Listasafn Kópavogs
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Verk eftir Grieg, Sibelius, G. Verdi.
Fjölni Stefánsson, Þorkel Sigur-
bjömsson. R. Stoltz og Fr. Lehar.
Hanna Dóra Sturludóttir, sópran.
Jónas Ingimundarson, pianó. Sunnu-
daginn 11. mai kl. 20.30.
HEIM kemur fjöldi söngfugla ár-
lega til að láta heyra í sér og er
vitanlega ekkert nema gott um það
að segja. Um er að ræða fólk sem
búið er að vera við tónlistamám,
aðallega söngvara, erlendis í eitt til
þtjú ár, hafa fengið auk námsins
nokkra reynslu í minni hlutverkum,
stundum svolítið stærri, við einhver
hinna fjölmörgu óperuhúsa Þýska-
lands en teljast þó nemendur eftir
sem áður. Þjóðveijar hafa reynslu
og vit til að byggja upp söngvara
og sviðsreynslan vita þeir að er tón-
listarmanninum snemma nauðsyn-
leg. Hvenær á svo að hætta að kalla
viðkomandi nemanda og hvenær
ekki? Hér heima kemur fyrir að tón-
listamemendur í tónlistarskólum
flytja leiknar óperur, með öllu til-
heyrandi, hljómsveit og búningum,
slíkt er ómetanleg reynsla fyrir nem-
endurna, en eigi að síður halda þeir
áfram að vera nemendur.
Nauðsynlegt er tónlistarnemum
að komast út fyrir landsteinana til
áframhaldandi náms og vonandi
verður sparnaðartal sporgöngu-
manna í pólitík aldrei svo skyni
skroppið að slík fjárfesting verði
talin óæskileg. Vitanlega finnst
manni stundum að nemandinn mætti
dvelja aðeins lengur á heimaslóðum
og vera þá stundum hlíft við áföll-
um, en hér byijar þó frelsi einstakl-
ingsins til þess að taka sjálfur við
sínum málum.
Efnisskrá tónleikanna í Gerðar-
safni var að mörgu forvitnileg. Hér
heyrðust, að mér skilst, frumsamin
verk, ásamt lítið þekktum ljóðum
eftir þekkta höfunda. Lögin fyrstu
eftir É. Grieg era ekki alkunn, (Lauf
der Welt, Dereinst, og Zur Rosen-
zeit). Eðlilegt er að óöryggið geri
vart við sig í byijun tónleika, einnig
var eins og Hanna væri að leita að
röddinni í nýjum tónleikasal fullsetn-
um áheyrendum. Næst komu fimm
lög Sibeliusar, öll vel þekkt utan
„Jubal“, söngleskennt lag, mjögólíkt
þeim gamla og „stabíla" Sibeliusi. í
öðrum lögum Sibeliusar var ráðist á
garðinn of stóran, miklu meiri
þroska og reynslu þarf til að skila
þessum dramatísku lögum svo að
munað verði.
Dálítið erfitt er að átta sig á radd-
magni og raddgæðum. Á köflum
virkar röddin svolítið gömul, en einn-
ig heyrir maður volduga tóna, en
samhengi í línuna vantar á stundum.
Þijú lög eftir G. Verdi komu síð-
ust fyrir hlé. Lög þessi virkuðu eins
og skyssur að aríum úr fyrstu óper-
um Verdis. Lög þessi söng Hanna
án átaka, röddin sat nokkuð stöðug
og fyrir brá góðum Verdi-töktum.
Eftir hlé komu tvö barnalög eftir
Fjölni Stefánsson, einhvemveginn
ekki ókunnug og komu ekki á óvart.
Þorkell Sigurbjömsson átti aftur á
móti „Þijú ör-lög“, við ljóð eftir Jón
Bjarman. Að mér skilst voru lög
þessi samin fyrir tónleikana á sunnu-
daginn, og komu reyndar eins og
ferskur andvari inn á efnisskrána,
þótt stutt væru. Síðasti hluti efnis-
skrárinnar vora óperettulög „Du
sollst der Keiser meine Seele sein“
eftir R. Stoltz og „Vilja-lied“ eftir
Fr. Lehar. Vera má að Hanna komi
til með að syngja óperettuna, en það
keisaralega vantaði að þessu sinni
og mér fannst Jónas taka aðeins of
hratt tempo í Vilja-laginu, til þess
að ró myndaðist. Tvær óperuaríur
komu síðast, „Donte lieta" úr „La
Bohérne" og „O mio babbino" úr
„Gianni Schicchi“ og hvorug vel
unnin. „O mio babbino" þolir ekki
allt þetta rubato-spil, jafnt og rólegt
spil er það sem bjargar þessari við-
kvæmu aríu. Fyrra aukalagið, Þig
sem í fjarlægð eftir K.R., sungið
jafn taktskakkt og því miður maður
oftast upplifir hjá íslenskum söngv-
urum. Hvers vegna ekki að fylgja
forskrift höfundarins? Þannig verður
lagið skýrara og um leið sterkara.
Síðara aukalagið var ein af erfiðari
Verdi-aríunum og var það reynslu-
leysi hins óreynda að koma með slíkt
verk sem aukalag, sem þar að auki
var hvorki fullunnið frá söngvara
né píanóleikara. Þarna hefði annað
viðráðanlegra átt að koma í staðinn.
Ragnar Björnssson
Nýjar bækur
Þorsteinn
Sæmundsson
• ENSK-ÍSLENSK og íslensk-
ensk orðaskrá úr sljörnufræði
með nokkrum skýringum er kom-
in út.
Orðanefnd Stjarnvísindafélags
íslands var stofnuð í desember
1990. Nefndarmenn hafa lengst af
verið þrír: Þorteinn Sæmundsson,
Guðmundur Arnlaugsson og Gunn-
laugur Bjömsson. í upphafí tóku
fleiri félagsmenn þátt í starfínu,
þeir Einar H. Guðmundsson, Einar
Júlíusson, Guðmundur G. Bjarna-
son, Karl Jósafatsson og Þórir Sig-
urðsson. Orðaskráin er afrakstur
þessa nefndarstarfs. Líta ber á
skrána sem fyrstu drög sem síðar
verði endurskoðuð með hliðsjón af
athugasemdum og reynslu af notk-
un ýmissa nýyrða.
Utgefandi er Orðanefnd Stjarn-
vísindafélags íslands. Skráin er 161
síða.