Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen.
Á morgun mið. 14/5, síðasta sýning.
KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Williams
Fim. 15/5 — fim. 29/5. Sýningum fer fækkandi.
FIÐLARINN Á ÞAKINU eftir Bock/Stein/Harnick
10. sýn. fös. 16/5 uppselt — mán. 19/5 (annar í hvítasunnu) uppselt — fös. 30/5
uppselt — lau. 31/5 uppselt — sun. 1/6 örfá sæti laus — mið 4/6 nokkur sæti laus
— fös. 6/6 nokkur sæti laus — lau. 7/6 nokkur sæti laus — fös. 13/6 — lau. 14/6.
Tunglskinseyjuhópurinn f samvinnu við Þjóðleikhúsið
Óperan TUNGLSKINSEYJAN eftir Atla Heimi Sveinsson.
Frumsýning mið. 21/5 — 2. sýn. fös. 23/5 — 3. sýn. lau. 24/5.
Litla sviðið kl. 20.30:
LISTAVERKIÐ eftir Yazmina Reza
Fös. 16/5, uppselt — mán. 19/5, uppselt — sun. 25/5, uppselt — fös. 30/5 upselt
— lau. 31/5 uppselt — sun. 1/6 — fös. 6/6 nokkur sæti laus — lau. 7/6 — fös. 13/6
— lau. 14/6.
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13.00 - 18.00, frá miðvikudegi
til sunnudags kl. 13.00 - 20.00 og til kl. 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma.
Einnig er tekið á móti simapöntunum frá kl. 10.00 virka daga.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR,
100 ÁRA AFMÆLI
MUNIÐ LEIKHÚSÞRENNUNA
GLÆSILEG AFMÆLISTILBOÐ!
KRÓKAR OG KIMAR
Ævintýraferö um leikhúsgeymsluna.
Opiö kl. 13-18 alla daga og til kl. 22
sýningardaga
Stóra svið kl. 20.00:
DÓMÍNÓ
eftir Jökul Jakobsson.
fös. 16/5, fös. 23/5, lau 31/5.
Allra síðustu sýningar.
Litla svið kl. 20.00:
SVANURINN
ÆVINTÝRALEG ÁSTARSAGA
eftir Elizabeth Egloff.
fim. 15/5, síðasta sýning, örfá sæti laus,
fös. 16/5 kl. 23.00, aukasýning
ALLRA SÍÐASTU SÝNINGAR.
KONUR SKELFA
TOILET-DRAMA eftir Hlín Agnarsdóttur.
fös. 23/5, aukasýning, lau. 24/5, aukasýn-
ing.
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR.
Leynibarinn kl. 20.30
BARPAR
eftir Jim Cartwright.
fös. 16/5, aukasýning, örfá sæti laus.
Miöasalan er opin daglega frá kl. 13.00 til
18.00 og fram að sýningu sýningardaga.
Auk þess er tekið á móti símapöntunum
alla virka daga frá kl. 10.00 -12.00
GJAFAKORT FÉLAGSINS - VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI
BORGARLEIKHÚSIÐ
Sími 568 8000 Fax 568 0383
ÁFRAM LATIBÆR
sun. 25. maí kl. 14, örfá sæti laus
Síðustu sýningar
MIÐASALA IÖLLUM HRAÐBÖNKUM ÍSLANDSBANKA
ÁSAMATÍMAAÐÁRI
lau. 17. maí kl. 20, örfá sæti laus
lau. 24. maí kl. 20.
SKARI SKRÍPÓ
fós. 16. maí kl. 20. Aukasýning._
Loftkastaiinn, Seljavegi 2.
Miðasala í sima 552 3000, fax 562 6775.
Miðasalan er opin frá kl. 10-19.
Hermóður & Háðvör
og Nemendaleikhúeið eýna
GLEPILEIKUR EFTIR ÁRNA IB5EN
Forsýning mán. og þri.
Frumsýning mið 14/5 uppselt
2. sýn. fös. 16/5 uppselt.
