Morgunblaðið - 13.05.1997, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
I
i
I
Loksins, loksins
skattalækkun
I KJARASAMNINGUM þeim
sem eru nýliðnir lofaði Davíð Odds-
son forsætisráðherra að lækka
skatta úr tæpum 42% í 38% á næstu
þremur árum og að persónuafslátt-
urinn yrði hækkaður.
Fyrir mér var þetta lof-
orð Davíðs hreinasta
himnasending, því
nógu lengi höfum við
með meðaltekjumar
greitt okurskatta fyrir
þá sem láta bjóða sér
að vinna fullan vinnu-
dag fyrir launum sem
eru undir skattleysis-
mörkum.
En mikið varð ég
hissa þegar ég sá síðar
viðbrögð stjórnarand-
stöðunnar á Alþingi við
skattalækkunarhug-
myndum forsætisráð-
herra því þar á bæ sáu
menn þessu allt til for-
áttu, sögðu að með þessu væri ver-
ið að hygla hátekjumönnum á kostn-
að hinna láglaunuðu? Einhverjum
sjónvarpsmanni tókst síðan með
brengluðum og öfugsnúnum hætti
að reikna það út að lækkun skatta
væri hækkun? Þó tók nú fyrst stein-
inn úr þegar Jóhanna Sigurðardótt-
ir kallaði þessar skattaaðgerðir og
Þeir sem hafa tekjur
yfir 200 þúsundum á
mánuði greiða skattana.
Magnús Jónsson segir
þá einu gilda hvort um
bamafjölskyldu er að
ræða eða ekki.
aðrar spark í láglaunahópa og bóta-
þega? Hvemig í ósköpunum þessir
vinstrimenn geta kallað það árásir
á bótaþega að lækka skatta er ofar
mínum skilningi því ég hefði haldið
að sá sem er á bótum greiddi enga
skatta hvort sem er? Sighvatur
Björgvinsson sagði að Ijogurra
manna fjölskylda með 525 þúsund
króna mánaðartekjur nyti 16 þús-
und króna skattaafsláttar en fjöl-
skylda með 125 þúsund króna tekj-
ur fengi aðeins 2 þúsund króna
lækkun. Það sem hann sagði hins-
vegar ekki var að fjölskyldur með
125 þúsund á mánuði greiða bara
3.337 krónur í skatt þannig að 2
þúsund krónu lækkun er rúmlega
60% lækkun á greiddum skatti, fjöl-
skylda með 525 þúsund á mánuði
greiðir hinsvegar 171.097 krónur í
skatt og 16 þúsund króna skatta-
lækkun er innan við 10% lækkun á
greiddum sköttum.
Eins telja vinstrimenn það vera
árás á gamalmenni og bótaþega að
tryggingabætur skuli ekki fylgja
launum. Það er að segja 70 þúsund
krónur á mánuði til launþega, sem
vinnur hörðum höndum, þarf að
kaupa mat í hádeginu og með kaff-
inu, ferðast með strætó kvölds og
-morgna, slítur fatnaði sínum við
sína vinnu, á að fá sömu upphæð á
mánuði og sá sem einhverra hluta
Míkiá úrvd of
fdlleguni rúmfatnaái
SlcbUvðríujHg 21 Simi 551 4050 Reyktavlk.
vegna getur ekki stundað vinnu,
fyrir það að sitja heima hjá sér á
kostnað okkar hinna sem greiðum
meira enn 3.337 krónur á mánuði
í skatt. Það gefur augaleið að sá
sem situr heima þarf
ekki • að kosta jafn
miklu til og sá sem
stundar vinnu af ein-
hvetju tagi. Nú má
ekki skilja orð mín
þannig, að ég sé að
mæla þeim bót, svo
vitnað sé í orð Jóhönnu,
„þjóðarskömm", sem
lægstu taxtar óneitan-
lega eru, þá er það
hinsvegar staðreynd að
á meðan fólk fæst til
að vinna fyrir þessari
þjóðarskömm þá verð-
ur þetta svona áfram,
því miður. Halda mætti
að þeir vinstrimenn
sem sitja á hinu háa
Alþingi haldi að það séu bótaþegar
og láglaunaðir verkamenn sem
greiði skattana og víst er að þeir
gera það alltof margir að einhveiju
leyti með óheyrilegri vinnu því að
70 þúsund á mánuði duga engum
nema þeim sem geta unnið á gráa
markaðinum sem blómstrar meðal
annars vegna allt of hárra skatta.
