Morgunblaðið - 07.06.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 07.06.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGUR 7. JÚNÍ 1997 25 GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Eru sjálfsvíg aðeins framin í geðveikisástandi eða kemur slíkt einnig fyrir hjá fólki í góðu andlegu jafnvægi? Svar: Meiri hluti sjálfsvíga er framinn af fólki með geðræn vandamál. I geðveiki hafa tengslin við raunveruleikann rofnað eða brenglast að verulegu leyti og það er aðeins hluti fólks sem fremur sjálfsvíg sem þannig er ástatt um. I rannsókn Guðrúnar Jónsdóttur geðlæknis sem hún gerði á sjálfs- vígum sem urðu á árunum 1962-73 (Læknablaðið 1977) kemur fram að þeir sem sjálfsvíg frömdu höfðu verið greindir með einhvern geðsjúkdóm í tæpiega 60% tilvika, þar af geðveiki í 26%, hugsýki eða persónuleikaröskun í 11% og ofnotkun áfengis og vímu- efna í 22% tilvika. í 41% tilviki var ekki vitað til að viðkomandi hefði haft einkenni um geðsjúkdóm. Nýlegar erlendar rannsóknir benda til þess að þunglyndi, hvort heldur sem það flokkast undir geðveiki eða hugsýki, sé um 40%, ofnotkun áfengis og persónuleika- röskun tæpur fjórðungur hvort, en fólk án einkenna um geðræn vandamál sé 10-15%. Þunglyndi eða övænting er ein algengasta orsök sjálfsvíga. I djúpu þunglyndi sér sjúklingurinn ekki lengur tilgang með lífi sínu og sjálfsálit hans er mjög lítið. Fólk er oft mjög þunglynt og í sjálfsvígshættu þótt það sé ekki geðveikt í þröngum skilningi. Þunglyndið gæti þá flokkast undir hugsýki eða stafað af tímabundn- um áföllum sem valda sársauka og örvæntingu. Þegar um eiginlegt og verulegt þunglyndi er að ræða er sjúkling- urinn óvirkur og framtakslaus. Hann kann að vera með sjálfs- vígshugmyndir, en lætur þær ekki endilega uppi. Þó er brýnt að hafa á honum alla gát því að sjálfsvíg ber oft óvænt að. Með lyfjameð- ferð er leitast við að létta á geð- lægð sjúklingsins og þá er oft hættan mest á sjálfsvígi, þegar þunganum er að létta af honum, hann verður meira vakandi fyrir umhverfi sínu og finnur sárar til ástands síns. Hann verður virkari í hugsun og athöfnum og er því líklegri til að grípa til örþrifaráðs eins og sjálfsvígs. Þess vegna þarf að hafa vakandi auga fyrir ástandi sjúkiinga sem eru á leið upp úr þunglyndi sínu og styðja þá og hjálpa til að tala um vanlíðan sína. Sjálfsvíg eru ekki alltaf framin í þunglyndi. Sérstaklega getur það átt við um ungt fólk í sjálfsvitund- arkreppu eða undir snöggum geð- hrifum. Það getur átt til að grípa til þess að skaða sjálft sig af hvat- vísi einni saman og ef úr verður sjálfsvíg má stundum skoða það frekar sem slys en ásetning. Sjálfsvígstilraunir sem ekki heppnast eru margar og oft var þeim auðvitað ekki ætlað að heppnast heldur voru þær hróp á hjálp þess sem ekki kunni annað ráð til að tjá örvæntingu sína. Alltaf skyldi taka slíkt alvarlega og koma til móts við hjálparbeiðn- ina. En það eru líka til sjálfsvígstil- raunir þar sem fullur ásetningur liggur að baki, en misheppnast. Einkum á þetta við um langvar- andi þunglyndissjúklinga. þegar svo er má alltaf gera ráð fýrir að sjúklingurinn reyni aftur og nái markmiði sínu. Erfitt getur verið að koma í veg fyrir slíkt, en mikil- vægt er að ekki að- eins sé höfð full gát á sjúklingi í slíkum hugleiðing- um, heldur ekki síður að ná til hans og hjálpa honum til að ræða sjálfs- vígshugmyndir sínar. Það hjálpar alltaf sjúklingnum að draga sárar til- finningar sínar fram í dagsijósið og tala um þær. Eins og fram hefur komið er nokkur hópur fólks, sem ekki virðist hafa átt við geðræn vandamál að stríða, sem fremur sjálfsvíg. Liggja þá oft til þess ytri ástæður svo sem ólæknandi sjúkdómur, æru- missir eða fjár- hagslegt hrun. Þá getur það verið köld og yfirveguð ákvörðun að taka h'f sitt, þar sem engin önnur viðunandi lausn er í sjónmáli. í mörgum slíkum tilvikum má gera ráð fyrir að einsýni eigi stóran þátt í ákvörðuninni, en þá er átt við að viðkomandi einstaklingur sjái aðeins einn möguleika í stöð- unni þótt í reynd geti þeir verið margir. Sjóndeildarhringurinn hefur skerst vegna áfallsins og viðkomandi er fastur í einni hugs- un. í grein Harðar Þorgilssonar sálfræðings í Sálfræðibókinni (Rvík 1993) kemur fram að helstu áhættuþættir fyrir sjálfsvíg séu sársauki eða örvænting, hvatvísi og einsýni. Hættan sé mest á