Morgunblaðið - 07.06.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 07.06.1997, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Félag leiðsögumanna 25 ára NORSKA kvik- myndin Leiðsögumað- urinn, með Helga Skúlasyni í einu af að- alhlutverkunum, vakti verðskuldaða athygli fyrir nokkrum árum. Myndin fjallar um að- för erlendra manna að þjóðfiokki nyrst á Skandinavíuskaganum (væntanlega er um að ræða aðför víkinga að friðsömum Sömum). Einn úr hópi íbúanna er neyddur til að veita þessum óaldarseggjum leiðsögn að griðastað staðarbúa, en leysir verk sitt svo vel af hendi að ætt- menn hans bjargast. Þó að við leiðsögumenn eigum lítt sameiginlegt með þessari kvik- mynd, þá er margt í henni og at- ferli „leiðsögumannsins“ sem stundum leitar á huga minn þegar um leiðsögn ferðamanna er að ræða. Fyrst vil ég nefna virðinguna og ást viðkomandi á þjóð sinni og landi sínu. Einnig hvernig hann beitir kunnáttu sinni til að vernda þjóð sína fyrir misindismönnum; kunnáttu og þekkingu sem er arfur margra kynslóða í æðum hans. Borgþór S. Kjærnested. Nú er því svo farið, sem betur fer, að ná- lega allar þær þúsundir erlendra ferðamanna sem koma til íslands eru miklir aufúsugestir og bera hlýhug til lands og þjóðar. Öll vitum við hvernig það er að koma til nýs lands, sem jafn- vel hefur verið á óska- listanum yfir þau lönd sem vert er að heim- sækja, og hvernig slík ferð er án leiðsagnar. Mikið af því sem menn upplifa í slíkri ferð vill oft vera á misskilningi byggt við seinni athug- un, fordómar hafa eflst og lítið stendur eftir af eiginlegri tilfinn- ingu fyrir því að hafa yfirleitt heim- sótt viðkomandi land. Ég hef stund- um líkt þessu við að ferðast um eins og kálfur. Það sem fyrir augu ber skilur viðkomandi með svipuð- um hætti og skepnan, nema til komi þekking, kunnátta og leiðsögn um staðinn. Starfsstétt leiðsögumanna er mjög merkilegur hópur fólks sem um árabil hefur lagt drjúgt af mörkum við uppbyggingu ferða- þjónustu á íslandi. Undanfarin ár Leiðsögumenn búa yfir dýrmætri þekkingu á aðstæðum og menn- ingu þjóðarinnar, segir Borgþór S. Kjærnested, á aldar- fjórðungsafmæli Félags leiðsögumanna. hefur fjölbreytileiki stéttarinnar verið að aukast til muna. Ég og fleiri, sem kunnum að fara Gull- foss-Geysishringinn og erum að gutla þetta í kringum höfuðborgar- svæðið, höfum fengið til liðs við okkur ungt og ferskt fólk sem fer í ferðalög nútímans. Upp á jökla og inn á hálendi með ferðamenn nútímans sem vilja sjá eitthvað öðru vísi og spennandi. Þeim ferða- mönnum fjölgar sem aldrei hafa heyrt á íslendingasögur minnst og hafa engan áhuga á þeim, en vill upplifa náttúru, sjá litadýrð norð- ursins. Hér læða ungu leiðsögu- mennirnir inn þekkingu á þjóðinni ISLENSKT MAL Gunnhildur er mikið val- kyijuheiti, og vopnabrakið í þessu þysmikla nafni ósvikið. Bæði gunnur og hildur merkja orustu (og valkyiju). Svo áttu menn til að snúa samsetning- unni við, og kemur þá út Hildi- gunnur. Ekki er að undra, þótt aragrúi nafna í heiðinni fornöld herskárra víkinga merkti annars vegar hermaður, hins vegar val- kyrja, sem „kaus val“, eins og orðið bendir til, en gat líka verið vemdarvættur hermannsins. í Landnámu eru sex Gunn- hildar og ein í Sturlungu. Árið 