Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 44

Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 44
- 44 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Samsekt „kjósenda“ í BK, félagsblaði Bandalags kennarafé- laga, í september 1985 er fréttapistil með titl- inum: „Kennarar brýndir til dáða“. Þar segir frá ráðstefnu um skólamál_ sem bar nafnið „íslensk skóla- stefna". Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru: Wolfgang Edelstein, r Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskóla ís- lands, og Svanhildur Kaaber. Síðan segir: „Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskólans, studdist við kenningar skoska heimspekingsins Johns Mcmurrays í umfjöllun sinni um fræðilegan grundvöll að náms- skrárgerð og skólastefnu. Það var byggt á þeirri staðhæfingu að vits- munir, geðsmunir og tilfinningar manna séu ein stafræn heild. Dró Jónas af því ályktanir um starfs- hætti skóla og lagði m.a. áherslu á skólastarf sem einkenndist af félagslegri virkni og sjálfstæðu starfi nemenda og kennara." Þessi einkennilega staðhæfing um þá „stafrænu heild“ sem mun fara fram innan höfuðskelja hvers einstaklings og útlistun hennar innan veggja Kennaraháskólans er e.t.v. einn þáttur þess upp- götvunamáms og leitarnáms sem eru þættir hinnar dularfullu vís- indagreinar, kennslufræðinnar, sem miklum tíma er varið til í Siglaugur Brynleifsson þeirri stofnun. Eða hafa nefndir þættir „vitsmunir, geðsmunir og tilfinningar manna“ verið aðskildir á einhvern yfirskilvit- legan hátt hingað til? Það var ekki vonum seinna að „hin starf- ræna heild“ skyldi loks vera uppgötvað me_ð seminaristum K.H.Í. annó 1985 eftir tug- þúsunda ára þroska- sögu mannsins. „Námsskrárgerð og skólastefna" kristall- ast síðan í þeim náms- gögnum sem Náms- gagnastofnun dreifir meðal grunn- skólanemenda og eru þau náms- gögn, bækur og forrit sniðin og markast af „kennslufræðinni". En um þá vísindagrein segir Helga Siguijónsdóttir: „Góð kennsla er staðreynd, en vísindalega sönnuð og rétt kenning um kennslu er ekki til““. Fyllstu upplýsingar um nýskólastefnuna og stefnumark- andi reglugerðir menntamálaráðu- neytisins 1974 og 1992, eru öllum aðgengilegar í riti Helgu um þau efni „Þjóð í hættu - Hvert stefnir í skólamálum?“ Rv. 1997. Útgáfustarfsemi Námsgagnastofnunar í Nýjum menntamálum 4. tbl. 1994 er birt skoðanakönnun að tilhlutan Námsgagnastofnunar. Sérfræðingur um áhrif kennslu- Afnema á einokun N ámsgagnastofnunar, segir Siglaugur Bryn- leifsson, enda er árang- ur hennar hörmulegur. bóka á nám við Kennaraháskóla íslands var fenginn til þess að vinna verkefnið og spurt var um þjónustu stofnunarinnar við grunn- skóla, allt frá sölu blýanta, papp- írs, hringfara og námsbóka. Könn- uð voru viðbrögð 200 skólastjóra grunnskóla, aðstoðarskólastjóra og 5 kennara og eins leiðbeinanda. Grunnskólafjöldi landsins var ca 217, þegar könnunin var gerð. Niðurstaðan varð sú að 90% að- spurðra töldu stofnunina rækja hlutverk sitt vel eða mjög vel. Allt fram undir þetta virðist sú skoðun hafa verið ráðandi meðal skólastjóra og kennara þorra grunnskólanna, þrátt fyrir gagn- rýnisraddir og greinargerðir um námsbækur, þar til haustið 1996. Þá birtist alþjóðleg könnun á stöðu íslenskra