Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 47 BRÉF TIL BLAÐSIIMS MESSUR Á MORGUN Opið bréf til sveitar- stjóra um allt land Frá Sigríði Örm Arnþórsdóttur og Elínu Antonsdóttur: FÉLAG húsbílaeigenda og Flakkar- ar fara þess á leit við sveitarfélög og ferðamálafulltrúa um allt land að þau hvetji aðila í ferðaþjónustu til að huga betur að þjónustu við húsbílafólk. Fólk á húsbílum ferðast yfirleitt mun meir og oftar um landið hvert sumar en hinn almenni íslenski ferðamaður sem fer kannski í eitt til tvö tjaldferðalög á ári. Mörg dæmi eru um það að félagar í hús- bílafélögum fari í lengri og skemmri ferðir hverja einustu helgi sumars- ins, og eru að langt fram á haust. Á vegum Félags húsbílaeigenda eru skiplagðar 7 ferðir í sumar og þar af ein 8 daga ferð um sunnanverða Vestfirði. í fyrra var farin 8 daga ferð um Austurland, sumarið þar áður var farið i 8 daga ferð allt norður í Ingólfsijörð á Ströndum. Aðrar ferðir eru styttri vítt og breitt um land- ið. Einnig eru margar lengri og skemmri ferðir skipulagð- ar á vegum Flakkara. Flestir húsbílar státa nú af ferðasalernum, en það skortir mjög á að aðstaða sé á tjaldsvæðum til losunar úr þeim. Við sendum ykkur hér með teikningu af algengri útfærslu á losunarvaski fyrir ferðasalerni, og á niðurfalli til tæmingar á skolptapki, en sífellt fleiri eru með skolp- tank til að taka við upp- vöskunarvatni og vantar víð- ast niðurfall til tæmingar á þeim. Metnaður okkar er að ganga vel og snyrtilega um landið okkar og því er brýnt að fólk í ferðaþjónustu taki sig á hvað þetta varðar. Húsbílaeign fer stöðugt vaxandi og eru félagar í Fé- lagi húsbílaeigenda nú um 500 tals- ins, og hátt á annað hundrað félagar eru í Flökkurum. Þá eru ótaldir þeir sem ekki eru í húsbílafélögum. Hinn almenni húsbílafélagi er að lágmarki 15 gistinætur á tjaldstæðum yfir sumartímann og það gera yfir tíu þúsund gistinætur. En margir fara mun oftar og mörg dæmi eru um að húsbílafólk sé á ferðinni hverja einustu heigi sumarsins. Það er liður í starfi ferðamálafull- trúa að lengja ferðamannatímann, en eftir 1. sept. komum við víða að lokuðum tjaldsvæðum. Þá er fram- undan einn fallegasti tími ársins, haustið með sínum margbreytilegu litum í náttúru landsins. Við viljum hvetja fólk í ferðaþjónustu til að lengja opnunartíma tjaldsvæða alla vega til fyrsta október. Húsbílafólk sem kemur erlendis frá er góðu vant frá sínum tjald- svæðum, þar er aðstaða til losunar á ferðasalernum og skolptönkum en einnig er boðið upp á rafmagns- staura fyrir 220w. I raun er þetta nauðsynlegt til að tengja bæði ís- skápa, ljós og til annarrar rafmagns- notkunar. Vöntun á þessu kemur fram í því að menn eru að gang- setja bíla sína í tíma og ótíma til að hlaða geyma, hefur það í för með sér hávaða- og útblástursmengun sem enginn kærir sig um og allra síst mengunarvaldurinn. Þessi skort- ur á þjónustu við húsbíla hlýtur að koma erlendu húsbílafólki í opna skjöldu. Það væri líka öllum til góðs að skipta tjaldsvæðum, hafa sérflatir fyrir hinn almenna íslending og sérflatir fyrir ferðamenn í hópferð- um. Þessir hópar ferðast á mjög ólík- an hátt. Fólk í hópferðum er oft með stífa dagskrá og gengur snemma til náða og fer snemma á fætur, jafnvel fyrir kl. 6 á morgn- ana. Hinn íslenski ferðamaður er í fríi, vill vaka lengi og þá jafnvel sofa til klukkan 9 eða 10 á morgn- ana. Það er því auðséð að hagsmun- ir þessara ferðalanga stangast á og þeir trufla hver annan. Með skipt- ingu tjaldsvæða væru þessi vanda- mál úr sögunni. Verðlag á tjaldsvæðum er annað mál sem við viljum fá til umræðu. Ekkert samræmi virðist vera í því hvað fólk fær fyrir peningana sína. Húsbílafólk þarf til dæmis að borga fullt gjald þótt öll aðstaða sé í bílum eins og salerni. Sé boðið upp á aukna þjónustu svo sem aðgang að þvotta- vélum, greiða gestir sérstaklega fyrir þessa þjónustu, ásamt því að greiða hærra tjaldsvæðagjaid! Það er okkar krafa að við borgum eingöngu fyrir þá þjónustu sem við notum. Væri tekið tillit til okkar þarfa myndum við að sjálfsögðu með glöðu geði borga fyrir það. Það er reynsla okkar af húsbílafólki á feðalögum að þar sem