Morgunblaðið - 07.06.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.06.1997, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 AÐSENDAR GREIIMAR MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Vinnudagur grunnskóla- nemenda eftir einsetningn og lengdan skóladag FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 16. sept- ember sl. að setja á laggirnar starfs- hóp á vegum Fræðslumiðstöðvar til að skoða og gera tillögur um skipan skólastarfs eftir einsetningu og lög- boðna lengingu skóladags. Verkefni hópsins var m.a. að setja fram hug- ■ myndir um vinnudag nemenda frá morgni og fram á miðjan dag, bæði hvað varðar skólastarf og tóm- stundir og hugmyndir um matarmál og hvíld- arhlé í hádegi. Þá skyldi hópurinn koma með hugmyndir um tengsl grunnskóla við starf íþróttafélaga, tónlistarskóla og starf- semi ÍTR, auk hug- mynda um breyttan vinnutíma kennara. Starfshópinn skip- uðu: Brynja D. Matthí- asdóttir frá Kennara- félagi Reykjavíkur, Hildur Hafstað frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Kristín Jónasdóttir frá SAM- FOK, Sigfús Ægir Árnason frá ÍTR Sigrún Magnúsdóttir Sigursveinn Magnússon frá Samtökum tónlist- arskóla i Reykjavík og Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, sem stýrði starfi hópsins. Stefnumörkun eru fram í skýrslu starfshópsins og athuga hvort þeir geti hugsanlega breytt einhveiju í starfsemi sinni innan núverandi íjárhagsramma til að undirbúa lengdan skóladag. Einnig eru foreldraráð grunnskóla borgarinnar hvött til að kynna sér efni skýrslunnar. Fræðsluráð mun fara vandlega yfir hugmyndirnar fram að næstu ijárhagsáætlunargerð og leggja þá fram tillögu til næstu þriggja ára um skipu- lag vinnudags nem- enda í skólum borgar- innar.“ Tillögur að starfsdegi árið 2000 1. Stundaskrá: Settar voru fram tvær mismunandi til- lögur um stundaskrá eftir einsetningu skóla. Önnur gerir ráð fyrir skólastarfi frá þvi að morgni og fram til kl. 14 og síðan komi fijáls tómstundastarfsemi nemenda. Hin gerir ráð fýrir því að skólinn bjóði öllum nem- endum, a.m.k. í 1.-7. bekk, upp á tómstundastarf inni í töflu og geti þá sumir nemendur farið á þeim tíma í starfsemi utan skóla, s.s. tónlistarskóla eða íþróttaæfingar. Fræðslustjóri kynnti lokaskýrslu starfshópsins fyrir fræðsluráði 21. apríl sl. Hann lagði áherslu á að skýrslan væri hugmyndabanki um fyrirkomulag vinnudags nemenda á nýrri öld. Formaður fræðsluráðs bókaði eftirfarandi: „Fræðsluráð Reykjavíkur þakkar starfshópnum um vinnudag nem- enda eftir einsetningu og lengdan skóladag frábær störf og mikla vinnu að hugmyndabanka og fram- tíðarsýn að skipulagi vinnudags nemenda. Þá er það mjög mikilvægt að tengja þessa framtíðarsýn að endurskipulagningu skólahúsnæðis borgarinnar. Fræðsluráð gerir sér grein fyrir að skólabyggingar svo og hefðir og siðir innan skóla borg- ' arinnar eru mismunandi, þess vegna er mikilvægt að skólunum verði gert kleift að móta skóladag- inn hver á sínum stað í samráði við Fræðslumiðstöð. Fræðsluráð beinir þeirri áskorun til grunnskólanna í Reykjavík, einkum þeirra sem þeg- ar eru einsetnir, að skoða gaum- gæfilega þær hugmyndir sem settar 2. Hádegishlé og matur: Lagt er til að allir nemendur í 1.