Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 60

Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ TÖFRATRÉ (Daphne mezereum) NÚ STANDA flest tré með þrútin brum og jafnvei farið að sjást í grænt laufið á nokkrum. Stöku trjátegundir blómstra áður en þær laufgast. Þannig stendur víðirinn núna í full- um „blóma“ og öspin reyndar líka. Alfyrsta tréð sem blómstrar hér er þó óskylt víði og ösp, en það er töfratréð, sem vek- ur alltaf undrun og aðdáun þegar það blómstrar eldsnemma á vorin, jafnvel fyr- ir miðjan apríl. Töfratréð er lít- ill runni sem verður aðeins hálfur til einn metri á hæð. Dökk blómbrumin mynda spíral upp eftir greinum síðasta árs, en blómin eru rósrauð eða jafn- vel hvít og fylla loftið sætri höfugri angan. Þau standa oft svo þétt að hvergi sést í sjálfa greinina. Þegar þau taka að sölna eftir u.þ.b. 3 vikur frá blómgun opnast toppbrum greinarinnar með blaðskúf og greinamar fá síðan blágrænt fíngert lauf. Síðari hluta sum- ars sjást síðan rauð ber nær falin undir laufinu. Hér er hætta á ferðum, því þessi ber eru eitruð og talið að 10-12 ber geti verið lífs- hættuleg börnum og nefnd dæmi um það erlendis. Því ættu þeir sem hafa börn í garð- inum að fjarlægja berin áður en þau roðna. Fuglar eru mjög sólgnir í þessi ber og virðast þola þau með ágætum. Það á úlfurinn hins vegar ekki að gera því Norðmenn telja sex ber banvænan skammt fyrir úlf. Börkur trésins er líka eitr- aður en bæði hann og berin voru mikið notuð til alls konar lækninga á liðnum öldum. Smyrsl og te af berkinum var t.d. notað við hálsbólgu, tannp- ínu, tíðarverkjum og syfilis. Plantan var líka notuð í gal- draseyði og töfrabrall eins og íslenska nafnið bendir til. Lat- neska nafnið vísar beint í goðafræðina en Daphne var grísk gyðja sem breyttist í lár- viðartré þegar guðinn Appolon gerðist of nærgöngull við hana. Seinna nafnið, mezere- um, kemur úr persnesku og þýð- ir að drepa. Þessi fallegi runni kall- ast á norsku ty- bast og sænsku tived. Bæði orðin eru dregin af guðanafninu Týr og tívar (guðir). Á Norðurlöndum er talið að hinn ógur- legi Fenrisúlfur hafi verið fjötrað- ur með basttrefj- um (tybast) þessa litla runna. Við minnumst þess að goðin lögðu þrisv- ar fjötur á Fenrisúlf. Fyrst leysti hann sig úr Læðingi en síðan drap hann sig úr Dróma. Þá komu æsir með Gleipni, fjötur sem gerður var úr sex þáttum, dyn kattarins, skeggi konunnar, rótum bjargsins, sinum bjarnarins, anda fisks- ins og af fugls hráka. Svo magnaðan fjötur gat Fenris- úlfur ekki slitið, fjöturinn hert- ist eftir því sem hann braust harðar um. Þá hlógu allir nema Týr, hann lét hönd sína. Úlfinn hafði grunað að brögð væru í tafli og heimtaði að einhver ása legði hönd sína í munn honum meðan hann reyndi við fjöturinn. Þetta var norræn goðafræði, en svo vikið sé að ættfræði töfratrésins þá eru í ættkvísl- inni um 70 tegundir runna eða smátijáa og vaxtarsvæðið er Asía og Evrópa, allt norður í Noreg, þar sem það vex í 1250 m hæð í Jötunheimi. Tiltölulega fáar tegundir þessarar ætt- kvislar eru almennt ræktaðar í görðum og töfratréð líklega það eina sem er fáanlegt hér. Töfratréð