Sömu skattar hafa einnig dregið úr
því að menn sem hafa'hugmyndir
að atvinnutækifærum hafa ekki
getað hrundið þeim í framkvæmd
vegna peningaskorts og jaðaráhrif
aukinna tekna hafa dregið verulega
úr áhuga manna fyrir aukavinnu.
Nei, bótaþegar greiða ekki skatt-
ana, það gera þeir sem hafa tekjur
yfir 200 þúsundum á mánuði og
gildir þá einu hvort um bamafjöl-
skyldu er að ræða eða ekki, þeir
skulu borga og engar refjar. Mig
gmnar nú samt að vinstrimenn viti
þetta, en þeir vita líka að bótaþeg-
inn hefur jafnan atkvæðisrétt í
kosningum eins og sá sem greiðir
skattinn, það eru bara loddarar og
tækifærissinnar sem halda því fram
að ef bætur yrðu hækkaðar í 70
þúsund krónur á mánuði á meðan
mánaðartaxtar verkalýðsfélaganna
eru ekki hærri en 70 þúsund, að
atvinnulausum mundi ekki ijölga,
það er kannski eina vonin til þess
að vinstrimenn gætu sameinast um
eitthvað ef þeir væru allir orðnir
bótaþegar sem hefðu meira á milli
handanna en þeir sem væm enn að
vinna eins og asnar fyrir sköttum.
Að lokum. Forsætisráðherra lof-
aði þvi að engir aðrir skattar skyldu
lagðir á til að mæta tekjuskerðingu
ríkissjóðs, þetta loforð þýðir í mínum
huga að hér eftir verða ekki lagðar
á neinar nýjar álögur á almenning
hveiju nafni sem þær kunna að
nefnast. Til dæmis myndi ég telja
það skattahækkun ef Landsvirkjun
þyrfti að hækka raforkuverð vegna
arðgreiðslna og að niðurgreiðslur á
lyQum yrðu lækkaðar, eins er ef
skólagjöld hækkuðu og svo mætti
lengi telja. En umfram allt, lækkið
skattana svo hjól atvinnulífsins geti
farið að snúast eðlilega án skattpín-
ingar forsjárhyggju.
Höfundur er verktaki.
IÐMAÐARHURÐIR
Magnús
Jónsson
Nýtt þjóðfélagsmein
HÉR Á landi hefur
ákveðið þjóðfélags-
vandamál færst í vöxt
á undanförnum áram.
Það er misnotkun hags-
munahópa og einstakl-
inga á þeim fjölmiðlum
sem mest áhrif hafa hér
á landi. Það eru sjón-
varpsstöðvamar tvær
og ríkisútvarpið, en
aðrar útvarpsstöðvar
hafa ekki teljandi áhrif
á skoðanamyndun
manna. Misnotkun
þessi felst í því að þess-
ir aðilar setja fram ein-
hliða mynd af atburð-
um eða vandamálum
og fá þessa fjöimiðla til að koma
þessari mynd á framfæri gagnrýn-
islaust. Þennan boðskap þurfa fjöl-
miðlar að flytja á réttum tíma til
þess að þeir hafí áhrif og þjóni þann-
ig tilgangi sínum. Þannig em fluttir
sjónvarpsþættir um fólk um það
leyti sem ævisögur þess koma út
til þess að örva söluna; stéttarfélög
„búa til“ fréttir til þess að hafa
áhrif á hagsmunabaráttu sína,
framagosar og stjórnmálamenn búa
til tækifæri til að auglýsa sig og
sértrúarhópar í þjóðfélagsmálum
búa til „fréttir“ til þess að styðja
þær skoðanir sem þeim em hjart-
fólgnar.
Þetta þykir svo mikilvægt að ein-
staklingar og hagsmunahópar ráða
sérstaka starfsmenn til þess að sjá
um þessi mál. Ef ekki em sérstakir
launaðir starfsmenn eða auglýs-
ingastofur í þessu verkefni em þau
falin ákveðnum félagsmönnum.
Þannig hef ég um langt skeið verið
lauslega tengdur félagsskap sem
kýs sérstaka fjölmiðlanefnd. Þykir
það ein mikilvægasta nefndin á veg-
um félagsins. Það hvað
það er auðvelt að vinna
á þennan hátt, o.a.s.
búa til fréttir og hag-
ræða sannleikanum án
þess að ljúga beinlínis
sýnir að hér er alvar-
legt vandamái á ferð-
inni sem brýnt er að
ráðast gegn.
