Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vinnustaðasamningur Hagkaups Tímakaup fólks í hluta- störfum lækkar Sjávarstabð fyi um12tíHÍ jjótund árui meira hæð yfir sjávarmáli 110 Þversnið jarðlaga þar sem _ IC -C ~ 80 hvalbeinin fundust " 70 60 Líklegt að fleiri bein fínnist TÍMAKAUP starfsmanna Hagkaups á Eiðistorgi sem eru í hlutastarfi lækkar um u.þ.b. 200 krónur í kjöl- far vinnustaðasamnings sem þar hefur verið gerður. Vinnustaða- samningurinn var samþykktur með 85% atkvæða og felur hann í sér sex tíma og sjö tíma vaktir og fær starfs- fólkið jafnhá laun fyrir 12-15% minni vinnu en áður. Vægi atkvæða starfsfólks í hlutastörfum var minna en fastráðinna starfsmanna í at- kvæðagreiðslu um samninginn. Gunnar Páll Pálsson, hjá Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur, segir að laun starfsfólks í hlutastörfum geti lækkað talsvert. Hann segir að dagvinnu- og yfirvinnukaup falli nið- ur og í staðinn komi vaktavinnukaup sem sé jafnaðarlaun. Starfsfólk í hlutastörfum er að mestu námsmenn sem hafa unnið um kvöld og helgar á næturvinnukaupi. Gunnar Páll segir að þeir hafí jafnvel verið að fá greidd hærri laun fyrir minni vinnu en fastráðnir starfsmenn. Minna vægi atkvæða Á kjörskrá voru um 75 manns og þar af voru um 25 fastráðnir starfs- menn en aðrir, um 50 manns, í hluta- störfum. „Það verða ráðnar tvær ÞÆR létu fara vel um sig endumar á Tjörninni í gær. Andarungarnir kanna umhverf- ið og móðirin fylgir þeim fast á eftir. Sólskin var í borginni þótt enn sé kuldi í lofti og margir UNNIÐ er nú að stefnumótun fyrir framtíðarskipulag raforkumála í landinu og er eitt skrefa hennar að breyta stjórnskipulagi orkufyrir- tækja í hlutafélög, stofna félag um meginflutningakerfið og að aðskilja vinnslu, flutning, dreifingu og sölu í reikningum orkufyrirtækja. Kom þetta fram í ræðu Halldórs J. Kristj- ánssonar ráðuneytisstjóra iðnaðar- ráðuneytisins á ársfundi Rarik í gær. „I stefnumótuninni verður lögð megináhersla á að skilja að náttúru- lega einkasöluþætti raforkukerfis- ins og þá þætti þar sem samkeppni verður við kcmið,“ sagði Halldór J. Kristjánsson einnig. „I þessu felst að í áföngum verður unnið að því að skapa forsendur fyrir aðskilnaði fullgildar vaktir. Starfsfólki í hluta- störfum fækkar verulega og Hag- kaupsmenn telja að það þurfí nánast enga aðstoðarmenn um helgar. Þeirra verður þó þörf á virkum dög- um frá kl. 16-20. Fastráðnum starfsmönnum fjölgar hins vegar verulega," sagði Gunnar Páll. Hann sagði að VR hefði_ gert sérstakan samning við VSÍ um skiptingu á vægi atkvæða og var það gert að danskri fyrirmynd. „Þeir sem vinna undir 20 stundum á viku höfðu 20% atkvæðisvægi í atkvæðagreiðslunni, þeir sem vinna 20-30 stundir í viku höfðu 25% vægi, þeir sem vinna 30-40 stund- ir á viku höfðu 75% vægi og þeir sem vinna meira en 40 stundir á viku höfðu fullt atkvæðisvægi," sagði Gunnar Páll. Hann sagði að samningurinn hefði verið samþykktur jafnvel þótt starfs- fólk í hlutastörfum hefði haft fullt atkvæðisvægi. Sá vamagli er í samningnum að þeir sem ekki vilja vera undir þessum samningi geta tilkynnt það til síns vinnuveitanda og halda þá fyrri ráðningarkjörum sínum. Gunnar Páll bjóst við að margir starfsmenn í hlutastörfum myndu nýta sér þetta. sjálfsagt farnir að bíða óþreyju- fullir eftir því að geta spókað sig á stuttbuxunum. Endurnar láta sér fátt um veðráttuna finnast enda ýmsu vanar í þeim efnum. vinnslu, flutningi og dreifíngu