Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSIIMS
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 59
+
I
i
'I
j
I
.3
i
I
4
«
s
4
4
4
4
4
4
4
\
4
(
<
(
(
<
Villandi frétta-
flutningur á Rás 1
Frá Þóvdísi Guðbjartsdóttur:
OFT fiefur mér fundist frétta-
flutningur Rásar 1, einkum er-
lendar fréttir, orka tvímælis. Ég
fæ ekki orða bundist yfir frétt sem
hljómaði í hádegisfréttum mánu-
daginn 28. apríl sl. Fyrst var frétt
af hræðilegri meðferð á sjúkum
börnum í sjúkrahúsi í Afríku síðan
kom frétt af hungursneið í N-
Kóreu og greint frá hugsanlegu
mannáti í því landi. í beinu fram-
haldi af þeirri frétt var sagt frá
því að samkvæmt könnun stofn-
unar hjá Evrópubandalaginu
byggju flest börn í þeim 12 löndum
sem könnuð voru í Evrópu við
fátækt í Bretlandi og var sagt í
inngangi fréttarinnar að þau
byggju við „allsleysi". Þar með
voru bresku börnin nánast sett á
sama stall og á hryllingssvæðum
í Afríku og N-Kóreu.
I sjálfri fréttinni þar sem frétta-
ritarinn í London tók til máls kom
fram að breski fjármálaráðherrann
hefði gagnrýnt könnunina harð-
lega og taldi hana byggjast á mjög
vafasömum forsendum. Var greint
frá því að þessi stofnun Evrópu-
bandalagsins hefði fundið út fá-
tæktarmörkin þannig að fátækur
teldist sá í Evrópubandalagslönd-
unum sem hefði minna en helming
meðallauna til framfærslu. Það
liggur í augum uppi að slíkar for-
sendur eru út í hött því þannig
hljóta þeir sem búa í löndum þar
sem meðaltekjur eru hærri að hafa
mun meira úr að spila en hinir.
Þannig segir könnunin okkur ekk-
ert um hvað menn hafa í raun til
framfærslu í þessum löndum en
eins og menn vita skiptir skatta-
kerfið og fleiri þættir hér miklu
máli. Formáli fréttastofu Rásar 1
segir okkur hins vegar mikið um
hugarfarið á þeim bæ. Því miður
t tar
SPLENDESTO
seidenSticker
blússur
Uðuntv,
er ekki hægt að treysta þannig
fréttastofu. Ekki er einu sinni
hægt að brosa að vinnubrögðunum
því það er alvarlegur hlutur að
reyna að spyrða þannig saman
aðstöðu bama í Bretlandi og á
hryllingssvæðum jarðarinnar, þar
sem menn rífa börn úr sjúkrarúm-
um og leggja sér mannakjöt til
munns.
Með góðri kveðju og von um
skjóta birtingu.
ÞÓRDÍS GUÐBJARTSDÓTTIR,
Hverafold 96,112 Reykjavík
ehf.
TISKUVERLSUN
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Til prófanefndar
samræmdra prófa
Frá Höllu Hrund Logadóttur:
MÁNUDAGINN 28. apríl þreytti
ég, ásamt öllum nemendum 10.
bekkjar á landinu samræmt próf í
stærðfræði.
Flestir fóru í þetta próf vitandi
það að þeir væru búnir að und-
irbúa sig sem best þeir gátu og
voru nemendur því frekar afslapp-
aðir og rólegir. En prófið reyndist
ekki vera próf í kunnáttu heldur
í hraðskrift. Það var bæði allt of
langt og spurningarnar snúnar
þannig að jafnvel færustu nem-
endur náðu ekki að ljúka þvi.
Hvað á það eiginlega að þýða að
lengja prófið um 9 blaðsíður frá
því sem verið hefur undanfarin
ár án þess að lengja próftímann?
Hverslags virðingarleysi er þetta
eiginlega við kennara og nemend-
ur þeirra? Ég skora á prófanefnd
að fella samræmda prófið í stærð-
fræði úr gildi því að einkunnirnar
úr þessu prófi eru ekki marktæk-
ar.
HALLA HRUND LOGADÓTTIR,
nemandi í 10. bekk Árbæjarskóla.
UNDIR-
FATALÍNA
Kringlunm v-'
S. 553 7355 ;
- kjarni malsins!
Nýjung
NIVEA sturtuolía - í staðinn fyrir hefóbundna
sturtusópu -freyðir vel. Inniheldur náttúrulega olíu
sem mýkir húðina og vinnur gegn þornun hennar.
PH gildib er það sama og húbarinnar. Vib
ráðleggjum öllum að prófa nýju
NIVEA sturtuolíuna - árangurinn
kemur á óvart.
NIVEA milt sjampó fyrir allar hár-
tegundir. Inniheldur náttúrulegt prótein.
Með góðri fyllingu og heldur hárinu
glansandi fínu í dagsins önn. PH gildið
er það sama og í hársverðinum. Milt
og gott sjampó sem hentar einstaklega
vel til daglegra nota.
Við eigum afmæli en þið,
ágætu neytendur, fáið gjöfina!
50 áro 1947-1997
.fi®§
mm
J.S. HIIOASON EHf
1V47 - 1W
IBRINK
DRÁTTAR-
BEISLI
Eigum fyrirliggjandi dráttarbeisli í flestar
gerðir bifreiða. Rafmagnstengi einnig
fáanleg. Nánari upplýsingar fást hjá sölu-
mönnum okkar í síma 588 2550.
BílavörubúÖin
FJÖDRIN
I farcirbroddi
SKEIFUNNI 2,108 REVKJAVÍK SÍMI 588 2550