sjálfsvígi þegar allir þessir þættir eru í hámarki. Á árunum 1962-1973, sem rannsókn Guðrúnar Jónsdóttur tekur til, var tíðni sjálfsvíga á ís- landi svipuð og á hinum Norður- löndunum og í miðjum hópi Evr- ópulanda. Sjálfsvíg karla voru þrisvar til fjórum sinnum fleiri en kvenna og helst það hlutfall enn. Hins vegar hefur sjálfsvígum greinilega farið fjölgandi eftir 1980 og hefur vakið athygli hve margt kornungt fólk grípur til þessa úr- ræðis. Engin einhht skýring er á þessari þróun en tilgátur eru uppi um að þjóðfélagsbreytingar sem fela í sér meira rótleysi, aukna vímuefnanotkun, og minni stuðn- ing og fjölskyldutengsl kunni að eiga sinn þátt. Hafa verður þó í huga að hvert sjálfsvíg er einstakt og á sér sínar orsakir sem ekki er alltaf auðvelt að ráða í. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjaria. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í sima 569-1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 569-1222. Ennfremur símbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 560-1720. LÍFEYRISSJÓÐUR VESTFIRÐINGA Brunngötu 7, 400 (SAFIRÐI, SÍMI 456 3980, 456 4233 - Skrifstofan er opin kl. 8-17 Upplýsingar um starfsemi á árinu 1996 Lífeyrissjóður Vestfirðinga hefur starfað frá 1970 og aðildarfélög hans eru verkalýðsfélög á Vestfjörðum að frátöldum Verkalýðsfélagi Bolungarvíkur og verka- lýðsfélögum á Ströndum. Greiðandi sjóðfélagar á árinu 1996 eru 3.348 vegna landvinnu og 1.384 vegna sjómennsku. Frá upphafi hafa 17.966 félagar greitt iðgjöld til sjóðsins. Meðalaldur sjóðfélaga er 38 ár 61,0% eru karlar og 39,0% konur. Tryggingafræðileg úttekt Talnakönnun h/f hefur gert tryggingafræðilega úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins miðað við árslok 1996. Áfallnar skuldbindingar miðað við 3,5% ársvexti eru að fjárhæð 6.529,- millj. kr. Hrein eign skv. ársreikningi án núvirðingar er að fjárhæð 7.769,- millj. kr. eða um 1.240,- millj. kr. hærri. Staða með núvirðingu er 2.120 millj. kr. hærri en áfallin skuldbindin. Ef litið er til framliðarréttar eru skuldbindingar samtals að fjárhæð 13.907,- millj. kr. og eignir með endurmati og áætlun um framtíðariðgjöld eru 15.275,- millj. kr. eða 1.368.- millj. kr. hærri en áætlaðar skuldbindingar. Stjórn sjóðsins 1996: Pétur Sigurðsson Jón Páll Halldórsson Bjarni L. Gestsson Ingimar Halldórsson Framkvæmdastjóri: Guðrún K. Guðmannsdóttir. Fjárfestingar ársins 1996 í þús. kr. Hlutf. Verðbréfaeign 31.12.96 í þús. kr. Hlutf. Efnahagsreikningur 31.12.96 í þús kr. Húsbréf 184.683 9,20% Húsbréf 1.014.770 13,30% Veltufjármunir 1.426.020 Húsnæðisbréf 264.918 13,10% Skbr. húsnæðisstofnun 1.409.441 18,40% Skammtímaskuldir - 52.685 Byggðastofnun 45.160 2,20% Byggðastofnun 254.931 3,30% Hreint veltufé 1.373.335 Ftíkissjóður 387.492 19,20% Ríkissjóður 1.297.501 17,00% Fastafjármunir Bankar og sparisjóðir 468.369 23,20% Bankar og sparisjóðir 1.396.134 18,70% Skuldabréf 7.142.381 Eignaleigur 103.141 5,20% Eignaleigur 278.450 3,60% Hlutabréf/hlutdeildarskírt. 67.183 Sveitarfélög 182.141 9,10% Sveitarfélög 566.176 7,40% Varanlegir rekstrarfjármunir 12.071 Fyrirtæki 150.422 7,50% Fyrirtæki 355.823 4,60% Næsta árs/gjaldf. afb. - 804.000 Sjóðfélagar 39.531 1,90% Sjóðfélagar 214.132 2,80% Langtímaskuldir - 22.369 Önnur skuldabréf 69.513 3,40% Stofnlánasjóðir 285.509 3,70% Hlutabréf 85.342 4,20% Önnur skuldabréf 69.513 0,90% Hrein eign til greiðslu lífeyris 7.768.601 Hlutdeildarskírteini 36,901 1,80% Hlutabréf 423.084 5,50% Hlutdeildarskírteini 64.250 0,80% Yfirlit yfir breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir árið 1996 Samtals 2.017.613 100,00% Samtals 7.629.714 100,00% Fjármunatekjur nettó 621.742 Iðgjöld 433.720 Lffeyrir - 143.161 Lffeyrisgreiðslur 1996 f þús kr. fjöldi Kennitölur Árið 1996 Kostnaður - 25.415 Ellilífeyrir 54.382 404 Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum 33,00% Matsbreytingar 143.735 Örorkulífeyrir 62.897 201 Kostnaður sem hlutfall af iðgjöldum 5,90% Hækkun á hreinni eign 1996 1.030.621 Makalífeyrir 20.317 175 Kostnaður sem hlutfall af eignum 0,40% Hrein eign 01.01.1996 6.737.980 Barnalffeyrir 5.565 91 Raunávöxtun m.v. vísit. neysluverðs 8,90% Starfsmannafjöldi 3 Hrein eign til gr. lífeyris í árslok 7.768.601 Samtals 143.161 763

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.