barna í raungrein- um, náttúrufræði og stærðfræði. Samkvæmt þeirri könnun stóðu íslenskir nemendur sig slaklega, svo slaklega að meira að segja semínaristar K.H.I, tóku að leita ástæðna og 25. mars sl. skrifar formaður stjórnar Námsgagna- stofnunar sl. þijú ár, Sigrún Gísla- dóttir, grein í Morgunblaðið um þessi efni. í sambandi við raun- greinakönnunina segir: „Erfitt hef- ur reynst að benda á einhvern einn sökudólg í því sambandi enda málið margslungið. í reynd erum við öll samsek, stjórnvöld og við kjósendur, fyrir ranga forgangs- röðun og skilningsleysi á mikilvægi grunnmenntunar.“ Sem sagt, höf- undur er sekur, ekki sem mótandi og marksækinn frumkvöðull að námsgagnagerð, sem formaður stjórnar Námsgagnastofnunar, heldur sem „kjósandi“ eins og allir aðrir kjósendur að því er virðist. Skólastefnan, námsgagna- og bókagerð eiga hér engan hlut að „samsektinni", heldur allur þorri landsmanna, sem hafa kosninga- rétt. Reyndar segir hinn fyrrverandi stjórnarformaður „að fjármagns- skortur seinkar útgáfu námsefnis í stærðfræði og kemur í veg fyrir að ráðist sé í endurnýjun gamals námsefnis, eins og t.d. grunnefnis í stærðfræði sem er orðið tveggja áratuga gamalt...“ Gamalt „grunnefni í stærðfræði“ þ.e. reikningi er einkennileg staðhæf- ing, kannast stjómarformaðurinn við Evklíd - sem oft er vitnað til - Rit „Elementa" en þar eru skil- greind mörg ef ekki flest þau efnis- atriði sem stjórnarformaðurinn kallar „grunnefni í stærðfræði". Nú eru liðin um 2.300 ár síðan Evklíd var og hét, það er von að grunnefnið í stærðfræði Náms- gagnastofnunar sé orðið heldur betur gamalt. Það er ekki aðeins í stærðfræði sem það hefur sýnt sig að aðferða- fræðum er mjög áfátt í gerð kennslubóka, heldur í öllum þeim námsbókum sem Námsgagnastofn- un hefur gefið út að eigin frum- kvæði eða keypt af öðrum forlög- um, framsetningin er illa unnin og oft beinlínis fölsuð, eins og í sögu eða samfélagsfræðum, árangurinn í íslensku sem byggist á lélegum kennslubókum og í bókmenntum er ömurlegur. Stofnun þessari hefur mistekist hlutverk sitt vegna þeirrar skólastefnu sem þar er framkvæmd með útgáfu óhæfra og villandi kennslubóka, sem markast af ákveðinni hugmyndafræði í samfé- lags- og bókmenntum og kunnáttu- leysi og slóðaskap höfunda raun- greinagagna. Stjómarformaðurinn telur að best sé að útgáfa námsefnis sé „hjá ríkisrekinni stofnun“, vegna fámennis þjóðarinnar. Hvað þá um verslun og atvinnuvegina, er rekst- ur þeirra greina þá ekki best kom- inn „hjá“ ríkinu? Stjómarformaður ræðir síðan í grein sinni um þau efni sem ein- kenna nýskólastefnuna og er eins og fyrirmyndin óljós, raglingsleg og bundin úreltum hugmyndafræð- um eins og í hvert sinn sem semín- aristar skrifa ádrepur eða greinar um ágæti nýskólastefnunnar og afleiðingar hennar í námsbókaút- gáfu. Árangur þessarar stefnu, bóka- útgáfu ríkisins og kennsluháttum samkvæmt kennslufræðum K.H.