Morgunblaðið - 13.05.1997, Qupperneq 48
t48 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
MINIUINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HERDÍS
FRIÐRIKSDÓTTIR
+ Herdís Friðriks-
dóttir fæddist á
Grímsstöðum í
Þistilfirði 13. maí
1913. Hún lést á
Hrafnistu, Hafnar-
firði, hinn 5. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Friðrik Einarsson,
bóndi, fæddur 11.
okt. 1862, dáinn 13.
febr. 1939, og seinni
' konan hans Guðrún
Vigfúsdóttir, fædd
19. sept. 1888, dáin
2. apr. 1974. Með
fyrri konu átti Friðrik fjögur
börn. Alsystkini Herdísar voru
Járnbrá, f. 21. sept. 1907, d. 11.
des. 1991, Einar, f. 27. feb.
1909, d. 3. apr. 1965, Skúli, f.
31. des. 1920, d. 9. feb. 1981,
Ásta, f. 8. nóv. 1923 (býr í Dan-
mörku).
Herdís giftist Guðmundi Pét-
urssyni, vélstjóra, 7. nóv. 1942,
f. 29. nóv. 1912 í Flatey á
Breiðafirði. Foreldrar hans
voru Sveinn Pétursson, f. 30.
sept. 1890, d. 19. okt. 1973, og
Elskuieg tengdamóðir mín, Her-
dís Friðriksdóttir, er látin. Hún
hefur nú fengið hvíldina eftir langa
og erfiða sjúkdómslegu.
Mig langar í nokkrum línum að
minnast hennar og þakka fyrir þá
samfylgd sem við áttum um þtjá-
tíu ára skeið.
Herdís var fædd á Grímstöðum
í Þistilfírði 13. maí 1913 og hefði
því orðið 84 ára í dag. „Það skín
^ alltaf sól á afmælisdeginum mín-
um,“ sagði hún á hveiju vori. Við
hin áttum oft erfitt með að trúa
því, en engan afmælisdag man ég
þó, að ekki sæist til sólar einhvern
hluta dagsins.
Það vildi svo til að ég kynntist
þeim Herdísi og Guðmundi þó
nokkru áður en ég hitti Friðrik son
TÖMAHMUÍ AMJÁ U(T1
TOMJUA
jióm m(>
MimUMIiT • (JlTt
llpplýsingar í s: 551 1247
Ástríður Jónsdótt-
ir, f. 19. júní 1887,
d. 10. okt. 1962.
Börn Guðmundar
og Herdísar eru: 1)
Alda, f. 30. ág.
1944, gift Hartvig
Ingólfssyni, börn
þeirra: a) Guð-
mundur Skúii, son-
ur hans og sambýl-
isk. hans, Sóleyjar
Ragnarsdóttur, er
Ragnar Leví, b)
Minna, c) Ingólfur,
sambýlisk. Karítas
Krisljánsdóttir. 2)
Friðrik Rúnar, f. 16. júlí 1947,
kvæntur Hólmfríði Árnadóttur,
börn þeirra: a) Frosti, dóttir
hans og fyrrverandi eiginkonu,
Guðrúnar Karlsdóttur, er
Hólmfríður, b) Herdís, c) Frið-
rik Snær. 3) Hildur, f. 3. sept.
1951, gift Dýra Guðmundssyni,
börn þeirra: Orri Páll, Guðný
Vala og Vilborg Ása. 4) Pétur,
f. 15. sept. 1952.
Útför Herdísar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
þeirra fyrst, sem ég giftist síðan.
Það var austur á Bakka í Bakka-
firði sumarið 1965 þar sem for-
eldrar mínir leigðu sumarlangt,
vegna atvinnu sinnar, hús Guðrún-
ar móður Herdísar. Gamla konan
var þá á förum suður eftir nær
40 ára búsetu þar. Það voru þung
spor fyrir aldraða konu. Þau Guð-
mundur og Herdís voru þar hjá
henni að ganga frá búinu með
henni. Það var lærdómsríkt fyrir
mig, unglinginn, að fylgjast með
hve þolinmóð og góð þau voru við
gömlu konuna sem var að yfirgefa
lífsstarf sitt og heimahaga til að
flytjast suður tii barnanna sinna
til að eyða þar ævikvöldinu.
Mér er minnisstætt hve rögg-
söm og dugleg Herdís var að
ganga frá öllu með móður sinni.
