Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 53

Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ1997 53 Dimmblá sigraði Kasparov! KASPAROV í þungoim þönkum í viðureign sinni við Dimmbláa, sem fór með sigur af hólmi. SKAK New York SEX SKÁKA EINVÍGI KASPAROVS OG DIMMBLÁRRAR OFURTÖLVAN Dimmblá gjör- sigraði heimsmeistarann Garrí Kasparov í sjöttu og síðustu ein- vígisskákinni í New York á surinu- daginn. Viðureignin var hreinlega niðurlægjandi fyrir heimsmeistar- ann því þegar hann gafst upp eft- ir aðeins nítján leiki og rúmlega klukkustundar taflmennsku stóð ekki steinn yfir steini í stöðu hans. Dimmblá sigraði því í einvíginu, hlaut 3>/2 vinning gegn 2% vinn- ingi Kasparovs. Sigurinn er sögulegur og hefur vakið heimsathygli enda er þetta í fyrsta skipti sem tölva sigrar sterkasta skákmann heims í ská- keinvígi með hefðbundnum um- hugsunartíma. Gríðarlegum fjár- munum hefur verið varið til þess að búa til skákforrit sem standast fremstu skákmönnum snúning en þrátt fyrir sigurinn er ekki hægt að taka undir orð stjórnarform- anns IBM, Louis Gerstner, að ein- vígið hafi verið á milli sterkasta skákstjórnanda heims og Garrí Kasparovs! Dimmblá er IBM RS/6000 SP tölva og samanstendur af 32 tölv- um sem hver um sig vinnur með 8 sérhönnuðum skákörgjörvum. Fyrir einvígið var gefið upp að reiknigeta tölvunnar hefði aukist um helming frá síðasta einvígi í 200 milljónir möguleika á sekúndu og að auki var lögð áhersla á að bæta skákskilning tölvunnar. Taflmennskan í einvíginu sýnir að skákstyrkleiki tölvunnar hefur aukist gríðarlega frá síðasta ein- vígi. Taflmennskan í einvíginu undirstrikaði einnig að sálfræði- lega var staða heimsmeistarans veik vegna mjög takmarkaðra upplýsinga um andstæðinginn á meðan tölvan gat rannsakað skák- ir Kasparovs allt frá barnæsku til dagsins í dag. A heildina litið var einvígið mjög athyglisvert og skemmtilegt. Kasparov tefldi ákaflega varlega í einvíginu, ef síðasta skákin er undanskilin, og hefur verið gagn- rýndur fyrir. Sú gagnrýni er að hluta til réttmæt en lengst af hafði Kasparov samt undirtökin í einvíginu. Dimmblá er með hvass- an og taktískan skákstíl og það var lærdómsríkt að skoða hvernig tölvan varðist með mikilli útsjón- arsemi í erfiðum stöðum. Samt kom það á óvart hversu lítið töl- van lagði uppúr almennum stöðu- þáttum í miðtöflunum, sem ennþá er veikleiki. Kasparov sigraði örugglega í fyrstu skákinni en önnur skákin olli straumhvörfum þegar Ka- sparov gafst upp í stöðu þar sem tölvuútreikningar sýndu síðar að hann átti jafntefli. Ekki aðeins beið sjálfstraust hans þar hnekki heldur mat hann einnig viðureign- ina þannig að tölvan hefði átt að reikna til enda að lokastaðan væri jafntefli og krafðist skýringa af hverju Dimmblá hefði þá ekki valið aðra leiki sem virtust leiða til vinningsstöðu fyrir tölvuna. í þremur næstu viðureignum var Kasparov