MIDASALA í SÍMA 555 0553
Leikhúsmateeðill:
A. HANSEN
— basði -fyrir og eftir —
HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ
HERMpÐUR
OG HAÐVÖR
A 11 r a
s í ð a s t u
s ý n i n g a r !
SVANURINN
María Ellingsen Björn Ingi Hilmarson
Ingvar Sigurðsson
í BORGARLEIKHÚSI
Fim. 15/5 kl. 20, síðasta sýn.
örfá sæti laus.
Fös. 16/5 kl. 23. aukasýning,
allra síðasta sýning.
- kjarni málvins!
SYSTKININ Rebekka og Frederik. Þeim fannst frábært hér.
Rebekka: „Mér finnst mjög fallegt hér og mjög gaman og strák-
arnir eru mjög sætir. Skemmtilegast fannst mér að sigla í kring-
um Vestmannaeyjar en þá urðu sumir aðrir sjóveikir. Mér fannst
líka frábært að fá að vera inná heimili hjá íslendingum, þá
kynnist maður lífinu og fólkinu betur.“
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
ALLUR hópurinn samankominn í Þorsteinslundi, bæði íslensku og sænsku krakkamir. Þar var farið
í leiki og snætt nesti.
Sænskir
krakkar
hrífast
af Islandi
STEFANÍA, Christina og Einar Grétar, íslend-
ingarnir sem sáu um móttökurnar hér ásamt
sænska fararstjóranum Lennart.
26 NEMENDUR í 6. og 7. bekk í
grunnskólanum í Danike í Svíþjóð
dvöldu um vikutíma hjá jafnöldrum
sínum á Hvolsvelli fyrir skemmstu
og ferðuðust um Suðurland. Síðast-
liðið haust barst Hvolsskóla bréf frá
sænska skólanum þar sem farið var
fram á að þau mættu eignast ís-
lenska pennavini sem þau gætu síð-
an heimsótt. Vel var tekið í ósk
Svíanna og um leið ákveðið að að
ári gætu íslensku krakkarnir endur-
goldið heimsóknina. Flestir sænsku
krakkanna gistu hjá pennavinum
sínum hér og því fengu þeir tæki-
færi til að kynnast íslenskum fjöl-
skyldum um leið og landinu. Með í
för voru 6 fullorðnir, bæði kennarar
og foreldrar.
Ferðuðust vítt og breitt um
Suðurland
Einar Magnússon, umsjónarkenn-
ari 6. bekkjar í Hvolsskóla, sagði
að heimsókn sænsku krakkanna
hefði tekist frábærlega. Allt hefði
gengið að óskum, meira að segja
veðrið. Hann átti ásamt þeim Stefan-
íu Stefánsdóttir og Christínu Bengt-
son, allan veg og vanda að móttöku
Svíanna hér. Að sögn Einars ferðuð-
ust þau vítt og breitt um Suðurland,
fóru í uppsveitir Árnessýslu og skoð-
uðu Gullfoss og Geysi, þá var farið
til Vestmannaeyja, að Skógum, í
Fljótshlíðina þar sem þau fengu að
taka þátt í skemmtun í tilefni sumar-
dagsins fyrsta og að auki skoðuðu
þau fyrirtæki á Hvolsvelli. Svíarnir
höfðu það á orði að þau hefðu séð
jafnmikið á einni viku og venjulegir
túristar á þremur vikum.
„Við byijuðum í haust að safna
fyrir Svíþjóðarferðinni sem fara á í
að ári og nú eru krakkarnir heldur
betur orðnir spenntir og verða áreið-
anlega enn duglegri að safna þegar
þeir hafa fengið að kynnast sænsku
krökkunum."
Gaman að fá að túlka
Christína er sænsk og hefur búið
í Fljótshlíðinni í 16 ár. Hún túlkaði
fyrir ferðalangana. Taldi hún að
móttökurnar hefðu heppnast mjög
vel. Hún sagði að fyrir sig hefði það
verið mikil upplifun að fá að sýna
löndum sínum íandið sem henni þyk-
ir svo vænt um.
