Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ1997 45
AÐSENDAR GREIIMAR
Samræmd vitleysa
SITUR alvaldur
púki á sperrubita ís-
lenskra skólamála sem
dundar sér við að
hrekkja okkur og
svekkja með púkalegu
hugviti sínu? Þessi
spurning hefur sótt að
mér vegna þeirrar hug-
myndafræði í skóla-
málum sem birtist í
eðli samræmdra prófa
í lok grunnskólans og
ef til vill ekki síður
vegna ítrekaðra mis-
taka við samningu
prófanna og einkenni-
legs háttalags ungl-
inga að þeim loknum.
Ég ætla að gera hugmyndafræðina
að umræðuefni sem ég tel vera
tóma vitleysu sem blómstrar nú
allra síðustu misserin. Ekki er við
einn að sakast í þessu efni en vit-
leysan er frá mínum bæjardyrum
séð vart mennsk að uppruna og því
kom púkinn mér í hug. Ég ætla að
reyna að sýna fram á hvað ég á
við og benda á nokkrar vitleysur.
Lögum samkvæmt á grunnskól-
inn að búa böm samfélagsins undir
líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, með
kennsluháttum og námsefni sem
tekur tillit til hvers og eins, at-
gervis hans og aðstæðna.
Grunnskólinn skal leitast við að
haga störfum sínum í sem fyllstu
samræmi við eðli og þarfir nem-
enda og stuðla að alhliða þroska,
heilbrigði og menntun hvers og
eins.
Grunnskólinn skal veita nem-
endum tækifæri til að afla sér
þekkingar og leikni og temja sér
vinnubrögð sem stuðli að stöðugri
viðleitni til menntunar og þroska.
Skólastarfið skal því leggja grund-
völl að sjálfstæðri hugsun nemenda
og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs
við aðra. (2. grein laga frá 1995,
nr. 66, 8. mars.)
Ef farið væri eftir þessum fyrir-
mælum er ljóst að við lok grunn-
skólans væri kunnátta barnanna
mismunandi. Er þá eðlilegt að
mæla þau öll á sama mælikvarða?
Samræmd próf eiga að vera í
samræmi við getu. Þá
fyrst gera þau eðlileg-
ar kröfur til allra, til
nemenda, foreldra og
ekki síst til skólanna.
Ef samræmdu prófin
væru í samræmi við
getu þyrfti skólinn að
rökstyðja gagnvart
foreldrum hverjum
hann treystir í sam-
ræmt próf og hverjum
hann treystir ekki í
samræmt próf. Slíkan
rökstuðning þyrfti að
hefja snemma á náms-
ferlinum og þá eru
samræmdu könnunar-
prófin styrkur í því að
meta einstaka nemendur.
Foreldrar barna sem ekki er talið
að muni geta lokið samræmdu prófi
munu gera kröfur á skólann um
bætta þjónustu, kröfur á bam sitt
um betri ástundun og á sjálfa sig
um betra eftirlit og aðstoð í námi.
Auk þess væri nær að foreldrar
hefðu sjálfir frumkvæði að því hvort
að börn þeirra tækju samræmd próf
yfírleitt.
Ef skólinn leyfði börnum að taka
próf og þau stæðust þau ekki, þá
er skólinn í vanda þar sem hann
hefur ekki séð stöðu bamsins fýrir
og verður að rökstyðja mál sitt.
Mér sýnist á öllu að samræmdu
prófín eigi að verða svipan sem
ráðuneytið hefur á sveitarfélögin til
þess að þau uppfylli kröfur grunn-
skólalaga sem það gat aldrei sjálft
framkvæmt. Útkoma prófanna
virðist eiga að verða mælikvarðinn
á það hvort sveitarfélagið sinnti
skyldum sínum. Er nú púkinn held-
ur _að fítna.
