Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ1997 37
u ungmenna væntanlega lögfest í vor
nbandsins um vinnu ungmenna er meginreglan sú að vinna barna á skólaskyldualdri er bönnuð með
undantekningum og vinnu unglinga upp að 18 ára aldri eru sett ýmis takmörk.
Reglur ESB um
vinnu bama
BÖRN (15 ára og yngri) má
ekki ráða til vinnu nema í und-
antekningartilvikum.
Heimilt er að ráða börn til
að taka þátt í menningar- eða
listviðburðum og íþrótta- eða
auglýsingastarfsemi. Hafi þau
ekki náð 13 ára aldri skal afla
leyfis Vinnueftirlitsins áður en
til ráðningar kemur.
Heimilt er að ráða börn 14
ára og eldri í vinnu sem er hluti
af fræðilegu eða verklegu
námsfyrirkomulagi og í sam-
ræmi við reglur sem ráðherra
setur.
Heimilt er að ráða börn 14
ára og eldri til starfa af léttara
tagi. Einnig má ráða 13 ára
börn til starfa af léttara tagi í
takmarkaðan stundafjölda á
viku, s.s. garðyrkju- eða þjón-
ustustörf.
Takmörk á vinnu unglinga
Unglinga (að 18 ára aldri)
má ráða í vinnu með ákveðnum
skilyrðum.
Óheimilt er að ráða ung-
menni í vinnu sem er talin of-
vaxin líkamlegu eða andlegu
atgervi þeirra.
Óheimilt er að ráða ung-
menni í vinnu sem getur valdið
varanlegu heilsuljóni.
Óheimilt er að ráða ung-
menni í vinnu þar sem hætta
er á skaðlegri geislun.
Óheimilt er að ráða ung-
menni í vinnu þar sem slysa-
hætta er fyrir hendi.
Óheimilt er að ráð ungmenni
í vinnu sem getur stofnað heilsu
þeirra í hættu vegna mikils
kulda, hita, hávaða eða titrings.
Heimilt er að víkja frá þess-
um skilyrðum ef nauðsyn ber
til vegna starfsnáms unglinga.
Næturvinna óheimil
Börn mega vinna 8 klst. á
dag eða 40 virkar vinnustundir
(að frádregnum kaffitimum) í
viku ef vinna er hluti af fræði-
legu eða verklegu námsfyrir-
komulagi.
Börn mega vinna 2 klst. á
skóladegi og 12 klst. á viku á
starfstíma skóla eða utan skóla-
tíma. Samanlagður vinnutími
(í skóla og utan skóla) má þó
ekki vera lengri en 7 klst. Þó
má daglegur vinnutími 15 ára
og eldri vera 8 klst.
Börn mega vinna 7 klst. á
dag eða 35 klst. á viku þegar
skólar starfa ekki. 15 ára börn
mega þá vinna 8 klst. á dag og
40 klst. á viku.
Virkur vinnutími unglinga
er takmarkaður við 8 klst. á
dag og 40 klst á viku. Heimilt
er að víkja frá þessu í undan-
tekningartilvikum skv. ákveðn-
um reglum sem settar verða.
Óheimilt er að láta börn
vinna frá kl. 20 til kl. 6.
Óheimilt er að láta unglinga
vinna frá kl. 22 til kl. 6. Heim-
ilt er að víkja frá þessu hvað
unglinga varðar við ákveðin
skilyrði, en þó er með öllu bann-
að að vinna fari fram frá kl.
24-04.
Börn skulu fá minnst 14 klst.
samfellda hvfld á sólarhring og
unglingar 12 klst. Á hveiju sjö
daga tímabili skulu börn og
unglingar fá minnst tveggja
daga hvíldartima.
er lagt í hendur Vinnueftirlitsins að
hafa faglega skoðun á þessum þátt-
um á grundvelli þeirra markmiða sem
þessari tilskipun er ætlað að upp-
fylla,“ segir Halldór.
Reglunar ljalla einnig um vinnu
unglinga og er gert ráð fyrir að þeir
geti verið þátttakendur á vinnumark-
aði frá 16 ára aldri svo framarlega
sem um er að ræða hættulítil störf,
sem geta ekki valdið heilsutjóni. Gert
er ráð fyrir að Vinnueftirlitið setji
reglur um þetta en Halldór bendir
t.d. á að vafasamt sé að unglingum
verði heimilt að vinna í frystiklefum
í frystihúsum eftir að reglumar taka
gildi.
