Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
JÓNA SJÖFN
ÆGISDÓTTIR
+ Jóna Sjöfn
Ægisdóttir
fæddist í Hafnar-
firði 17. júlí 1979.
Hún lést af slysför-
um hinn 4. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar eru Ægir
Hafsteinsson og
Anna Hauksdóttir.
Jóna Sjöfn ólst upp
í Norðurbænum í
Hafnarfirði. Hún
stundaði nám í
Engidals- og Víði-
staðaskóla og síðar
í Iðnskóla Hafnar-
fjarðar, þar sem hún var við
hárgreiðslunám þegar hún lést.
Foreldrar Önnu eru Haukur
Kristjánsson, f. 2. júní 1923, d.
17. janúar 1984, og Siguijóna
Sigurðardóttir, f. 8. febrúar
1919. Móðir Ægis var Kristjana
Þórðardóttir, f. 8. nóvember
1918, d. 17. janúar 1985.
Útför Jónu Sjafnar fer fram
frá Víðistaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Ef þraut mig þjakar alla
og þungir dropar falla
svo veröld verði grá
um dóttur bjarta og blíða
sem bestu kostir prýða
ég hugsa og hýma þá.
(Höf. ókunnur.)
Elsku, hjartans barnið mitt. Það
er það skelfilegasta sem nokkra
móður getur hent að missa barnið
sitt.
Þú varst sólargeislinn minn, þú
varst það dýrmætasta sem ég átti,
ég var svo stolt af þér en nú á ég
ekkert eftir nema minningamar um
þig, þessa einstöku dóttur mína.
Mér verður hugsað til þess er ég
hélt á þér sem ungbarni, þann mikla
fögnuð sem þú veittir okkur foreldr-
um þínum sem loksins fengu lang-
þráða barnið sitt. Það var mikill
erill í kringum þig, mikið af vinkon-
um og þú varst barn sem alltaf
hafðir svo mikið að gera. Þú varst
mikill dýravinur og ég sé þig með
hund og kött því þú máttir ekkert
dýr sjá sem þú vildir ekki fá að
eiga og nú taka þau örugglega vel
á móti þér, elskan mín. Það líða
um hugann minningar frá öllum
þeim stundum er við áttum saman.
Þú varst einstaklega vel gerð
stúlka, elsku Jóna mín. Við vorum
svo nánar og þú varst mér líka sú
besta vinkona sem ég hef eignast,
þvílík hamingja að hafa átt þig.
Ég minnist þess þegar þú varst að
fara út með vinum þínum eða í
skólann og þú kysstir mig og sagð-
ir „ég elska þig mamma“. Þú
hringdir í mig jafnvel tvisvar á dag
til að vita hvort ég hefði það ekki
gott, hvort sem ég var heima eða
í vinnunni. Þakka þér fyrir alla
umhyggjuna fyrir mér, elsku bam.
Ég bið góðan guð að geyma þig
og umvefja þig með ást og hlýju,
-.elsku hjartans gimsteinninn minn.
Sé ég í sálu þér
þó sértu fjarri
sé þar heilan heim.
Tindrar ljós við ijós
angar rós við rós
býr þar guðieg göfgi
Góð var okkar ganga
guð einn ræður
hann sem hjörtun skilur.
Sofðu hjartað mitt!
Láfðu ástin mín!
Lifðu vel og lengi!
Blessi þig blómjörð
blessi þig útsær
blessi þig heiður himinn!
Elski þig alheimur
eilífð þig geymi
signi þig sjálfur guð.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Ástarkveðja,
þín elskandi mamma.
Nú hafa leiðir okkar
skilið um sinn, elsku
Jóna Sjöfn mín. Ég
trúi því að við munum
hittast aftur og það
gerir mér sorgina létt-
bærari. Undanfarna
daga hef ég oft setið
og rifjað upp allar okk-
ar samverustundir og
þá finnst mér ég svo
rík að eiga slíkar minn-
ingar með þér. Þú
dvaldir talsvert hjá
mér þegar þú varst
yngri og við fórum
saman í ferðir, bæði
erlendis og hér heima. Það var oft
hlegið dátt og spjallað fram á nótt.