virðist þrífast ágæt- lega hér á landi. Kalkríkur og frekar rakur jarðvegur hentar því best og það sómir sér vel í steinhæðum eða framarlega í beði. Það þolir nokkurn skugga en blómgunin verður mest njóti það fullrar sólar. Töfratré má fjölga með græð- lingum eða með sáningu og hér myndar það þroskuð fræ. Fræj- unum má sá úti eða í reit, en þau eru oft 2-3 ár að spíra. Fræ töfratrés eru iðulega_ á frælista Garðyrkjufélags ís- lands. S.Hj. BLOM VIKUNNAR 35B. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir I DAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í blind- skák á Melody Amber mót- inu í Mónakó um daginn. Anatólí Karpov (2.760), FIDE heimsmeistari, hafði hvítt og átti leik, en Hol- lendingurinn Loek Van Wely var með svart. 22. Bxh6! - Dxa4 (Eftir 22. - gxh6 23. Dxh6 - Rf8 24. Rg5 - Bxg5 25. Dxg5+ - Kh8 26. De7 - Kg7 27. Dxb7 hefur hvítur unnið manninn til baka og á þá vinningsstöðu.) 23. Bg5! - Bxg5 24. Rxg5 - Rf8 25. Dc7 - Dd7 26. Dc5 - b3 27. Db6 - Dc6 28. Dd8 - Dc8 29. De7 - Dd7 30. Bh7+ og svartur gafst upp, því hann tapar drottning- unni eða verður mát. HVÍTUR leikur og vinnur Með morgunkaffinu Ast er... þegar stubbur fær þig til að brosa að hverju sem er. TM Bog. U.S. Pat. Ofl. — ali nghts reserved (c) 1997 Los Angeles Tmes Syndeate ÞETTA er í síðasta sinn sem ég vara þig við. Ef þú biður um hönd dóttur minnar, þá færðu hana sko... VIÐ hverju bjóstu? Þetta er jú Rauðahafið. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bók um læknamistök ÞEGAR maður hefur upplifað hörmulega erf- iðleika þá kemst maður ekki hjá því að sjá ýmsar hliðar á heilbrigðiskerf- inu. Því miður er til fólk í læknastéttinni eins og annars staðar sem telst vanhæft í sínum störf- um. Ég hef upplifað áföll í lífinu og tel mig sjaldan hafa fengið rétta með- höndlun. Vissulega er til gott fólk í læknastéttinni eins og annars staðar en ég skil ekki í fjöldatak- mörkunum í læknadeild- ina í Háskólanum. Sumir læknar virðast trúa á skýrslur eins og ofsatrú- armenn trúa á Biblíuna. Trúarofstæki er oft talið merki um geðveilu en hvar er veilan í lækna- stéttinni þegar fólki er synjað um aðstoð? Læknir talaði um það í Helgarpóstinum á sínum tíma, að hann vildi gefa út bók um læknamistök. Hún er því miður ekki komin út enn en það er kominn tími til að þannig bók líti dagsins ljós. Jónas B. Gunnarsson, Vesturgötu 18, Hafnarfirði. Samræmdu prófin BLAÐINU er þakkað fyrir að birta samræmda stærðfræðiprófið. Að mínu mati er þetta létt og skemmtilegt próf. Allt fjaðrafokið sem orð- ið hefur í kringum það er til vansa og sýnir fyrst og fremst fram á skip- brot kennslu- og skóla- mála síðari ára og ára- tuga. Reynir Eyjólfsson, lyfjafr. Tapað/fundið Reiðhjólahjálmur tapaðist SVARTUR og rauður, nýr barnareiðhjólahjálm- ur tapaðist í fjölskyldu- garðinum sunnudaginn 11. maí. Finnandi vin- samlega hringi í síma 551-5554 eftir kl. 17. Reiðhjól fannst REIÐHJÓL, Mongoose, silfurgrátt fannst í byij- un mánaðarins við Vesturgötu. Uppl. í síma 525-6015. Dýrahald Grá læða týndist UNG, grá, einlit læða með uppskurðarspor á kviðnum, eyrnamerkt, týndist