-7. bekk eigi kost á næðisstund með kennara í hádegi þar sem er matast og leikið sér. Einnig að þeir eigi kost á að kaupa matarpakka í skólanum. Unglingar kaupi sér samlokur o.fl. í sölulúgu í skólanum. 3. Tómstundastarf: Reglubundið tómstundastarf verði stóraukið og tengslin við ÍTR. Það verði skylda og hluti af stunda- skrá í 1.-4. bekk (þ.e.a.s. viðbót við lögbundinn tímafjölda). Val í 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Nám- skeiðin standi allt skólaárið og verði annaskipt. 4. íþróttir: Tengsl við íþróttafélögin eru sett fram með þrennum hætti, en allir sammála um að hafa nána og reglu- lega samvinnu milli skóla og íþróttafélaga. 5. Tónlistarskólar: Settar eru fram fimm mismun- andi hugmyndir um tengsl við tón- listarskóla og eflingu tónmennta- kennslu í skólum. NÝ UNDIR- FATALÍNA fSf I PCIlímogfúguefni Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 PARTAR BÍLAPARTASALA KAPLAHRAUNI 11 - 220 HAFNARFJÖRÐUR SIMI 565 3323 ■ FAX 565 3423 EIGUM FYRIRLIGGJANDI NÝJA OG NOTAÐA VARAHLUTI f FLESTAR GERÐIR BÍLA HÚDD - BRETTI - STUÐARA HURÐIR - LJÓS - GRILL AFTURHLERA - RÚÐUR 6. Skólabyggingar: Ekki eru gerðar tillögur um breytingar á viðmiðum um skóla- byggingar, þar sem húsnæðisþörf skólanna hefur m.a. verið metin út frá 6-7 stunda vinnudegi nemenda og matarhléi. 7. Vinnutími kennara: Fagnað er ákvæðum í nýjum kjarasamningi um að samnings- tíminn verði notaður til að endur- skoða núverandi fyrirkomulag á vinnutíma kennara. 8. Mannafli: Gert er ráð fyrir að starfsmönn- um í skólum fjölgi við lengdan skóladag, einkum til að sinna mat- armálum, gæslu og leik með börn- um í frímínútum og öðrum störfum. Lögð er áhersla á að efla starf „skólaliða“. Markviss vinnubrögð Það er mikilvægt að vinnubrögð séu markviss, að safna upplýsingum og skoðunum sem flestra, síðan er það stjórnenda hveiju sinni að taka ákvörðun um hvaða leiðir skuli fara. Við úthlutun úr þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur hlutu Þegar fjölskyldur vita af börnum sínum örugg- um í skólanum frá morgni fram á miðjan dag, segir Sigrún Magnúsdóttir, skapar það ákveðna festu og aga. Engjaskóli, Breiðagerðisskóli og Æfingaskólinn styrki til að þróa ákveðna þætti vegna einsetningar og lengingar skóladags. Undanfarin tvö ár hefur bygg- inganefnd skóla í samvinnu við byggingadeild borgarverkfræðings og skólayfirvöld unnið að undirbún- ingi fimm ára áætlunar um einsetn- ingu allra skóla í Reykjavík. Aldrei fyrr hefur verið unnin langtima- áætlun um uppbyggingu skóla- mannvirkja borgarinnar. Hönnuðir og verktakar hafa oft kvartað yfir því að vita einungis með árs fyrirvara um fyrirhugaðar framkvæmdir borgarinnar. Það er von mín að þessi markvissu vinnu- brögð leiði til þess að hagkvæmari tilboð berist. Einnig er rétt að benda á að uppbygging allra skólanna kallar á margar vinnufúsar hendur og er því mjög atvinnuskapandi. Fræðsluráð og borgarráð sam- þykktu áætlunina samhljóða. Reykjavíkurborg bætti við fimm kennslustundum fyrir næsta skóla- ár fram yfir það sem grunnskólalög gera ráð fyrir. Lenging skóladags- ins verður því að fullu komin til framkvæmda