Morgunblaðið - 07.06.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 07.06.1997, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ íslensk kona þingmadur í Svíþjóð I vinnunni allan sólarhringinn ANNAR tveggja þing- manna Gotlendinga í sænska þinginu er ís- lensk kona frá Stykkis- hólmi, Ingibjörg Sig- urðardóttir. Frá árinu 1977 hefur hún einnig setið í fjölflokka sveit- arstjóm Gotlands og var hún fyrsta konan til að fá sæti í sjö manna yfirstjórn eyjarinnar, eins konar bæjarráði. Ingibjörg tók sæti í sænska þinginu í októ- ber 1994 en þá hafði hún skipað þriðja sæti lista jafnaðarmanna í tíu ár. í þingkosningun- um í september það sama ár hrepptu jafnaðarmenn bæði þingsæti Got- lendinga og var Ingibjörg þar með orðin varaþingmaður. Þegar annar þingmannanna, Klas Göran Larson, fórst með farþegafetjunni Estoniu í lok september, tók Ingibjörg sæti hans á þinginu. „Það var svolítið skrýtið, en svona er nú lífið. Það heldur áfram,“ sagði Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið í liðinni viku, þegar hún var stödd hér á landi í stuttri heimsókn. Til- efni heimsóknarinnar var stúdents- útskrift systurdóttur hennar og átt- ræðisafmæli móður hennar. Fólk áttar sig ekki á að fulltrúi Gotlands er íslendingur „Fólk áttar_ sig greinilega ekki á því að ég er íslendingur. I sænska þinginu er ég fulltrúi Gotlands og það er eins og fæstir þar hugsi út í það að ég sé útlendingur. Það hef- ur t.d. komið hópur frá Alþingi í heimsókn í þingið og ég var ekki einu sinni látin vita,“ segir hún. Ingibjörg giftist árið 1960 Rune Söderholm bifvélavirkja og flutti með honum til Gotlands. Hún fór út að skoða heiminn 17 ára, árið 1958, bjó í Finnlandi í eitt ár og annað á meginlandi Svíþjóðar, áður en leiðin lá til Gotlands, perlunnar í Eystrasalti, eins og eyjan er mark- aðssett í ferðamannabæklingunum. Þau hjónin eiga tvær uppkomnar dætur og tvö barnaböm. Ingibjörg er menntuð fóstra en nú tekur pólitíkin hug hennar allan. Hún hafði ekki skipt sér af stjórn- málum heima á íslandi, en þegar hún kynntist eigin- manni sínum tengdist hún að eigin sögn mik- illi kratafjölskyldu. Hún fór að starfa með ungliðahreyfingu flokksins og varð seinna virk í verkalýðs- félagi sínu. Þannig leiddi eitt af öðru, hún komst inn í sveitar- stjóm og situr nú jafn- framt á þingi. „Maður er á þingi fyrir landið allt en Got- lendingar vilja helst að sínir þingmenn vinni bara fyrir Gotland. Meðal þess helsta sem við emm að berjast fyrir er að ná niður verðinu á flutningum milli meginlands Svíþjóðar og Gotlands, bæði fyrir fólk og afurðir. Um 75% af gulrótauppskerunni í Svíþjóð koma t.d. frá Gotlandi og það má ekki vera dýrara að rækta gulrætur á Gotlandi bara vegna þess að það er dýrara að flytja þær þaðan en t.d. frá Gautaborg til Stokkhólms. Þá emm við einnig að beijast fyrir fleiri atvinnutækifærum, þau eru núna helst í ferðaþjónustu. Auk þess blómstra nú fyrirtæki í hugbúnaðar- gerð og upplýsingatækni, því það er jú nokkuð sama hvar þau eru í sveit sett þegar við höfum upplýs- ingahraðbrautina." Býr í vinnuherberginu í Stokkhólmi virka daga Starfi Ingibjargar fylgja mikil ferðalög. Yfirleitt situr hún fundi sveitarstjórnar heima á Gotlandi á mánudögum og flýgur svo til Stokk- hólms á mánudagskvöldum og heim aftur á föstudögum. í Stokkhólmi býr hún, eins og svo margir sænskir landsbyggðarþingmenn, í vinnuher- bergi sínu í þinginu. I herberginu, sem ekki er of stórt, hefur hún að- eins það allra nauðsynlegasta; stórt skrifborð, stól og rúm, sjónvarp, tölvu og lítið baðherbergi. Þannig að segja má að hún sé í vinnunni