verðlag er sanngjarnt nýtir fólk sér ótakmarkað aðra þjónustu sem þarf að greiða fyrir, en þar sem verðlag þykir hátt heldur fólk að sér höndum og heldur áfram í næsta áfangastað hið fyrsta. Það er því hvatning Félags hús- bílaeigenda og Flakkara til fólks í ferðaþjónustu; lækkið verðið á næt- urgistingu og þið fáið mun meiri innkomu í öðru því sem þið hafið upp á að bjóða. Okkur þætti ekki ósanngjarnt að fá eitt verð fyrir bíl- inn en ekki að borga fyrir hvern fullorðinn sé tekið tillit til þess hve lítið við notum þá þjónustu sem mest mæðir á tjaidsvæðum en það eru salemin. Við viljum í þessu tilfelli nefna sem dæmi að við gistum eina nótt hjá ágætum aðila í ferðaþjónustu á Suðuriandi í fyrra, hann lækkaði verðið verulega fyrir okkur eða í 300 kr. fyrir bílinn. Menn voru ánægðir og versluðu það mikið hjá honum í lítilli verslun sem hann er með á svæðinu að hann hafði á orði að þetta væri eins og um verslunar- mannahelgi. Þegar við fórum voru allir ánægðir, bæði ferðafólkið og ferðabóndinn. Aukin þjónusta við húsbílafólk er aðkallandi. Hún er þáttur í sjálf- sagðri framþróun á tjaldsvæðum, og nýtist einnig þeim vaxandi fjölda sem ferðast með tjaldvagna og felli- hýsi, því þeir eru svipað útbúnir og húsbílar og þurfa því viðlíka þjón- ustu. í samanburði við tjaldsvæði erlendis þurfa aðilar í íslenskri ferða- þjónustu að taka sig á. Ef ísland á að verða það ferðamannaiand sem stefnt er að og geta tekið við vax- andi fjölda innlendra sem erlendra ferðamanna verða aðilar í ferðaþjón- ustu að vera í stakk búnir til að taka vel á móti ferðafólki á hvern hátt sem það ferðast. Hver króna sem lögð er í að bæta aðstöðu kem- ur til með að skila sér margfalt til baka. FÉLAG HÚSBÍLAEIGENDA, Sigríður Arna Arnþórsd. formaður, Borgarholtsbraut 42, 200 Kóp. FLAKKARAR, Félag húsbílaeig. Elín Antonsdóttir formaður, Hraunholti 4, 600 Akureyri. Guðspjall dagsins: Hin mikla kvöldmáltíð. (Lúk. 14.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Sr. Gylfi Jóns- son. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkra- húsprestur, messar. Organisti Jón Stefánsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja. Kaffisopi á eftir. Sóknarprestur. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa er minnt á guðsþjón- ustu í Áskirkju. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Hildur Sigurðardóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Göngu- guðsþjónusta kl. 10. Ath. breytt- an messutíma. Gengið á Akra- fjall að lokinni guðsþjónustu. Kvöldverður að lokinni sundferð að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Mæting til messu í gönguskóm og galla. KIRKJA HEYRNARLAUSRA: Messa í Grensáskirkju sunnudag kl. 14. Táknmálskórinn syngur undir stjórn Júlíu Hreinsdóttur. Sr. Miyakó Þórðarson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Altarisganga. Organ- leikari Kristín G. Jónsdóttir. Fermd verður í guðsþjónustunni Svandfs Lilja Egilsdóttir, Túngötu 3, ísafirði. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson, héraðsprestur, þjónar. Samkoma Ungs fólks með hlut- verk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Prest- arnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti Hörður Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Vegna fram- kvæmda í Hjallakirkju og sumar- leyfa starfsfólks kirkjunnar erfólki bent á helgihald og þjónustu í Breiðholtskirkju eða öðrum kirkj- um í Kópavogi. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Valgeir Ástráðsson préd- ikar. Guðsþjónustunni verður út- varpað beint. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdótt- ir prédikar. Félagar úr Skagfirsku söngsveitinni flytja tónlist undir stjórn Björgvins Valdimarssonar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðarprests. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14 og 20 (á ensku). Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. Laugardag og virka daga messa kl. 7.15. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnar- firði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga k| g BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. KLETTURINN: Kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam- koma sunnudag kl. 20. Ath. breytt- an samkomutíma. ívar Sigurbergs- son prédikar. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnu- dagskvöld. Prestur sr. Guðmund- ur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Almenn samkoma kl. 11. Ræðu- maður Ásmundur Magnússon. Fyrirbænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. FÆREYSKA Sjómannaheimilið: Samkoma á morgun kl. 17. KFUM og KFUK við Holtaveg: Almenn samkoma á morgun kl. 20. Ragnhildur Ásgeirsdóttir tal- ar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæna- stund kl. 19.30. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Miriam Óskarsdóttir talar. VÍDALÍNSKIRKJA: Kveðjuguðs- þjónusta sr. Braga Friðrikssonar kl. 14. Hallveig Rúnarsdóttir syngur einsöng. Jóhann Stefáns- son leikur á trompet. Kór Vídal- ínskirkju syngur. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sum- arferð verður farin til Þingvalla á morgun sunnudag. Brottför með rútu kl. 11 frá kirkjunni. Gengið um Þingvöll frá Leynistíg. Sr. Heimir Steinsson leiðir gesti um Þingvöll og til guðsþjónustu í Þingvallakirkju kl. 14. Komið heim kl. 16. Leiðsögumaður sr. Þór- hallur Heimisson. Takið með nesti. HVERAGERÐISPRESTAKALL: Guðsþjónusta á Heilsustofnun NLFÍ kl. 11. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknar- prestur. STRANDARKIRKJA, Selvogi: Helgistund sunnudag kl. 14. Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Grindavík, þjónar fyrir altari og sr. Svavar Stefánsson, Þorláks- höfn flytur hugleiðingu. Organisti Siguróli Geirsson og kirkjukór Grindavíkur leiðir söng. Svavar Stefánsson. SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa í Skálholtsdómkirkju kl. 11. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestm.eyjum: Almenn guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Altarisganga. Messukaffi. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur að messu lokinni. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Páll Eyjólfsson og Laufey Sigurðardóttir leika á gítar og fiðlu. Organleikari Ingunn Hild- ur Hauksdóttir. Sr. Heimir Steins- son. Fermingar 8. júní AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Ath. breyttan tíma. Björn Jónsson. Ferming í Stóra-Laugardals- kirkju kl. 10.30. Prestur sr. Sveinn Valgeirsson. Fermd verða: Árni Grétar Jóhannesson, Móatúni 7. Ársæll Níelsson, Skógum. Bjarni Sigmar Guðnason, Túngötu 39. Haukur Sigurðson, Innstu-Tungu I. Hjalti Þór Heiðarsson, Túngötu 13. Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir, Móatúni 5. Nansy Rut Helgadóttir, Móatúni 11 Ninja Dögg Torfadóttir, Lækjarbakka. Kristbjörg Sunna Jensdóttir, Mýrartungu 1, Reykhólahr. Vilhjálmur Arnórsson, Arnórshúsi, Króksfj.nesi. Ferming í Snóksdalskirkju kl. 14. Prestur sr. Óskar Ingi Ingason. Fermdur verður: Svavar Magnús Jóhannsson, Hlíð, Hörðudal. Ferming í Súðavíkurkirkju kl. 14. Prestur sr. Magnús Erlings- son. Fermd verða: Aldís Ýr Ólafsdóttir, Seljalandsvegi 72. Guðjón Bjarni Hálfdánarson, Álfabyggð 1. Kristín Ulfarsdóttir, ArnarflÖt 9. Kristrún Guðmundsdóttir, HOLTSPRESTAKALL: Helgi- stund með altarisgöngu verður í Flateyrarkirkju sunnudaginn 8. júní kl. 11. Kaffi á eftir. Sr. Gunn- ar Björnsson. Frikirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14. Ferming í Brjánslækjarkirkju, Barðaströnd kl. 14. Prestur sr. Sveinn Valgeirsson. Fermd verða: Davíð Þorgils Valgeirsson, Hvammi. Jódís Brynjarsdóttir, Efri-Rauðsdal. Ferming í Reykhólakirkju kl. 11. Prestur sr. Bragi Benediktsson. Fermd verða: Anna Björk Þorgeirsdóttir, Hellisbraut 42, Reykhólum. Birgitta Jónasdóttir, Hellisbraut 22, Reykhólum. Odda. Ragnar Freyr Vestfjörð, Holtagötu 11. Sigríður Fanndís Jónbjörnsdóttir, Álfabyggð 2. Skúli Bergmann Jónasson, Holtagötu 5. Valves Gunnarsson, Hrafnabjörgum. Ferming í Kolfreyjustaðar- prestakalli kl. 11. Prestur sr. Carlos A. Ferrer. Fermd verður: Sigríður Fanney Guðjónsdóttir, Miðgarði 15a, Egilsstöðum. Organisti er Pavel Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðarprests. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.