árið 2000. Það er bjargföst trú mín að með einsetnum skóla og lengdum skóla- degi með góðu hádegishléi nemenda verði mikil breyting til batnaðar fyrir börn og foreldra þeirra í Reykjavík. Þegar fjölskyldur vita af börnum sínum öruggum í skólanum frá morgni fram á miðjan dag, skapar það ákveðna festu og aga og von- andi eykur það einnig umferðarör- yggi barna og unglinga mikið þegar þau verða ekkert á ferðinni frá kl. 8-14 á daginn. Tilviljanir ráða ekki lengur för heldur stefnufesta og samtaka- máttur til að skapa börnum okkar betra umhverfi til náms. Höfundur er formnður fræðsluráðs. ÓLIÞÓR ÓLAFSSON + Óli Þór Ólafs- son fæddist í V estmannaeyjum 30. mars 1942. Hann lést á heimili sínu á Selfossi að- faranótt mánu- dagsins 2. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Jónsson, skipasmiður, f. 15. maí 1908 í Lamb- húshólskoti í Vest- ur-Eyjafjalla- hreppi, og kona hans Sigríður Sig- urðardóttir, saumakona, f. 18. september 1913 í Ey í Vestur- Landeyjum, dáin 27. janúar 1969. Þau hjónin eignuðust þijú börn og var Óli Þór yngstur þeirra systkina. Eldri voru Sig- ríður, f. 29.11. 1935, d. 27.7. 1968, og Margrét, f. 29.7. 1939, sem býr i Vestmannaeyjum. Áður átti Sigríður son, Sigurð Matthíasson, fæddan í Vest- mannaeyjum í febrúar 1932, dáinn í júlí 1934. Óli Þór kvænt- ist Ingunni Hofdisi Bjarnadótt- Nú þegar vorið stendur í blóma og sól er hæst á lofti hefur kær vinur og mágur Óli Þór Ólafsson kvatt þennan heim eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm sem lagt hefur svo margan mann- inn að velli. Á slíkri kveðjustund langar okkur til að þakka honum ánægjuleg kynni og samverustund- ir í_ gegnum tíðina. Ég kynntist Óla Þór í Vest- mannaeyjum þar sem hann bjó fýr- ir gos, en hann reyndist síðan eiga eftir að verða mágur minn er hann kvæntist systur minni, henni Hof- dísi. Ég bjó tímabundið á heimili þeirra í góðu yfirlæti er ég starfaði í Eyjum sem ungur maður, en Óli Þór var Vestmannaeyingur í húð og hár. En eftir náttúruhamfarirn- ar 1973 flutti fjölskyldan á Selfoss og þá hófust góð kynni þar sem aldrei hefur borið skugga á. Óli Þór var lærður skipasmiður og húsasmíðameistari og eftir að hann fluttist á Selfoss störfuðum við saman við trésmíðar hjá SG Ein- ingahúsum. Óli Þór var mjög fróður og víðles- inn maður og kom maður aldrei að tómum kofunum hjá honum hvað svo sem bar á góma, enda var hann alæta á bókmenntir, hvort sem var um fræðibækur, fornbók- menntir eða afþreyingarbækur að ræða. Ef hlustað var á spurninga- þátt í sjónvarpi eða útvarpi var Óli Þór oftast með rétt svar og yfir- leitt búinn að svara öllum spurning- unum á undan keppendunum. Einnig hafði Óli Þór góða söngrödd og lagði stund á söngnám í nokkur ár. Oft var lagið tekið saman enda fjölskyldan mikið fyrir söng og tón- list. Synirnir hafa allir lagt stund á músík og eiga þeir ekki lengt að sækja þær gáfur. Að leiðarlokum þökkum við sam- fylgdina og óskum Óla Þór góðrar heimferðar með von um að hann hafi nú verið leystur þrautunum frá. Hofdísi, Ólafi Árna og Gunnari sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur, og minnum þau á að stundum getur dauðinn verið líkn þeim sem þjást. Óli Þór var örugglega hvíldinni feginn. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Viðar og fjölskylda. Það var í byijun júní á bjartri vornótt að tilvonandi tengdafaðir minn Óli Þór kvaddi þennan heim eftir mikil veikindi og fékk nýtt hlutverk á nýjum stað, í nýjum heimi. Ég efast ekki um að það var ur 8. ágúst 1964. Ingunn Hofdís ér fædd 29. júní 1944 á Blönduósi. Foreldr- ar hennar eru hjón- in Bjarni Kristins- son, f. 28. apríl 1915, d. 18. febrúar 1982, og Jónína Kristjáns- dóttir, f. 25. nóvem- ber 1925. Ingunn Hofdís á níu systkini á lífi. Synir Óla Þórs og Ingunnar Hofdís- ar eru: 1) Ólafur, fæddur 15. ágúst 1967. 2) Sigurður Arni, fæddur 10. júní 1974. 3) Gunnar, fæddur 27. maí 1976. Óli Þór lauk sveinsprófi í skipasmíði 6. júlí 1963. Hann lauk burtfararprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Vestmanna- eyjum 1967. Árið 1973 fékk hann meistararéttindi í skipa- smíði. En eftir það starfaði hann lengst af sem húsasmiður á Selfossi og víðar. Útför Óla Þórs fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. vel tekið á móti honum og núna veit ég að honum líður vel. Fyrir rúmu ári hitti ég Óla Þór fyrst, þá vorum við Árni, sonur hans, að byija saman. Ég var að sjálfsögðu feimin að hitta tengda- foreldrana, en það var svo sannar- lega óþarfi. Óli var mikill aðdáandi íslendingasagna og kunni þær nán- ast utanað og á þessum tíma hafði ég einmitt verið að ljúka við að lesa Njálu. Þær fáu mínútur sem ég spjallaði við Óla Þór og Hofdísi í minni fyrstu heimsókn fór mestur tími í að ræða um Njálssögu. Eftir þetta spjall hugsaði ég með mér að þarna hefði ég lært meira í Njálu en nánast allan veturinn í skólanum og hét því að þessa sögu yrði ég að lesa aftur til að bæta framlag mitt í umræðuna og ganga í augun á tengdó. Óli var víðlesinn maður og ég gat alltaf leitað til hans þegar heimalærdómurinn var að hrella mig, það skipti ekki máli hvort það var danska, íslenska, enska, upp- eldisfræði eða hljóðfræði, hann var vel að sér í þessu öllu. Tónlistin átti hug hans allan og var hann mikill söngmaður. Því miður heyrði ég hann aldrei syngja en ég mundi gefa mikið fyrir það að hafa verið á Þjóðhátíð í eyjum ’91 þegar hann söng fyrir mörg þúsund manns í dalnum. Óli Þór var alltaf til í spjall, það var sama hvað við töluðum um, hann sagði alltaf skemmtilega frá og hann elskaði að segja kisusög- ur, kisurnar voru bestu vinir hans. Elsku Óli minn, ég á eftir að sakna þín mikið og það verður tóm- legt án þín, en núna líður þér vel og það er það sem skiptir máli. Ég þakka Guði fyrir þann stutta tíma sem ég fékk með þér, hann var mér mjög dýrmætur. Tengda- dóttir þín kveður þig að sinni þar til við hittumst næst. Elsku Hofdís, Óli, Árni og Gunn- ar, ég votta ykkur mína innstu samúð og megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Fanney Snorradóttir. Elsku Hofdís, Ólafur, Árni Gunnar, afi, mamma og Jónína. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg- inni. Guð blessi ykkur og varðveiti. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Þórhildur, Jóna Björg, Sigríður og Hrefna Valdís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.