Núna fannst mér framtíðin blasa
við þér. Þú varst komin í hár-
greiðslunám og varst alltaf svo glöð
og ánægð að það geislaði af þér.
Ég fann svo vel þegar þú komst
hvernig þú fylltir húsið af lífi, bros-
ið þitt, hláturinn þinn og gaman-
semi þín. Þetta eru allt minningar
sem ég gleymi aldrei. Þú varst allt-
af svo sáttfús og stundum fannst
mér þú hafa þroska sem var miklu
meiri en aldur þinn sagði til um.
Þú hafðir alltaf svo mikla þörf fyr-
ir félagsskap og vildir hafa marga
í kringum þig, enda sýnir vinahóp-
urinn þinn það. Elsku frænka, þau
verða þung sporin sem við göngum
í dag og okkur sem þykir svo vænt
um þig og eigum svo erfitt með að
sætta okkur við að hafa einungis
minningarnar, en við vonum að sá
tími komi að sársaukinn verði ekki
svona mikill og minningarnar um
þig ylji okkur um alla framtíð.
Ég bið góðan Guð að styrkja og
hjálpa mömmu þinni og pabba í
þeirra miklu sorg en þú varst þeirra
einkabam, svo og öllum ástvinum
þínum. Á svona sorgarstundum
fínnum við hvað trúin getur hjálpað
okkur og nú er hún okkar haldreipi
á þessum erfiðu tímum. Ég kveð
þig, elsku vina mín, og þú munt
ætið verða hluti af mér gegnum
tíma og rúm og ég veit að þú verð-
ur ein af englunum í paradís.
Þín frænka,
Sigríður.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
Meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hupm vina þinna.
(Tómas Guðmundsson.)
Elskulega Jóna Sjöfn mín. Mig
tekur það óendanlega sárt að kveðja
þig hinstu kveðju, unga og fallega
stúlku í blóma lífsins. Þú áttir svo
stórt, ^ óskrifað blað eftir í lífsins
bók. Ég hef svo margs að minnast
frá okkar samverustundum. Ég
man þegar ég grét gleðitárum í
faðmi þínum yfir þeirri ákvörðun
þinni að hefja nám í Iðnskóla Hafn-
arfjarðar, þegar þú varst svo
óákveðin hvert skyldi stefna, en ég
lagði fast að þér að hætta ekki í
skóla heldur skoða hug þinn, og
þú varst fljót að finna þinn rétta
farveg þegar þú valdir hárgreiðslu-
námið. Ég veit að þú hefðir orðið
fyrsta flokks fagmaður. Samband
okkar byggðist upp á húmor sem
við tvö áttum og sem ég mun sakna
svo mikið og aldrei gleyma. Mig
skortir orð til að lýsa sorginni sem
ríkir í hjarta mínu við ótímabært
fráfall þitt, sem kom eins og högg
yfir heimilið okkar. Þú varst eins
og sólargeisli, full af lífsgleði, geisl-
andi bros og glaðvær hlátur fylgdu
þér hvert sem þú fórst. Þú varst
einstaklega barngóð, eftirsótt til
barnapössunar og Halla dóttir mín
treysti engum betur fyrir börnum
en þér og saknar þín mikið. Það
var eins með fullorðið fólk, þú sýnd-
ir því hlýju og nærgætni og ég veit
MINNINGAR
að amma sem dvaldi hjá okkur
dásamaði þig og þakkar þér ástúð-
legt viðmót. Tvíburadætur mínar
Sara og Sandra og faðir minn,
minnast þín með sárum söknuði.
Ég bið góðan Guð að styrkja
mömmu þína og pabba og okkur
öll sem syrgjum þig.
Elsku stúlkan mín, Guð geymi
þig-
Þinn elskandi
fósturpabbi, Heimir.
Elsku frænka. Á þessari stundu
mega orð sín lítils en minningarnar
aftur á móti vega þungt. Þú varst
alltaf svo kát og glöð, hjálpsöm og
fórnfús. Sem litla frænka mín en
stóra frænka bamanna minna upp-
lifðum við margar skemmtilegar
stundir saman, bæði hér á landi og
í Svíþjóð. Síðasta stund sem ég
átti með þér í fyrrahaust er mér
minnisstæð. Þú varst að fara í bíl-
próf og ég keyrði þig inn í Reykja-
vík. Á leiðinni snérust samræðurnar
um bílprófið. Þú varst svo kvíðin,
hélst þú myndir ekki ná prófinu en
ég var sannfærð um hið gagnstæða.