„Ég fylltist stolti því við eigum
svo mikið til að sýna; bæði menningu
og landslag. Danike er 800 manna
bær skammt frá Gautaborg. Þar lif-
ir fólk á skógarhöggi og trjárækt
en á þessu svæði eru mestu skógarn-
ir í Svíþjóð. Sænsku krakkarnir voru
mest hissa á því hvað hægt er að
sjá langt hér á landi, hvorki mengun
né tré sem hindra útsýnið. Einnig
fannst þeim landið ótrúlega hreint
en voru hissa á því hvað lóðirnar í
kringum húsin eru litlar miðað við
viðáttuna í kring. Þá kom þeim einn-
ig á óvart að ekki reyndist auðvelt
að kaupa minjagripi hér um slóðir.“
Cristína sagði einnig að sér hefði
þótt mjög gaman að fá tækifæri til
að vera túlkur, þetta hefði verið erf-
ið vika en mjög skemmtileg.
Ótrúlegar móttökur
Lennart Larsson kennari var far-
arstjóri Svíanna. Aðspurður sagði
hann að það hefði tekið þijú ár að
undirbúa ferðalagið til íslands. Þau
hefðu notið stuðnings fyrirtækja í
Danike og velvilja bæjarins en fjár-
magnað ferðina með ýmsu móti, s.s.
markaði og dreift bakkelsi fyrir bak-
ara og fleira.
„Þetta er stórviðburður í Danike,
að börn fái tækifæri til að ferðast
til útlanda á vegum skólans. Þetta
er mjög sjaldgæft í Svíþjóð en ég
var búinn að ganga með hugmynd-
ina lengi og sá að þessir bekkir
væru vel til_ þess fallnir að fara í
þessa ferð. Ástæðan fyrir því að við
völdum ísland var sú að ég hafði
komið hingað áður og séð að það
væri tiltölulega auðvelt að koma
hingað með hóp og gott að skipu-
leggja ferð hingað."
Þegar Lennart fór að undirbúa
ferðina hafði hann samband við
ferðaskrifstofu sem hringdi í
Menntamálaráðuneytið hér. „Þeir
bentu á þijá bæi á Suðurlandi. í
fyrstu bárust engin svör en loks kom
jákvætt svar frá Hvolsskóla og þeir
reyndust tilbúnir að taka á móti
okkur. Það var einnig heppilegt því
bæjarfélögin eru álíka stór og því
eigum við ýmislegt sameiginlegt.
Móttökurnar hér hafa verið stórkost-
legar og okkur hefur líkað mjög
vel. Við erum eiginlega alveg undr-
andi á þessum jákvæðu móttökum.
Krökkunum finnst þau vera eins og
heima hjá sér og þeir hafa verið
duglegir að tala saman. Ég held að
við höfum fengið miklu meira út úr
þessu en við áttum von á. En það
gerði líka gæfumuninn að hafa
sænskan túlk.“
Lennart kvað þetta hafa mikið
gildi fyrir nemendurna, gagnvart
náminu. Það væri aldrei hægt að
upplifa á þennan hátt með því að
lesa bækur. Þau væru hugfangin af
öllu því sem þau hefðu fengið að sjá
og Þórður í minjasafninu á Skógum
væri eftirminnilegur. „Hann söng
og spilaði og talaði við okkur á
sænsku og sýndi okkur þetta merki-
lega safn.“
Töluðu saman á ensku
Krakkarnir voru á einu máli um
að þetta hefði verið skemmtileg upp-
lifun. Það væri svo gaman að fá
tækifæri til að kynnast krökkum frá
öðrum löndum. Aðalsamskipta-
tungumálið var enska en sænsku
krakkarnir hafa lært ensku frá 9
ára aldri og voru mörg hver mjög
sleip í henni. Danskan okkar íslend-
inganna reyndist þeim hinsvegar ill-
skiljanleg. Þau sem gistu á heimilum
voru mjög hrifin og fannst gaman
að fá tækifæri til að koma inná heim-
ili í útlöndum.
í SKÓLASTOFUNNI á kvöldin. Sænsku og íslensku krakkarnir
léku sér saman á kvöldin, kepptu í íþróttum og fóru á diskótek
í félagsmiðstöðinni. Þessir krakkar voru að undirbúa ferð á
diskótekið.