Morgunblaðið - 07.06.1997, Qupperneq 26
LAUGARDAGUR 7. JUNI1997
FOTSPORUM BITLANNA
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÆGILEGT andrúmsloft rík-
ir í Háskólabíói þegar blaða-
maður heimsækir Olaf Gauk
og félaga á einni af lokaæfíngunum.
Allt virðist vera að smella saman,
enda er mikilli undirbúningsvinnu
lokið. Hljómsveitin, sem sam-
anstendur af sinfóníusveit, rokksveit
og söngvurum, spilar fjögur lög sem
flestir þekkja: Sgt. Pepper’s Lonely
Hearts Club Band, With a Little
Help from My Friends, Lucy in the
Sky With Diamonds og Good Mom-
ing Good Moming. Að því loknu er
smáhlé, sem Ólafur Gaukur nýtir til
að spjalla við blaðamann við lítið
borð fi'ammi.
- Petta hefur verið mikil vinna,
ekki satt?
„Þetta er mest forvinna, miklar
skriftir. Þegar ég er búinn að skrifa
og fyrstu tvær æfingarnar eru bún-
ar finnst mér vinnan eiginlega vera
búin. Vinnulagið er eins og tíðkast
erlendis, forvinnan sldptir öllu. Þeg-
ar mætt er á staðinn á allt að renna
mjúklega í gegn. Maður veit að
þetta er klárt fólk sem stendur sig
þegar á hólminn er komið.“
Mátulega
Tstahds s
Ein írægasta plata sögunnar, Sgt.
Pepper’s Lonely liearts Club Band með
Bítlunum, kom út fyrir 30 árum, 1. júnt
1967. ívar Páll Jónsson spjallaði við Ólaf
Gauk sem stýrir Sinfóníunni í flutningi á.
verkinu í Háskölabíói. ?
ÓLAFUR Gaukur einbeittur á æfingu í Háskólabíói.
Morgunblaðið/Ásdís
stressaður
- Er erfitt að stjórna sinfóníu-
hijómsveit?
„Það er samhæfingin milli sinfón-
íunnar og rokkhljómsveitarinnar
sem er hvað erfiðust. Það er tölu-
verður vandi að halda takti og alls
ekki gefið mál.“
- Ertu stressaður?
„Ég er alltaf mátulega stressað-
ur. Ég veit það ekki, ég hef alltaf
haft einhvern innbyggðan kraft
sem ég verð að leysa úr læðingi til
að koma hlutunum saman. Sam-
hæfing hljómsveita hefur verið mér
lífsstarf, þannig að þetta er ekkert
nýtt.“
- Þú ert því væntanlega feginn
að hafa farið á sínum tíma til
Bandaríkjanna til að læra að semja
kvikmyndatónlist?
„Jú, biddu fyrir þér, maður. Ég
væri steindauður annars, andlega."
- Hvað fannst þér um Bítlana og
tónlist þeirra á sínum tfma?
„Manni fannst tónlistin strax sér-
kennileg. Þeir rufu ýmsar hefðir,
svo sem að hafa tvo gítara, bassa og
trommur. Þeir bættu við tónlistina,
settu hitt og þetta inn í. Ég reikna
með að það hafi að miklu leyti verið
verk George Martins, án þess að ég
vilji gera lítið úr hlut Bítlanna
sjálfra. Ég er alveg viss um að þeir
voru sérkennilegir músíkantar og
höfðu sínar „original" hugmyndir."
- Lærðir menn töldu þetta ekki
vera fína tónlist.
„Nei, menn vilja alltaf setja mæli-
stokka á allt. En það eru bara
mannlegir mælikvarðar. Þegar
maður finnur sjálfan sig og getur
orðið heiðarlegur í sköpun sinni má
manni svo sem vera sama þótt ein-
hverjir karlar séu að setja mæli-
stokk á eitt eða annað. Ekki síst ef
maður selur plötur.“
Jaðrar við snilld
- Hefur álit þitt á tónlist Bítl-
anna breyst ígegnum tíðina?