Mér er líka sérlega minnisstætt
þetta fallega þykka hár sem hún
hafði og hve hún hló mikið þessum
dillandi hlátri sem engan enda
ætlaði að taka. Þetta einkenndi
hana í mínum huga alla tíð. Hárið
hennar fallega, sem hún sjálf sagði
svo oft að væri það eina faliega
við sig, gerði hana í senn sköru-
lega og eftirtektarverða, hláturinn
hennar sem gat verið svo hjartan-
legur út af sáralitlu tilefni og
smitaði alia og ekki síst allur dugn-
aður hennar. Henni féil sjaldan
verk úr hendi.
í mínum huga var tengdamóðir
Gl/esileg KAFFIHLAÐBORÐ
FALLEGIR SÁLIR
925
EL LÖFTLEiÐIK
ANDAIir' MOT É
í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar
eigum við ávallt íyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla
Verið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
mín samnefnari þeirra íslensku
kvenna, sem með vinnu sinni, út-
sjónarsemi, hagsýni og nýtni hafa
haldið lífinu í þessari þjóð. Þetta
var ekki konan sem lét á sér bera
í þjóðmálaumræðum eða í verka-
lýðsbaráttunni, slíkt hefði aldrei
hvarflað að henni. Þetta var konan
sem vann heima, en heimti engin
laun fyrir. Hún saumaði allt sem
sauma þurfti bæði fyrir fjölskyld-
una og ættingja, hvort sem um
var að ræða barnsflíkur, frakka
eða svefnpoka, enda útlærð
saumakona úr Gefjun þar sem hún
vann mörg ár eftir að hún kom
suður, áður en hún giftist Guð-
mundi. Hún var einstaklega nýtin
með mat, alltaf var fullt hús mat-
ar hvort sem um var að ræða klein-
urnar hennar, slátrið eða græn-
metið sem hún ræktaði. Oft hefur
þurft að setja mikið í pottana, því
ósjaldan voru næturgestir um
lengri eða skemmri tíma, ættingjar
sem erinda þurftu í bænumf Hún
gerði það sem gera þurfti á heim-
ili þar sem heimilisfaðirinn var til
sjós mörg fyrstu hjúskaparárin
þeirra. Það var ekki siður á henn-
ar heimili að stökkva út í búð og
kaupa það sem vantaði, það var
einfaidlega útbúið, enda var hún
alla tíð sérlega úrræðagóð kona.
Hún sinnti uppeldi barna sinna,
ræktaði frændfólk sitt og vini og
var akkeri heimilisins.
Hún pijónaði lopapeysur og
seldi til margra ára til að drýgja
tekjur heimilisins. Þetta aftraði
henni þó ekki frá því að sinna
hugðarefnum sínum sem líka voru
bundin athafnasemi hennar. Má
þar margt til nefna, alls kyns fönd-
ur, útsaum, leirgerð og ekki má
gleyma bókbandinu sem hún
stundaði í mörg ár. Margar ómet-
anlegar bækur bundnar í skinn-
band eigum við eftir hana.
Herdís var hispurslaus í fram-
komu við fólk og lá ekki á skoðun-
um sínum. Hún var stjórnsöm og
ákveðin kona. Aldrei ráðskaðist
hún þó með líf annarra. Mér þótti
ætíð aðdáunarvert í gegnum árin
hve hún virti val barna sinna,
tengdabarna og barnabarna hvort
sem um var að ræða menntun,
starf eða annað. Hún treysti ein-
faldlega og trúði á sitt fólk og
stóð þétt við bak þess þegar á
þurfti að halda. Hún var óendan-
lega þakklát fyrir börnin sín og
seinna tengdabörnin og barna-
börnin. Oft undraðist hún hve for-
sjónin hafði verið henni gjöful að
eiga alla þessa afkomendur. „Ertu
ekki hissa, Guðmundur, að allt
þetta myndarfólk skuli vera komið
út af okkur?“ spurði hún gjarnan
þegar fjölskyldan kom saman. Það
var ekki vanþakklætinu fyrir að
fara hjá henni tengdamóður minni.
Sumir hafa lag á að vera alltaf
veitendur í lífi sínu en aldrei þiggj-
endur. Herdís tengdamóðir mín
var veitandi. Alltaf var hún til
taks ef á þurfti að halda. Hvort
sem var til að sitja yfir veiku barni,
sauma flík, veita húsaskjól eða
rétta fram peninga þegar á þurfti
að halda. Ekki man ég til þess að
hafa þurft að biðja um neitt, hjálp-
in var komin og boðin áður en
þurfti að biðja. Það er ekki lítils
virði fyrir börn að eiga góða ömmu
og afa, þess hafa börnin okkar og
reyndar öll barnabörnin svo sann-
arlega notið. Aldrei bað hún bónar
fyrir sig svo ég muni. Hún ætlað-
ist aldrei til endurgjalds af neinu
tagi. Hún stóð svo sannarlega ekki
ein þar sem hún átti einstakan og
góðan mann, sem studdi hana í
öllu, sem hún veitti öðrum. Hún
var gæfusöm kona að eiga Guð-
mund sér við hlið í blíðu og stríðu.