Ég sat í bílnum og beið eftir þér
þegar ég sá þig koma út um dym-
ar. Þú komst gangandi svo stolt
með brosið út að eyrum, og þegar
þú sást mig sýndir þú mér þumalinn
til merkis um að allt hefði gengið vel.
Þessi og ótal aðrar minningar
lifa í hjörtum okkar að eilífu. Ég
kveð þig, litla fallega frænkan mín,
og þakka þér fyrir allar ánægju-
stundirnar sem við fengum með þér.
Þín frænka,
Sjöfn og fjölskylda.
í dag kveðjum við elsku frænku
mína, Jónu Sjöfn Ægisdóttur. Jóna
Sjöfn, sem fæddist á afmælisdegi
pabba síns, var einkabarn foreldra
sinna og í tæp 18 ár ljósgeisli þeirra
í lífínu.
Mér þótti svo vænt um þessa litlu
frænku mína, við áttum ýmislegt
sameiginlegt, tvö einkaböm í barn-
margri fjölskyldu, mæður okkar
mjög nánar systur og mikill sam-
gangur á milli okkar, enda átti ég
það til að líta á hana sem litlu syst-
ur mína. En skyndilega er allt
breytt, Jóna Sjöfn er tekin frá okk-
ur í hörmulegu slysi og það er erf-
itt og sárt að vita að við eigum
aldrei eftir að sjá hana aftur. Sökn-
uðurinn eftir gullfallegu stelpunni
með fallega brosið er mikill. Svo
ljúf og góðhjörtuð, næm og tilfinn-
ingarík og alltaf tilbúin að gefa af
sjálfri sér. Hún átti auðvelt með
að umgangast fólk og mynda vin-
áttusambönd, er stór og góður vina-
hópur til vitnis um það.
En eftir standa ótal ljúfar minn-
ingar um litlu stelpuna okkar.
Margar sumarbústaðaferðir, Dan-
merkurferðin, öll skemmtilegu að-
fangadagskvöldin sem við eyddum
saman og fjöldi annarra yndislegra
minninga. Samt er ein minning sem
er efst í huga mér, en fyrir stuttu
hafði Jóna samband og bað mig um
litla hjálp í sambandi við námið.
Lítill greiði en það gladdi mig samt
að geta aðstoðað hana á einhvern
hátt. En það sem gladdi mig mest
var að sjá hversu hamingjusöm hún
var. Hún átti að klára grunnnámið
í hárgreiðslu í vor og var að fara
á samning. Lífið blasti við henni,
hún var ástfangin og hafði líklega
sjaldan verið eins hamingjusöm.
En lífið er ekki eins og manni
finnst að það ætti að vera, það
sjáum við öll nú. Elsku Anna,
Ægir og Heimir, ég votta ykkur
mína innilegustu samúð, ég veit að
harmur ykkar er mikill, en megi
minningarnar um góða stúlku ylja
ykkur og öllum öðrum sem eiga um
sárt að binda.
Siguijón Birgisson.
Þann 17. júlí, fyrir rétt tæpum
átján árum, kom í heiminn lítil
stúlka sem síðar hlaut nafnið Jóna
Sjöfn. Hún var langþráð einkabarn
foreldra sinna og tilkoma hennar
gjörbreytti lífi og tilveru þeirra. Það
má með sanni segja að hún hafi
verið sólargeislinn í lífi þeirra, geisl-
andi af lífsgleði og hamingju.
Fyrstu minningarnar sem við eigum
um þessa litlu stúlku eru einmitt
af þessum toga, glaðvær hvellandi
hlátur og blítt og fallegt bros.
Hnyttin tilsvör, það var arfur sem
hún hlaut frá móðurömmu sinni,
henni varð aldrei svarafátt hvað
sem á gekk.
