Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 51

Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 51 Elsku Jóna Sjöfn mín: Þú ert best. Þinn besti vinur, Óðinn Rafnsson. Það er erfítt að trúa því að svona ung og lífsglöð manneskja hafí yfír- gefíð okkur, -hún sem skilur ekkert eftir sig annað en góðar minningar. Hlátur hennar er svo eftirminnileg- ur eins og öll hennar framkoma sem einkenndist af útgeislun. Það var einn daginn að pabbi tilkynnti okkur systrunum að hann hafði kynnst yndislegri konu, Önnu, og að hún ætti eina dóttur sem okkur ætti áreiðanlega eftir að líka við. Ég (Halla) sá hana fyrst þegar hún kom með tvíburunum að horfa á þegar ég var að keppa um titiiinn Sterkasta kona íslands. Ég man svo vel eftir því; hún var svolítið feimin en hún var alltaf brosandi. Það lék enginn vafí á því hversu hlý og yndisleg manneskja Jóna Sjöfn var. Við tvíburarnir og Jóna Sjöfn bröll- uðum mikið og skemmtilegt saman og fórum saman í margar ferðir með pabba og Önnu. Þær minning- ar eiga eftir að lifa í hjarta okkar það sem eftir er. Jóna Sjöfn var vinamörg og allt- af mikið líf í kringum hana. Hún hafði sett sér það takmark að ljúka því námi sem hún var í, hár- greiðslu, og hafði mikinn áhuga á henni. Það var alveg einstakt sam- band á milli pabba og Jónu, þau voru góðir vinir og höfðu sama, skemmtilega húmorinn. Jóna unni móður sinni alveg ótrúlega mikið og var stuttur aðskilnaður þeim oft erfiður. Við viljum því biðja Guð um að gefa Önnu, pabba, Ægi og öllum hennar nánustu vinum þann styrk sem þarf til að vinna á þessari sorg. Guð veri með ykkur. Halla, Sara og Sandra. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hinn 4. maí fengum við þær sorgarfréttir að Jóna Sjöfn, bekkj- arfélagi okkar, væri látin. Jóna Sjöfn var ákaflega góður einstaklingur, hún var skemmtileg, lífsglöð og alveg einstaklega bjart- sýn. Hún sá alltaf skoplegu hliðina á öllu, hvað sem á gekk. Hún vildi öllum vel og var sannur vinur. Það er erfítt að sætta sig við að hún sé farin og maður eigi ekki eftir að njóta nærveru hennar meira og sjá hana brosa og hlæja. En við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast henni og njóta margra góðra stunda með henni. Kæru Anna, Ægir og Heimir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Kveðja frá bekkjarfélögum úr 10.AK í Víðistaðaskóla. Pyrir hönd bekkjarfélaga í Víði- staðaskóla, Bára W(jöll og Dröfn. í dag kveð ég kæra vinkonu mína, Jónu Sjöfn, sem lést 4. maí sl. aðeins 18 ára að aldri. Þú sem varst svo lífsglöð en nú ertu farin og kemur ekki aftur, ég er þér þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Minningin um góða vinkonu lifír í huga og hjarta mínu. Blessuð sé minning hennar, með hjartans þakklæti fyrir samveruna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Ég vil votta foreldrum hennar og vinum mína innilegustu samúð. Anna Lydía. í dag kveðjum við okkar kæru vinkonu með söknuð í hjarta og um leið viljum við þakka henni fyrir yndislegu stundimar sem við áttum saman, það er erfítt að hugsa sér að hún sé farin og komi aldrei aft- ur. Minningarnar streyma um huga okkar á meðan við sitjum hér og skrifum þessa minningargrein. Við vitum ekki hvernig við getum sett allar minningarnar á blað, vegna þess að það er svo sárt að hugsa til þess að hún sé farin eftir þetta stutta líf. Við sem sáum hana fýrir nokkrum dögum og það hvarflaði aldrei að okkur að þetta hefði verið okkar síðasta stund með henni. Okkur er hugsað um hvað lífíð get- ur verið óréttlátt að taka þessa ungu stúlku í blóma lífsins frá fjöl- skyldu sinni og vinum. Okkur þykir vænt um hana og varðveitum minn- ingarnar í hjarta okkar. Takk fyrir vináttuna þína, faðmlög þín, all- ar góðu stundimar, stuðninginn þinn, ein- lægni þína, skilninginn þinn, umburðarlynd- ið, fallegu orðin þín, fallega brosið þitt. (Þ.