Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 35

Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 35 AÐSENDAR GREINAR í MORGUNBLAÐ- INU hinn 10. maí ger- ir Björn Bjarnason menntamálaráðherra að umtalsefni frásögn blaðsins 8. maí af fundi um sjálfstæði Háskóla íslands og þau orð sem þar voru eftir mér höfð. Með fyrirvara um að rétt sé eftir mér haft, leið- ir ráðherra að því get- um að ég hafi talað gegn betri vitund á fundinum. Mér sárna þessi ummæli því að ég taldi mig hafa í minni framsögu lagt sérstaka áherslu á að skýra mála- vexti með sanngjörnum hætti og þá jafnt sjónarmið ráðherra sem sjónarmið Háskólans. Um það ættu m.a. þeir alþingismenn sem fundinn sátu að geta vitnað. Frá- sögn blaðamanns er mjög stutt og með öðrum áherslum en ég hefði kosið. Hún getur því gefið villandi mynd af því sem sagt var. Hér vil ég árétta það sem ég tel að hafi verið meginatriði í minni framsögu um tvö helstu ágreiningsefnin, skipun rektors og áform um breytt háskólaráð. Um skipun rektors Því var rækilega lýst í minni framsögu að samkvæmt frum- varpinu verður svig- rúm til að fram geti farið kjör innan Há- skólans um þá sem sækja um rektors- starfið, háskólaráð til- nefni þann sem kjörinn er og þann einan geti ráðherra __ skipað í starfið. Ágreiningur- inn stendur ekki um það hver verður valinn í starfið heldur réttar- stöðu rektors. Rektor- ar Háskóla íslands hafa ætíð verið kjörnir oddvitar háskólasamfélags- ins en þeir hafa aldrei verið skipað- ir í embætti rektors. Sama mun gilda um rektora háskóla í Dan- mörku og Noregi en í Svíþjóð eru þeir kjömir og 'síðan skipaðir af ríkisstjóm. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að rektor verði skipaður embættismaður í anda nýrra starfsmannalaga en samkvæmt 38. gr. þeirra setur ráðherra for- stöðumanni stofnunar erindisbréf. Það telur háskólaráð vera skerð- ingu á sjálfstæði Háskólans. Starf- Hér vil ég árétta það sem ég tel að hafi verið meginatriði í minni framsögu, segir Svein- björn Bjömsson, um tvö helstu ágreinings- efnin, skipun rektors og áform um breytt há- skólaráð. semin sé betur tryggð með þeim hætti sem verið hefur frá upphafi og reynst hefur vel. Engin þörf sé á því að rektor verði embættismað- ur. Ábyrga stjórnun rektors megi hæglega tryggja með samningum sem ráðherra gerir við Háskólann um markmið hans og verkefni. Um breytt háskólaráð Þess var getið í framsögu minni að hugmynd um breytt háskólaráð í frumvarpinu væri Háskólanum kunnugleg þar sem hún er ættuð úr áliti Þróunarnefndar Háskólans. Frumvarpið gengur þó að því leyti lengra að deildarforsetar eru úti- lokaðir frá setu í hinu nýja háskóla- ráði. Háskólinn er að ræða breyt- ingar á háskólaráði en þeirri um- ræðu er ekki lokið. Einn megin- kostur núverandi háskólaráðs er að þar koma saman allir deildarfor- setar sem oddvitar faggreina, og fulltrúar stúdenta og kennara. Gagnrýnt er að þar skuli ekki eiga sæti fulltrúar hjúkrunarfræði, lyfjafræði og sjúkraþjálfunar né fulltrúar annarra starfsmanna en kennara. Einnig eru hugmyndir um fulltrúa þjóðlífs líkt og frum- varpið áformar og fulltrúa Holl- vinasamtaka. Markmið þessara breytinga væri að gera háskólaráð að betri vettvangi til umræðu um málefni Háskólans sem heildar, mörkunar stefnu hans og töku ákvarðana um stærstu drætti í starfseminni. Háskólaráðið færi með æðsta ákvörðunarvald líkt og deildarfundur fer með æðsta ákvörðunarvald í deildum Háskól- ans. Hins vegar er ljóst að þetta ráð mundi ekki henta til skilvirkrar stjórnunar í dagsins önn. Þar yrði að koma til minni framkvæmda- stjórn, hugsanlega færri en 10 manna. Þá stjórn mundi Háskólinn væntanlega vilja velja úr hinu stærra ráði líkt og framkvæmda- stjórn deilda (deildarráð) er valin úr hópi þeirra sem rétt hafa til setu á deildarfundum. Megingagnrýni Háskólans á hug- mynd frumvarpsins um breytt há- skólaráð er að skorið verði á tengsl deilda og háskólaráðs og hætta verði á togstreitu milli þeirra og ráðsins. Rök um að deildarforsetar verði vanhæfir til setu í háskóla- ráði vegna starfa sinna í deildum