Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 32

Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Bókasafnsfræði á tímamótum Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir hefur fengið styrk til að útbúa kennsluefni fyrir skóla- safnskennara og verkefni í upplýsingaleikni fyrir kennara. í viðtali við Hildi Friðriks- dóttur segir hún að nám fyrir skólasafns- kennara hafí ekki verið skilgreint hér á landi þrátt fyrir að þeim sé ætlað að leiða kenn- ara og nemendur inn í upplýsingaöldina. Morgunblaðið/RAX DR. SIGRÚN Klara Hannesdóttir vonast til að haustið 1998 verði námsvísir tilbúinn fyrir upplýsingaleikni auk kennsluefnis. BÓKASAFNSFRÆÐI er meðal þeirra fræðigreina innan Háskóla íslands sem hafa tekið verulegum breytingum á undanförnum árum. Gífurlegar framfarir hafa orðið í upplýsinga- málum á mjög skömmum tima og endurspeglast það í þróun greinar- innar. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir prófessor í Háskóla íslands segir að upplýsingafræðin sé tvímæla- laust tískufag, enda eigi hún mikla framtíð fyrir sér. Rúmlega 100 nemendur eru nú við nám í fræð- unum. „Það hefur skapast tog- streita í faginu, því að fólki finnst bókasafnsfræðin gamaldags en upplýsingafræðin framtíðarfag. Annað nafnið virðist draga nem- endur að en hitt fæla þá frá. Ég hef til dæmis fengið upphringingu frá nemanda sem kvaðst langa til að læra upplýsingafræði en hann langaði ekki að vinna á bóka- safni. Þessi sjónarmið erum við nú að reyna að bræða saman í eina grein með örfáum kennur- um,“ segir hún. Vaxandi fjöldi útskrifaðra bóka- safns- og upplýsingafræðinga fer í störf hjá fyrirtækjum til að koma upp gagnasöfnum, hvort sem eru í tölvu- eða pappírsformi. Hins vegar er mikill skortur á bóka- safnsfræðingum inni á bókasöfn- um víðs vegar um land. Sigrún Klara segir ekki ljóst hvernig greinin muni þróast innan háskólans, en kveðst vilja sjá tvær línur með sameiginlegan kjarna. Mikill fjárskortur innan félagsvís- indadeildar geti hins vegar hamlað þeim framförum sem og öðrum. eir sem leggja stund á bóka- safns- og upplýsingafræði, eins og greinin heitir nú, vilja fá starfsheitinu breytt úr bóksafnsfræðingur í upplýsinga- fræðingur. „Þeir líta svo á að orð- ið bókasafnsfræðingur spilli fyrir þeim,“ segir Sigrún Klara. Hreyft hefur verið við málinu en starfs- heitið er lögvemdað og því getur tekið tíma að fá breytingar í gegn. Sigrún Klara bendir ennfremur á að breytingarnar séu svo miklar að þær kalli í ríkum mæli á endur- menntun hjá núverandi bókasafns- fræðingum. Þeir eru þó ekki allir tilbúnir að beygja sig undir að þurfa að læra fagið svo að segja upp á nýtt. Sjálfri finnst henni geysilega spennandi að hægt sé að hugsa sér bókasafnsfræðinga án bóka- safns. „Mér hefur alltaf þótt óþægilegt að stéttin væri skil- greind út frá safni því það er ekki rétt. Nú er til dæmis hægt að sitja úti í miðri Sahara með tölvu og leita í öllum gagnasöfnum heims- ins. Togstreita er hins vegar fólg- in í því að ekki eru allir tilbúnir að segja að sama fagið geti bæði stjórnað bókum sem hlutum uppi í hillu og hinum óáþreifanlega heimi því þar