nærri því að vinna sigur en ofurtölvunni tókst ætíð að verj- ast. Fimmta skákin var þar af sú skemmtilegasta í öllu einvíginu. Skákin var spennandi og vel tefld af beggja hálfu og í endatafli sem flestir skákskýrendur álitu tapað tókst Dimmblárri að finna hreint ævintýralega björgun. Taflmennsku Kasparovs í síð- ustu einvígisskákinni er aðeins hægt að skýra á þann hátt að heimsmeistarinn hafi kiknað undan álaginu í baráttunni við ofurtölvuna. Kasparov var ein- faldlega óþekkjanlegur í viður- eigninni og beið líklega versta ósigur sinn á öllum skákferlinum. Sjöundi leikur svarts hefur lengi verið álitinn vafasamur einmitt útaf riddarafórninni á e6 og heimsmeistarinn hafði ekkert nýtt fram að færa sem breytti þeim dómi og einfaldlega koltap- aði eins og hér er sýnt. 6. einvígisskákin Hvítt: Dimmblá Svart: Garrí Kasparov Caro-Kann vörn 1. e4 - c6 2. d4 - d5 3. Rc3 - dxe4 4. Rxe4 - Rd7 5. Rg5 - Rgf6 6. Bd3 - e6 7. Rlf3 - h6? 8. Rxe6! - De7 9. 0-0 - fxe6 10. Bg6+ - Kd8 11. Bf4 - b5? 12. a4 - Bb7 13. Hel - Rd5 14. Bg3 - Kc8 15. axb5 - cxb5 16. Dd3 - Bc6 17. Bf5! - exf5 18. Hxe7 - Bxe7 19. c4! b c d e » o h Svartur gafst upp. Uppgjöfin kom á óvart í New York en staðan er gjörtöpuð t.d. eftir 19. - bxc4 20. Dxc4 - Rb4 (Ekki 20. - Kb7 21. Da6 mát) er einfaldasta vinnings- leiðin 21. Ha4 - Rb6 22. De6+ - Bd7 23. Dxb6! - axb6 24. Hxa8 - Kb7 25. Hxh8. Og 19. - Rb4 20. Dxf5 er auðvitað líka von- laust fyrir svartan. 5. einvígisskákin Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Dimmblá Reti byrjun 1. Rf3 - d5 2. g3 - Bg4 3. Bg2 - Rd7 4. h3 - Bxf3 5. Bxf3 - c6 6. d3 - e6 7. e4 - Re5 8. Bg2 - dxe4 9. Bxe4 - Rf6 10. Bg2 - Bb4+ 11. Rd2 - h5 12. De2 - Dc7 13. c3 - Be7 14. d4 - Rg6 15. h4 - e5 16. Rf3 - exd4 17. Rxd4 - 0-0-0 18. Bg5 - Rg4 19. 0-0-0 - Hhe8 20. Dc2 - Kb8 21. Kbl - Bxg5 22. hxg5 - R6e5 23. Hhel - c5 24. Rf3 - Hxdl+ 25. Hxdl - Rc4 26. Da4 - Hd8 27. Hel - Rb6 28. Dc2 - Dd6 29. c4! - Dg6 30. Dxg6 - fxg6 31. b3 - Rxf2 32. He6 - Kc7 33. Hxg6 - Hd7 34. Rh4 - Rc8 35. Bd5 - Hd6 36. He6 - Rb5! 37. cxb5 - Hxd5 38. Hg6 - Hd7 39. Rf5 - Re4 40. Rxg7 - Hdl+ 41. Kc2 - Hd2+ 42. Kcl - Hxa2! 43. Rxh5 - Rd2! 44. Rf4 - Rxb3+ 45. Kbl - Hd2 46. He6 - c4 47. He3 - Kb6! 48. g6 - Kxb5 49. g7 - Kb4 a b c d e I g h Kasparov bauð jafntefli án þess að leika enda er jafntefli fyrirsjá- anlegt með þráskák eftir 50. g8D - Hdl+ 51. Kc2 - Hd2+ 52. Kbl - Hdl+. Vinningstilraun með 50. Hxb3+? - Kxb3 leiðir hinsvegar rakleiðis til taps því svartur hótar máti á dl. Karl Þorsteins Glæsilegur sigur Jóhanns Hjartarsonar SKAK K a u p m a n n a h ö f n ARUNA STÓRMJEISTARAMÓTIÐ 2.-11. maí 1997 JÓHANN Hjartarson sigraði glæsilega á Aruna skákmótinu, sem haldið var í Danmörku 2.