Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 66

Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ IB^l 1 DIGITAL LAUGAVEGI 94 Frábær rómantísk gamanmynd sem segir sex. Aðalhlutverk: Hinn bráðfyndni Matthew Perry („úr " Friends“ þáttunum) og hin föngulega Salma Hayek (,,Desperado“). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. UNDIR FÖLSKU FLAGGI Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 Og 11. B.i. 14 ára Morgunblaðið/Halldór Pólitísk soðgrýla TÓNOST Laugardalshöll SKUNK ANANSIE Tónleikar bresku h(j óms veitarinnar Skunk An- ansie í Laugardalshöll. Einnig komu fram hljóm- sveitirnar Soðin fiðla, Unun og Botnleðja. Áhorf- endur voru nærfellt sex þúsund á tónleikunum sem fram fóru sl. laugardag 10. maí. BRESKA rokksveitin Skunk Anansie er um margt merkileg og þá ekki síst fyrir það hvem- ig hún sameinar baráttu fyrir sósíalískri lífs- sýn og sjálfsþurftarbúskap og sókn eftir vindi, þ.e. frægð og frama. Söngkona sveitarinnar, sem kallar sig Skin, er orðhvöss og yfírlýs- ingaglöð og gerir sér far um að hneyksla og hrekkja, en syngur svo angurværa söngva um ási og afbrýði þess á miili. Hún er og bráðgóð söngkona og þeir sem svo heppnir voru að hreppa miða á tónleikana komust snemma að því að hún er lífleg sviðskona; lék á als oddi og fór stórum á sviðinu. Tónlist Skunk Anansie er ekki byltingar- kennd, reyndar ekki ýkja merkileg en góð til síns brúks, ekki síst í jafn líflegum flutningi og hjá Skin og félögum, og gaf nýja sýn á sveitina að sjá hversu söngkonan skemmti sér við flutninginn, sum laganna urðu að gaman- vísum frekar en baráttusöngvum, en ekki leyndi sér pólitískt inntak. íslensku sveitirnar stóðu sig með prýði, Unun með skemmtilega losaralegri spila- mennsku og Botnleðja með látunum; tími tii kominn að sveitin haldi tónleika í Höllinni ein síns liðs. Þó Botnleðja hafi hitað mannskapinn vel upp var skipt um gír þegar aðalnúmerið kom á svið, Skin orgaði af íþrótt: „Yes It’s Fucking Political“ og grúinn söng með sem mest hann mátti; því líkast að verða undir vörubíl hlöðnum flattri keilu í Njarðvíkurskrið- um. Hljómur var aftur á móti ekki góður, móskulegur á köflum og í stað fjölþætts hljómaáhlaups kom torkennileg soðgrýla þegar mest gekk á. Áheyrendur kunnu vel að meta framlag Skin og félaga, að minnsta kosti framan af, og sefjunin náði hámarki þegar Twisted kom í mikilli hasarútsetningu. „She’s My Heroine“ var aftur á móti ekki eins vel kynnt, því þá datt stemmningin niður og hitnaði ekki í höll- inni aftur fyrr en kom út í „Hedonism" undir lokin í fyrri hluta. Ekki var þó annað að merkja en áheyrendur, obbinn stúlkur á fermingar- aldri, kynnu hvert lag og skemmtu sér, hið besta. Árni Matthíasson SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 hdddigualC frry Hynt m, æ®; ) __ m, ■ ___ m, m>'-: ' A4MBIOIM A4MB1Q8M; A4MB1Q1M NETFANG: http://www.sambioin.com/ □□Dolby DIGITAL DIGITAL FRUMSYNUM AÐSOKNARMESTU MYNDINA I al LONDON í DAG johnny PACINO EIN BESTA si GERÐ HEFUR VERIÐ! NBCTV MOGNUÐ! NEWSWEEK KRAFTMIKIL... HEILLANDI! Entertainment Weekly taaeseamm AL PACINO ER OHGUNANLEGA GÓÐUR!! People Magacine FRABÆR MYND Rolling Stone STÖRKOSTLEG MYND ... EIN BESTA FRAMMISTAÐA AL PACINO! Good Morning America EIN ALLRA BESTA MAFIUMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ!! LA Weekly Frá leikstjóra Four Weddings and a Funeral, Mike Newill og Barry Levinson (Rain IVIan, Good IVlorning Vietnam) kemur mögnuð sönn saga meö óskarsverðlaunahafanum Al Pacino (Heat, Scarface, Scent of a Woman) og Johnny Depp (Ed Wood, Don Juan De Wlarco) í aöalhlutverkum. Joe Pistone tókst aö komast inn í raðir mafíunnar og starfa þar huldu höfði í þrjú ár sem Donnie Brasco.. Ein af bestu myndum ársins! Al Pacino hefur ekki veriö svona góöur síðan í Scarface.... LESIÐ I SNJOINN ★★★ ★★l A,Þ Þagsljos . Dv nSMILLA'S Senseof Mosimann á Grillinu ►SEAN Flanagan, matreiðslumaður hjá hinum þekkta veitingastað Mosimann’s í London, hóf sl. miðvikudag störf sem gestakokkur á Grillinu á Hótel Sögu og verður þar fram á þriðjudaginn 13. maí. Þessa viku hefur matseðill veitinga- staðar Mosimann í gildi í Grillinu og gefst gestum því kostur á að kynnast þeirri matargerð er gert hefur Mosimann að einum þekktasta veitingamanni Bret- lands. Anton Mosimann er að margra mati einn fremsti matreiðslumeistari okkar tíma og tók hann fyrir tuttugu árum við stöðu yfirmatreiðslumeistara Dorchest- er-hótelsins í London. Hlaut veitingastað- ur hótelsins þá viðurkenningu að fá tvær Michelin-stjörnur undir hans stjórn. Und- anfarin ár hefur Mosimann rekið veit- ingastað undir eigin nafni í Belgravia í London. Staðurinn er rekinn sem klúbbur og þarf að greiða hundruð þúsunda í ársgjald einungis til að eiga þess kost að snæða á staðnum. Stefnan sem Mosimann hefur skapað í gegnum árin hefur hlotið nafnið „Cuisine Naturelle“ eða náttúruleg eldamennska og er þar vísað til þess að hún byggir á einfaldleika, ferskleika og áherslu á náttúrulegt jafnvægi allra þátta, s.s. bragðs, litar og áferð. Á Morgunblaðið/Ásdls RAGNAR Wessmann, yfirmatreiðslu- meistari Grillsins og Sean Flanagan frá Mosimann með matseðil frá Mosimann. undanförnum árum hefur hann jafn- fram sótt sífellt meira til Asíu í leit að áhrifum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.