eru allt önnur vinnu- brögð,“ segir hún. Hún segir að það liggi því ljóst fyrir að bókasafnsfræðingar þurfi að sameina það í framtíðinni að vinna innan um áþreifanleg gögn sem þarf að koma fyrir en vera jafnvígir að meðhöndla upplýs- ingar í rafeindaformi í víðum sýnd- arheimi. „Hann er jafn merkilegur og nauðsynlegur, því notandanum er alveg sama hvort hann fær upplýsingar í pappírsformi, af ör- filmu eða af veraldarvefnum," seg- ir hún. egar bókasafnsfræði var tek- in upp sem grein í Háskóla íslands haustið 1956, þá sem aukagrein, var hún fyrst og fremst hugsuð sem kennsla fyrir þá sem færu til starfa á Háskóla- bókasafni og Landsbókasafni. Lögð var áhersla á skráningu, flokkun og handritalestur. Dr. Björn Sigfússon, fyrsti kennarinn, áttaði sig þó fljótt á því að annars staðar væru að byggjast upp söfn, sem þyrftu starfsmenn. Hann þró- aði því kennsluna smátt og smátt í átt til fjölbreytni. Á árunum 1964-1974 má segja að töluverð geijun hafi orðið hér á landi í greininni. Árið 1964 út- skrifaðist fyrsti nemandinn með bókasafnsfræði sem aðalgrein, skömmu síðar kom fyrsti fram- haldsmenntaði bókasafnsfræðing- urinn til landsins og fleiri fylgdu á eftir. Flestir hófu jafnframt að stunda kennslu við háskólann. Árið 1971 kom Sigrún Klara úr framhaldsnámi og var ráðin sem skólasafnafulltrúi til að setja upp skólasöfn við alla grunnskóla í Reykjavík. „Það var mitt fyrsta starf hér á landi, því hvorki Lands- bókasafnið né Borgarbókasafnið^ vildi ráða mig til starfa,“ skýtur hún inn í. Um þetta leyti var gerð sú krafa til háskólans að ráðinn yrði fastur starfsmaður til að sjá um þessa kennslu, en fram að þeim tíma hafði umsjón með kennslunni verið í höndum háskólabókavarðar. Leitað var álits hjá tveimur sér- fræðingum, annars vegar Bretan- um Douglas Foskett og hins vegar Bandaríkjamanninum Edward Evans um hvernig þróa ætti kennsluna hér á landi. í kjölfarið var fyrsti lektorinn ráðinn haustið 1975 og var það Sigrún Klara. Jafnframt kom fyrsti Fulbright- kennarinn til starfa við deildina. „Það var því staðið mjög vel að allri endurskipulagningunni á þessum tíma,“ segir Sigrún Klara. Asíðustu 20 árum hefur orðið gjörbreyting á viðhorfum til fagsins. Áherslan hefur færst frá því að vera þjálfun fyrir starfsmenn sem unnu á ákveðnum stöðum yfir í það að auka áherslu á hlutverk upplýsinga- og bóka- safnsfræðinga sem miðlara upp- lýsinga í samfélaginu. Sigrún Klara segir að fáar greinar innan háskólans hafi tekið jafn mikið mið af markaðnum og bókasafns- og upplýsingafræðin. Þannig hafi greinin alla tíð brugðist við kröfum sem komið hafa fram um menntun vegna nýrra starfa, s.s. skólasafn- svarða og þeirra sem eiga að stjórna upplýsingum í fyrirtækj- um. „Auk þess hefur nú verið bætt við kennslu í notkun tölva í og utan bókasafna og síðan á notk- un alnetsins og heimasíðugerð sem tilheyrir upplýsingamiðlun okkar tíma.