Þegar við hefjum tilveru okkar
hér á jörð er aðeins eitt sem við
getum gengið út frá sem vísu. Við
förum héðan fyrr eða seinna, allt
háð því hvenær kallið kemur. Þegar
einstaklingar sem lokið hafa sínu
ævistarfi fara héðan upplifum við
það sem eðlilegan hlut af lífinu, við
söknum en finnum jafnframt fýrir
gleði yfir því að ástvinur okkar
hefur hlotið hvíld. Þannig er þessu
ekki háttað þegar ungt fólk fær
kallið, þá finnum við fýrir óbærileg-
um sársauka sem nistir merg og
bein. Við spyijum hvers vegna en
fáum ekkert svar, við spyijum hver
er tilgangurinn en við fáum ekki
frekar svar við því. Við fæðingu
var okkur öllum gefínn sá hæfileiki
að geta elskað, geta glaðst og finna
fyrir hamingju en jafnframt var
okkur gefið það, að geta tekist á
við sorgir og sársauka, hversu
óbærilegur hann kann að virðast.
Þegar sú stund rennur svo upp, þar
sem við þurfum á öllum okkar styrk
að halda, megum við ekki gleyma
þessari gjöf. Hún var gefín í því
augnamiði að hjálpa okkur á stund
sem þessari, hjálpa okkur til að
takast á ný við lífið, gleði þess og
sorgir.
Við sem búum hér hinum megin
við hafið viljum þakka fyrir þessi
ár sem við fengum að lifa með Jónu
Sjöf. Við viljum þakka fyrir allar
samverustundirnar og þá gleði sem
þær veittu. Foreldrum hennar og
öðrum ástvinum, sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur með bæn,
um að Guð styrki þau á þessu erfið-
asta tímabili ævi þeirra.
Kristján Hauksson.
Sú harmafregn barst mér hingað
yfir hafið sunnudaginn 4. maí, að
æskuvinkona mín, hún Jóna Sjöfn,
væri dáin. Mér þykir alveg hræði-
legt til þess að hugsa að svo ung
og falleg stelpa sé ekki lengur á
meðal okkar.
Spurningin „hvers vegna?“ er
eflaust á vörum okkar allra, en við
vitum öll að lítið er um svör.
Þær eru margar minningarnar
sem rifjast upp. Allt sem var brall-
að við blokkina á Laufvanginum
þar sem við bjuggum ásamt stórum
krakkahópi. Állar ferðirnar sem við
löbbuðum saman í skólann og þrátt
fyrir að Jóna Sjöfn hafi sjaldan
verið tilbúin, þegar komið var að
því að banka upp á hjá henni, tókst
okkur á einhvem hátt alltaf að
koma á réttum tíma í skólann. Allt
það sem við lékum okkur að, sama
hvort það var dót eða eitthvað úr
umhverfinu sem við tókum og gerð-
um að leik. Alltaf var hægt að finna
eitthvað nýtt til að leika með. Sama
hvort það voru útitröppumar, strik-
in á bílastæðinu eða doppótta tepp-
ið í kjallaranum. Alltaf var eitthvað
nýtt og spennandi að gera.
En þegar við komumst á ungl-
ingsár og fluttum úr blokkinni á
Laufvanginum minnkaði sambandið
og við vomm farnar að hittast ör-
sjaldan. Nokkru áður en ég hélt
utan hitti ég Jónu Sjöfn og við
töluðum um það að við krakkarnir
af Laufvangnum þyrftum endilega
að hittast á ný. Mig óraði ekki fyr-
ir að það væri í síðasta sinn sem
ég ætti eftir að hitta hana.
Þegar að því kemur að hópurinn
kemur saman á ný verður stórt
skarð í hópinn þar sem Jónu Sjöfn
vantar. Við eigum öll okkar minn-
ingar um Jónu Sjöfn og geymum
þær við hjartastað um ókomna tíð.
Elsku Anna, Ægir, ættingjar og
vinir.
Ég sendi ykkur mínar dýpstu og
innilegustu samúðarkveðjur á þess-
um erfiðu tímum. Mér þykir viðeig-
andi á þessari stundu að vitna í orð
Kahlil Gibran úr spámanninum:
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú
MORGUNBLAÐIÐ
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.“
Rakel Halldórsdóttir.
Elsku Jóna Sjöfn mín.
