Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 49 ' "
+ Elín Guðmunds-
dóttir, seinast til
heimilis í Asparfelli
12, Reykjavík, var
fædd hinn 15. júlí
1908 á Hvoli í Mýr-
dal, en fór tæpra
tveggja ára með for-
eldrum sínum að
Stóra-Hofi á Rang-
árvöllum og ólst þar
upp. Hún andaðist
1. maí síðastliðinn á
hjúkrunarheimilinu
Eir. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Þorbjam-
arson, bóndi og félagsmála-
frömuður, f. 19.7. 1863 í Gísl-
holti á Skeiðum, d. 18.1. 1949,
og kona hans Ragnhildur Jóns-
dóttir, f. 11.8. 1875 á Hvoli í
Mýrdal, d. 18.12. 1953. Systkini
Elínar eru öll látin. Þau voru:
Ingibjörg, f. 1896, d. 1906, Jón,
f. 1899, d. 1964, endurskoð-
andi, oft kenndur við Nýjabæ á
Elín Guðmundsdóttir, eða Ella
frænka eins og hún var jafnan
kölluð, var af sunnlenskum bænda-
ættum. Föðurafi hennar og amma
voru Þorbjörn Einarsson frá Álf-
hólahjáleigu og Ingibjörg Þorkels-
dóttir frá Ljótarstöðum. Sá bær
er kenndur við landnámskonuna
Ljót en það mun hafa þýtt björt
eða ljóshærð til forna. Og svip-
bjartar voru þær systur, Elín og
Helga, en sú síðarnefnda hafði
feikna mikið og Ijóst hár. Ekki
skal þó fullyrt að þær hafi verið
beinir afkomendur. Talað var um
sérstakt Ljótarstaðagöngulag,
vaggandi að sjómannasið, og þótt-
ist Elín stundum sjá það hjá afkom-
endunum, en hvort það var frá
landnámsöld er heldur ekki vitað.
Móðuramma og afi Elínar voru
Gróa Árnadóttir á Hvoli í Mýrdal,
og Jón Einarsson frá Efri-Ey í
Meðallandi. Hann var náskyldur
málurunum Jóhannesi Kjarval og
Karli Dunganon. Ekki mun hann
þó hafa málað, en þótti orðheppinn
og skemmtilegur.
Bemskuheimili Ellu var fjöl-
mennt og annríki mikið. Afi minn,
Guðmundur, var kappsamur um
framkvæmdir og driffjöður í sveit-
armálum, hvort sem málið snerist
um að stofna búnaðar- eða bindind-
isfélög, eða samtök um ijómabú
og fiskirækt eða kaupfélag, þar
sem hann var oftar en ekki formað-
ur. Hann var af þessum sökum
mikið að heiman svo umfangsmikil
bústjórnin hvíldi að dijúgum hluta
á herðum Ragnhildar ömmu
minnar. Hún var umhyggjusöm við
börn sem dvöldu lengur eða skem-
ur á heimilinu, og aldraða eða
ómaga eins og þá var kallað og
skipt niður á bæi af sveitarfélag-
inu.
Kringum 1920 var óvænt gesta-
koma í sveitinni. Það átti að kvik-
mynda atriði úr Sögu Borgarættar-
innar eftir Gunnar Gunnarsson í
kirkjunni á Keldum. Árni Óla,
þekktur blaðamaður á sinni tíð, fór
á bæina að safna saman kirkju-
gestum. Þannig komst Ella á hvíta
tjaldið og vann sér inn fyrsta fimm-
kallinn á ævinni. Einu eða tveimur
árum síðar fermdist hún, og fór
það sumar í fyrsta sinn til Reykja-
víkur. Þá var margra daga ferð
þangað á hestum. Enda fannst
Ellu skrýtið þegar fólkið var farið
að fljúga á 14 klukkustundum til
Japan. Henni þótti ferðaflakk til
útlanda nokkuð mikið og læddi út
úr sér: „Það vinna ekki allir kaup-
laust.“ Sjálf fór hún aldrei út fyrir
landsteinana, nema bara í hugan-
um eins og hún sagði, en hún hafði
mikið yndi af að ferðast innan-
lands. Áttræð var hún þegar hún
átti þess kost að fara með öldruð-
um til Mallorca, en hana langaði
meira á Sprengisand og án þess
að láta nokkum vita brá hún sér
í háfjallaferð þangað norður yfir
Seltjamarnesi,
Björn, f. 1902, d.
1903, Hákon, f.
1904, d. 1980,
hæstaréttarritari
og síðar yfirborg-
ardómari, Ágúst, f.
1906, d. 1981, raf-
virki og bóndi á
Stóra-Hofi, og
Helga, f. 1909, d.
1978, forstöðukona
Elliheimilisins í
Hveragerði, en
flutti síðar til Am-
eríku.
Elín var tvígift.
Fyrri maður hennar var Björn
Maríus Hansson, skipstjóri, f.
