Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 33
fylkingar að innleiða upplýsinga-
tækni og kenna börnum hana, en
engin skilgreining er til á því
hvorki hvað kalla á þetta fólk né
hvernig á að mennta það. Skóla-
safnskennari þarf eftir því sem ég
best veit ekki að hafa neina mennt-
un í skólasafnsfræði heldur er
hann kennari sem vinnur á bóka-
safni.“
Hún telur að krafan til starfs-
manns á skólasafni ætti að vera
sú að hann hefði nám að baki
bæði sem kennari og úr bókasafns-
fræði. „Ég geri ekki upp á milli
hvort viðkomandi er kennari með
eitt ár í bókasafnsfræði/skóla-
safnsfræði og 15 einingar í rann-
sóknarverkefnum eða hann sé
bókasafnsfræðingur með kennslu-
réttindi og sama rannsóknarbak-
grunn.“
Hér bætir hún brosandi við að
úr því að hún sé byijuð vilji hún
fá að halda áfram með óskalist-
ann. „Ég vil sjá kennaramenntun-
arstofnanirnar leggja meginá-
herslu á að kenna kennurum að
nýta skólasöfn. Ég tel einnig nauð-
synlegt að í starfsþjálfuninni séu
þeir hjá kennurum sem kunna að
nýta sér skólasöfn í kennslu. Ann-
ars verða engar framfarir.“
Sigrún Klara hefurhlotið styrk
frá Þróunarsjóði grunnskóla
til að koma upp hugmynd-
um fyrir kennara að verkefnum
til þess að nýta í kennslu. „Nú eru
einnig tveir nemendur í bókasafns-
fræði, Anna Björg Sveinsdóttir og
Oddný Björgvinsdóttir, að búa til
námsvísi fyrir kennslu í upplýs-
ingaleikni í skólum. Þar verða
markmiðin skilgreind; hvað nem-
endur eiga að kunna og geta gert
í sjálfstæðri heimildaleit eða
vinnubrögðum allt frá 6 ára aldri.
Sömuleiðis kemur þar fram hvern-
ig tengja á kennslu og upplýsinga-
leikni saman. Einnig fékk ég styrk
úr Kennslumálasjóði háskólans til
að skrifa kennslubók fyrir skóla-
safnskennara í stjórnun og rekstri
skólasafna. Vonandi verður þetta
allt saman tilbúið haustið 1998
þannig að kennarar fái í hendur
fleiri tæki og geti ótrauðir lagt
grunn að upplýsingaleikni nem-
enda sinna allt frá sex ára aldri
og upp úr,“ segir Sigrún Klara
Hannesdóttir.
skólar/námskeið
__________tungumál_______________
■ Enskunám á Englandi
Enskunám allt árið við virtan enskuskóla.
Bama-, unglinga- og fjölskyidunámskeið í
sumar. Vettvangsferðir og íþróttir í lok
hvers skóladags og um helgar. Fæði og
húsnæði hjá enskri fjölskyldu.
Upplýsingar veitir Marteinn M. Jóhanns-
son í síma 581 1652 eftir kl. 19.00.
■ International Pen Friends
útvegar þér a.m.k. 14 jafnaldra pennavini
frá ýmsum löndum.
Fáðu umsóknareyðublað.
I.P.F., pósthólf 4276, 124 Rvík,
sími 881 8181.
MEIMIMTUIM
Könnun á viðhorfum skólastjóra til foreldraráða
Meiri ánægja
en óánægja
í ÁRSLOK 1996 höfðu verið stofnuð
foreldraráð við 71% grunnskóla á
landinu skv. niðurstöðu könnunar
menntamálaráðuneytisins. Höfðu 85
foreldraráð fengið skólanámskrá til
umsagnar, af þeim höfðu 33 skilað
umsögn til skólans. 98 skólastjórar
voru ánægðir eða mjög ánægðir með
skilgreiningu á foreldraráðum en 42
óánægðir eða mjög óánægðir.
Skv. grunnskólalögum frá 1995
er stofnun foreldraráða við hvern
grunnskóla skylda, en þó heimiia lög-
in undanþágu, sem sex skólar hafa
nýtt sér. Eitt foreldraráð starfar fyr-
ir báða grunnskólana á Ólafsfirði. í
einum skóla var samþykkt á almenrt-
um foreldrafundi að fela skólanefnd
skólans starf foreldraráðs.
Helstu niðurstöður eru þær að
skólastjórar voru tiltölulega ánægðir
með skilgreiningu á foreldraráðum
í lögum, fjölda foreldraráðsmanna,
upplýsingaskyldu skólastjóra til for-
eldraráða, lengd kjörtímabils for-
eldraráða, stöðu þeirra gagnvart
skólunum, umsagnarrétt þeirra um
skólanámskrár og áætlanir skóla-
nefndar. Hins vegar voru þeir tiltölu-
lega óánægðir með starfshætti og
vinnubrögð foreldraráða, skort á
leiðbeiningum um ráðin og að starfs-
menn skóla skuli ekki mega sitja í
foreldraráðum.
Meðal skólastjóra eru skiptar
skoðanir um málefni sem foreldraráð
hafa afskipti af. Til að fylgja eftir
lagaákvæðum um foreldraráð telja
skólastjórar mikilvægast að setja
viðmiðunarreglur og gefa út leið-
beiningarrit og fræðsluefni.
í árslok 1996 hafði 181 skóli af
213 grunnskólum svarað. Eftirtaldir
skólar höfðu ekki sýnt viðbrögð né
fengið formlega undanþágu: Foss-
vogsskóli, Smáraskóli, Hvaleyrar-
skóli, Myllubakkaskóli, Ásgarðs-
skóli, Andakílsskóli, Kleppjárns-
reykjaskóli, Vesturhópsskóli, Barna-
skóli Akureyrar, Ketilstaðaskóli,
Reykholtsskóli, Ljósafossskóli,
Skútustaðaskóli, _W aldorfsskólinn,
grunnskólarnir í Ólafsvík, Barða-
strandarhreppi, Bíldudal, Rípur-
hreppi, Grímsey, Lundi, á Kópa-
skeri, Þórshöfn, í Mjóafjarðarhreppi,
Kerhömrum, á Laugarvatni og
Grunnskóli Borgarfjarðar eystra.
matbro
SPARAR TIMA,
MINNKAR KOSTNAÐ
OG EYKUR FRAMLEIÐNI.
FYRIR FISKVINNSLU,
BYGGINGAFYRIRTÆKI,
BÆJARFÉLÖG,
IÐNAÐ OG LANDBÚNAÐ
ER
KJÖRIN LAUSN
KRAFTVÉLAR
FUNAHOFÐI 6 ■ 112 REYKJAVIK
SÍMI 577-3500 ■ FAX 577-3501