1703 voru 93, flestar sunnan- og suðvestanlands. Síðan fækk- aði konum með þessu nafni tals- vert, en nú hefur það meira en náð sér á strik, þótt sumum þyki þriggja atkvæða nafn helst til langt um þessar stundir. í þjóðskránni 1990 eru a.m.k. 355. Nú er komið að þriðju og síð- ustu ætt rímna, braghenduætt. Þar eru ljóðlínur færri en i hinum fyrrnefndu. Fyrst er þá brag- henduætt I, braghenda: Þoldu fjöllin ofraun öll við umreið þunp; hófagöll í hömrum sungu, hurfu tröll, en jöklar sprungu. Þessar skemmtilegu ýkjur eru í fyrr nefndum rímum af Gizuri jarli eftir Svein lögmann Sölva- son á Munkaþverá. Þetta af- brigði er mjög dýrt kveðið: sam- rímað og samhent og heitir einu nafni skjálfhenda. Og þá er það braghenduætt II, valhenda, þar sem allar þijár braglínurnar eru stýfðar: Oft er kæti og eftirlæti að aftni dags; máski þó að morgni strax máttarstyttur bregðist hags. Þessi valhenda er frumhend, og enn er þetta úr rímum af Gizuri Þorvaldssyni eftir Svein lögmann. Fljótt svo stundum fremur undarlega flytja sundur forlög hörð fyrða og sprund á vorri jörð. Þetta er úr Gunnlaugs rímu, Umsjónarmaður Gísli Jónsson 904 þáttur en þar segir frá því að Gunn- laugur Illugason ormstunga og Helga fagra Þorsteinsdóttir máttu ekki saman una. Höfund- urinn er hinn afkastamikli vísna- smiður, Símon Bjarnarson (1844-1916), ættaður úr Skagafjarðardölum. Því kallaði hann sig Dalaskáld, en það hafa sumir misskilið, sem von er. Vísan þarna er dýrt kveðin sem sjá má á feita letrinu, og er þetta braghenduætt III, stuðlafall, frárímað, sam- hent. Næst er þá braghenduætt V, afhending. Hún er aðeins tvær braglínur, og er hér fyrra dæmi, venjuleg afhending, eftir Konráð Gíslason Fjölnismann (1808- 1891): Hugsað get ég um himin og jörð, en hvor- ugt smíðað; vantar líka efnið í það (íðað). Og svo skulum við fara ná- lægt okkur í tíma, því að enn halda menn tryggð við gamla list. Gefum Jóni Sigurðssyni, f. 1946, skólastjóra á Bifröst, loka- orðin í rímnabragfræðinni. Hann kvað (braghenda VI, stúfhenda, samrímuð, þríhend): Nálgast grímu grimmur tími galda þjóð; þrýtur rímu, fagra fljóð. Kann Jón mætavel að ríma dýrt og ávarpa fallega áheyrend- ur. Fyrir fáum dögum heyrði ég í fyrsta sinn orðtakið að láta fótinn fæða sig = ganga um og þiggja greiða, kannski sníkja. Orðabók Háskólans átti eitt dæmi bókfært: „Margir sáu aumur á eymdinni, og heim kom bóndinn með væna byrði af mat, ull og fatnaði. Þetta var kallað að kunna að bjarga sér og í öðru lagi að láta fótinn fæða sig.“ (Goðasteinn, 1986, bls. 21.) ★ Tíningur 1) Að láta móðan mása merkir að tala mikið og viðstöðu- laust. Þetta orðtak virðist ekki gamalt, en þó telur Jón G. Frið- jónsson að það sé liðfellt, það er að á eftir orðinu móðan hafi fallið niður eitthvert nafnorð. Þetta er því rifjað upp, að viðmælandi fréttamanns í út- varpi sagði oftar en einu sinni að menn hefðu látið „móðinn mása“. 2) Umsjónarmanni þykir at- viksorðið upp mjög ofnotað á eftir sögninni að vekja. Það á að vísu við um drauga, en nóg er að segja vekja vonir, vekja löngun, vekja ótta o.s.frv. í þessum samböndum er „upp“ verra en ekki. 3) Umsjónarmanni þykir „flöskuháls" í merkingunni hindrun, trafali heldur leiðinleg tökuþýðing úr ensku. 