Morgunblaðið - 13.05.1997, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 13.05.1997, Qupperneq 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila íyrir kl. 12 á föstudögum. MYNDBÖND Herinn og góða ímyndin Auglýsingadeild Sími 569 11 11 * Símbréf 569 11 10 « Netfang: augl@mbl.is Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1995 og 1996. í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp sýningu á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Myndefnið er fjölbreytt og gefst því kostur á að sjá brot af viðfangsefnum fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100 talsins og gegna mikilvægu hlutverki í fréttaöflun blaðsins á landsbyggðinni. Sýningin stendur til fimmtudagsins 22. maí og er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Myndirnar á sýningunni eru til sölu. Hetjudáð (Courage UnderFire) Stríðsmynd ★ ★ Framleiðandi: Davies Ent./Joseph M. Singer. Leikstjóri: Edward Zwick. Handritshöfundur: Patrick Sheane Duncan. Kvikmyndataka: Roger Deakins. Tónlist: James Homer. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Meg Ryan, Lou Dia- mond Phillips og Michael Moriarty. 112 mín. Bandaríkin. 20th Cent. Fox Home Ent./Skífan 1997. Mynd- in er bönnuð börnum innan 16 ára. UNDIROFURSTINN Serling (Washington) skýtur óvart einn af eigin skriðdrekum niður í Persaflóastríðinu. Herinn þaggar atvikið niður, og felur Serling að rannsaka dauða flugstjóra sem er um það bil að verða fyrsta konan til að hljóta æðstu heiðursmerki Bandaríkjahers. Mönnum henn- ar ber ekki saman um þau atvik sem leiddu til dauða hennar, og tilraunir Serlings til að komast að hinu sanna ýfa upp gömul sár. Myndin fjaliar um Bandaríkjaher og þá góðu ímynd sem hann er alltaf að reyna að halda í undir fölsku flaggi. Hún fjallar um þær hetjudáðir sem hermennirnir fremja, sem er einfaldlega það að vera í því helvíti á jörðu sem styrj- öld er, og þurfa að taka enda- lausar áhættur og ákvarðanir upp á líf og dauða. Undir slíku álagi gerir fólk skyssur, en er þó hetj- ur. Bandaríkjaher vill ekki gefa orður fyrir það, heldur þarf alltaf að falsa sögur og atburði, breiða yfir allt, og veita orður fyrir eitt- hvað sem aðilinn hefur ekki gert. Allir sem hafa verið í hernum vita að þessu er þannig farið. Hetjudáð er afskaplega faglega og vel gerð mynd á allan hátt. Hún er þó ekk- ert sérstaklega skemmtileg, og snerti mig engan veginn. Bæði hef ég getað ímyndað mér að þessu sé svona farið, auk þess hef ég engan áhuga á málum Banda- ríkjahers yfir höfuð. Því gæti þó verið öðruvísi farið með aðra áhorfendur. Denzel Washington er mjög fínn leikari, og það sann- ar hann hér aftur. Meg Ryan er ágæt leikkona, en ég held að hún ætti að halda sig við grínmyndirn- ar þar sem hún er frábær. Hún tók sig ekki nógu vel út í þessu hlutverki. Til að vera stríðshetju- leg öskraði hún á lágu nótunum, en það virkaði alis ekki. Regina Taylor sem leikur eiginkonu Serl- ings, var alls ekki skemmtilegur karakter, en karlarnir stóðu sig allir vel. Engin stór sannindi af- hjúpuð, en snyrtilegt í alla staði. Hildur Loftsdóttir. MYNDBÖIMD SÍÐUSTU VIKU Keðjuverkun (Chain Reaction)k ★ Varðeldasögur (Campfire Tales)k k Beint í mark (Dead Ahead)-k k Vörðurinn (The Keeper)k Jarðarförin (The Funeral)-k k Verndarenglarnir (Les Anges Gardiensk Fræknar stúlkur í fjársjóðsleit (Goid Diggers: The Secret of Bear Mountain)'k'kt/2 Reykur (Smoke)k k k 'h Eyðimerkurtunglsýki (Mojave Moon)k k Vi Sú fyrrverandi (The Ex) k Marco Polo (Marco Polo)k k Lokaráð (Last Resort)'/2 T ækif ærishel víti (An OccasionalHell)k k
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.