allan sólarhringinn. „Það fyrsta sem ég sé á morgn- ana þegar ég vakna er það sem teng- ist vinnunni; tölvan og pappírsstafl- arnir á skrifborðinu, og það er líka það síðasta sem ég sé þegar ég fer að sofa á kvöldin," segir Ingibjörg. Ingibjörg Sigurðardóttir. Nýjar á söluskrá m.a. eigna: Fyrir smið eða laghentan Efri hæð og rishæð um 150 fm. Sérinng. Sérhiti. Sérþvaðstaða á rúmgóðu baði. Þarfnast nokkurra endurbóta. Húsið stendur á eignarlóð skammt frá Danska sendiráðinu. Neðri hæð í tvíbýlishúsi Sólrík neðri hæð, tvær stofur, svefnherb., eldhús og bað ásamt tveimur rúmgóðum kjherb. Góður bílskúr með vinnuaðstöðu í kjallara. Húsið stendur skammt frá Gróðrarstöðinni í Breiðholti. Hjallavegur - Kleppsvegur - góð kjör Endurnýjaðar 2ja herb. íbúðir á góðum kjörum. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Einbýlishús við Hrauntungu - Kóp. Mjög gott steinhús 141,2 fm auk geymslu m.m. Góður bílskúr 33,6 fm. Ræktuð lóð. Sólverönd. Heitur pottur. Tilboð óskast. Á vinsælum stað í Keflavík Vel byggt steinhús, hæð og kj. 152 fm. Bílskúr 50 fm. Kj. var áður séríbúð. Skipti á eign (Rvík/nágr. æskileg. Fjöldi fjársterkra kaupenda á skrá. Margskonar eignaskipti möguleg. Sérstaklega óskast góðar eignir miðsvæðis í borginni. Rúmgóð húseign óskast í gamla bænum eða nágrenni. Margt kemur til greina. • • • Opið í dag kl. 10-14 3ja-4ra herb. fbúð með bflskúr óskast. Margt kemur til greina. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 FRETTIR Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson MEÐ Norröna komu 370 farþegar og þeim tilheyrðu 147 farartæki. Morgunblaðið/Halldór St. FRAMANDI aðstæður mættu ferðamönnum er þeir lögðu á snævi þakta Fjarðarheiðina. Norðan- kuldi mætti Norrönu Seyðisfirði. Morgunblaðið. Á SEYÐISFIRÐI er það tvennt sem einkennir mannlíf bjartari mánuði ársins framar öðru. Ann- ars vegar er það koma vorsins þegar Hjörtur í Shell-sjoppunni byrjar að selja mjúkan ís eftir vetrarhvíldina og hins vegar er það sumarkoman þegar farþega- feijan Norröna kemur í fyrstu ferð ársins. Þegar feijan lagðist að bryggju á fimmtudaginn varð andrúmsloft svo sannarlega sum- arlegt, í það minnsta evrópskt. Hitinn var þó rammíslenskur, um 5 stig. Snjór var ekki nema í miðjar hlíðar fjallanna en ferða- fólkið í sumarleyfum var misvel búið undir ferðina yfir Fjarðar- heiði. Viðvörun hafði þó verið gefin út um borð í ferjunni um hálku á Fjarðarheiði vegna snjó- komunnar daginn áður. Vegagerðin hafði viðbúnað frá því klukkan hálfsex um morgun- inn til þess að tryggja að ferða- menn kæmust klakklaust yfir Fjarðarheiðina. Með feijunni nú komu 370 farþegar á 147 farar- tækjum og utan fóru 365 farþeg- ar á 100 farartækjum. Ný aðstaða fyrir farþegamót- töku og tollaafgreiðslu hefur verið byggð á Fjarðarhöfn og var hún í nokkurs konar prufu- keyrslu við móttöku fyrstu far- þeganna nú. Hún verður form- lega tekin í notkun í næstu viku. Nokkrir þingmenn Austurlands ásamt Þorsteini Pálssyni dóms- málaráðherra fylgdust með komu feijunnar og ræddu við forráðamenn feijurekstursins og lög- og tollþjónustunnar. Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Austafars, um- boðsaðili Smyril-Line hér á landi, sagði að bókanir fyrir sumarið nú væru þokkalegar og betri en í fyrra. Hann var að vonum glað- ur yfir því að nú sæju menn fram á bætta aðstöðu fyrir móttöku ferðamanna við höfnina. Jónas sagði næsta verkefnið vera að klára landganginn. Það verkefni mun kosta um 10 miUjónir króna. Aðspurður um hvemig ráðherra hefði tekið undir umræður um þann áfanga sagði Jónas: „Hann tók vel í öll okkar mál. Hann hefur mikinn skilning á þessu og ekki síður þingmennim- ir. Það er allt jákvætt. Svo er bara að vona að þetta gangi eftir.