4) Því miður má enn heyra og sjá í dánartilkynningum bandorminn „barnabarnabarna- barn“. Margar leiðir eru færar fram hja þessu. 5) „Úrgangurinn kom frá ... “ heyrðist í einhveijum fréttum. En úrgangurinn kemur ekki, hvorki „akandi, gangandi, ríðandi, skríðandi", né í „hjólbör- um, fjósbörum, bíl“. Hann er frá einhveijum stað. 6) Bólu-Hjálmar notaði orðið sýnhyrni um það sem við köllum oftast sýnishorn eða dæmi. Er það gott orð? 7) „sagði einnig að Taleban hefði unnið landvinninga", stóð hér í blaðinu 21. maí. Þetta er ve! í lagt. Var ekki nóg að segja að menn hefðu unnið land? Er ekki sú athöfn landvinningar? 8) Hundar „elska ekki bragð“. En þeir eru áreiðanlega gráðugir og sólgnir í eitt og annað, og mætti geta þess í sjón- varpsauglýsingum. Hlymrekur handan kvað; Island er eyðimörk rofin og íslandsmenn þjóðdrusla klofín. En Viggi í Skemmu er vitlaus í Emmu jafnt vakandi, mókandi og sofinn. sem hér býr, sögum hennar og draumum - og ferðamaðurinn fer ríkari heim. Undirstaða siðmenntaðra sam- skipta manna og þjóða er þekking. Þetta á ekki hvað síst við í ferða- mennsku. Leiðsögumenn eru í flestum tilvikum þeir sem komast næst ferðamönnum á íslandi. Kynning þeirra á landi og þjóð er í ríkum mæli sú þekking sem ferða- menn taka með sér héðan. Því er grundvallaratriði að menntun leið- sögumanna sé ávallt með sem bestu móti. Þá menntun má efla með ýmsu móti. Mikilvægur þáttur í henni er frumkvæði leiðsögu- manna sjálfra. Eitt af því mikil- vægasta í því sambandi er að fylgj- ast vel með líðandi stund, heim- sækja listasýningar og söfn sem víðast o.s.frv. Fyrir 25 árum var þeim sem unnu að eflingu ferðaþjónustu á íslandi ljóst að auka þurfti alla menntun leiðsögumanna. Mikið og dýrmætt fræðslustarf fyrir leið- sögumenn hefur verið unnið á und- anförnum árum, en á þeim vett- vangi á frú Birna Bjarnleifsdóttir miklar þakkir skildar fyrir ósérhlíf- ið starf um áratuga skeið. En fjölbreytni í ferðamennsku er að aukast. Hingað til hafa íslenskir leiðsögumenn verið í stakk búnir til að veita leiðsögn á hátt í 20 tungu- málum. Nú er hins vegar kviknaður mikill áhugi á náttúru íslands, göngnleiðum inní óbyggðum, öðru vísi farartækjum til að komast yfir troðnar slóðir, vatnaferðum um borð í bátum um fírði og fljót og margt fleira mætti eflaust upp telja. Leiðsögumenn verða einnig að geta sinnt breytingum í ferða- mennsku. Ég tel að staðan sé nokk- uð sæmileg að þessu leyti, en það er mikilvægt að vera vel meðvitaður um þær breytingar sem verða í starfsgrein sem er í mjög hraðri þróun. Auk góðrar þekkingar þurfa leið- sögumenn að temja sér virðingu fyrir landi og þjóð, kurteisi í fram- komu og ábyrgð gagnvart ferða- þjónustuaðilum og farþegum. Þessa kosti hafa íslenskir leiðsögumenn í ríkum mæli og við þetta bætist oft og tíðum sú staðreynd að leiðsögu- menn búa yfir djúpri þekkingu á aðstæðum og menningu þess fólks sem þeir veita leiðsögn um ísland. Sú þekking er mjög dýrmætur þátt- ur við miðlun á íslandi og íslenskum aðstæðum til þessara ferðamanna út frá þeirra eigin forsendum. í tilefni afmælisins væri vert að huga nánar að eflingu leiðsagnar íslenskra ferðamanna um landið í fylgd leiðsögumanna. Aukin mennt- un leiðsögumanna á