Ö) Við vottum Önnu, Ægi, Heimi, ættingjum og vinum okkar inni- legustu samúð á þessari sorgar- stund. Megi Guð blessa ykkur. Helena og Kolbrún. Elsku Jóna mín, ég ætla reyna að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst skyndilega tekin úr lífí okkar. Þú sem alltaf varst svo hress og alltaf brosandi. Ég minnist þess þegar ég kynntist þér fyrir 8 árum. Ég þá níu ára og þú tíu ára. Ég var í leikjum með vinkonu minni fyrir utan heima, þar koma þú og vin- kona þín labbandi, við förum að tala saman, upp úr því urðum við bestu vinkonur, við vorum eiginlega óaðskiljanlegar. Við vildum vera saman helst allan sólarhringinn. Við áttum svo margar góðar stund- ir. Við gátum alltaf leitað hvor til annarrar þegar okkur lá eitthvað á hjarta. Og leið mér alltaf svo vel þegar ég fór frá þér. Fyrir nokkru kynntist þú Geir og voruð þið svo ánægð saman. Elsku Jóna mín, það eru svo margar góðar minningar, sem ég á í hjarta mínu og mun ég ætíð geyma þær þar. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að eiga þig sem vin- konu þessi ár. Nú kveð ég þig með söknuð í hjarta. Elsku Anna mín, Ægir, Heimir, Geir og fjölskylda, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín vinkona. Rannveig L. Eiríksdóttir. Elsku Jóna mín. Mig langar til a_ð kveðja þig með örfáum orðum. Ég minnist þess þegar ég kynntist þér í gegnum Ingu, litlu systur mína, þú varst hennar vinkona og reyndar var þinn vinahópur stór og þú varst alltaf tilbúin að koma og passa hana Silju Ýr dóttur mína þegar ég bað þig og fljótt urðum við góðir vinir og töluðum mikið saman. Þú varst svo opin og glaðlynd og síðast en ekki síst falleg stelpa og dóttir mín varð strax mjög hænd að þér og þótti svo vænt um þig. Þegar ég sagði henni þessar sorgarfréttir, að þú værir farin yfír á annað tilverustig, táraðist hún og skrifaði bréf til þín sem hún ætlaði að fara með upp til guðs, þú varst eins og stóra syst- ir hennar og reyndar eins og litla systir mín, þú varst svo góð og hjálpsöm. Oft sátuð þið Díana, vin- kona þín, saman heima hjá mér yfir vídeó og voruð að passa hana Silju Ýr og aldrei vildir þú taka fyrir pössunina. Elsku, besta Jóna mín, ég sakna þín sárt og mér finnst ég ætíð standa í þakkarskuld við þig. Guð geymi þig og varðveiti um alla eilífð. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Elsku Anna, Ægir, Heimir, ætt- ingjar, vinir og vinkonur, guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. fris Ægisdóttir. Elsku, Jóna mín. Þú varst alltaf svo góð við mig, mér þykir leiðinlegt að þú skyldir deyja, núna ertu hjá guði og guð passar þig. Ég er búin að skýra dúkkuna mína Jónu og við sjáumst seinna, elsku Jóna mín. Silja Ýr. Elsku Jóna Sjöfn mín. Fréttin um að þú værir dáin fékk mig til að hugsa til áranna sem við bjuggum á Laufvanginum. Þó svo að við hefðum ekki haft neitt sam- band í nokkur ár, hittumst við stundum, oftast þegar við vorum að skemmta okkur með vinum okk- ar og þá voru nú oft fagnaðarlæti og faðmast og kysst. Það er nú ekki langt síðar við hittumst í bæn- um og vorum að rifja upp bernsku- árin á Laufvanginum. Manstu þeg- ar við loksins létum verða af því að bijóta kókflösku úti á stétt eins og okkur var búið að langa lengi og hlupum niður í kjallara því að við skömmuðumst okkar svo og vorum svo hundskammaðar á eftir? Þegar ég datt í klifurgrindinni og þú hljópst heim og sagði mömmu og pabba að ég væri stórslösuð og þegar þú rannst niður brekkuna í kjallaranum á einum hjólaskauta og meiddir þig. Ekki má gleyma öllum grillveislunum sem við skemmtum okkur svo vel í, í rat- leikjum o.fl. Eitt er mér mjög minn- isstætt að alltaf þegar við stelpurn- ar komum til þin á leiðinni í skól- ann, 15 mínútum fyrir eitt, þá varst þú á náttfötunum, ógreidd og áttir eftir að borða og pabbi þinn var alltaf að reka á eftir þér, en þú varst sko ekkert að flýta þér. Svo varstu svo mikill hrakfalla- bálkur og alltaf þurftirðu plástur þó svo að ekkert blóð kæmi. Ég