-11. maí. Hann var kominn með tveggja vinninga forskot á næstu menn eftir 6 umferðir og eftir það var varla spurning um sigur hans á mótinu. Hann fékk síðan 2 vinn- inga úr þremur síðustu umferðun- um og endaði með 7 '/2 vinning af 9 mögulegum. Hann vann sex skákir og gerði þrjú jafntefli, en tapaði engri skák. I öðru sæti, ein- um og hálfum vinningi á eftir Jó- hanni, varð síðan danski stórmeist- arinn Henrik Danielsen. Margeir Pétursson náði sér ekki á strik í mótinu og fékk 4 ‘/2 vinning ásamt Sune Berg Hansen. Sá skákmaður sem hefur vakið einna mesta at- hygli á Norðurlöndum undanfarið ár er Svíinn Tiger Hillarp-Persson. Að þessu sinni varð hann þó að sætta sig við næstneðsta sætið á mótinu og 3 vinninga. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Jóhann Hjartarson 7 Vs v. 2. Henrik Danielsen (SM, Danmörk) 6 v. 3. Andrei Sokolov (AM, Lettland) 5 'U v. 4. Ludger Keitlinghaus (AM, Þýskaland) 5 v. 5. -6. Margeir Pétursson og Sune Berg Han- sen (AM, Danmörk) 4 'U v. 7.-8. Jacob Aagaard (AM, Danmörk) og Erl- ing Mortensen (AM, Danmörk) 4 v. 9. Tiger Hillarp-Persson (AM, Svíþjóð) 3 v. 10. Flemming Fuglsang (Danmörk) 1 v. Fyrir utan hátt vinningshlutfall Jóhanns vekur ekki síður athygli að hann skuli vera svona langt á undan næsta manni í svo stuttu móti. Einar Hjalti sigrar á Pizzakvöldi Pizzakvöld Hellis eru ætluð unglingum á aldrinum 14-20 ára, en lítið hefur verið um skipulagða starfsemi fyrir skákmenn á þessum aldri. Fimmta Pizzakvöld Hellis var haldið laugardaginn 26. apríl. Efnt var til hraðmóts og sigurvegari varð Einar Iljalti Jensson, sem hlaut 7 vinninga, en Davíð Kjart- ansson varð í 2. sæti með 6 vinn- inga. Eiríkur Björnsson sigrar á hraðmóti Hellis Eiríkur Björnsson sigraði með yfirburðum á hraðmóti Hellis, sem fram fór 28. apríl. Hann hlaut 11 vinninga af 12 mögulegum. Guðjón Heiðar Valgarðsson varð í öðru sæti með 8 V2 v. Daði Örn Jónsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsd. Félags eldri borgara, Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenning- ur þriðjud. 6.5. 28 pör mættu og urðu úrslit: N/S Baldur Ásgeireson - Magnús Halldórsson 347 Sveinn K. Sveinsson - Guðmundur Sveinsson 337 Sæbjörg Jónasd. - Þorsteinn Erlingsson 335 HannesAlfonsson-EinarElíasson 329 Ásthildur Sigurgíslason - Lárus Arnórsson 329 A/V Ólafurlngvareson-BjömKjartansson 447 ÞórhildurMapúsd. - Sigurður Pálsson 372 SteindórÁmason-EinarMarkússon 360 Ámi Halldórsson - Helgi Vilhjálmsson 335 Meðalskor 312. Spilaður var Mitchell-tvímenning- ur föstud. 9.5. 22 pör mættu, úrslit: N/S Eysteinn Einareson - Láms Hermannsson 269 Rafn Kristjánsson - Oliver Kristófersson 263 Þórarinn Árnason - Þorleifur Þórarinsson 232 . A/V Ásthildur Sigurgíslad. - Láras Amórsson 276 Þórður Jörundsson - Vilhjálmur Sigurðsson 258 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðsson 237 Meðalskor 216. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 8. maí var spilað annað kvöldið af þrem í vortvímenn- ingi félagsins. Skor kvöldsins: . N/S ÁrmannJ.Lárasson-JensJensson 253 Guðrún Hinriksdóttir - Haukur Hannesson 239 Georg Sverrisson - Bemódus Kristinsson 235 A/V Þórður Bjömsson - Birgir Öm Steingrímsson 260 Þrösturlngimarsson-EinarJónsson 257 Rapar Jónsson - Murat Serdar 240 Meðalskor 216. Staðan eftir tvö kvöld: Þórður Bjömsson - Birgir Öm Steingrímsson 506 GeorgSverrisson - Bemódus Kristinsson 476 Guðrún Hinriksson - Haukur Hannesson 468 Meðalskor 432. Aðalfundur félagsins verður hald- inn í Þinghól, Hamraborg, fimmtu- daginn 22. maí klukkan 20. Fundar- efni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önn- ur mál. Bridsfélag Hafnarfjarðar Síðasta keppni félagsins var Minningarmótið um Stefán Pálsson. Spilaður var tveggja kvölda Baró- meter tvímenningur með þátttöku 14 para. Fyrsta kvöldið skoruðu mest: Þórarinn Sófusson - Friðþjófur Einarsson 27 Dröfn Guðmundsdóttir - Asgeir Ásbjömsson 19 Bjami Sigursveinsson - Njáll Sigurðsson 14 Halldór Einarsson - GunnlaugurÓskareson 12 Hæstu skorinni annað kvöldið náðu: Jón Gíslason—Snjólfur Ólafsson 32 Halldór Einarsson - Gunnlaugur Óskarsson 31 Bjami Sigursveinsson - Bjöm Arnarson 25 Guðmundur Mapússon - Ólafur Þ. Jóhannsson 20 Lokastaðan varð þessi: Halldór Einarsson - Gunnlaugur Óskarsson 43 Bjami Sigursveinsson - Njáll Sigurðsson - BjömAmarson . 39 Jón Gíslason - Snjólfur Ólafsson 36 Guðmundur Mapússon - Ólafur Þ. Jóhannsson 27 Þórarinn Sófusson - Friðþjófur Einareson 7 Bridsfélag Hafnarfjarðar þakkar spilurum félagsins fyrir veturinn og vonast til að sjá sem flesta í byijun næsta vetrar. Umsjónarmanni brids- dáiksins er þakkað fyrir gott sam- starf undanfarinna ára. Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Þriðjudagskvöldið 5. maí var spil- aður tvímenningur með þátttöku 10 para. Úrslit urðu á þessa leið: Svala Vignisdóttir - Rapa Hreinsdóttir 121 Kristján Kristjánsson - Ásgeir Metúsalemsson 119 Jónlngi Ingvarsson - ÁsmundurÁsmundsson 119 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 116 Bridsfélag Breiðfirðinga Á næstsíðasta spilakvöldi vetrar- ins hjá Bridsfélagi Breiðfirðinga var spilaður eins kvölds Howell tvímenn- ingur með þátttöku 14 para 8. maí sl. Keppnin var óvenjujöfn og mikil barátta um efsta sætið. Jóhannes Bjamason og Hermann Sigurðsson stóðu uppi sem sigurvegarar í lokin, en lokastaða efstu para varð þannig (meðalskor 156): Jóhannes Bjamas. - Hermann Siprðs. 174 Nicolai Þorsteins. - Sigurður Þorgeirs. 173 Guðl. Sveinsson - Mapús Sverrisson 173 Guðl. Karlsson - Mapús Oddsson 170 Spilaður verður léttur Micthell- tvímenningur á síðasta spilakvöldi félagsins, 15. maí, en klukkan 22 verða veitt verðlaun fyrir keppni vetrarins og boðið upp á kaffiveiting- l=Li£Li-LLLLr U Ll£V GLÍLKLllLLÍ L LLL- I— l— = HÉÐINN = |rUij smiðja imm Hönnun • smídi • viðgerðir • þjónusta STÓRÁSI 6 • 210 GARÐABÆR • SÍMI SGS 2921 • FAX 565 2927

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.