Meiri vinna barna í
sj ávarbyggðum
Atvinnuþátttaka bama og unglinga
hefur minnkað mjög mikið á undan-
fömum ámm. Nefnd sú sem samdi
frumvarpið kannaði gögn um þátttöku
bama og unglinga í atvinnulífínu,
m.a. kannanir Guðbjargar Vilhjálms-
dóttur sem gerð var haustið 1995,
kannanir Vinnueftirlitsins svo og upp-
lýsingar úr skattframtölum. I ljós kom
að nær öll böm á aldrinum 13-15
ára eða 96% höfðu eitthvert starf með
höndum sumarið 1995 og alls höfðu
34% haft eitthvert launað starf með
höndum að vetrinum á einhveiju tíma-
bili á ámnum 1994 og 1995. Böm í
sjávarbyggðum vinna áberandi meira
bæði að sumri og vetri en böm á
höfuðborgarsvæðinu. Vinnudagurinn
er lengri að sumrinu og einnig vinna
þau fleiri vikur á sumrin. Þá hafa
böm á landsbyggðinni fleiri störf með
höndum, bæði að sumri og vetri.
Áberandi var vinna bama úti á
landi við fiskvinnslu. Vinnueftirlitið
hafí samband við nokkur verkalýðs-
félög á átta stöðum í janúar á sein-
asta ári til að fá mat þeirra á vinnu-
framlagi 13-15 ára bama. í ljós kom
m.a. að böm fá almennt ekki vinnu
í fiski fyrr en þau em orðin 14 ára
gömul. „Algengast er að böm geti
fengið fulla vinnu á sumrin frá 14
ára aldri. Pull vinna getur haft í för
með sér talsverða yfirvinnu, á kvöldin
og á laugardögum. Sums staðar er
algengt að unnið sé frá kl. 8 til 22.
Annars staðar tíðkast að byijað sé
að vinna enn fyrr að morgni kl. 5 til
6 svo hægt sé að hætta fyrr að kvöldi.
Almennt virðist mega draga þá
ályktun að á þeim stöðum þar sem
afli hefur verið góður er bömum frá
14 ára aldri boðin sumarvinna, jafn-
vel 12-14 stundir á dag ef þau em
talin geta „staðið undir“ svo mikilli
vinnu. Það er mat verkalýðsfélag-
anna að börnin sæki í mikla vinnu á
sumrin og að þau þrýsti sjálf mjög
á að fá ekki eingöngu fulla dagvinnu
heldur einnig yfirvinnu," segir í
skýrslu nefndarinnar til ráðherra.
„Aðalatriðið er að þarna em settar
reglur sem eiga að tryggja hagsmuni
barna og unglinga og að framtíð
þeirra og möguleikum til náms verði
ekki spillt með því að ofbjóða þeim
við vinnu. Á þessum forsendum verða
menn að meta hvernig eðlilegt sé að
staðið verði að framkvæmd regln-
anna,“ segir Halldór.
Aldursmörk
flugmanna
hækkuð?
Flugmenn verða í flestum löndum að hætta störf-
um sextugir en hafa t.d. hérlendis möguleika á
að starfa til 63 ára aldurs. Jóhannes Tómasson
kynnti sér að flugmálayfírvöld eru víða reiðubúin
að hækka þennan aldur í 65 ár og kemur það
brátt til framkvæmda í Evrópu.
VERIÐ er að skoða hjá sam-
gönguráðuneyti hvenær
koma skuli til fram-
kvæmda hérlendis reglu-
gerðarbreyting sem heimilar flug-
mönnum að starfa lengur. I dag er
þeim heimilt að fljúga til sextugs
en flest lönd í Evrópu hafa þegar
heimilað flugmönnum að fljúga til
65 ára aldurs.
Aðildarlönd Flugöryggissamtaka
Evrópu, JAA, hafa samþykkt að
flugmönnum verði heimilt að fljúga
til 65 ára aldurs. Hafa öll ríkin heim-
ilað það nema Frakkland, Spánn og
Portúgal auk íslands. Hafa einstök
lönd gengið lengra og heimilað 67
ára aldur sé ákveðnum skilyrðum
fullnægt.
Aðildarlönd JAA verða að hafa
hrundið breytingunni í 65 ára aldur-
inn í framkvæmd eigi síðar en 1.
júlí 1999. Þá má aðeins annar flug-
maður í tveggja manna áhöfn vera
eldri en sextugur og flugmenn verða
að sæta læknisskoðun á fjögurra
mánaða fresti eftir sextugt í stað
sex mánaða fram að þeim aldri.
Reglur Alþjóða flugmálastofnunar-
innar, ICAO, leyfa flugmönnum að
starfa til sextugs og er sú regla til
dæmis viðhöfð í Bandaríkjunum.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra hefur nú til skoðunar hvort
þessi regla yrði tekin upp hérlendis
áður en kemur að lokafrestinum.
íslenskum flugmönnum hefur með
sérstökum undanþágum verið heim-
ilað að fljúga til 63 ára.
íslenskir flugrekendur hafa gefið
umsögn sína um þessa breytingu
og eru flestir meðmæltir henni. Fé-
lag íslenskra atvinnuflugmanna hef-
ur gefið jákvæða umsögn og sömu-
leiðis eru Flugráð og flugmálastjóri
fylgjandi því að hækka aldurinn.