laugardaginn 10. maí í Smáíbúðahverfi. Uppl. í síma 568-9542. Páfagaukur fannst í Garðabæ PÁFAGAUKUR, hvítur, grár og grænblár, fannst í Garðabæ laugardaginn 10. maí. Þetta er ungi. Uppl. í síma 565-8856. Kötturinn Keli er týndur KELI er 8 ára, grábrönd- óttur með hvíta bringu og hvítar hosur. Hann er ákaflega mannelskur og heimakær. Hann er merktur með blárri hál- sól sem á stendur CAT, nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Keli fór frá Bakkavör 11 á Seltjam- amesi þriðjudagskvöldið 6. maí og hefur _ ekki komið heim síðan. íbúar í nágrenni Bakkavarar eru vinsamlega beðnir að athuga hvort Keli gæti hugsanlega hafa lokast inni í bílskúr hjá þeim og ef einhver veit eitthvað um hann að láta vita í síma 562-0137. Víkverji skrifar... A IFYRRADAG birtist á forsíðu Morgunblaðsins frétt, sem ástæða er til að vekja athygli á. Þar er það haft eftir samtökum, sem nefnast Kristnihjálp og vinna gegn barnaþrælkun, að í Indlandi fái börn sem svarar 16 krónum fyrir að handsauma Mitre- og Úmbro-fótknetti, sem séu seldir á 1.750 krónur í Bretlandi. Það væri út af fyrir sig fróðlegt að vita, hvort þessir fótboltar eru seldir hér en þessi frásögn vekur líka upp aðrar spumingar. Neytendur á Vesturlöndum leggja eins og skiljanlegt er, mikið upp úr því að fá vörur á sem hag- kvæmustu verði. Alkunna er að margvísleg iðnaðarstarfsemi hefur flutzt til fjarlægra ríkja og eftir lok kalda stríðsins einnig til fyrrum leppríkja Sovétríkjanna vegna þess að þar er vinnuaflið ódýrara. í hve ríkum mæli erum við, neytendur á Vesturlöndum, að auka velmegun okkar með því að kaupa ódýrar vörur, sem eru framleiddar á þann hátt, sem upplýst hefur verið um fyrrnefnda fótbolta? í hve ríkum mæli lifum við eins og hálfgerð sníkjudýr á fátæku fólki í öðrum heimshlutum? Um þetta hljótum við að hugsa eftir að lesa frásögn á borð við þessa af bamaþrælkun í Indlandi. xxx * ISAMTALI við Morgunblaðið í fyrradag sagði Friðjón Þórðar- son, fyrrverandi dómsmálaráð- herra, svo frá þátttöku sinni í ríkis- stjóm þeirri, sem dr. Gunnar Thor- oddsen myndaði snemma árs 1980: „Framsókn og Alþýðubandalagið voru reiðubúin til samstarfs við Gunnar en áður hafði hann tryggt sér stuðning sjálfstæðisþingmann- anna Alberts Guðmundssonar og Eggerts Haukdals. Síðan leitaði Gunnar til okkar Pálma um stuðn- ing og þá þegar var orðið ljóst að ríkisstjómin yrði mynduð, hvort sem við yrðum með eða ekki.“ Ríkisstjórn Gunnars Thorodds- ens hefði aldrei verið mynduð án stuðnings þeirra Friðjóns Þórðar- sonar og Pálma Jónssonar frá Akri. Hann réð úrslitum. xxx JÓN Ásbjörnsson, sem er einn af helztu saltfiskútflytjendum landsins en jafnframt eigandi að litlum fiskibát, upplýsti í sjón- varpsviðtali um helgina, að hann hefði fengið borgaða „dúsu“, þegar línutvöföldun var afnumin. Þá hefði kvóti báts hans verið aukinn sem nam að verðmæti um 60 millj- ónum króna og svo hefði verið um aðra, sem höfðu stundað línuveið- ar. Frystitogarar hafi síðan verið að kaupa þessar veiðiheimildir upp hér og þar. Kvótakerfið tekur óneitanlega á sig margvíslegar myndir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.