raf- magns. Jafnframt er nauðsynlegt að búa svo um hnútana að sam- keppni geti þróast eðlilega á þeim sviðum þar sem hún á við, þ.e. í vinnslu og sölu rafmagns, og að komið verði á virku eftirlitskerfi á sviðum einkaréttar, þ.e. flutningi og dreifíngu rafmagns." Ráðuneytisstjórinn sagði að þess- ar breytingar yrðu að koma í áföng- um og taka yrði fullt tillit til stöðu raforkufyrirtækjanna og veita þeim svigrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum. Halldór J. Kristjánsson taldi fyrsta skrefið í átt að breyttu skipu- lagi raforkumála að aðskilja vinnslu, flutning, dreifíngu og sölu bókhaldslega í reikningum orkufyr- LÍKLEGT er að fleiri hvalbein eigi eftir að fínnast í malarnámu við Stórufellsöxl í Skilmanna- hreppi, að sögn Jóns Heiðars Allanssonar, forstöðumanns Byggðasafnsins að Görðum. Fundust þar hvalbein í fyrra- dag og er hluti af öðru beininu enn fastur í stálinu, þ.e. malar- veggnum. Gæti fundarstaður- inn bent til þess að þau séu allt að 13 þúsund ára gömul, en þau fundust í 85 metra hæð yfir sjávarmáli. Beinin sem fundist hafa eru í góðu ásigkomulagi sem bendir til þess að varðveisluskilyrði séu góð. Er þess vegna líklegt að fleiri bein eigi eftir að koma í ljós, að sögn Jóns Heiðars. „Ekki er hægt stunda ná- kvæmari uppgröft vegna þess að það getur verið varasamt. Mikið er af möl, hún er á stöð- ugri hreyfingu og þess vegna er hættulegt að vinna undir malarveggnum. Við munum hins vegar fylgjast með og verð- um látnir vita ef eitthvað finnst.“ Jón Heiðar segir að fundist hafi nokkur brot til við- bótar, en ekki sé Ijóst hvort um bein úr sömu skepnu sé að ræða. Það skýrist ekki fyrr en beinin komi úr DNA-rannsókn. Hvalurinn hefur drepist á ströndinni „Beinin eru í fjörusetlögum í 85 metra hæð,“ segir Hreggvið- irtækja og sagði hann sum fyrir- tækjanna þegar hafa tekið upp þá nýbreytni. Annað skrefíð gæti verið að stofna félag um meginflutnings- kerfíð, landsnetið. „Á vegum ráðuneytisins er verið að skoða hvaða tæknilega þætti þurfí sérstaklega að kanna vegna stofnunar Landsnets. Sömuleiðis er verið að athuga með hvaða hætti unnt er að greina milli Landsnetsins og dreifikerfa og meta kosti og galla þessara leiða. Sérstaklega verður hugað að því hvaða leiðir eru til gjaldtöku fyrir flutninginn," og sagði ráðuneytisstjórinn að síðan þyrfti að taka afstöðu til tæknilegra þátta og taka yrði afstöðu til þess hvaða leiðir varðandi aðgreiningu Landsnetsins og dreifikerfisins ur Nordal, doktor í jarðfræði. „Þetta set hefur myndast þegar sjávarborð stóð í 100 til 110 metra hæð yfir núverandi sjávarmáli. Hvalurinn hefur lík- lega drepist á ströndinni, en beinin grafist nokkru neðan við sjávarmál.“ Hreggviður segir fundinn að því leyti merkilegan að það séu alltaf tíðindi þegar leifar finnist af hryggdýrum og í þessu tilviki sé hvalurinn í fjöruseti sem gefi möguleika á að aldursá- kvarða þessa háu sjávarstöðu beint. „Þau bein sem hafa fundist hingað til hafa yfirleitt forfarist vegna þess að þau hafa ekki verið í eins góðu ásigkomuIagi,“ segir hann. „Hingað til hafa slík bein verið látin þorna óvar- in í andrúmslofti, sem verður til þess að þau molna. Ætlunin er hins vegar að halda þeim blautum í Byggðasafninu að Görðum." Hreggviður segir að þessi fundur sé ekki einsdæmi. Áður hafi fundist hvalbein í Aðaldal, sem hafi verið aldursákvarðað og reynst vera um 10.200 ára gamalt. „Einnig hefur fundist hvalbein í Rauðamel, sem reyndist vera a.m.k. 35 þúsund ára gamalt,“ segir hann. „Þær niðurstöður hafa ekki ennþá verið birtar vegna þess að rann- sóknir á setlögunum í Rauðamel standa enn yfir.