Morgunblaðið - 07.06.1997, Page 39

Morgunblaðið - 07.06.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ var mjög laginn veiðimaður bæði á fisk og fugl. Gæsaferðimar sem famar vom austur undir Eyjafjöllin með Kidda em einnig eftirminnileg- ar, því þótt aldurinn væri farinn að sækja á hafði hann mikla ánægju af þessum ferðum, sem vom styrkj- andi bæði fyrir líkama og sál. Þegar litið er yfir lífshlaup þeirra sem ól- ust upp við kröpp kjör og nægju- semi, kynntust síðar velgengni þjóð- arinnar á eftirstríðsámnum, fólk sem var varkárt í öllum sínum áætl- unum, trútt sínu samfélagi, það hef- ur haft miklu meiri áhrif á sína samt- íð en menn gera sér almennt grein fyrir. Þessum mönnum ber að þakka þegar þeirra lífsgöngu er lokið. Nú er enn einn þessara manna fallinn frá. Megi Guð almáttugur styrkja Guðríði eftirlifandi eiginkonu hans, syni þeirra og íjölskyldur, við þeirra mikla missi. Hvíl í friði, kæri frændi. Yfir haf, sem heima skilur héðan leitar sálin þín. Alvaldshöndin upp þig ieiðir inn í dýrðarríkin sín. Vertu sæll! Við sjáumst aftur saman öll, er lífið þverr. Far vel, vinur! Frjáls úr heimi! Friður Drottins sé með þér. (Sálmur) Grétar Jón Einarsson. Elsku afí minn, nú ert þú látinn en um morguninn 27. þegar ég frétti að þú værir dáinn brá mér því þú varst búinn að vera svo hress og glaður eftir að þú og amma fluttuð í götuna til mín. Þið voruð nýkomin úr annari sólarlandaferðinni ykkar og farin að tala um næstu ferð að ári en minningin um þig lifir áfram. Elsku amma, megi Guð vera með þér í sorginni og um ókomna tíð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Janus. Með þessum orðum langar mig til að minnast Kidda, afa konunnar minnar. Ég mun aldrei gleyma þeim morgni þegar ég fékk skilaboð um að hringja heim til hans. Ekki hvarfl- aði það að mér að Magga kæmi grátandi í símann og segði „Afi er dáinn, hann situr héma í stólnum." Ég gat ekkert sagt, ég kom í heim- sókn til hans kvöldið áður. Þá var hann uppi í stiga, hálfur uppi á þaki, að dytta að. Eins og alltaf, eitthvað að gera, og þannig mun líka minn- ingin um hann vera. Ég kem inn í fjölskylduna fyrir níu ámm og eftir að ég flutti í Hveragerði vom sam- skiptin mikil, enda stutt á milli. Allt- af þegar ég kom í heimsókn var mér boðin mjólk og kex eða kleinur og ef ég var einn teygðist oft á tím- anum yfir spjalli um heima og geima. Þar á meðal vora sögur af uppvaxtarárunum, ferðum í Veiði- vötn og fleira. Svo eftir að ég fór að fara með honum og tengdapabba í veið í Rangá eða gæsaferð undir Eyjafjöll vomm við að spá í þær ferðir eða undirbúa ferð. Þetta eru ógleymanlegar stundir. Eins og ég sagði var hann alltaf eitthvað að dunda. Með lykil í hönd, að gera upp eða laga reiðhjól, pensil að huga að húsinu, klippur úti í garði eða huga að bílnum, gamla „rússanum". En einu má þó ekki gleyma, því sem hann hafði mest yndi af, en það var að stjana í kringum hana ömmu, eins og ég vill kalla hana. Færa henni morgunmatinn í rúmið og ýmislegt fieira. Söknuðurinn er mikill, ég vill biðja góðan Guð styrkja fjölskyldu hans í sorg sinni. Blessuð sé minning hans. Guðmundur. MINNINGAR ARTHÚR VHHELMSSON + Arthúr Vil- helmsson fædd- ist í Hringsdal á Látraströnd 26. júní 1920. Hann lést á Fj ór ðungssj úkra- húsinu á Akureyri 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Dýrleif Odds- dóttir, f. 30. októ- ber 1894, d. 22. apríl 1972, og Vil- helm Vigfússon, f. 11. júlí 1897, d. 26. júlí 1977 . Systkini Arthúrs eru Reynir, f. 12. nóvember 1923, og Lauf- ey, f. 23. júní 1925. Arthúr ólst upp í Hringsdal og fluttist ásamt foreldrum sínum til Grenivíkur 1930. Hinn 15. október 1942 kvænt- ist Arthúr Kristjönu Jónasdótt- ur, f. 4. mars 1921. Foreldrar hennar voru Jónas Jónsson, f. 4. nóvember 1893,_ d. 6. ágúst 1973, Hrauni í Oxnadal, og kona hans Elínborg Aðalsteins- dóttir, f. 8. apríl 1894, d. 25. septem- ber 1991. Arthúr og Krist- jana áttu þrjú börn: 1) Vilhelm, f. 5. mars 1942, kvæntur Ingu Ingólfsdóttur, og áttu þau fjögur börn, Bjarka, er lést nokkra daga gam- all, Krisljönu, Mar- gréti og Katrínu. 