þeim vettvangi væri verðugt verkefni félagsins næstu 25 árin. Ég er sannfærður um að það mundi skila jafn ríkuleg- um árangri í innlendri ferða- mennsku og raunin er hvað erlendu ferðamennina varðar á undanförn- um 25 árum. Og í tilefni dagsins höldum við áfram að biðja ferðamennina að rífa upp Iandið okkar og rusla því inná filmurnar sínar - um leið og við biðjum þá að leyfa okkur að halda frumritinu óskertu. Svo óska ég ferðaþjónustunni allri til ham- ingju með Félag leiðsögumanna. Höfundur er ritari í stjórn Félags leiðsögumanna. Kynslóða- hlaupið 1,2, 3 BÆÐI börn og full- orðnir hafa þörf fyrir að hreyfa sig á hveij- um degi. Það er börn- um eðlislægt að hreyfa sig og þau eiga oft erfitt með að vera kyrr í langan tíma. Börnin eru sífellt að prófa sig áfram með hvað líkami þeirra getur og um leið örva þau ímyndunar- aflið í ýmiss konar leikjum. Með aldrinum lærum við smám sam- an að hemja okkur og þá minnkar þessi sjálf- sprottna hreyfing og við förum að stunda meiri kyrrsetur. Það er ekki bara aldurinn sem hefur áhrif heldur hefur þjóðfélagið þróast þannig að Til mikils er að vinna, segir Anna Björg Aradóttir, með því að hreyfa sig reglu- lega alla ævi. sífellt minni hreyfingar er krafist við dagleg störf og nám. Þörf lík- amans fyrir hreyfingu minnkar samt ekki og því fara margir að stunda reglubundna og skipulagða þjálfun. Sú þjálfun er af ýmsu tagi og reynir hver að finna þá hreyf- ingu sem honum finnst skemmti- legust. Það er því algengt að eftir að vinnu og námi lýkur fari fjöl- skyldan hver í sína áttina til að stunda líkamsrækt. Þegar talað er um fjölskyldu í dag er yfirleitt átt við foreldra og börn en stórfjölskyldan er að mestu liðin undir lok. Þetta þýðir að afi og amma búa annars staðar og helstu tengslin eru fólgin í heim- sóknum á báða bóga. Þörf eldra fólks fyrir líkamsrækt er ekki minni en þeirra yngri. Hreyfing hægir á hrörnun, líkaminn verður styrkari, þolið eykst og líkur á ýms- um sjúkdómum og kvillum minnka. Það er því til mikils að vinna að hreyfa sig reglulega alla ævi, eins og Græni lífseðill- inn, samstarfsverk- efni heilbrigðisráðu- Anna Björg neytisins og ISÍ, legg- Aradóttir ur áherslu á. Maðurinn er félags- vera og oft er auðveldara að stunda þjálfun í félagsskap með öðrum. Hvernig væri að stórfjölskyldan tæki sig til og hreyfði sig reglulega saman? Þannig er hægt að styrkja tengslin milli kynslóðanna um leið og við styrkjum líkamann. Það er ýmislegt hægt að gera, til dæmis getur hver kynslóð kennt þá leiki sem henni finnast eða fundust skemmtilegastir. Stundum er sagt að ungviðið í dag kunni ekki að leika sér en hveijum er það að kenna? Kannski skorti á leiðbein- ingum. Það er líka hægt að fara reglulega í gönguferðir saman og njóta náttúrunnar, læra að þekkja plöntur, dýr og örnefni. Laugardaginn 7. júní nk. verður Kynslóðahlaupið haldið í fyrsta sinn. Hlaupið verður frá íþrótta- vellinum í Laugardal klukkan 18.15. Notum tækifærið og göngum eða skokkum saman, afi, amma, frændi, frænka, pabbi, mamma og börnin. Hvað ungur nemur gamall temur - Temjum okkur hreyfingu saman og styrkj- um fjölskylduböndin. Höfundur er verkefnisstjóri Heilsueflingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.