Morgunblaðið - 13.05.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.05.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 33 fylkingar að innleiða upplýsinga- tækni og kenna börnum hana, en engin skilgreining er til á því hvorki hvað kalla á þetta fólk né hvernig á að mennta það. Skóla- safnskennari þarf eftir því sem ég best veit ekki að hafa neina mennt- un í skólasafnsfræði heldur er hann kennari sem vinnur á bóka- safni.“ Hún telur að krafan til starfs- manns á skólasafni ætti að vera sú að hann hefði nám að baki bæði sem kennari og úr bókasafns- fræði. „Ég geri ekki upp á milli hvort viðkomandi er kennari með eitt ár í bókasafnsfræði/skóla- safnsfræði og 15 einingar í rann- sóknarverkefnum eða hann sé bókasafnsfræðingur með kennslu- réttindi og sama rannsóknarbak- grunn.“ Hér bætir hún brosandi við að úr því að hún sé byijuð vilji hún fá að halda áfram með óskalist- ann. „Ég vil sjá kennaramenntun- arstofnanirnar leggja meginá- herslu á að kenna kennurum að nýta skólasöfn. Ég tel einnig nauð- synlegt að í starfsþjálfuninni séu þeir hjá kennurum sem kunna að nýta sér skólasöfn í kennslu. Ann- ars verða engar framfarir.“ Sigrún Klara hefurhlotið styrk frá Þróunarsjóði grunnskóla til að koma upp hugmynd- um fyrir kennara að verkefnum til þess að nýta í kennslu. „Nú eru einnig tveir nemendur í bókasafns- fræði, Anna Björg Sveinsdóttir og Oddný Björgvinsdóttir, að búa til námsvísi fyrir kennslu í upplýs- ingaleikni í skólum. Þar verða markmiðin skilgreind; hvað nem- endur eiga að kunna og geta gert í sjálfstæðri heimildaleit eða vinnubrögðum allt frá 6 ára aldri. Sömuleiðis kemur þar fram hvern- ig tengja á kennslu og upplýsinga- leikni saman. Einnig fékk ég styrk úr Kennslumálasjóði háskólans til að skrifa kennslubók fyrir skóla- safnskennara í stjórnun og rekstri skólasafna. Vonandi verður þetta allt saman tilbúið haustið 1998 þannig að kennarar fái í hendur fleiri tæki og geti ótrauðir lagt grunn að upplýsingaleikni nem- enda sinna allt frá sex ára aldri og upp úr,“ segir Sigrún Klara Hannesdóttir. skólar/námskeið __________tungumál_______________ ■ Enskunám á Englandi Enskunám allt árið við virtan enskuskóla. Bama-, unglinga- og fjölskyidunámskeið í sumar. Vettvangsferðir og íþróttir í lok hvers skóladags og um helgar. Fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Upplýsingar veitir Marteinn M. Jóhanns- son í síma 581 1652 eftir kl. 19.00. ■ International Pen Friends útvegar þér a.m.k. 14 jafnaldra pennavini frá ýmsum löndum. Fáðu umsóknareyðublað. I.P.F., pósthólf 4276, 124 Rvík, sími 881 8181. MEIMIMTUIM Könnun á viðhorfum skólastjóra til foreldraráða Meiri ánægja en óánægja í ÁRSLOK 1996 höfðu verið stofnuð foreldraráð við 71% grunnskóla á landinu skv. niðurstöðu könnunar menntamálaráðuneytisins. Höfðu 85 foreldraráð fengið skólanámskrá til umsagnar, af þeim höfðu 33 skilað umsögn til skólans. 98 skólastjórar voru ánægðir eða mjög ánægðir með skilgreiningu á foreldraráðum en 42 óánægðir eða mjög óánægðir. Skv. grunnskólalögum frá 1995 er stofnun foreldraráða við hvern grunnskóla skylda, en þó heimiia lög- in undanþágu, sem sex skólar hafa nýtt sér. Eitt foreldraráð starfar fyr- ir báða grunnskólana á Ólafsfirði. í einum skóla var samþykkt á almenrt- um foreldrafundi að fela skólanefnd skólans starf foreldraráðs. Helstu niðurstöður eru þær að skólastjórar voru tiltölulega ánægðir með skilgreiningu á foreldraráðum í lögum, fjölda foreldraráðsmanna, upplýsingaskyldu skólastjóra til for- eldraráða, lengd kjörtímabils for- eldraráða, stöðu þeirra gagnvart skólunum, umsagnarrétt þeirra um skólanámskrár og áætlanir skóla- nefndar. Hins vegar voru þeir tiltölu- lega óánægðir með starfshætti og vinnubrögð foreldraráða, skort á leiðbeiningum um ráðin og að starfs- menn skóla skuli ekki mega sitja í foreldraráðum. Meðal skólastjóra eru skiptar skoðanir um málefni sem foreldraráð hafa afskipti af. Til að fylgja eftir lagaákvæðum um foreldraráð telja skólastjórar mikilvægast að setja viðmiðunarreglur og gefa út leið- beiningarrit og fræðsluefni. í árslok 1996 hafði 181 skóli af 213 grunnskólum svarað. Eftirtaldir skólar höfðu ekki sýnt viðbrögð né fengið formlega undanþágu: Foss- vogsskóli, Smáraskóli, Hvaleyrar- skóli, Myllubakkaskóli, Ásgarðs- skóli, Andakílsskóli, Kleppjárns- reykjaskóli, Vesturhópsskóli, Barna- skóli Akureyrar, Ketilstaðaskóli, Reykholtsskóli, Ljósafossskóli, Skútustaðaskóli, _W aldorfsskólinn, grunnskólarnir í Ólafsvík, Barða- strandarhreppi, Bíldudal, Rípur- hreppi, Grímsey, Lundi, á Kópa- skeri, Þórshöfn, í Mjóafjarðarhreppi, Kerhömrum, á Laugarvatni og Grunnskóli Borgarfjarðar eystra. matbro SPARAR TIMA, MINNKAR KOSTNAÐ OG EYKUR FRAMLEIÐNI. FYRIR FISKVINNSLU, BYGGINGAFYRIRTÆKI, BÆJARFÉLÖG, IÐNAÐ OG LANDBÚNAÐ ER KJÖRIN LAUSN KRAFTVÉLAR FUNAHOFÐI 6 ■ 112 REYKJAVIK SÍMI 577-3500 ■ FAX 577-3501
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.