„Ég þekkti hana alltaf töluvert,
en ég get ekki neitað því að hún hef-
ur orðið mér kærari með árunum,
eftir að ég fór að kafa í hana. Það
jaðrar margt við snilld og þetta var
mikil bylting. Byltingar eru nauð-
synlegar og þær hafa orðið í öllum
greinum. An þeirra verður engin
framþróun.
Að hugsa sér, þetta eru mörg
hundruð lög. Kannski er ekki hægt
að segja að þau séu hvert öðru
betra, en öll eru þau frambærileg
og yfir helmingur mjög góður. Svo
ekld sé minnst á afburðalögin sem
standa upp úr eins og toppurinn á
ísjakanum. Þau eru mörg, ekki bara
tvö eða þrjú, heldur fimmtán eða
tuttugu. Það má segja að Bítlamir
hafi átt verulegan þátt í að búa til
nútíma popptónlist. Þeir gerðu það
nánast einir síns liðs.“
- Hvað varst þú að gera árið
1967?
„Ég var að vinna fyrir mér sem
tónlistarmaður með hljómsveitinni
minni, Sextett Ólafs Gauks. Ég er
ekki einn af þeim sem muna hvar
Sergeant Pepp-
er’s Lonely He-
arts Club Band
(Lennon-McCartney)
McCartney: söngur, bassi,
aðalgítar. Lennon: röddun. Harri-
son: röddun, gítar. Starr: trommur.
Lagið var tekið upp í Abbey
Road-hljóðverinu eins og hin lög
plötunnar, 1.-2. febrúar og 3. og 6.
mars 1967. McCartney samdi það
sérstaklega til að vera byrjunarlag
plötunnar og að margra mati er það
frekar rýrt, þótt það þjóni tilgangi
sínum vel.
With a Little Help Frum
My Friends
(Lennon-McCartney)
Stam söngur, trommur, tamborína.
McCartney: bakrödd, píanó, bassi.
Lennon: bakrödd, kúabjalla. Harri-
son: aðalgítar. George Martin:
Hammond-orgel.
Annað lag eftir McCartney, samið
f tímapressu í lok mars og tekið upp
29. og 30. mars 1967. McCartney
heimsótti Lennon með hljóma lags-
ins I farteskinu og saman settust
þeir við pfanóið og sömdu textann,
sem er samansettur úr setningum
sem sumar duttu út úr vinum þeirra
sem staddir voru í sama herbergi.
Lagið hét upphaflega Bad Finger
Boogie.
Lucy in the Sky
Wlth Dlamonda
(Lennon-McCartney)
Lennon: tvöfaldur söngur, aðalgítar.
McCartney: röddun, orgel, bassi.
Harrison: röddun, aðalgítar,
kassagítar, tambúra. Starr: trommur,
maracas.
Eitt af draumkenndari lögum
Lennons. Margir héldu að með
textanum væri veriö að lofa of-
skynjunarlyfið LSD, sem Lennon
notaði mikið á þessum tfma. Upp-
hafsstafir orðanna í titlinum gefa
það f skyn: Lucy in the Sky With
Diamonds. Lennon hélt því hins
vegar fram að titillinn ætti rætur að
rekja til teikningar sem sonur hans
Julian kom með heim úr skólanum.
Getting Better
(Lennon-McCartney)
McCartney: tvöfaldur söngur, bassi.
Lennon: bakrödd, aðalgftar. Harri-
son: bakrödd,
aðalgítar, tam-
búra. Starr:
trommur,
conga-tromm-
ur.
Þetta lag
McCartneys
minnir í hljómi
og tiifinningu
á annað lag
hans, Good
Day Sunshine.
Eftir að hafa samið laglínuna bauð
hann Lennon í heimsókn til að yrkja
textann. Að vissu leyti er dimmara
yfir textanum en laglínunni, enda
skín kaldhæðni Lennons í gegn: „It’s
getting better all the time, it can’t
get no worse.“
þegar hann var að lagfæra bónda-
bæ sinn í Skotlandi. Lagið er ekki
dæmigert McCartney-lag og and-
rúmsloft þess er mjög sérstakt.