Ég er þakklát henni tengdamóð-
ur minni og þeim báðum fyrir allt
sem þau voru mér, syni sínum og
börnunum okkar þremur. Maður
stendur ríkari eftir slíka samfylgd
gegnum lífið.
Ekki er hægt að skiljast svo við
minningabrotin að ekki komi upp
í hugann af hve miklu æðruleysi
og jafnaðargeði hún tók því er
heilsunni tók að hraka. Hún var
þakklát fyrir það líf sem hún hafði
átt og krafðist ekki lengri heilsu.
Engan þekki ég sem af jafn mik-
illi ást og umhyggju annaðist konu
sína í veikindum hennar og hann
tengdaföður minn. Hann á þakk-
læti og aðdáun okkar allra, barna,
tengdabarna og barnabarna, fyrir.
Hann sér nú á bak sínum lífsföru-
naut til rúmra 50 ára. Ég vil biðja
góðan guð að styrkja hann og
blessa á þessum erfiðu tímamót-
um.
Hólmfríður Árnadóttir.
Elsku amma mín.
Mikið vildi ég að ég hefði getað
spjallað aðeins við þig áður en þú
fórst. Þú hefur verið að hverfa
smám saman úr þessum heimi.
Líkaminn vildi ekki sleppa takinu
við þetta Iíf og hann afa sem hef-
ur setið við hlið þér nánast hvíldar-
laust í þijú ár. Þú sagðir mér oft
frá því að þú hafir ferðast alla
leið á hesti frá Bakkafirði til
Reykjavíkur sem ung stúlka. Þú
fórst í vist eins og títt var í þá tíð
og kynntist afa.
Ég er skírð í höfuðið á þér. Við
erum alnöfnur. Ég held að þú haf-
ir verið svolítið ánægð með það
og spurðir mig margoft hvort ég
væri ekki ánægð með nafnið mitt.
Ég verð nú að viðurkenna að ég
hef alltaf verið mjög hrifin af þessu
nafni.
Það hefði nú glatt þig mikið að
heyra að ég verð að vinna í Hall-
ormsstaðarskógi í sumar. Þar
vannst þú sem ung stúlka og plant-
aðir lerkinu sem nú stendur í Gutt-
ormslundi stórt og stæðilegt sem
vitni um bjartsýni fólks þess tíma.
Það var þá hægt að fá upp skóg
eftir allt! Núna síðustu ár hefur
dofnað yfir þér og í hveiju jóla-
og sumarfríi hef eg séð hvernig
þú kannast minna og minna við
mig. Það hefur líklega verið erfitt
fyrir þig að liggja og muna ekki,
reyna en geta ekki. Ég kom í heim-
sókn og spurði spurninga eins og:
„Hvernig hefur þú það?“, „hvað
er að frétta?“ Hvernig gastu svar-
að þeim spurningum þegar þú ligg-
ur dag eftir dag, ár eftir ár í sama
rúminu og manst minna og minna?
Þegar ég kom til þín í jólafríinu
lástu eins og lítill ungi í rúminu
og þekktir mig ekki. Þá langaði
mig mest til að skríða uppí rúm
til þín og halda utanum þig því
það var ekkert meira hægt að
segja. Þarna varstu en það var of
seint að spyija þig um gamla daga
og hvernig það var að vera ung
stúlka í Hallormsstaðarskógi.
Ég er mikið fegin að vita að þú
ert loksins laus úr líkamanum sem
var svo gamall og þreyttur. Núna
ertu fijáls. Ég vona að þú heim-
sækir mig í skóginn í sumar.
Elsku afi. Sorg þín og missir
er stór, en mundu að amma er
ennþá hjá þér. Hún yfirgefur þig
ekki.
Amma mín, það tekur mig sárt
að geta ekki fylgt þér síðasta spöl-
inn, en ég veit að þú ert hjá mér
og að við munum hittast aftur.
Þín alnafna,
Herdís Friðriksdóttir.
FALLEGIROG LISTRÆNIR
LEGSTEINAR
^JsíensÁíiönnun h
len.sn nonnun
15% AFSLÁTTUR
ÁGRANÍTSTEINUM
AFGREIÐSLAN OPIN KL. 13-18.