man að einu sinni baðstu um plástur á tunguna. Ég man líka eftir deginum sem þú fékkst góminn og komst upp að spyija eftir mér og pabbi skildi ekkert hvað þú varst að segja því þú gast ekki talað með góminn. Þetta og margt fleira eru mér Erfidrykkjur HOTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 llpplýsingar í síma 568 9000 dýrmætar minningar um okkar vin- áttu og vil ég þakka þér fyrir þær. Einnig vil ég þakka þér fyrir að hafa alltaf sagt mér frá og varað mig við svolitlu sem við einar vitum. Elsku Jóna, það er svo sárt að þurfa að skilja svona, án þess að kveðja, en við eigum eftir að hitt- ast aftur hinum megin. Elsku Anna, Ægir og Heimir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi guð standa með ykkur í gegnum þessa erfíðu tíma. Kær kveðja, Dröfn Jónasdóttir. Elsku Jóna mín. Ég fylltist tóm- leika og einmanaleika þegar ég fékk þær hörmulegu fréttir að þú værir látin, farin úr þessum grimma heimi, svona ung og lífsglöð. Þegar við kynntumst fyrir nokkr- um árum náðum við strax vel sam- an og alltaf fór vel á með okkur og ég á óteljandi og ómetanlegar minningar um þig og samveru- stundir okkar, sem ég mun aldrei gleyma heldur varðveita sem yndis- lega gjöf alla mína ævi. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þegar við hittumst síðast óraði hvoruga okkar fyrir því að við ætt- um ekki eftir að sjást aftur í lif- anda lífi. Það er svö erfítt að sætta sig við að þú sért farin og hræði- lega ósanngjarnt að maður verður ósegjanlega bitur gagnvart æðri máttarvöldum, en svo er sagt að þeir deyi ungir sem guðimir elska. Með þessum orðum kveð ég þig, Jóna mín. Hvíl þú í friði. Elsku Anna, guð gefi þér styrk og von í gegnum þessa miklu sorg. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vörn i nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S.E.) Þín vinkona, Sólveig Þórarinsdóttir. Elsku Jóna Sjöfn! Nú hefur borist yfír mikil sorg og söknuður þar sem þú hefur yfir- gefíð þennan heim og horfið í annan. Við kynntumst þér þegar við byijuðum í skólanum haustið 1996. Þó svo við þekktum þig ekki í lengri tíma en þetta, þá varst þú alltaf mjög stór hluti af hópnum og þú munt alltaf lifa með okkur. Það hefur verið mjög erfitt að ganga inn í kennslustofuna og sjá að plássið þitt stendur autt og vita það að þú átt ekki eftir að koma aftur. Þú varst alltaf svo glöð og vildir alltaf öllum gott. Bros þitt og gleði mun hjálpa okkur í gegnum þessa erfíðu stund. Góðu minningamar sem við eigum um þig og allt það skemmti- lega sem við gerðum saman munum við ávallt varðveita í hugum okkar. Elsku Anna, Ægir og Heimir, vinir og ættingjar. Sorgin og sökn- uðurinn er mikill en þið eigið heilan fjársjóð af góðum minningum sem lýsa upp myrkrið. Elsku Jóna Sjöfn! Sú stund sem einu sinni var kemur aldrei aftur. Hárgreiðsludeild Iðnskólans í Hafnarfirði. Með sínum dauða hann deyddi dauðann og sigur vann, <mt makt hans og afli eyddi, ekkert mig skaða kann. Þó leggist lík i jörðu, lifir mín sála frí; hún mætir aldrei hörðu himneskri sælu í. (Passíusálmar. bls. 254) Þannig orti sálmaskáldið um sig- ur Krists yfir dauðanum. Við kveðj- um Jónu Sjöfn Ægisdóttur með þessu erindi úr einum sálmi Hall- gríms Péturssonar og vottum for- eldrum hennar og aðstandendum, okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd nemenda, kennara og annars starfsfólks Iðnskólans í Hafnarfírði, Jóhannes Einarsson, skólameistari. í dag kveð ég góða vinkonu mína, með mikinn söknuð í huga. SJÁ NÆSTU SÍÐU ...................................................................................................................................................................... ■ i! JFilk M m i im; 10% staðgreiðslu- afsláttur Stuttur afgreiðslufrestur Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði Qranir Helluhraun 14 HafnarQörður Sími: 565 2707

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.