“ þyrfti að kanna frekar. Yrðu bæði stjómmálamenn og fulltrúar orku- fyrirtækjanna að koma þar við sögu. Segir hann stefnt að því að ljúka þessum athugunum í haust og leggja fram frumvarp til laga fyrir Alþingi á næsta ári. Þriðja skrefíð taldi ráðuneytis- stjórinn vera að breyta stjórnskipu- lagi orkufyrirtækja og móta arð- stefnu þeirra. Taldi hann ekki ólík- legt að á árunum fram til 2004 yrði þeim breytt í hlutafélög, á ár- unum 2004 til 2007 yrði lokið við að innleiða samkeppni til að mæta aukinni raforkuþörf til almennings og árin 2007 til 2009 yrði myndað- ur orkumarkaður á vegum Lands- netsins og að þá ríkti fijáls sam- keppni í viðskiptum með raforku. Eigenda- skipti á Hard Rock TÓMAS Tómasson veitinga- maður hefur selt Hard Rock Café hf. í Kringlunni. Kaupend- ur eru Helga Bjarnadóttir, fyrr- verandi eiginkona hans, og Kristbjörg Kristinsdóttir, fjár- málastjóri Hard Rock Café. Tómas hefur rekið veitinga- staðinn í tæp 10 ár. Helga hefur að undanförnu rekið Grillhúsið í Tryggvagötu, en hún kom að rekstri Hard Roek Café á fyrstu árum stað- arins. Helga og Kristbjörg þekkja því reksturinn mjög vel. Ekki eru uppi áform um breytingar á rekstrinum, en nýr matseðill verður kynntur í sumar. Tómas sagði að hann myndi núna einbeita sér að rekstri Hótel Borgar og Kaffíbrennsl- unnar, en þessi fyrirtæki hefur hann rekið síðustu ár samhliða rekstri Hard Rock Café. Trillur í erfiðleikum TVEIR smábátar lentu í erfið- leikum með stuttu millibili snemma í gærmorgun og voru dregnir vélarvana til lands. Vélarbilun varð í öðrum bátn- um en hinn hafði fengið að- skotahlut í skrúfuna. Sendi annar báturinn út beiðni um aðstoð um kl. hálf fímm í gærmorgun en hann var þá staddur 29 mílur norðvestur af Garðskaga. Tilkynninga- skyldunni barst svo hjálpar- beiðni frá öðrum bát hálftíma síðar en hann var staddur á svokölluðu Syðra-Hrauni. Var annar báturinn dreginn inn til Reykjavíkur en hinn tii Sand- gerðis. Verðlaun fyrir frí- merkjasöfn TVÖ frímerkjasöfn íslendinga hlutu verðlaun á alþjóðafrí- merkjasýningunni Pacific ’97 sem haldin er í San Francisco. Tilefni sýningarinnar er 150 ára afmæli bandarískra frí- merkja. Á sýningunni eru aðeins tvö söfn íslendinga í tíu römmum, þ.e. íslandssafn Indriða Páls- sonar, sem fékk gullverðlaun, og safn Jóns Aðalsteins Jóns- sonar af dönskum tvílitum frí- merkjum frá 1870-1905 og fékk það stórt, gyllt silfur. Jón Aðalsteinn segir að þetta sé mikil viðurkenning fyrir söfn íslendinganna því sýningin sé mjög stór og vönduð. Alls eru sýningarrammarnir 3.500. Aukin þjón- usta með safnkorti OLÍUFÉLAGIÐ hf. sendir frá sér nýtt Safnkort. Sú breyting felst í nýju Safnkortunum að nú geta viðskiptavinir safnað punktum þegar þeir greiða með kreditkortum. Um 3 ár eru síðan fyrirtæk- ið hóf að bjóða viðskiptavinum sínum slík fríðindi, fyrst ís- lenskra fyrirtækja. Safnkorts- hafar eru 70.000 og munu þeim verða send ný kort í júní. Fram að þessu hafa korthafar ein- ungis safnað punktum stað- greiði þeir vörur og þjónustu. Geta þeir nú látið tengja Safn- kortið rafrænt við greiðslukort sín á næstu bensínstöð ESSO. Ráðuneytissljóri iðnaðarráðuneytis um framtíð raforkumála Orkufyrirtækjum breytt í hlutafé- lög og félag um flutningakerfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.