Forráðamenn Flugleiða telja að
breytingin eigi ekki að koma til
framkvæmda fyrr en á tilsettum
tíma, þ.e. 1. júlí 1999, nema því
aðeins að alþjóðlegu reglunni fáist
einnig breytt. Skýrir forstjóri Flug-
leiða þessa afstöðu í bréfí til sam-
gönguráðuneytisins.
Segir hann að meðan mismunandi
reglur um hámarksaldur gildi í Evr-
ópu og Bandaríkjunum geri það fé-
laginu erfítt fyrir um nýtingu á elstu
flugmönnum félagsins sem yfirleitt
fljúga á B-757 þotunum sem notað-
ar eru í Bandaríkjafluginu. Meðan
þeim sé ekki heimilt að fljúga til
Bandaríkjanna eftir að hafa náð 60
ára aldri verði annað hvort að nýta
þá eingöngu á Evrópuleiðunum sem
þýði verri nýtingu eða þjálfa þá til
starfa á B-737 þotunum sem einkum
eru notaðar í Evrópufluginu. Sam-
kvæmt samningum við FÍA er ekki
hægt að þvinga flugstjóra á B-757
þotu til að færa sig á 737 og því
kemur upp áðurgreindur vandi
vegna minni nýtingar þeirra. Þrír
flugstjórar sem orðið hafa sextugir
síðustu misserin samþykktu að færa
sig á 737 þotur en nokkrir hafa einn-
ig neitað.
Forstjóri Flugleiða leggur til í
bréfinu til samgönguráðherra að
aðildarlönd JAA beiti sér fyrir
hækkun á aldurshámarki ICAO í
65 ár því verði það samþykkt geti
Bandaríkjamenn ekki vikist undan
að heimila það einnig. Jafnframt
segir hann eðlilegt að ísland nýti .
sér að fullu aðlögunartímann til 1.
júlí 1999 nái framangreind breyting
hjá ICAO ekki fram að ganga innan
þess tíma.
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri
segir að fulltrúa Norðurlandanna
hjá ICAO hafi verið falið að ýta á
að aldursregla JAA verði tekin upp
þar. Ljóst sé að þetta sé ekki for-
gangsverkefni þar þrátt fyrir að
forráðamenn ICAO hafí lýst því yfír
að málið yrði skoðað þegar aðildar-
lönd JAA tækju upp þessa reglu.
Þá sagði flugmálastjóri ekki sjálf-
gefíð að Bandaríkjamenn myndu
taka upp 65 ára regluna, þeir gætu
eftir sem áður óskað eftir fráviki
og talið sig vinna í þágu öryggis
með því að halda sig áfram við 60
ára regluna.
Þá hefur Félag íslenskra atvinnu-
flugmanna stungið upp á því við
forráðamenn Flugleiða, þó að það
tengist ekki þessu máli beint, að
gerðir verði starfslokasamningar við
flugmenn sem náð hafa 60 ár aldri.
Með því sparist félaginu launakostn-
aður þegar flugstjórar á hæstu laun-
um hætta og yngri menn komi inn '
í staðinn.
Arngrímur Jóhannsson, eigandiH
Atlanta, segist mæla með breyting-
unni, það gefi honum m.a. þann
möguleika að ráða til sín reynda
flugmenn, t.d. frá Flugleiðum eftir
að þeir eru hættir störfum, haldi
Flugleiðir sig við núgildandi reglu
um 63 ára hámark. Mörgum flug-
mönnum þætti slæmt að hætta í<
fullu fjöri og væru reiðubúnir að
starfa lengur.
Gunnar Þorvaldsson, stjómarfor-
maður Islandsflugs, sagðist hafa
gefið jákvæða umsögn enda hefði
verið ljóst á liðnum vetri að þetta
gæti leyst að nokkru leyti úr þeim
skorti á flugmönnum sem fyrirsjá-
anlegur yar m.a. með tilkomu Flug--
félags íslands. Gunnar sagði að
svona breyting hefði í sjálfu sér litla
þýðingu hjá íslandsflugi, einn maður
væri að vísu að nálgast aldurstak-
markið en rúmur áratugur væri í
að næstu menn kæmust á þann ald-
ur.
Sigurður Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Norður-
lands, kvaðst einnig meðmæltur
hækkun á starfsaldri flugmanna.
Breytingin hefði þó ekki mikil áhrif
hjá FN á næstu árum. Sagði hann
mikilvægt að sem flest lönd hefðu
sömu reglur í þessum málum, slæmt
væri ef Bandaríkjamenn héldu fast
við 60 ára regluna meðan mörg
Evrópuríki leyfðu 65 árin.
Málið hefur verið til skoðunar íí
samgönguráðuneytinu og kvaðst
Halldór Kristjánsson skrifstofu-
stjóri telja að það yrði afgreitt bráð-
lega.