Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 57 FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar Líkamsmeiðing- ar og eignaspjöll Reykjavík 9. til 12. maí UM HELGINA var tilkynnt um 9 iíkamsmeiðingar, 11 innbrot, 21 þjófnað og 21 eignarspjöll. Af- skipti þurfti að hafa af 38 manns vegna ósæmilegrar ölvunarhátt- semi á almannafæri. Nauðsynlegt reyndist að vista þrjátíu manns í fangageymslunum. Þá þurftu lögreglumenn 19 sinnum að fara á vettvang vegna kvartana yfir hávaða og ónæði í fjöleignahúsum, auk þess sem nokkrum sinnum var kvartað vegna hávaða í ölvuðu fólki utan dyra að næturlagi. Átta öku- menn, sem stöðvaðir voru, eru grunaðir um ölvunarakstur. Níu ökumenn voru kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða- mörkum. Á flugbraut í leyfisleysi í tólf tilvikum var tilkynnt um sinubrennur. Slökkviliðs-, bæjar- og borgarstarfsmenn og lögreglu- menn fóru á vettvang og slökktu eldana. Enn einu sinni er rétt að ítreka að óheimilt er að kveikja eld í sinu, auk þess sem ástæða er til að vekja athygli á þeirri hættu, sem slíkt getur haft í för með sér. Afskipti þurfti að hafa af tveimur ungum mönnum á föstu- dagsmorguninn þegar þeir hlupu inn á flugbraut Reykjavíkurflug- vallar þegar vél frá íslandsflugi var að taka sig á loft af braut 02 með 36 farþega innanborðs. Flugumferðarstjóri í flugtumi þurfti að gefa flugmönnunum skipun um að hætta við flugtak vegna hættunnar, sem hlaust af ferð mannanna, Þeir voru færðir á lögreglustöð og síðan til töku blóðsýnis. Aðfaranótt laugardags féll maður af svölum húss við Frakka- stíg. Fallið var 6-7 metrar. Rólegt var í miðborginni. Lög- reglumenn þurftu ekki að hafa nein afskipti af unglingum, en allnokkur af fullu fullorðnu fólki. Reyndar hafa unglingar ekki sést í miðborginni í allnokkurn tíma. Helsta vandamál samansafnaðar fólks í miðborginni er áfengis- drykkjan. Allt of margir drekka illa og eru afleiðingarnar eftir því. Þá er og áberandi hversu margt ungt fullorðið fólk er mik- ið drukkið þegar líða tekur á nóttu. Lausn á málum miðborgarinn- ar er ekki einföld, en með ákv. ákvörðunum, sem og samræmd- um, víðtækum og samstiga svæð- isbundnum aðgerðum þeirra sem þar koma nærri málum ásamt góðri þátttöku og ekki síst já- kvæðum viðbrögðum almennings er hægt að ná fram verulegum úrbótum í miðborginni að nætur- lagi um helgar. Bíleigandi náði þjófi Lögreglumenn í Breiðholtsstöð hafa unnið með nokkra unglinga, sem framið hafa afbrot í hverfun- um undanfamar vikur. M.a. hafa þeir upplýst nokkur innbrot og þjófnaði. Þá upplýstu þeir rán, sem framið var í Þingholtunum í nóv- embermánuði á síðasta ári þegar eldri kona var rænd þar veski sínu. Um var að ræða unga pilta, sem af tilviljun höfðu valið konuna sem fómarlamb til að fjármagna verk, sem þeir ætluðu að vinna. Tónleikar í Laugardalshöll á laugardagskvöld gengu vel fýrir sig. Um kvöldið var kvartað yfir ungum mönnum er óku á skelli- nöðrum á göngustígum í Húsa- hverfi. Rétt er að minna „skelli- nöðrugæjana“ á að þeim er óheimilt að aka farartækjum sín- um á göngustígum, auk þess sem þeir þurfa að vera meðvitaðir um þann hávaða, sem er samfara akstri þeirra og ónæði er af því getur hlotist. Snemma á sunnudagsmorgun varð eigandi ökutækis var við að verið væri að bijótast inn í það. Hann hljóp út ásamt kunningja sínum og náðu þeir einum þjóf- anna af þremur. Lögreglumenn fluttu hann síðan á lögreglustöð til yfirheyrslu. NÁMSKEIÐSMENN í rústaleitinni í Reykjanesbæ. Hundar þjálfaðir í rústaleit björgunarhundasveit Ís- lands og Björgunarsveitin Suður- nes í Reykjanesbæ héldu nám- skeið og æfingu í rústaleit helgina 18.-20. apríl sl. Námskeiðið var byggt upp á fyrirlestrum og æf- •ngum í rústum með aðaláherslu á leit með hundum og tóku 11 hundar og þjálfarar þeirra þátt í námskeiðinu ásamt öðrum björg- unarsveitarmönnum. Fyrirlesarar voru Kevin Ge- orge frá Alberta-fylki í Kanada, en hann hefur um þrjátíu ára reynslu í þjálfun björgunar- hunda, og Sólveig Þorvaldsdótt- ir, framkvæmdastjóri Almanna- varna ríkisins. MYNDIN var tekin þegar Þórey og Pétur Þór fengu vinningana afhenta. Fengu tölv- ur í happ- drætti ALLIR námsmenn sem hafa að undanfömu skráð sig í Mennta- braut íslandsbanka hafa átt kost á að nýta sér sérstakt tölvutilboð hjá Tæknivali. Tilboðinu fylgdi að bankinn myndi endurgreiða tveimur námsmönnum tölvura- ar, segir í fréttatilkynningu. Fjölmargir menntabrautarfé- lagar nýttu sér tilboðið og hafa nöfn tveggja nú verið dregin úr pottinum. Þau era Þórey Árnadóttir, nemi í viðskipta- fræði við Háskóla íslands, og Pétur Þór Karlsson, nemi i Vél- skóla íslands, og hafa þau bæði fengið tölvurnar sínar endur- greiddar. NU ER RÉTTI TIL AÐ FA SER CÖNCjJSKÓ FYRIR stwvARIÐ. MIKIÐ ÚRVAL AF SFM HENTA FOLKI A ÖLLUM ALDRÍ VID ISLENSKAR ADST/ÍDUR. CILDIR AÐEINS ÞES5A VIKU! SEGLAGERÐIN ÆGIR REYKjAVIK Si
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.