She’s Leaviny Hnme
(Lennon-McCartney)
McCartney: tvöfaldur söngur, bak-
rödd. Lennon: tvöfaldur söngur, bak-
rödd. Strengjasveit.
Enn eitt McCartney-lagið. Textinn
fjallar um kynslóðabilið, stúlku sem
flýr að heiman. Móðirin les orðsend-
ingu frá dóttur sinni sem yfirgaf
heimilið eldsnemma morguns. Þau
spyrja sig hvað farið hafi úrskeiðis í
uppeldinu: „What did we do that
was wrong, we didn’t know it was
wrong.“ Margir telja lagið hjartnæm-
asta lag Bftlanna.
ar. Harrison: munnharpa. Starr:
trommur, tamborína, munnharpa.
Martin: harmónfum-orgel, orgel,
klukkuspil. Mal Evans og Neil
Aspinall: munnharpa.
Lennon samdi text-
ann upp úr vegg-
spjaldi frá 1843 sem
hann rakst á í forn-
munabúð í Kent 31.
janúar þetta ár, þegar
Bítlamir voru að taka upp
kynningarmyndband
Strawberry Fields Forever. Vegg-
spjaldið var auglýsing fyrir fjölleika-
sýningu. Mikil vinna fór í að fram-
kalla stemmningu sem minnti á fjöl-
leikahús og Lennon var ánægður
með þann hluta lagsins. Hann var
hins vegar ekki ánægður með laga-
smíðina, taldi hana yfirborðskennda.
fyrir
Belng fnr the Benefit
of Mr. Ktte!
Wtttiln Ynu
Wlthnut You
(Lennon-McCartney)
(Harrison)
lagið á harmóníum-orgel heima hjá
vini sínum Kiaus Voorman (sem
teiknaði kápu Revolver-plötunnar),
eftir kvöldverð þar sem umræöuefn-
ið var andleysi nútímalffs. Harrison
var á kafi í indverskri tónlist á þess-
um tíma og útsetningin ber þess
greinileg merki.
When l’m Sixty-Fnur
(Lennon-McCartney)
McCartney: söngur, píanó, bassi.
Lennon: bakrödd, gftar. Harrison:
bakrödd. Starr: trommur, bjöllur. Ró-
bert Burns, Henry MacKenzie og
Frank Ready: klarinett.
McCartney samdi lagið áriö 1966,
þegar faðir hans varð 64 ára. Laglð
er ólíkt öðrum lögum á plötunni, ber
„nostalgíu" merki og hljómar líkt og
söngleikjalag frá þríðja áratugnum.
Lovely Rita
(Lennon-McCartney)
Lennon: tvöfaldur söngur,
McCartney:
bassi, gít-
orgel.
Flxiny a Hole
(Lennon-McCartney)
McCartney: tvöfaldur söngur, aðal-
gítar, bassi. Harríson:
bakrödd, tvöfaldur
aðalgítar. Lennon:
bakrödd. Starr.
trommur,
maracas. Mart
in: harpsfkord.
Höfundinum,
McCartney,
datt titillinn
í hug
Harríson: söngur, sftar, kassagftar,
tambúra. Óþekktir indverskir tónlist-
armenn: dilruba, svarmandal, tabla,
tambúra. Neil Aspinall: tambúra.
Strengjasveit.
Harrison lagði mikla
vinnu f þetta eina lag
sitt á plötunni. Hann
samdi
McCartney: söngur, pfanó, bassi,
greiða og blað. Lennon: bakrödd,
„munnlegt slagverk", kassagftar,
greiða og blað. Harríson: bakrödd,
kassagftar, greiða og blað. Starr:
trommur, greiða og blað.
McCartney hafði gaman af að
semja texta sem sögðu sögu.
Lennon sagði seinna um þessa
tilhneigingu vinar síns:
„Þessar sögur af leiðinlegu
fólki sem gerir leiðinlega
hluti - bréfberum og ritur-
um. Ég hef ekki áhuga á
lögum sem fjalla um þriðja
aðila. Ég vil yrkja um
mig, vegna þess
að ég þekki
sjálfan mig
best.“ a