“ Menntamálaráðherra um breytta forgangsröð tungumála Verðum að taka mið af nyjum kröfum BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra kveðst telja eðlilegt að menn endurskoði afstöðu sína hvað varðar forgangsröð í kennslu erlendra tungumála, í Ijósi tillagna stefnu- mótunarnefndar um endurskoðun aðalnámskráa, þar sem þær séu gerðar á mjög traustum forsendum. Rikisstjórnin hefur nú þegar sam- þykkt að enska verði tekin fram yfir dönsku sem fyrsta erlenda tungumál og byrjað að kenna hana í fimmta bekk i stað sjöunda áður, en dönskukennsla hefjist í sjöunda bekk. Menntamálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði alltaf verið talsmaður þess að dönskunni væri gert hátt undir höfði í íslenska skólakerfinu. Hann segir Dani hafa metið mikils póli- tískan áhuga Islendinga á því að halda áfram að kenna dönsku sem fyrsta erlenda tungumál þegar umræða um það kom upp á Alþingi fyrir þremur árum. „En það er alveg ljóst að það er ekki með nokkru móti unnt að rökstyðja að þær tillögur sem nú hafa verið lagðar fram og samþykkt- ar dragi úr gildi dönskunnar í ís- lenska skólakerfínu, þvert á móti. Ef menn vilja að dönskunámið sé markvisst mæla öll rök með því að þessi leið sé farin,“ segir hann. Vegna ummæla um að með þeirri skipan sem nú hefur verið ákveðin sé verið að gefast upp fyrir enskum og amerískum menningaráhrifum segir menntamálaráðherra. „Við gerð nýrra aðalnámskráa grunn- og framhaldsskóla er höfuð- áhersla lögð á islenska þjóðmenn- ingu, sögu og tungu. Eg tel þá áherslu vera meira virði í menning- arlegu tilliti gagnvart erlendum áhrifum en það hvort enska eða danska sé fyrsta erlenda tungumál- ið. Þá ber einnig að hafa það í huga að við íslendingar fylgjum hreintungustefnu en Danir ekki. Enginn getur sakað mig um að vilja ganga á svig við sögulegar og menningalegar hefðir, en þær mega hins vegar ekki verða okkur ijötur um fót þegar lagður er grunnur að menntun þeirra sem hefja skóla- göngu við upphaf 21. aldarinnar. Nú eru gerðar allt aðrar kröfur um al- þjóðlega framgöngu en var á mínum skólaárum. Enskan hefur hlotið við- urkenningu sem alheimsmál og án góðrar kunnáttu í henni dagar menn uppi. íslenska skólakerfíð á að taka mið af því geri menn til þess nútíma- legar kröfur," sagði Bjöm. „Þegar tillögur eins og þessar koma frá stefnumótunarnefndinni, að viðbættu því faglega starfi sem unnið hefur verið innan ráðuneytis- ins á þessu sviði, og allt hnígur í þessa átt, þá verða menn líka að endurskoða eigin afstöðu, eins og ég hef gert í þessu máli. Ég tel að það sé gert á mjög traustum og öruggum forsendum, sem miða að því að hlutur dönskunnar minnki ekki á grunnskólastiginu." Aðspurður hvort þessi áherslu- breyting muni hugsanlega hafa áhrif á viðhorf Dana og þann fjár- hagslega stuðning sem þeir hafa veitt dönskukennslu hér á landi að undanförnu, kveðst ráðherrann ekki gera ráð fyrir því. Gerð námsefnis taki mið af nýrri aðalnámskrá Ráðherrann segir það óréttmæta gagnrýni sem fram hefur komið frá formanni Félags dönskukennara að gengið hafi verið fram hjá tungu- málakennurum við ákvarðanatök- una, þar sem i stefnumótunarnefnd- inni hafi m.a. verið tungumálakenn- arar. Auk þess starfi sérstakur for- vinnuhópur með þátttöku tungu- málakennara að undirbúningi að- alnámskráa. Á hinn bóginn séu sumar ákvarðanir vegna aðalnám- skrárgerðar þess eðlis að stjórnvöld verði að taka af skarið. I I I I . I i I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.