2) Díana, f. 8. septem- ber 1948, gift Jó- hannesi Siggeirs- syni og eiga þau tvo syni, Arthúr og Asgeir. 3) Ag- nes, f. 14. september 1950, gift Ólafi Arasyni og eiga þau þijú börn, Sigríði, Arthúr og Gauta Rafn, og af fyrra hjónabandi á Agnes dóttur, Hildi Aðalsteins- dóttur, sem að verulegu leyti ólst upp hjá Arthúri og Kristj- önu. Útför Arthúrs fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fyrir nær 30 árum bar fundum okkar Arthúrs saman í fyrsta sinn er ég kom á heimili hans og Krist- jönu með dóttur þeirra. Frá fyrstu stundu tók Arthúr mér eins og við hefðum þekkst lengi. Hann var þá tæplega fímmtugur og hafði fyrir stuttu keypt sér bíl í fyrsta sinn, en enn ekki tekið bílpróf. Hann bauðst til þess að lána okkur Díönu nýjan bílinn og fómm við á honum í okkar fyrstu ferð um Norður- og Austurland. Mér hefur oft verið hugsað til þess síðar hvílíkt traust hann sýndi mér ókunngum að lána okkur nýjan bíl. Það lýsir einnig djörfung hans að fara að læra á bíl á þessum aldri, sem ekki var al- gengt á þeim tíma. Efnahagur hans hafði hins vegar ekki leyft það fyrr að hann keypti sér bíl. Arthúr hafði mjög ákveðnar skoðanir á þjóðfélagsmálum. Hann var róttækur í skoðunum án þess að hann héldi fram einhverjum til- teknum stjórnmálaflokki. Hann tók um tíma virkan þátt í verkalýðsmál- um og var meðal stofnenda Verka- lýðsfélags Grýtubakkahrepps og formaður þess um langt skeið. Fé- lagið var síðar sameinað Verkalýðs- félaginu Einingu og var Arthúr heiðursfélagi þess. Hann var erfið- isvinnumaður alla sína tíð og vann lengst af við fiskvinnslu, en var einnig um tíma til sjós. Áður en frystihús tók til starfa á Grenivík og vinna var þar mestallt árið þurfti Arthúr að vera mikið að heiman til þess að hafa atvinnu. Hann var þá á vertíð á vetrum, mest í Grinda- vík, og á sumrin við síldarverkun á Raufarhöfn. Arthúri var annt um heimabyggð sína og barðist fyrir því að atvinnu- tækifæmm væri fjölgað á Grenivík og taldi að undirstaða atvinnu- rekstrar þar væri góð höfn. Eftir að hafnaraðstaða hafði verið bætt var reist frystihús á staðnum. Þótt Arthúr fagnaði því framtaki sveið honum að reksturinn skyldi ekki vera í höndum heimamanna og rek- inn að hans mati af meiri fram- sýni. Engan dóm skal ég leggja á það en hvort sem það var ytri að- stæðum eða öðru að kenna þá lenti þetta aðalatvinnufyrirtæki Grenvík- inga í gjaldþroti og reksturinn varð síðar yfirtekinn af Útgerðarfélagi Akureyringa. Arthúr var af þeirri kynslóð sem fyrst og síðast gerði kröfu til sjálfs sín og krafðist ekki mikils af öðr- um. Hann kynntist einnig þeim skorti og þeim skömmtunum, sem einkenndu efnahagslíf okkar Is- lendinga áratugum saman. Hann sagði mér frá þeim erfiðleikum, sem hann átti í þegar hann byggði þeim hjónum húsnæði. Það var ekki bara lánsfjárskortur heldur einnig skömmtun á hvers konar bygging- arvörum, sem sköpuðu erfiðleika við að koma yfir fjölskylduna þaki. Við hjónin vomm tíðir gestir á heimili þeirra Arthúrs og Kristjönu. Meðan á námi stóð vomm við mik- ið um páska hjá þeim og síðar eftir að við höfum eignast syni fórum við í heimsóknir til þeirra á hveiju sumri. Við áttum einnig því láni að fagna að ferðast með þeim hjónum erlendis og var ekki hægt að hugsa sér betri ferðafélaga. Arthúr var einstaklega barngóður og hændust synir okkar mjög að honum og hann lagði sig allan fram til þess að ná við þá góðu