SÓLSTEINAR
Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin
Kópavogi. Sími: 564 3555
„En af hveiju?“ sagði 8 ára
dótturdóttir Herdísar þegar henni
var sagt af andláti ömmu sinnar.
„En af hveiju?" endurtók hún. Já,
það er stundum erfitt að sætta sig
við og skilja almættið þegar ást-
vinir kveðja.
Minningar streyma fram. Allir
kaffisoparnir í eldhússkróknum í
Grænuhlíð 16. Bros Herdísar sem
alltaf var stutt í, svolítið feimnis-
legt, dillandi hláturinn og hið já-
kvæða viðmót hennar við öllum
bónum s.s. á vettvangi barnapöss-
unar. „Við leysum það,“ með
áherslu á fyrsta og síðasta orði,
var hennar viðkvæði.
Ævi Herdísar Friðriksdóttur,
sem við erum nú að kveðja, nær
nánast yfir alla tuttugustu öldina.
Hún hóf ævina í heiðarbýli á norð-
austurhorni landsins í upphafi ald-
ar, en endaði hana í öryggi öldrun-
arheimilis nútímans á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Hún tilheyrir því
þeirri kynslóð sem gengið hefur í
gegnum mestu breytingar sem
nokkur kynslóð hefur upplifað.
Samt var eins og Herdís væri allt-
af ósnert af öllum breytingum og
hraða. Hún var alltaf eins, lét
hraða nútímans sem vind um eyru
þjóta og hafði nægan tíma fyrir
allt og alla.
Herdís var frekar hávaxin, fyrir
konur af hennar kynslóð, með
mikinn svip, sem lifir í afkomend-
um hennar. Hún var alltaf vel til
fara og klæddist gjarnan fötum
sem hún saumaði sjálf. Hún hafði
það gjarnan á orði að hún væri
sveitakona í sér og var þannig trú
sínum uppruna, en ef til vill var
hún meiri höfuðstaðarfrú þegar
grannt er skoðað.
Guðmundur Pétursson sér á eft-
ir lífsförunaut sínum til 55 ára.
Slíkt hlýtur að vera erfitt. „Það
er vor í lofti, en stormur þó.“ Það
segir sig sjálft að á svo löngu tíma-
skeiði hafa einstaklingar haft tíma
til að sníða helstu agnúana af
hjónabandinu og það höfðu þau
svo sannarlega gert. Samhentara
hjónaband og meira traust og virð-
ingu er vart hægt að hugsa sér.
Nú að leiðarlokum viljum við
þakka þér, Herdís, fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur, og allt sem
þú varst okkur. Það var mikið.
Starfsfólki Hrafnistu þökkum
við fyrir mjög góða umönnun. Þau
urðu vinir hennar og verður ekki
fullþakkað hvað þau gerðu fyrir
hana.
Blessuð sé minning Herdísar
Friðriksdóttur frá Þistilfirði.
Dýri og Hartvig.
Er hún langamma núna engill?
spurði fjögurra ára sonur minn er
honum var sagt frá andláti
langömmu sinnar. Þetta er falleg
hugsun barns og slíkar hugsanir
sækja á mig þegar ég lít til baka,
til þeirra ófáu stunda er ég átti
með ömmu minni og afa, í Grænu-
hlíð. Ég var mikið hjá ömmu minni
og afa sem barn. Ámma mín var
þá vön að segja mér sögur af álfum
og huldufólki og raula fyrir mig
vísur og þulur fyrir háttatímann.
Ömmu fannst gaman að segja frá
því síðar að þegar hún taldi mig
sofnaðan, og hætti raulinu, hafi
ég vaknað upp og sagt, raulaðu
meira, amma mín. Þetta hafi henni
fundist svo fallega sagt þar sem
hún taldi sig vita laglausa. Ég á
einstaklega ljúfar minningar um
hana ömmu mína og hafði af því
mikla ánægju að heimsækja hana
og afa minn, sérstaklega á mínum
háskólaárum. Við sátum þá löng-
um stundum á trékollum við eld-
húsborðið í Grænuhlíð með kaffi-
bolla og kleinur og ræddum um
lífið og tilveruna.
Elsku amma, þakka þér fyrir
allar þær góðu stundir sem við
áttum saman.
Elsku afi, ég bið góðan Guð að
vaka yfir þér og styrkja þig í sorg
þinni. Varðveittu minninguna um
góða og fallega konu í hjarta þínu.
Guðmundur Skúli.