Morgunblaðið - 13.05.1997, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 13.05.1997, Qupperneq 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hjartkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalang- amma, ELÍN SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Klstufelli, Lundarreykjadal, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 9. maí. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Hjartkær eiginkona mín, GYÐA RUNÓLFSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 30. apríl 1997. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þakka auðsýnda samúð. Július Magnússon, Hraunbæ 103. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, HELGA TÓMASDÓTTIR, Gýgjarhóli 1, Biskupstungum, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, sunnudaginn 11. maí. Inga Kristjánsdóttir, Guðni Karlsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, stjúpi okkar og bróðir, SVERRIR SIGURÐSSON, vélstjóri, Huldulandi 11, sem lést mánudaginn 5. maí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 14. maí kl. 15.00. Guðmunda Lilja Sigvaldadóttir, Lóa Svavarsdóttir Maninscalco, Margrét Svavarsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Jónfríður Sigurðardóttir, Rafn Sigurðsson og afabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍAS SIGFÚSSON frá Vestmannaeyjum, Dalbraut 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 16. maí kl. 15.00. Guðfinna Einarsdóttir, Erna Elíasdóttir, Sigurbergur Hávarðsson, Einar Elíasson, Sigfús Þór Elíasson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, JAKOB BÖÐVARSSON brúarsmiður, Engimýri 4, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 15. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Dúna Jakobsdóttir, Sigurður Jakobsson. JÓNA SJÖFN ÆGISDÓTTIR Elsku Jóna mín, þú átt eftir að vera mér ævinlega ofarlega í huga en samt verð ég að kveðja þig í síðasta sinn. Þótt við værum nýbú- in að ná sáttum. Það á ég eftir að meta mjög mikils alla mína ævi. Megi góður guð hjálpa ykkur, Anna, Ægir, Heimir og ættingjar og vinir, í gegnum þessa miklu sorgarstund. Ég man þig enn og muji þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betra manni gjörðu. Bijóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þín vinkona, Linda Hafdal. Elsku Jóna mín. Mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að sitja hérna inni í stofu að skrifa minningargrein um þig. Ég veit að þú ert farin en innst inni vil ég ekki sætta mig við það, en ég veit líka að ég verð að sleppa þér og ég hugga mig við það að minningamar um þig verði alltaf hjá mér. Ef það var einhver sem ég gat treyst á varst það þú. Ef eitthvað var að tókst þú mér alltaf opnum örmum og það var það sem gerði þig svo einstaka. Manstu þegar ég sagði þér að ég væri að fara að flytja inn í íbúð- ina mína, þurfti ég ekki einu sinni að biðja þig um að hjálpa mér, þér fannst það bara svo sjálfsagt að þú mundir hjálpa mér og það gerð- irðu. Þú varst hjá mér alla vikuna og hjálpaðir í öllu sem snerist í kringum það. Enda finnst mér þú eiga heima hérna með mér. Þetta kalla ég sanna vinkonu og það varst þú svo sannarlega. Jóna mín, þú munt aldrei deyja í huga mér og í hjarta mínu lifa minningamar um þig að eilífu en nú verð ég að kveðja þig með djúp- um söknuði í hjarta og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og allar góðu stundimar sem við áttum saman. Elsku Anna, Ægir og Heimir, megi góður guð gefa ykkur styrk og huggun í þessari miklu sorg og veri með ykkur um ókomna tíð. Vemdi þig englar, elskan mín þá fógru augun lykjast þín; líð þeir kringum hvílu hljótt á hvitum vængjum um miðja nótt. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR, Bústaðavegi 89, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 14. maí kl. 13.30. Jón Stefánsson, Stefán Jónsson, Ingiríður Karen Jónsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Þröstur Eyjólfsson, Ágúst Ingi Andrésson, Hailur Ólafsson, Daníel Hafliðason, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir minn og mágur, HANNES GÍSLASON, Engihlíð 16, áður Reykholti við Laufásveg, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík miðvikudaginn 14. maí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ástdís Gisladóttir, Kristmundur Jakobsson. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, BJÖRNS KÁRA BJÖRNSSONAR, Háaleitisbraut 22, Reykavík, sem lést 2. april síðastliðinn. Magdalena M. Ólafsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Eiríkur Þorsteinsson, Birna Björnsdóttir, Scott E. Zoll, Steinar, Ásgeir og Ross. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUNNARS MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR, sem lést þann 23. apríl sl. Guðbjörg Pálmadóttir, Hörður Gunnarsson, Bragi Gunnarsson, Herdís Þorgeirsdóttir, Anna G. Gunnarsdóttir, Ragnar Danielsen. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér, engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingrímur Thorsteinsson) Þín að eilífu, Anna Sakína. Þegar ég hugsa um þig sé ég fyrir mér stelpu sem hægt var að dást að og læra af. Ég á eftir að sakna þess mest að sjá aldrei aftur fallega brosið þitt og heyra hláturinn þinn. Ég vil þakka þér, Jóna mín, fyr- ir stundir sem við áttum saman, þær hefðu mátt vera fleiri en núna varðveiti ég hveija mínútu sem við áttum saman. En nú kveð ég þig með söknuð í hjarta og ég mun aldrei gleyma þér svo lengi sem ég lifi. Kæru Anna, Ægir og Heimir, megi Guð gefa ykkur styrk til að sigrast á þessari miklu sorg. Nú horfmn er ástvinur himhanna tö, heill þar nú situr við pllbryddað hlið, í Guðsfaðmi gistir hann nú. Samfylgd er þökkuð með söknuð í hjarta, sefandi virkar þó minningin bjarta. Ég kveð þig með kærleik og trú. (Hafþór Jónsson). Þín vinkona, Hrafnhildur. Þegar okkur var sagt að þú værir farin trúðum við því ekki að þú svona ung og falleg hefðir ver- ið tekin frá okkur. Við sáum fyrir okkur brosmilda andlitið þitt og alla þá glaðværð sem streymdi allt- af frá þér. Við gleymum aldrei þeirri tilhlökkun og eftirvæntingu sem fylgdi því, að þú værir að koma til okkar í sveitina eða þegar við komum til þín í Hafnarfjörð. Svo loks þegar við fluttum í Hafn- arfjörð tókst okkur að verða enn nánari og gistum ávallt hvor hjá annarri og hlógum langt fram á nætur. Þú hreifst alla með hlátri þínum og brosi og aðeins það að heyra innilegan hlátur þinn fyllti mann gleði og hamingju. Þér tókst alltaf að láta mann líta á björtu hliðarnar og vildir allt fyrir alla gera og gefa sem mest af þinni ótrúlegu hlýju. Þó að þú sért nú farin frá okkur munum við geyma í hjarta okkar fallega brosið þitt, hlýjuna þína, gleði og einnig allar þær stundir sem við áttum saman hlaupandi um tún, dansandi og syngjandi. Við kveðjum þig nú, elskulega vin- kona, og þökkum þér samfylgdina á þessu ferðalagi um þessa jörð og vitum að þér líður vel, elsku Jóna Sjöfn. Við sendum foreldrum þínum og ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við söknum þín. Hvert örstutt spor var auðnu spor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð í þúsund ár. (Halldór Laxness.) Þínar vinkonur að eilífu, Ólína og Elísabet. Mín elskulega Jóna Sjöfn. Þegar ég hugsa um stundirnar okkar sem við áttum saman í Víðistaskóla kemur ýmislegt upp í hugann. Þótt allar samverustundirnar hafi ekki alltaf verið dans á rósum, gátum við ekki verið lengi ósáttar og verið frá hvor annarri. Ég mun aldrei gleyma árinu sem við vorum alltaf saman og gátum varla sofið hvor í sínu lagi. Þessar minningar sem ég á um okkur eru verðmætar og varveittar í hjarta mínu og munu aldrei gleymast. Ég bið Guð að styrkja mömmu þína og pabba, Heimi og alla að- standendur í þeirra miklu sorg. Þín er sárt saknað. Sæunn Inga. • Fleiri minningargreinar um Jónu Sjöfn Ægisdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.