Ég held að einhver í ráðuneytinu
haldi að eftirfarandi tilvitnun í 29.
grein grunnskólalaganna merki í
raun að það sé hægt að gera alla
jafna með kennslu í grunnskóla.
Við setningu aðalnámskrár,
skipulagningu náms og kennslu og
við gerð og val námsgagna skal
þess sérstaklega gætt að allir
nemendur fái sem jöfnust tæki-
færi til náms, sbr. 2. gr.
Markmið náms og kennslu og
Hugmyndafræði í
skólamálum er um-
ræðuefni þessarar
greinar, en Asgeir
Beinteinsson telur
hana tóma vitleysu.
starfshættir grunnskóla skulu vera
þannig að komið sé í veg fyrir
mismunun vegna uppruna, kyns,
búsetu, stéttar, trúarbragða eða
fötlunar.
í öllu skólastarfi skal tekið mið
af mismunandi persónugerð,
þroska, hæfileikum, getu eða
áhugasviðum nemenda. (29. grein
laga frá 1995, nr. 66, 8. mars.)
(Feitletrun er mín.)
Merkir fyrri feitletrunin í tilvitn-
unina að jöfn tækifæri séu fólgin í
því að öll böm læri A alveg sama
hvort þau hafa möguleikann B til
að læra A eða ekki?
Merkir seinni feitletrunin í til-
vitnunina að það sé hægt að setja
möguleikann B inn í öll börn þann-
ig að þau geti lært A?
Svarið virðist vera játandi í báð-
um tilfellum, þar sem öll böm eiga
að taka samræmd próf.
Almennan undanþágumöguleika
er að fínna í eftirfarandi grein:
10. grein
Heimilt er að víkja frá almenn-
um reglum um fyrirlögn sam-
ræmdra lokaprófa þegar um er að
ræða líkamlega fötlun, langvar-
andi veikindi eða aðra erfiðleika
af líffræðilegum orsökum enda
séu þessar aðstæður nemandans
staðfestar af sérfræðingi á við-
komandi sviði. Slíkar umsóknir
um frávik frá reglum um fyrirlögn
skal senda þeim aðila sem ber
ábyrgð á framkvæmd samræmds
prófs í síðasta lagi tveimur mánuð-
um fyrir próf. Umsóknir skulu
undirritaðar af nemanda ogforeld-
rum/forráðamönnum hans og stað-
festar af skólastjóra. (Reglugerð
um fyrirkomulag og framkvæmd
Ásgeir
Beinteinsson
MÁLÞING
Hótel Sögu MIÐVIKUDAGINN 14. MAÍ
MARKHÓPUR
Málþingið er ætlað öllu áhugafólki um
gæðamál og innra eftirlit, en einkum
stjómendum og millistjórnendum í
matvælafyrirtækjum, ráðgjöfum og
opinberum eftirlitsaðilum.
SKRÁNING OG UPPLÝSINGAR:
A skrifstofu SI í síma 511-5555
eða með tölvupósti:
arney@vsi.is
Síðasti skráningardagur er
mánudaginn 12. maí.
VERÐ:
Félagsmenn
GSFÍ og SI: kr. 3.900,-
Aðrir: kr. 5.900,-
Nemendur: kr. 1.900,-
Dagskrá:
12.30
13.00
13.10
13.40
14.10
14.40
15:10
15:30
15:50
16:10
16:30
17:00
Innskráning
Setning málþings
Yfirlit UM LÖGGIÖF og eftirlit í matvælaiðnaði:
Jón Gíslason, Hollustuvernd ríkisins
Framkvæmd innra eftirlits í fiskiðnaði:
Friðrik Blomsterberg, Islenskum sjávarafurðum hf.