Þessi hugleiðing að
framan er skrifuð í til-
efni af því að skömmu
fyrir kosningar rektors
í Háskóla íslands á
dögunum var gert mik-
ið úr því í þessum fjöl-
miðlum að Vésteinn
Ólason hefði skrifað
undir uppsagnarbréf tii lektors
nokkurs. Umboðsmaður Alþingis
taldi hins vegar að sú uppsögn væri
á valdsviði menntamálaráðherra og
virðist það hafið yfir allan vafa.
Ég hef sjálfur útvegað mér afrit
af áliti umboðsmanns og þar kemur
hvergi fram að Vésteinn hafi gert
neitt ámælisvert. Það var ekki Vé-
steinn sem sagði lektornum upp
störfum heldur heimspekideild með
atkvæðagreiðslu. Ef einhver er sek-
ur í þessu máli er það starfsmanna-
stjóri og Gestur Jónsson hrl. sem
virðast hafa ráðið því hvernig staðið
var að málinu eftir því sem fram
kemur í greinargerð Vésteins í
Mbl. 24. apríl sl.
Annars er ekki fyrir það að synja
að allmiklar brotalamir hafa verið í
stjómsýslu háskólans um alllangt
skeið. Einstakar deildir, skorir og
starfsmenn hafa tekið sér vald sem
þeir ekki hafa. Þegar ákvarðana-
valdið færist til svo þröngra hópa
tekur kunningsskapur og klíkuskap-
ur völdin en fagleg sjónarmið víkja.
Þess vegna var mjög þarft að fá
Misnota hagsmunahóp-
ar og einstaklingar fjöl-
miðla? Páll Skúlason-
skrifar um fréttaflutn-
ing sjónvarpsstöðva
og ríkisútvarps.
þetta álit umboðsmanns og nauð-
synlegt að endurskoða lög um Há-
skóla íslands.
Það er alls ekki að sjá að frétta-
stjórar hafi lesið álit umboðsmanns
og hafi þeir lesið það hafa þeir les-
ið hann eins og skrattinn Biblíuna.
Það var fráleitt af fréttastjóra Rík-
issjónvarpsins að fá Kristínu Þor-
steinsdóttur til að vinna þessa
„frétt“ um uppsögn lektorsins enda
er hún mágkona „sökudólgsins“
Gests Jónssonar hrl. Fréttastjóri
hefur þegar þetta er skrifað ekki
svarað gagnrýni Vésteins á frétta-
flutning Ríkissjónvarpsins. Hann
víkur í framhjáhlaupi að honum í
greininni Prófessomm svarað og er
þar helst á honum að skilja að úr
því að einn prófessor hafi rangt
fyrir sér hljóti annar að hafa það
líka. Það er álíka röksemdafærsla
og að segja: Skipið er grænt og
skipstjórinn hlýtur að heita Jón.
Málið liggur þannig fyrir: Ein-
hveijir menn úti í bæ hafa búið til
,tfrétt“ til þess að skaða Véstein
Ólason í rektorskosningunum.
Fréttastofurnar tóku þátt í leiknum.
Eins og í upphafi var bent á virðast
þær vera orðnar handbendi manna
sem láta tilganginn helga meðalið.
Höfundur er lögfræðingur.
Páll
Skúlason
Hver verður framtíðin í milli-
ríkjaviðskiptum með búvörur?
UMRÆÐA um
landbúnaðarkafla
GATT samkomulags-
ins svonefnda, sem
leitt var í lög hér á
landi á árinu 1995, er
á köflum fremur ein-
hliða. Þar ber einkum
á gagnrýni á íslensk
stjórnvöld þess efnis
að íslenskir neytendur
hafí verið sviknir um
að njóta ávinnings af
áðumefndu samkomu-
lagi í formi lækkaðs
verðs á búvömm.
Nauðsynlegt er að
þetta mál fái umfjöllun
frá fleiri sjónarhorn-
um, sem getur skýrt að hveiju var
stefnt með umræddu samkomulagi
og hver megi búast við að verði
næstu skref inn í framtíðina, bæði
hvað varðar alþjóðasamninga og
eins viðbrögð einstakra þjóða.
Á ráðstefnu evrópskra landbún-
aðarhagfræðinga sem haldin var í
Edinborg í september á síðasta ári
vom þessi mál ofarlega á baugi.