Í. er hörmulegur. Fyrsta verkefni til úrbóta er að afnema einokun Námsgagnastofnunar á námsefni grannskólans og þar með leggja stofnunina þegar í stað niður í núverandi mynd og ýta undir út- gáfu nothæfra kennslubóka á öðr- um vettvangi og með aðrar for- sendur fyrir augum, þ.e. gerð vandaðs kennsluefnis. Höfundur er rithöfundur. Eiga skólasálfræðingar að sinna sálfræðilegri meðferð? Á UNDANFÖRN- UM árum hafa orðið töluverðar breytingar á þjónustu við börn og , unglinga. Því miður hafa margar þessara breytinga skert, mjög þá þjónustu sem börn- um og unglingum og fjölskyldum þeirra stóðu áður til boða. Hér hafa komið til breytingar á þjónustu- kerfum, breytingar á lögum og reglugerð- um og síðast en ekki síst ónógar fjárveit- ingar til þessara mála og læðist að sá grunur að ýmsar þær breytingar sem gerðar hafa verið, séu ekki til að tryggja betri þjónustu heldur til að réttlæta skerta þjónustu. Ein þessara breytinga hefur orð- ið á sálfræðilegri þjónustu við börn í grunnskólum. Nú kallast hún raunar ekki lengur ráðgjafar og sálfræðiþjónusta heldur sérfræði- þjónusta grunnskóla. I 43. grein laga um grunnskóla segir um hlutverk sérfræðiþjón- ustunnar Kennur- um og skólastjórnend- um skal standa til boða ráðgjöf og stuðn- ingur sérfræðiþjón- ustu vegna almenns skólastarfs og einnig vegna nýbreytni og þróunarstarfa. Sér- fræðiþjónustan skal gefa forráðamönnum kost á leiðbeiningum um uppeldi nemenda eftir því sem aðstæður ley_fa.“ í reglugerð um sér- fræðiþjónustu skóla nr.386/1996 er nánari útfærsla á því hvert hlutverk þjón- ustunnar eigi að vera en það er: Þjónustan felst m.a. „í faglegri ráðgjöf vegna almennrar kennslu einstakra námsgreina og aðstoð og leiðbeiningum við kennara vegna sérkennslu". Gert er ráð fyrir að starfsfólk sérfræðiþjón- ustu séu „kennarar með fram- haldsmenntun, sálfræðingar og aðrir sérfræðingar á sviði kennslu-, uppeldis- eða félagsmála". Eftir- tekarvert að kennurum og skóla- Kvíðið barn, segir Sól- veig Ásgrímsdóttir, er kvíðinn nemandi. stjórnendum stendur til boða að fá ráðgjöf og forráðamönnum eftir því sem aðstæður leyfa, en ekki nemendum sjálfum. Samkvæmt reglugerð á að ein- skorða vinnu starfsfólks sérfræði- þjónustu við ráðgjöf varðandi al- menna kennslu og leiðbeiningar við sérkennslu. Hvað með aðstoð sem ekki er kennslufræðileg, við börn og unglinga sem líður illa, þau sem eiga erfitt með að samlag- ast öðrum börnum, börn sem beita ofbeldi eða eru beitt ofbeldi, ofvirk börn og kvíðin börn, t.d. börn með skólakvíða? Hvað með ráðgjöf við unglinga sem eru sjálf í vanda eða vita af félögum sínum í vanda? Þessum börnum og unglingum eiga starfsmenn sérfræðiþjónustu ekki að sinn nema til að athuga þau, gera á þeim greiningu og gera svo tillögur um úrbætur. Það er að segja skólasálfræðingar eiga samkvæmt núgildandi lögum um grannskóla og reglugerð um sér- fræðiþjónustu skóla, að gera grein- ingar og athuganir og vísa börnun- um síðan annað til meðferðar. Þetta er rökstutt með því að skólasálfræðingar eigi ekki að sinna meðferð heldur eigi hún að eiga sér stað á sérhæfðum stofnun- um. Það er að segja strax eftir greiningu vísar skólasálfræðingur bami annað, oftast á Barna- og unglingageðdeild. Þegar barni hef- ur verið vísað þangað bíður það eftir fyrsta viðtali, oft í nokkra mánuði. Oftast er unnið með málið í göngudeild og heldur barnið áfram í sínum heimaskóla. Samkvæmt lögum um grunn- skóla og reglugerðinni um sér- fræðiþjónustu skóla á þetta að gerast hvort sem meðferð barnsins er á færi skólasálfræðings eða ekki. Þó skólasálfræðingur geti unnið að