1898, d. 1966. Seinni maður
hennar var Guðmundur Ágúst
Jónsson, prentari í Reykjavík,
f. 1904, d. 1978.
Eiín Guðmundsdóttir verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
með áætlunarbíl og suður aftur um
Kjöl.
Þegar ég var barn og kom aust-
ur að Stóra-Hofi þar sem mér
fannst vera sól alla daga kom
Helga föðursystir ævinlega þjót-
andi á móti mér með útbreiddan
faðminn, ljómandi af gleði. Elín var
þá flutt að heiman en löngu seinna
upplifði ég sömu fagnandi hlýjuna
hjá henni. Og falleg voru handa-
verkin hennar. Einfalt atriði eins
og að hengja þvott á snúrur gat
orðið svo listrænt að húsin í kring
sýndust fríkka. Inni hjá henni var
afar „dúllulegt" eins og ungu stelp-
urnar segja. Fyrsta sem ég man
var vafningsviður nældur upp um
heilan stofuvegg, seinna útsaum-
aðir stólar, blúndudúkar, postulíns-
bollar og annað sem sannri hefð-
ardömu hæfði. Líklega hefur það
verið veturinn 1929 sem hún dvaldi
austur í Vík í Mýrdal, var á sau-
manámskeiði hjá Sigurlaugu Páls-
dóttur frá Hlíð, móður Guðrúnar
Ásmundsdóttur leikkonu, og
kynnti sér heimilisrekstur hjá
presti og sýslumanni. Yfir þessum
vetri var bjart í minningu hennar,
og síðan fór hún um skeið út í
Vestmannaeyjar og lærði þar
og/eða vann við saumaskap.
Kringum 1950 opnaði hún litla
matvöruverslun á Laugateig (rétt
við Reykjaveg) ásamt Bimi fyrri
manni sínum. Hún kallaði það
„pakkabúðina“ sína því hún var
með kex og kaffi, sykur og gijón
en ekki nýjan mat. Seinna flutti
hún sig vestur á Holtsgötu og
verslaði þar fram á miðjan áttunda
áratuginn. Ég hef hitt marga sem
minnast þess hvað hún var glaðleg
við viðskiptavinina, ekki síst
margra barna mæður og börn
þeirra, og var víst ekkert hrædd
að skrifa hjá þeim. Hún eignaðist
aldrei börn sjálf en tók miklu ást-
fóstri við systurson sinn, Hauk
Ingvaldsson, sem ólst upp á Stóra-
Hofi. Sár var harmurinn, þegar
hann féll frá innan við fertugt, en
tengslin urðu sterk við dætur hans,
Helgu og Þuríði, og síðan börn
þeirra.
Ella frænka mín hafði alveg sér-
stakt málfar. Hún var of tigin í
andanum til að gera lítið úr öðrum.
Það var ekki bara fólk sem fékk
að njóta þess. Líka vatnsföllin á
Rangárvöllum. „Finnst þér fjarska
ljótt af mér að segja að mér hefur
alltaf þótt Ytri-Rangá fallegri en
Eystri-Rangá? “ sagði hún eitt
sinn. Hún ólst upp á bakka þeirrar
eystri og hefur kannske talið sjálfa
sig vanþakkláta. Og þegar fólk
bölvaði því að nú væri rétt ein
lægðin á leiðinni sagði Ella á sinn
góðlátlega hátt: „Já, það er líklegt
að þær gleymi sér ekki alveg.“
Stundum er sagt að Skaftfell-
ingar (og máske Landeyjamenn
líka) séu svo kurteisir að þeir segi
helst hvorki já né nei, finnist það
of afdráttarlaust. Einhvern tíma
var ég að hneykslast á sjóðasukki
eða bruðli með almannafé við Ellu
og fékk þetta viturlega svar: „Já,
þeir eru fljótir að eyða því sem
þeir eiga ekki sjálfir." Ef hún vissi
ekki eitthvað afsakaði hún sig með
því að þær væru svo litlar, bæjar-
dyrnar sínar. Dapurleg skeið úr
ævi sinni vildi hún ekki rifja upp,
sagði að þau væri best að leggja
að hurðarbaki.
Langt fram á níræðisaldur bjó
hún ein, og var ótrúlega dugleg
að bjarga sér sjálf, þótt sjónin sem
aldrei hafði verið góð færi versn-
andi. Hún þreyttist ekki á að dá-
sama aðbúnað aldraðra nú á dög-
um því hún mundi vel fátæktina á
Rangárvöllum, örsnauða sveitar-
limi og börn sem alltaf höfðu hor
í nös. Sagði mér frá hjónunum sem
hættu að setja salt út á grautinn
sinn til að geta tekið munaðarlaust
barn í fóstur. Ekki held ég hún
hafi verið neitt hrædd við að deyja.