sambandi. Var þá gjarnan farið til sjós á litlum árabát, sem Arthúr átti og dregnir þorskar á handfæri eða skotið af byssu. Eftir að vélsleðar komu til sögunnar fékk hann gjarnan lánað- an sleða á vetrum til þess að gleðja strákana. Oft mátti á þessum stund- um ekki á milli sjá hver hafði mest gaman af þeim uppátækjum, sem þeir tóku sér fyrir hendur hann eða dóttursynirnir. Arthúr hafði sterka réttlætis- kennd. Honum sveið sá ójöfnuður sem hann sá fara vaxandi í þjóðfé- lagi okkar. Hann krafðist í sjálfu sér ekki meira fyrir sig sjálfan held- ur taldi hann að jafnar ætti að skipta tekjum þjóðarinnar heldur en gert er í dag. Arthúr var mikið hreystimenni, glaðvær og sterkur til sálar og lík- ama. Það var því erfitt fyrir skyld- fólk hans að fylgjast með honum síðasta árið. Hann þjáðist af krabbameini og sjónin hafði gefið sig að stómm hluta. Samt kvartaði hann ekki og fagnaði í hvert sinn, sem við komum í heimsókn til hans. Hann hafði orð á því að hann gæti glaður litið yfir farinn veg. Hann bar hag fjölskyldunnar mjög fyrir bijósti og spurði mikið um barna- börnin og fylgdist vel með þeim. Samband þeirra Kristjönu var ein- stakt og aðdáunarvert að fylgjast með hvað hún hugsaði um hann af mikilli natni. Síðustu vikumar dvaldi hann á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri og á starfsfólk sjúkrahússins þakkir skilið fyrir góða umönnun. Að leiðarlokum vil ég þakka Art- húri tengdaföður mínum fyrir sam- fylgdina. Aldrei bar nokkurn skugga á samskipti okkar og af honum lærði ég margt um lífið og tilveruna og ekki síður synir mínir tveir. Blessuð sé minning góðs drengs. Jóhannes Siggeirsson. Arthúr var ekki bara afi minn heldur iíka vinur minn. Hann var maður sem elskaði börn og að leika sér með þeim. Ég man hve mér þótti gaman, þegar ég fór til Greni- víkur til að hitta afa og ömmu á sumrin. Jafnvel þegar afi var kom- LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1997 39 inn til ára sinna var hann alltaf til í að grallarast eitthvað, hvort sem það þýddi að labba upp á Kaldbak, róa á sjó eða skjóta úr byssu. Hann var maður sem öllum líkaði svo vel við. Ég man að þegar hann komi hingað suður til að hitta mig þá var hann alltaf með mér og vinum mínum og þeir kölluðu hann allir afa. Ég mun alltaf minnast Arthúrs afa míns sem einhvers besta manns sem ég hef kynnst. Ásgeir Jóhannesson. Elsku afi minn. Þú ert horfinn frá mér og þó að ég reyni að leita huggunar í því að þjáningum þínum sé lokið, þá er söknuðurinn mikill. Það hjálpar mér þó mikið hvað þú varst sáttur við hlutskipti þitt og það sem þú skild- ir eftir þig. Þú varst sáttur við að fara og aldrei kom fram óánægja með stöðuna eins og hún var eða ósk um að hún væri öðmvísi. Eins og þú sagðir: „Það er víst ekki hægt að velja og maður verður bara að sætta sig við hlutina eins og þeir eru og gera það besta úr þeim.“ Það gerðir þú svo sannar- lega. Þú varst hetja allt til enda. Þrátt fyrir löng og mjög ströng veikindi gafstu aldrei upp eða kvart- aðir. Mig langar að segja og þakka þér svo margt, en veit varla hvar skal byija og hveiju á að sleppa. Ég ætla samt að reyna mitt besta. í æskuminningunni stendur upp úr hvað hendurnar þínar vom alltaf hlýjar og traustar og hvað það var notalegt að fá að sitja í fanginu þínu. Þegar ég var krakki skreið ég oft upp í til þín og ömmu og fékk að liggja hjá þér á „Sprengi- brekkunni". Það var ekkert smá sport og þó að mér hafi oft verið ofboðslega heitt, þá var ekki til betri staður. Oft lágum við líka á „Sprengibrekkunni“ og þú last fyrir mig úr 1001 nótt. Svo þegar þú varst búinn að kenna mér að lesa, þá lásum við saman. Þú kenndir mér líka á klukku og það var svo einkennandi fyrir þig hvað þú gerð- ir allt skemmtilegt. Það var alltaf svo gaman hjá okkur, enda höfum við hlegið mikið saman. Ég kom til þín og ömmu í öllum jólafríum, páskafríum og sumar- fríum og hvergi var skemmtilegra að vera. Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til að fara norður. Elsku afi minn, þú sást líka til þess að við hefðum alltaf eitthvað skemmtilegt að bralla saman. Ósjaldan fómm við á sjó. Fyrst á gamla trébátnum en svo á „Böst- emum“ og það var sko lúxus. Við lögðum líka net og vitjuðum um þau reglulega. Enginn fiskur bragð- aðist betur en sá sem við veiddum. Þú kenndir mér nöfn sjófuglanna og fískanna, kenndir mér að gera að aflanum og fleira og fleira sem viðkemur sjómennsku. Það var nú ekkert slor fyrir litla telpu að fá að leggja aflann inn hjá frystihúsinu og fá aura fyrir. Svo vom líka óteljandi tjaldúti- legur og ferðalög, bæði stutt og löng. Alltaf var jafn gaman. Smíða- kompan þín var heilt ævintýri út af fyrir sig og við höfum átt marg- ar ánægjustundir þar. Þegar ég var tíu ára tókuð þið amma á móti mér opnum örmum og gerðuð mig að uppeldisdóttur ykkar. Þó að ég hafi verið sár og óánægð með stöðu mína, þá gat ég ekki lent á betri stað og fengið betri fósturforeldra. Ég get aldrei þakkað nógsamlega fyrir þessi ár sem ég bjó á Grenivík. Þau voru að mörgu leyti erfið og oft reyndi ég mikið á þolrifin þín, elsku afi, en aldrei gafstu upp. Það segir sitt um það hvað þú varst þolimóður, hlýr og skynsamur. Þegar ég fór svo suður aftur, í menntaskóla, átti ég alltaf vísan stuðning frá þér og ömmu. Þið senduð mér stundum pakka með ýmsu í og þú sást alltaf um að smá nammigott fylgdi með. Við skrifuðumst líka á, en bréfin hefðu mátt vera miklu fleiri. Ég ílentist fyrir sunnan og vann mikið en flestum frídögum mínum hef ég eytt á Grenivík og alltaf var jafn notalegt að koma í Birkilund. Fljótlega fór unnusti minn, Garðar, að koma með mér norður og honum var strax í upphafi tekið opnum örmum af þér og ömmu. Eins lengi og þú gast, afi minn, fórstu með okkur á sjó og alltaf var ég eins og smástelpa, þó að ég ætti að heita fullorðin. Við Garðar þökkum þér innilega fyrir allar ánægju- stundirnar sem við höfum átt með þér. Síðasta árið þitt var þér mjög erfitt, en ég er alveg sérstaklega þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman þá. Við vissum að hveiju stefndi og nýttum því hveija stund vel, hún gat jú verið sú síð- asta. Við ræddum út um öll áhyggjumál sem eðlilegt er að af- ar/pabbar hafi af börnum sínum og gott var að heyra að þú værir stoltur af afastelpunni og ánægður með þá stefnu sem hún hafði tekið í lífinu. Ég get aldrei með neinum orðum, sem ég hef yfir að ráða, þakkað þér fullkomlega fyrir að hafa verið til og tilbúinn að gefa mér eins mikið og þú gerðir. Elsku afi minn, ég kveð þig í bili með miklum sökn- uði, en veit að þú verður alltaf hjá mér og svo sjáumst við aftur, seinna. Elsku amma, ég vil bara þakka þér fyrir hvað þú hugsaðir vel um afa í veikindum hans. Þú ert ekki síður hetja en afi. Aldrei hefur þú kvartað eða gefist upp heldur. Nú í dag fæ ég styrk frá þér í sorginni því þú ert svo sterk. Ég er stolt af ykkur báðum því að í gegnum öll veikindin og erfiðleikana sem þeim fylgdu hafið þið alltaf verið jákvæð, sátt, samstíga og sterk. Hildur (Hilla). + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA (GÓGÓ) MAGNÚSDÓTTIR, Suðurgötu 17, Sandgerði, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn 30. maí. Jarðsett verður frá Hvalsneskirkju laugar- daginn 7. júní kl. 14.00. Guðni M. Sigurðsson, Björn Z. Sigurðsson, Sigríður Bragadóttir, Lilja Bragadóttir, Guðjón Bragason, Sigríður Sigurjónsdóttir, Bente Nilsen, Birthe Sigurðsson, Halldór Georgsson, Hólmþór Morgan, Elín Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.