Nú þegar þú ert horfin burt frá
okkur öllum, veit ég eiginlega ekki
hvað ég á að gera eða hvernig lífið
getur haldið áfram. Vinátta okkar
byijaði þegar við byijuðum í hár-
greiðslu í september og strax náð-
um við vel saman. Alltaf varstu
brosandi og ég gat alltaf leitað til
þín ef mér leið illa. Allar þær stund-
ir sem við sátum, hlógum og grétum
eru mér nú ofarlega í huga. Það
var svo margt sem við gerðum sam-
an, prakkarastnkin eru of mörg til
að telja upp. Ég man alltaf eftir
ferðinni sem við í hárgreiðsluhópn-
um fórum saman í til Keflavíkur.
Þú varst svo ánægð, allt gekk svo
vel hjá þér og Geir. Þú naust lífsins
svo að hamingjan skein úr andliti
þínu. Ég brosi þó sérstaklega þegar
ég hugsa um ferðina heim; hvað
við hlógum mikið.
Stuttu eftir að við hittumst fyrst,
kynntirðu mig fyrir vinkonum þín-
um og allar náðum við strax mjög
vel saman.
Elsku hjartagullið mitt. Nú þegar
ég sit uppi með tómt hjarta hugsa
ég til þín og allra þeirra framtíðar-
áætlana sem við höfðum gert sam-
an. Ég veit þú myndir segja okkar
að gráta ekki, en sá missir mikið
sem átt hefur mikið. Spurning eins
og „af hveiju Jóna Sjöfn mín“ kem-
ur oft upp í huga minn. Ég trúi því
að þér líði vel og þín sé vel gætt
og að þú vakir nú yfir okkur hinum
og passir að allt gangi sinn vana-
gang.
Elsku Anna mín, Ægir, Heimir,
aðrir ættingjar og vinir. Minningin
um yndislega dóttur og vin mun
alltaf vera í hjarta okkar því okkur
má hugga þá einhver deyr, þó dauð-
inn hafi hana frá okkur tekið, fær
enginn hana burt úr hjarta okkar
rekið.
Elsku besta vinkona, hafðu það
sem allra best.
Þín
Jóna Kristín.
Elsku Jóna Sjöfn mín.
Hinn 4. maí síðastliðinn fékk ég
þær hörmulegu fréttir að þú værir
horfin úr lífi mínu. Mig langar að
minnast þín í örfáum orðum sem
þó eru svo fátækleg miðað við
hversu yndisleg persóna þú varst.
Vinskapur okkar byggðist á
miklu trausti og væntumþykju. Þú
varst sú sem ég gat alltaf leitað til
og treyst á. Þú varst ætíð sannur
vinur og áttir mjög auðvelt með að
vingast við fólk. Þú varst minn
besti vinur og alltaf tilbúin að hlusta
á mig þegar eitthvað var að hjá
mér og gladdi það alltaf mitt hjarta
að heyra í þér dag sem nótt. Einn-
ig leitaðir þú alltaf til mín ef eitt-
hvað var að.
Þinn æðsti draumur var að verða
fræg og opna förðunar- og hár-
greiðslustofu handa ríka og fína
fólkinu en því miður verður þessi
draumur þinn ekki að veruleika.
Þegar við hittumst fórst þú alltaf
að tala um hversu ánægð og ást-
fangin þú værir af honum Geir og
alltaf minntist þú á það hversu
góður hann væri við þig og hversu
hamingjusöm þið væruð. Þú varst
alltaf brosandi þegar ég hitti þig.
Sorgin er gífurleg hjá móður sem
misst hefur barn sitt og meira en
það, stórkostlegan vin eins og þú
og móðir þín voruð. Enginn getur
lýst þeirri miklu sorg sem foreldrar
þínir og aðstandendur eru í.
Maður skilur ekki tilgang Guðs
að taka svona unga og fallega
stelpu eins og þú varst tii sín svo
fljótt. Manni finnst Guð og lífið
vera svo ósanngjarnt þegar svo
góður vinur fellur frá. En innst inni
í hjarta mínu veit ég að þér líður
vel þar sem þú ert stödd núna og
veit ég að þú ert og munt alltaf
vera hjá mér og gæta mín.
Elsku Anna, Ægir, Heimir og
Geir, ég votta ykkur samúð mína
og megi góður Guð gefa ykkur
styrk í þessari miklu sorg.