Hún var alin upp við húslestra -
og Nýalisma - og fannst gott að
fara í kirkju, Dómkirkjuna, Breið-
holtskirkjurnar og loks til sr. Auð-
ar Eir í Kvennakirkjuna. Þó sagð-
ist hún ekki hugsa sér Guð kyn-
bundinn, heldur sem eina kröftuga
heild. „Annars veit ég ekki hvort
það skiptir svo miklu máli hveiju
fólk trúir“ sagði hún einhvern tíma,
„bara ef það er góðar manneskjur.“
Hún var svo lánsöm að geta
dvalið á Hjúkrunarheimilinu Eir
síðasta æviár sitt. Dótturdóttir mín
á tíunda ári kom með mér í heim-
sókn þangað í vetur, rétt áður en
heilsu hennar hrakaði alvarlega.
Elín ljómaði af gleði og sama var
að segja um gestinn. Þær sátu
lengi og héldust í hendur, augu
beggja full af lotningu eins og þær
skynjuðu eitthvað æðra þeirri jarð-
nesku tilveru, sem önnur var að
hefja en hin að kveðja. Eins og
helgimynd geymist atvikið i huga
mínum.
Mig langar að þakka Birnu Sva-
varsdóttur, hjúkrunarforstjóra á
Eir, Sigurbirni lækni og öllu þeirra
elskulega starfsliði, sem og aðilum
í heimahjálp og heilbrigðisþjónustu
sem komu við sögu meðan hún enn
var heima, fyrir mikla og góða
umönnun. Fyrir hönd okkar systra,
Hildar og Hjördísar, barna okkar
og barnabama, vil ég þakka henni
sjálfri samfylgd og órofa umhyggju.
Inga Huld Hákonardóttir.
Sól rís, sól sest.
Stundirnar með Ellu frænku voru
sannkallaðar sólskinsstundir, bjart-
ar, hlýjar og gefandi. Það var gott
að koma til hennar í búðina á Lau-
gateig. Sérstaklega sumarið sem
ég var í minni fyrstu vist sem hún
hafði útvegað mér. Eða líta til henn-
ar og fá eitthvert góðgæti á leið
úr sundlaugunum.
Ánægjulegar stundir á Holtsgöt-
unni. Við systur að leika okkur með
dúkkudótið frá ömmu í Ameríku
sem var geymt hjá Ellu. Minnisstæð
ferðalög með henni og Guðmundi.
Sérstaklega ferðin í Landmanna-
laugar með þeim hjónum, einnig
pabba og ömmu.
Þegar ég var orðin kaupmaður
og Haukur og Gunnhildur fædd var
það Ella frænka, rúmlega sjötug,
sem kom í vist til mín. Hún varð
þeim langamma, sem og Elínar og
Braga Þórs. Hver og einn var sér-
stakur hjá Ellu og sköpuðust oft
skemmtilegir siðir, eins og hjá
Hauki. í mörg ár fór hann á Þor-
láksmessu og gisti hjá Ellu frænku
til að hvíla sig vel fyrir jólin. Þetta,
meðal annars, hafði hún gaman af
að minnast á þegar við nutum frið-
sælla stunda í Asparfellinu, þar sem
við sátum og rifjuðum upp liðna
daga. Hún var svo minnug og ætt-
fróð og sagði skemmtilegar sögur,
hvort sem það var af Skaftfelling-
um, heimilisfólki á Hofi eða frá ein-
hveijum úr fjölskyldunni. Þakklæti
er okkur systrum ofarlega í huga
á þessari kveðjustund. Nú er sólin
sest um sinn, en bara það að segja
nafnið Ella frænka fær sólina til að
skína.
Helga Hauksdóttir.
ELIN
GUÐMUNDSDÓTTIR
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐBJARTUR FINNBJÖRNSSON
loftskeytamaður,
Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík,
áðurtil heimilis
á Hrannargötu 1, ísafirði,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 10. maí sl.
Þórdís S. Friðriksdóttir,
Hafþór Einar Guðbjartsson,
Helgi Þór Guðbjartsson, Berglind Ólafsdóttir,
Rakel Adolphsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
URSULA BUSK,
lést á sjúkrahúsi í Bremen fimmtudaginn
8. maí sl.
Eyjólfur Þór Busk,
Henning Busk,
Jens Busk,
Alexander Busk.
t
Móðir okkar,
HALLDÓRA GRÖNDAL,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi
11. maí.
Inga Gröndal, .
Unnur Gröndal,
Helga Gröndal,
Þórunn Gröndal.
■♦r
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNHEIÐUR ÁSGRfMSDÓTTIR,
Öldugötu 27,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn
9. maí.
Sigurður Sævar Sigurðsson, Guðfinna Agnarsdóttir,
Björg R. Sigurðardóttir, Þorkell Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA RAFNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 15. maf kl. 13.30.
Erla Guðrún ísleifsdóttir,
Högni ísleifsson, Sveina Helgadóttir,
Gísli Rafn fsleifsson, Sigriður Eyjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐLAUG VILHJÁLMSDÓTTIR
(Unna)
Brekkum III, Mýrdal,
lést á dvalarheimilinu Hjallatúni sunnudaginn
11. maí.
Halldór Jóhannesson,
börn, tengdabörn og barnabörn.