Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 72

Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 13'. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Handtekinn með 4 kíló af hassi Tillögur um þróunaraðstoð Islands Framlag hækki íO,15%afVÞF MAÐUR á sextugsaldri var hand- tekinn á Keflavíkurflugvelli seinasta föstudag með um fjögur kíló af kannabisefnum í fórum sínum. Mað- urinn er erlend- ur ríkisborgari er og er talið fullvíst að hann hafi verið svo- kallað burðar- dýr. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á laugardag til 26. maí næst- komandi. Þefvís leitarhundur Maðurinn var að koma flugleiðis frá Kaupmanna- höfn um hádegi á föstudag þegar leitarhundur í eigu lögreglumanns á Keflavíkurflugvelli sýndi farangri hans sérstakan áhuga. í kjölfarið var ákveðið að taka manninn til frekari athugunar og við leit fund- ust rúm fjögur kíló af kannabisefni NETARALL Hafrannsóknastofn- unar fór fram í annað sinn í síðasta mánuði. Þá fara fram mælingar á hrygningarstofni þorsks og var afli báta sem tóku þátt i rallinu í ár um 20% meiri en rallinu í fyrra. Netarallið fór fram dagana 8.-18. •—-4ipríl sl. en veður tafði mælingar Lífeyrissjóða- frumvarpið Agrein- ingxir og afgreiðslu frestað ^ FRUMVARP ríkisstjómarinn- ar um skyldutryggingu lífeyr- isréttinda og starfsemi lífeyr- issjóða var afgreitt úr efna- hags- og viðskiptanefnd Al- þingis í gær með fímm atkvæð- um meirihlutans gegn fjórum atkvæðum. Ákveðið hefur ver- ið að fresta afgreiðslu frum- varpsins til hausts. Tveir stjórnarþingmenn gera fyrirvara um frumvarpið, þeir Einar Oddur Kristjánsson og Pétur Blöndal. Skipuð verð- ur nefnd, m.a. fulltrúum ASÍ og VSÍ, til að fara yfir málið í sumar. Fulltrúar þeirra segj- ast sammála því að fresta af- greiðslu frumvarpsins, segja afstöðu hreyfinga sinna ljósa og hafna tillögum meirihluta efnahags- og viðskiptanefnd- ar. ■ Afgreiðslu frestað/6 límd á líkama mannsins. Þefvísi hundsins er þakkað að fíkniefnin fundust. „Við höfum ákveðnar grunsemd- ir um hverjir stóðu að þessum innflutningi hérlendis og málið er í rann- sókn,“ segir Einar Karl Kristjánsson, starfandi full- trúi hjá fíkni- efnadeild lög- reglunnar. Seinast í des- ember fundust um tíu kíló af kannabisefnum í fórum hol- lensks pars sem handtekið var á Keflavíkurflugvelli, en einungis hef- ur verið lagt hald á lítilræði af fíkni- efnum þar síðan þá. Áætlað sölu- andvirði þessa fengs sem lagt var hald á á föstudag á fíkniefnamark- aði hérlendis er talið nema á milli 4,5 og 6 milljóna króna. nokkuð fyrstu dagana. Fimm bátar tóku þátt í rallinu og voru lögð net á þekktum hrygningarsvæðum frá Breiðafirði og austur undir Homa- fjörð. Vilhjálmur Þorsteinsson, fiski- fræðingur, sem var verkefnisstjóri netarallsins, segir að ekki liggi enn fyrir endanlegur heildarafli en líklega sé hann á bilinu 670-680 tonn. í fyrra veiddust 550 tonn í rallinu og er aukningin því um 20% á milli ára. Mokveiði á Selvogsbanka Vilhjálmur segir að einkum hafl orðið vart við mun meiri afla á Sel- vogsbanka, þar hafí verið mokveiði og fengist allt upp í 1.700 fískar í trossu. „Þeir árgangar sem voru mest áberandi í fyrra voru það sömu- leiðis nú, reyndar árinu eldri. Hins- vegar hefur aldursgreining ekki enn farið fram og því erfítt að fullyrða nokkuð um það. Það er ljóst að það er töluvert að koma inn af yngri fiski,“ segir Vilhjálmur. TILLAGA um skipulag miðhálend- isins til ársins 2015 er í lokavinnslu. Er stefnt að því að auglýsa tillöguna síðar í mánuðinum og afgreiða hana í árslok. Svæðisskipulagsnefnd miðhálend- isins lagði síðustu hönd á skipulags- tillöguna á fundi í vikunni. Að sögn Snæbjörns Jónassonar, formanns nefndarinnar, verður á miðvikudag óskað heimildar Skipulags ríkisins til að auglýsa tillöguna opinberlega og fáist sú heimild sé stefnt að kynn- ingu í lok næstu viku. Tillagan muni þá liggja frammi víðs vegar um land- ið þannig að hægt sé að gera við Eldur á reyklausum degi UM 15 þúsund manns sóttu hátíð Tóbaksvarnanefndar í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um í Laugardal á sunnudag, en þá var reyklausi dagurinn. Mannfjöldinn tók þátt í ýmsum leikjum og margir horfðu agn- dofa á eldgleypinn leika listir sínar. Að sögn Þorgríms