Menn virtust almennt sammála um
að GATT/WTO samkomulagið frá
1994 bæri fyrst og fremst að líta
á sem áfanga á leið til aukins frels-
is í viðskiptum með búvörur. Grein-
ing á samkomulaginu sýnir að það
er ekki líklegt til að auka vemlega
innflutning á búvömm á þá mark-
aði sem eru hvað mest verndaðir í
dag (Vestur-Evrópa, Japan,
S-Kórea o.fl.) og lækka þar með
strax búvömverð til neytenda í
þessum löndum. Ástæðan er m.a.
sú að útreikningur á tollígildum er
miðaður við tímabilið 1986-1988
en þá var heimsmarkaðsverð á bú-
vömm mun lægra en búast má við
að það verði í framtíðinni (byggt á
útreikningum OECD og Alþjóða-
bankans). Einnig mun
20% lækkun á mark-
aðstruflandi stuðningi
ekki hafa mikil áhrif á
innanlandsstuðning
vegna þess að ekki
þarf að skera niður
þann stuðning Evrópu-
sambandsins sem mið-
ast við hektara lands
eða grip (greiðslur til
bænda) og einnig upp-
bótargreiðslur (defici-
ency payments) í
Bandaríkjunum.
Meginárangurinn af
samkomulaginu felst
hins vegar fyrst og
fremst í því að stöðva
útþenslu í vemd á landbúnaði,
stöðva vöxt í útflutningsbótum og
bjóða upp á raunhæfan umræðu-
grundvöll til að taka frekari skref
í átt til aukins frelsis í viðskiptum
með búvömr. Sá stuðningur sem
ríki heims vilja veita sínum landbún-
aði mun væntanlega í framtíðinni
síður verða tengdur framleiðslu-
magni, en slíkur markaðstmflandi
stuðningur hefur verið hvað mikil-
vægastur í þeim löndum sem mest
styðja sinn landbúnað. Einn af
framsögumönnum á ráðstefnunni
fullyrti að óraunhæft væri að reikna
með að nokkurt land í heiminum
væri tilbúið að fórna landbúnaði
sínum á altari fijálsra viðskipta.
Þó væri langur vegur á milli þess
að einangra innanlandsmarkað frá
heimsmarkaði samanborið við það
að láta innanlandsverð stjórnast
algerlega af heimsmarkaðsverði.
Sami fyrirlesari taldi að næstu
skref á vegum WTO varðandi við-
skipti með búvörur myndu m.a. fel-
ast í frekari lækkun á tollum og
hækkun á lágmarksaðgangi (úr 5%
árið 2000 í u.þ.b. 10% af innan-
Nokkrir framsögumenn
töldu að viðurkennt
yrði, segir Erna
Bjarnadóttir, að styðja
til frambúðar landbúnað
af félagslegum og um-
hverfislegum ástæðum.
Iandsmarkaði). Þá yrði mikill þrýst-
ingur á að útflutningsbætur yrðu
aflagðar. Einn mikilvægasti þáttur-
inn í væntanlegum framhaldsvið-
ræðum yrði að skilgreina þann
stuðning sem ekki þyrfti að skera
niður. Þar taldi hann og reyndar
fleiri framsögumenn að viðurkennt
yrði að styðja til frambúðar land-
búnað af félagslegum og umhverfís-
lægum ástæðum (þar með talinn
stuðningur við landbúnað á harðbýl-
um svæðum), og sá stuðningur yrði
undanþeginn skerðingu.
í máli annarra kom fram að
vænta megi frekari viðurkenningar
á því að með störfum sínum fram-
leiði bændur ýmis „almanna-gæði“
(félagsleg og umhverfisleg) sem
ríkið/skattgreiðendur verði tilbúin
að greiða fyrir. Þá fær siðfræði
landbúnaðarframleiðslunnar vax-
andi athygli neytenda í Vestur-Evr-
ópu m.a. í ljósi dýraverndunarsjón-
armiða. Það yrðu einmitt slík atriði
sem búast mætti við að landbúnað-
arpólitík framtíðarinnar myndi snú-
ast um og þau ríki sem það vildu
og gætu myndu áfram styðja við
sinn Iandbúnað.
Höfundur er hagfræðingur og
deildarstjóri hjá Framleiðsluráði
landbúnaðarins.
Erna
Bjarnadóttir