farsælli lausn þess með viðtölum við barn, foreldra og kennara þá á hann ekki að sinna meðferð, heldur að vísa annað til annarra sérfræðinga. Þegar barni eða unglingi er vís- að til meðferðar, t.d. á Barna- og unglingageðdeild, er mjög mikil- vægt að til staðar séu vel mannað- ar sálfræðideildir við skólana sem geta tekið við meðferð barna eftir útskrift. Tilfinningalega erfiðleika er yfirleitt ekki hægt að lækna til fulls inni á stofnun. Lækning þeirra tekur langan tíma, stundum mörg ár, og ekki ósjaldan er með- ferðar þörf öll grunnskólaár barnsins. Meðan á þeirri meðferð stendur eru börnin yfirleitt heima hjá sér og stunda flest _nám við venjulegan grunnskóla. í skólan- um þarf að fylgjast með líðan þeirra, vinna traust þeirra, sinna foreldrum og kennurum. Auk þess þarf oft að halda áfram þeirri meðferð sem hófst á Barna- og unglingageðdeild. Þeir sem hafa hingað til komið að þessum málum eru skólasálfræðingar. Þekking á tilfinningalegum og félagslegum erfiðleiknum barna hefur vaxið verulega á síðustu árum og þar með þekking á með- ferðinni við þeim. Það hefur sýnt sig að bestur árangur næst í bar- áttu við slíka erfiðleika ef meðferð hefst fljótt, ef hún getur farið sem mest fram í eðlilegu umhverfi. Það Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! pp &CO fc». ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF B360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640/568 6100 Sólveig Ásgrímsdóttir er því ekki hægt að aðskilja eðli- legt líf frá meðferð, þar sem dag- legt líf er þáttur í meðferðinni, og slík meðferð virðist skila best- um árangri og er auk þess ódýr- ust. Skólinn er þar með orðinn þátttakandi í meðferð barnanna. Kvíðið barn er kvíðinn nemandi. Hvernig skólinn tekur þessum nemanda, aðstoðar hann og styður er ekki veigalítill þáttur i meðferð hans. Þjónusta við börn og barnafjöl- skyldur er á verksviði stofnana sem heyra undir heilbrigðis-, mennta- og félagsmálaráðuneyti. Það gefur auga leið að mikilvægt er að þessar stofnanir hafi skýr hlutverk og skynsamlega verka- skiptingu. Það er hins vegar ljóst að hlutverk þeirra hljóta að ska- rast. Hvernig verkaskipting er milli stofnana er ekki aðeins stjórnunarlegt atriði sem er ákvarðað í lögum og reglugerðum um viðkomandi stofnun. Það er ekki síður faglegt atriði sem hlýt- ur að byggjast á faglegum sjón- armiðum. Ef slík sjónarmið eru ekki virt verður þjónustan ekki góð. Sá rammi sem núgildandi lög um grunnskóla setja sálfræðiþjón- ustu skóla er ófullnægjandi og með reglugerð um sérfræðiþjón- ustu skóla verður þessi rammi enn þrengri. Hann er ófullnægjandi vegna þess að hann setur starf- seminni það þröngar skorður að hamlar möguleikum til að vinna í samræmi við þekkingu sálfræð- inga og þar með frekari þróun þessarar starfssemi sem sálfræði- þjónustu. Verði sérfræðiþjónusta skóla rekin eins og lög og reglu- gerð kveða á um, má vera að kostnaði við þjónustuna verði haldið í lágmarki en þjónustan sjálf nýtist börnum, fjölskyldum þeirra og kennurum ekki eins og hún ætti að gera og er afturför frá þeirri þjónustu sem hingað til hefur staðið til boða. Höfundur er sálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítala.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.