“ Sigrún Klara bendir á að gríð- arlega brýnt sé að koma á fjarnámi í þessum fræðum fyrir almenningsbókaverði og ekki síst fyrir skólasafnakennara. „I nýrri skólastefnu er ætlast til þess að þessir starfsmenn séu í broddi Útgjaldaaukning menntamála á næstu árum Kostnaður við hús- næði vegur þyngst LJÓST er að framlög hins opinbera til menntamála þurfa að aukast í heild á næstu árum til að skólakerf- ið geti tekið vel á móti þeim aukna §ölda námsmanna sem þangað mun sækja. Þar sem rekstur grunnskóla er kominn til sveitarfélaga og því hefur heildarframlag ríkissjóðs til menntamála lækkað. Á móti hafa útgjöld sveitarfélaga aukist. Þetta kom fram í svari Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra á Alþingi fyrir helgi við fyrirspum Áma Mathiesen alþingismanns um framtíðaráætlan- ir um útgjöld til menntamála. Þá kom fram að að auka þarf verulega viðhald skóla á framhalds- skólastigi. Einnig felst í því umtals- verður kostnaður, ef bregðast á við þörf fyrir stórframkvæmdir á há- skólastigi á næstu ámm. Kostnaður við framkvæmdir sem snúa beint að ríkissjóði, þ.e. húsnæði fyrir Kennara- og uppeldisháskóla, end- urbætur og nýbyggingar á Ak- ureyri, svo og lausn á húsnæðismál- um Listaháskóla, er ekki áætlaður undir tveimur milljörðum króna. Þó að hluti þess kostnaðar verði fjár- magnaður með öðmm hætti en hefðbundnum framlögum verða framlög úr ríkissjóði vemleg. Fjölgun nemenda Á næsta ári er fjölgun nemenda í framhaldsskólum metin á 60 m.kr. og á háskólastigi 75 m.kr. Þá fela ýmsar lagabreytingar í sér aukinn kostnað, s.s. ný framhaldsskólalög, en þar er gert ráð fyrir 340 m.kr. útgjaldaaukningu. Kostnaður vegna breytinga á lögum um Lána- sjóð íslenskra námsmanna er áætl- aður 200 m.kr. og kostnaðarmat með fmmvarpi til laga um háskóla er áætlað 20 m.kr. Nemendaspár ganga út frá því að á næstu 4-5 ámm muni aðsókn að æðri menntun aukast. Stafar það af því að starfsnám færist i auknum mæli á háskólastig, stúdentum fjölgar árin 1998-2002 og Ijöl- breytni í háskólanámi eykst. Reikn- að er með að nemendum á háskóla- stigi muni fjölga um 1.500 á næstu fjórum ámm. í framhaldsskólum skólaárið 1997-98 verða að öllum líkindum 1.200 fleiri nemendur við nám en voru 1993-94. Fæðingartölur benda hins vegar til þess að tíma- bundið muni draga úr fjölda nem- enda í framhaldsskólum eftir 1999. Morgunblaðið/Ásdís MARGA Thome dósent og formaður Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði flutti meðal annarra ávarp við opnuna. RANNSÓKNASTOFNUN í hjúkrunarfræði var formlega opnuð sl. miðvikudag í Eirbergi við Eiríksgötu. Megintilgangur- inn með stofnuninni er að efla rannsóknir kennara námsbraut- arinnar og þar með að renna styrkari stoðum undir fræði- mennsku í hjúkrun á íslandi. Áformað er að hefja rann- sóknartengt framhaldsnám við námsbraut í hjúkrunarfræði haustið 1998 og mun stofnunin Rannsóknir efldar í hjúkrun gegna mikilvægu hlutverki í því sambandi. Sömuleiðis kemur í hlut stofnunarinnar að þjóna heilbrigðisstofnunum á landinu með því að skipuleggja og fram- kvæma rannsóknir á hinum ýmsu sviðum hjúkrunar. Við opnunina fluttu erindi Kristín Björnsdóttir, stjórnar- formaður námsbrautar í Iijúkr- unarfræði, Marga Thome, for- maður rannsóknastofnunarinn- ar, og Ivo Abraham, prófessor við Virginíuháskóla í Bandaríkj- unum og kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.