Framkvæmd innra eftiruts við landbúnaðarframleiðslu:
Gunnar Guðmundsson, Bændasamtökum íslands
Kaffihlé
Reynslusögur:
SÖLUFÉLAG GaRÐYRKJUMANNA: Kolbeinn Ágústsson gæðastjóri
VOGABÆR: Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri
KjÖRÍS: Valdimar Hafsteinsson framkvæmdastjóri
HAGKAUP: Ólafúr Sigurðsson gæðastjóri
Almennar umræður
Málþingsslit
Fundarstjóri:
Anna Margrét Jónsdóttir,
Utgerðarfélagi Akureyringa
SAMTOK
IÐNAÐARINS
GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
samræmdra prófa í grunnskólum.)
(Feitletrun er mín.)
Reglugerðin segir að nemendur
sem hafa átt við langvarandi hegð-
unarerfiðleika að stríða og einbeit-
ingarskort fái ekki undanþágu.
Þetta á reyndar líka við nemendur
sem hafa einfaldlega ekki áhuga
fyrir námi, hvað þá bóklegu fram-
haldsnámi? Að fordæma s'.íka nem-
endur með lágri einkunn á opinberu
prófí er nokkurn veginn það versta
sem hægt er að gera þeim, hvað
þá nemendum sem búa við aðstæð-
ur sem koma í veg fyrir að þeir
geti lært með eðlilegum hætti.
Eru einhverjar líkur á því að
opinberar hýðingar með birtingu á
niðurstöðum samræmdra prófa í
einstökum skólum muni ijúfa víta-
hring menntunarleysis sem margir
búa við?
Það virðist einungis vera í þágu
próffræðinnar sem að öll börn verða,
sama hvetjar forsendur þeirra eru
sem einstaklinga, að mæta í prófin
svo hægt sé að stinga þeim inn í
meðalkúrfuna, stimpla þau að eilífu
sem fyrsta flokks, annars flokks eða
þriðja flokks þjóðfélagsþegna.
Með slíku samræmdu próS er í
reglugerð þcssari átt við sama próf
sem heill árgangur þreytir á sama
tíma og við sömu eða sambærilegar
aðstæður. (Reglugerð um samræmd
próf, 1. grein.)
Hvaða vit er í því að leggja bók-
legt samræmt próf fyrir heilan
árgang í landi og hvaða tilgangi
þjónar það? Segja slík próf eitthvað
um verklegt nám?
Próffræðingamir gleyma að rann-
sóknir þeirra eru bömunum mis-
kunnarlausir dómar. Við skulum v
koma í veg fyrir að púkinn fitni
meira.
Höfundur er aðstoðarskólastjórí.
Ný frímerki
WL
.
fe t
. •"* . : 7 A
í dag koma út ný frímerki tileinkuð
Smáþjóðaleikunum 1997 ásamt Evrópu-
frímerkjum tileínkuðum þjóðsögum
og ævintýrum
Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land
allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni.
fkímebkjasalan'
P05OTHIL
Sími 550 6054
Sími 550 6054
PÓSTUR OG SÍMI HF Pósthólf 8445, 128 Reykjavík
Heimasíða Frímerkjasölunnar er: http://www.simi.is/postphil/
Beint
leiguflug
frá Keflavík til Genfar
og frá Akureyri til Zurich
Okkur er sönn ánægja að geta boðið beint fiug í
Alpana á hagstæðu verði jafnt norðan heiða
sem sunnan.
Ótal ferðamöguleikar eru í boði, meðal annars
flug og bíll, viku lestarferð um Sviss eða bara
flug þangað sem leiðir liggja til allra átta.
Verð á fluginu er 29.400
og eru þá allir skattar innifaldir
Fyrsta flug til Keflavíkur er aðfaranótt 28. júní
og frá Akureyri aðfaranótt 29. júní.
Síðasta heimflug til Keflavíkur er 15. ágúst
og til Akureyrar 16. ágúst.
Leitið nánari upplýsinga hjá
utanlandsdeild okkar
fe róa skrl fstofa
GUDMUNDAR JÖNASSONAR HF.
Borgarfúni 34, sími 5111515
9