Ráðherra og sjálfstæði Háskólans Sveinbjöm Björnsson „Nýja launakerfið“ er algert gabb! Kolbrún _ Sólveig Baldursdóttir Ásgrímsdóttir EFTIR sex mánaða karp við samninga- nefnd ríkisins um „nýja launakerfið" er samninganefnd sál- fræðinga nú að fullu ljóst að launakerfið sem um ræðir er í raun plat. Sjálft innihald þessa launakerfis, kostir þess og gallar, er þó ekki umtalsefni hér heldur sá jarðveg- ur sem það mun verða gróðursett í. Samn- inganefnd ríkisins hef- ur ítrekað fullyrt að hið nýja launakerfi bjóði upp á launa- hækkanir og ólíka möguleika til bættra kjara. Stefna ríkisins er að víkja frá miðstýrðum samningi og knýja á um að dreifstýrður samn- ingur taki gildi. í því felst að launa- röðun starfsmanns og möguleikar hans til símenntunar auk annarra þátta, sem áður var gjaman samið um við samingaborðið, eiga nú sam- kvæmt hinu nýja launakerfi að ákvarðast inni á stofnunum ríkisins. í samningaviðræðum við ríkið hafa sálfræðingar hins vegar ítrek- að bent á að sökum fjársveltis hafa ýmsar ríkisstofnanir ekki tök á að greiða laun samkvæmt þessu nýja Hvemig getur samn- inganefnd ríkisins full- yrt að launakerfíð feli í sér launahækkanir, spyrja Kolbrún Bald- ursdóttir og Sólveig Asgrímsdóttir, ef stofnanir ríkisins hafa ekkert ijárhagslegt svigrúm til hækkana? launakerfí. í heimsókn sálfræðinga til einnar af stærstu ríkisstofnunum sem hafa sálfræðinga á launaskrá var það staðfest af yfírmönnum hennar að ekki væri um að ræða kjarabætur af neinu tagi nema að til kæmi aukinn fjárstyrkur frá rík- inu. En sá fjárstyrkur er hvergi í augsýn og því engan veginn tryggð- ur. Hvemig getur samninganefnd ríkisins boðið félögum upp á launa- kerfi sem þeir fullyrða að feli í sér launahækkanir á meðan stofnanir ríkisins staðfesta á sama tíma að þær hafí ekki íjárhagslegt svigrúm til þess að veita einum einasta starfsmanni launahækkun? Ljóst er að fjármálaráðuneytið hefur ekki unnið sína heimavinnu. Hið nýja launakerfí eins og það er sett fram er í engu samræmi við fjárhagslegan raunveruleika ríkisstofnana. Reynt er að lokka félög til undirskriftar, þau sann- færð um að um verulegar kjara- bætur sé að ræða en þegar farið er til yfirmanna ríkisstofnana með samningsdrögin undir hendinni er svarið: „Þetta er bara grín. Hér eru ekki neinir peningar til!“ Höfundar eru sálfræðingar og formaður og varaformaður Stéttarfélags sálfræðinga á íslandi. telur Háskólinn lítilvægari en þau rök að seta þeirra í háskólaráði sé æskileg vegna yfirsýnar og tengsla. Komi upp aðstæður van- hæfis yrði lítill vandi að kalla til varamann í stað þess sem vanhæf- ur væri. Lög um háskóla Þrátt fyrir þá gagnrýni sem hér hefur verið rakin vil ég árétta að Háskólinn telur frumvarp til laga um háskóla lofsvert frumkvæði ráðherra og þar eru flest atriði til bóta fyrir Háskóla íslands og aðra skóla á háskólastigi. Háskólinn vill því með heilum hug vinna að því að samstaða náist um þetta frum- varp í sumar svo að það geti orðið að lögum á haustþingi. Jafnhliða mun Háskólinn halda áfram mótun sérlaga fyrir Háskóla Islands í samráði við ráðherra. Til orða hef- ur komið að það mundi draga úr ótta Háskólans við áformuð lög um háskóla ef ráðherra lýsti því yfír hann mundi ekki láta þá lög- gjöf binda hendur Háskólans við aðra skipan en Háskólinn teldi sér henta. Þeim orðum ráðherra mundi ég hiklaust treysta. Ég vona að það traust sé gagnkvæmt. Höfundur er rektor Háskóla íslands. Stúdentamyndir Passamyndir PÉTUR PÉTURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍO LAUGAVEGI 24 • SÍMl 552 0624 Hmmph!...fáránlegt ef þú kaupir ekki eitthvaö...tja, mér dettur í hug... t.d. TÖLVUII Halló! Nonni?! ~ Feykigóð hugmynd þessi lagerrýmingarsala... ...fáránlegt ef það selst Tæknival Skeifunni 17 108 Reykjavik Sími 550 4000 Netfang: mottakaötaeknival.is Reykjavíkurvegi 64 220 Hafnarfiröi Sími 550 4020 Netfang: fjordurOtaeknival.Ís lagerrýmingarsala 12.-16,maí Tölvur, hugbúnaður, leikir, rekstrarvörur... ATH! Takmarkað magn! Geislaprentarar frá kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.