Þráins- sonar framkvæmdastjóra Tób- aksvarnanefndar tókst skemmtunin afar vel. Sagði hann að yfirleitt hefði reyk- lausi dagurinn verið haldinn á virkum dögum, en nú hefði verið ákveðið að bjóða til fjöl- skylduskemmtunar um helgi. hana athugasemdir. Yfir þær verði síðan farið og sé stefnt að lokaaf- greiðslu í lok ársins. Friðun og nýting Skipulaginu er ætlað að koma böndum á framkvæmdir og umferð á miðhálendinu. Var svæðisnefndin skipuð árið 1993 og sitja þar fulltrúar þeirra sýslna sem liggja að mið- hálendinu. Snæbjöm sagði hins vegar aðspurður að menn hefðu rétt til að gera athugasemdir við skipulagstillög- una, hvar á landinu sem þeir byggju. Snæbjörn sagði að tillagan snerist um hvaða svæði miðhálendisins ætti JÓNAS H. Haralz, fyrrverandi bankastjóri og fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans, leggur til í nýrri skýrslu um þróunarsamvinnu íslands að framlög íslands til þróun- armála verði hækkuð úr um 0,1% af vergri þjóðarframleiðslu (VÞF) í 0,15% á næstu fímm árum. Hilmar Þ. Hilmarsson, formaður stjómar Þróunarsamvinnustofnunar Islands (ÞSSI), segir að stjórnin hafi skilað utanríkisráðherra tillögum, þar sem tekið sé undir með Jónasi. í skýrslunni, sem unnin er fyrir utanríkisráðuneytið og ÞSSÍ, kemur að friða, veija eða vernda og hvar ætti að heimila mannvirkjagerð og aðra nýtingu, einkum í tengslum við ferðamannaiðnað og orkuiðnað. Landslagsarkitektastofan Land- mótun hefur haft umsjón með verkinu og unnið að tillögunni, sem byggist á þeirri grunnhugmynd að skipta miðhálendinu upp í stórar samfelldar landslagsheildir og belti. Miðað er við að öll meiriháttar mannvirkjagerð á hálendinu verði á afmörkuðum beltum yflr Kjöl og Sprengisand, en síðan verði myndaðar stórar og samfelldar verndarheildir sem spanni stærstu ósnertu víðemi landsins. fram að Alþingi hafi árið 1971 sett í lög að framlag íslands til þróunar- mála skyldi nema 0,7% af þjóðar- framleiðslu. Það markmið hafi verið ítrekað með þingsályktun árið 1985. Framlag Islands til þróunar- mála nemi hins vegar ekki nema 0,1% í ár, en sé um 0,4% að meðal- tali í iðnvæddum ríkjum. Jónas segir að hækkun framlags- ins í 0,15% af VÞF sé því ekki æskilegt markmið heldur markmið, sem geti verið raunhæft. ■ Framlag íslands/11 Flak Æsu í Arnarfirði Kafað fjór- um sinnum til viðbótar ÁKVEÐIÐ hefur verið að kafa fjór- um sinnum til viðbótar niður að flaki kúfiskskipsins Æsu á botni Amar- íjarðar. I gær var kafað í tíunda sinn, en ákveðið að bæta við tveimur köfunum í dag og tveimur á morg- un, til að rannsaka flakið betur. Búið er að koma vírum á skelplóg Æsu og verður hann að líkindum hífður upp á morgun, en þó gæti svo farið að hann næðist upp í dag. Plóg- urinn verður vigtaður og mældur, til að komast að því hvort hann gæti hafa átt þátt í að skipinu hvolfdi. Lík skipstjórans, Harðar Sævars Bjamasonar, fannst um borð í Æsu á föstudag og var flutt til Reykjavík- ur á sunnudag. Kafarar hafa ekki fundið lík Sverris Halldórs Sigurðs- sonar, en Kristinn Ingólfsson, verk- efnisstjóri við köfunina og fulltrúi Siglingastofnunar íslands, sagði að við rannsakanir kafara í fyrirhugð- um fjórum köfunum þrengdist hring- urinn við leitina. Hann kvaðst ekki geta svarað því hvort enn yrði bætt við ferðum kafara niður að flakinu, fyndist líkið ekki í þessum viðbótar- ferðum. ■ Skelplógur/4 -----♦ ♦■■■♦-- Smáskjálft- ar í Oxar- firði JARÐSKJÁLFTAHRINUR mældust í Öxarfirði öðru hveiju í gær og fyrradag. Aðeins er þó um að ræða smáskjálfta, að sögn Ragnars Stef- ánssonar, jarðeðlisfræðings á Veður- stofu Islands. Stærstu kippirnir hafa mælst rúm- lega 2 stig á Richter og eiga þeir upptök sín úti á miðjum Öxarfírði. Ragnar segir hins vegar orðið frekar rólegt á Hengilssvæðinu, þar hafí aðeins mælst 20-30 smáskjálft- ar á dag að undanförnu en þegar mest var fóru skjálftarnir upp í 1.200 á dag. Þó að farið sé að hægjast um í Henglinum telur Ragnar þó ekki hægt að segja að hrinan sé alveg dottin niður. Morgunblaðið/Golli VIÐ leit fundust rúm fjögur kíló af kannabisefni límd á iikama mannsins. Mikil aflaaukning í netarallinu Um 20% aukning frá síðasta ralli Morgunblaðið/Þorkell Tillaga að skipulagi mið- hálendis kynnt bráðlega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.