Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 1
72 SIÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
129. TBL. 85. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Alnetið
ógnar
símanum
Singapore. Reuter.
SÍMTÖL um alnetið eru nú
orðin svo ódýr og örugg, að þau
munu brátt taka forystuna í al-
þjóðlegum fjarskiptum. Kom
þetta fram hjá sérfræðingum á
ráðstefnu fjarskiptafyrirtækja í
Singapore.
„Alnetið er nú þegar orðið
snar þáttur í alþjóðlegum fjar-
skiptum en við sjáum fyrir okk-
ur, að fjarskiptin verði að lok-
um hluti af alnetinu,“ sagði
Seppo Rantakokko hjá Nokia-
fyrirtækinu finnska og aðrir
sögðu, að símafyrirtækin yrðu
að bregðast hart við hygðust
þau halda markaðshlutdeild
sinni og tekjum.
Sérfræðingamir voru sam-
mála um, að alnetið væri bein
atlaga að símafyrirtækjunum
vegna þess, að það virti engin
landamæri og gerði fólki kleift
að hringja um allan heim á inn-
anlandstaxta í hverju landi. Auk
þess væri það mjög mikilvirkt
og veldi ávallt ódýrustu leiðina.
Tæknihóskólinn í Massachu-
setts kannaði nýlega kostnað
við langlínusamtal stranda í
milli í Bandaríkjunum og
reyndist hann vera 14,40 kr. ísl.
á mínútu. A alnetinu var hann
rúmlega ein króna eða 1,05. I
annarri könnun kom fram, að
kostnaður við að faxa 42 síðna
skjal frá New York til Tókýó
var innan við 70 íslenskir aurar
á alnetinu en nærri 2.000 kr.
hjá símafyrirtækjum.
Reuter
ÞUSUNDIR manna gengu um götur Parísarborgar í gær til að krefj-
ast ákveðinna aðgerða gegn atvinnuleysinu. Báru sumir grímur í líki
Lionels Jospins, forsætisráðherra Frakklands, til að minna nýja stjórn
sósíalista á loforðin, sem gefin voru í kosningabaráttunni.
Frakkar sakaðir um að vilja EMU feigi
Kinkel segir
áætlunum
ekki frestað
Bonn. Reuter.
KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, sagði í gær, að krafa
Frakka um endurskoðun stöðug-
leikasáttmálans, sem er ein megin-
stoðin í væntanlegu myntbandalagi
Evrópusambandsríkjanna, myndi
ekki verða til að fresta áætlunum
um það. Þýskir fjölmiðlar voru þó á
öðru máli og sögðu, að þær væru í
uppnámi.
Kinkel sagði á fréttamannafundi í
Bonn, að hann gæti ekki séð, að nein
grundvallarbreyting hefði orðið á af-
stöðu Frakka til myntbandalagsins,
EMU, en Dominique Strauss-Kahn,
fjármálaráðherra í hinni nýju stjórn
sósíalista í Frakklandi, sagði á fundi
með starfsbræðrum sínum í Lúxem-
borg á mánudag, að stjórn sín vildi
skoða stöðugleikasáttmálann nánar.
Það voru Þjóðverjar, sem komu
sáttmálanum í gegn í erfiðum samn-
ingaviðræðum í Dyflinni í desember
sl. en honum er ætlað að tryggja
stöðugleika hins nýja gjaldmiðils,
evrós, með þvi að refsa þeim xfkjum,
sem standa ekki við skuldbindingar
sínar í efnahagsmálum. Til stóð að
fullgilda sáttmálann á leiðtogafundi
Evrópusambandsins, ESB, í Amst-
erdam í næstu viku.
Strauss-Kahn sagði, að Frakkar
væru ekki að fara fram á nýjar við-
ræður um stöðugleikasáttmálann en
hins vegar gætu þeir ekki staðfest
hann íyrr en að loknum umræðum á
þingi en þær verða 19. júní, tveimur
dögum eftir Amsterdamfundinn.
Eftir þýskum heimildum er svo aft-
ur haft, að engin bein tengsl séu á
milli Amsterdamfundarins og full-
gildingar sáttmálans.
Fái umhugsunartíma
Kinkel kvaðst skiija það vel, að
nýja stjórnin í Frakklandi þyrfti að
fá nokkurn umhugsunar- og umþótt-
unartíma en lagði áherslu á, að við
EMU-áætlanimar yrði staðið.
Þýskir fjölmiðlar gerðu sér mik-
inn mat úr afstöðu frönsku stjómar-
innar í gær og héldu því fram, að
hún stefndi að því að gera mynt-
bandalagið að engu.
Haft er eftir heimildum, að fram-
kvæmdastjóm ESB ætli að greiða
fyrir samþykki Frakka við EMU
með því að bjóða þeim upp á tvíhliða
lausn, sem annars vegar fæli í sér
samræmda stefnu í efnahagsmálum
og hins vegar samræmda stefnu í at-
vinnumálum.
■ EMU-áform/16
*
Leiðtogakjörið í breska Ihaldsflokknum
Enn barist á götum Brazzaville
Staða
Hagues væn-
í síðari umferð
leg
London. Reuter.
ENGIN bein niðurstaða fékkst í
fyrri umferð leiðtogakjörsins í
breska íhaldsflokknum í gær en
Kenneth Clarke, íyrrverandi fjár-
málaráðherra, fékk flest atkvæði
frambjóðendanna fimm. William
Hague varð í öðru sæti en nokkuð
kom á óvart, að John Redwood, einn
þriggja Evrópuandstæðinga í leið-
togakjörinu, varð í þriðja sæti. Hin-
ir tveir, þeir Peter Lilley og Michael
Howard, hafa ákveðið að draga sig í
hlé og styðja Hague en almennt
hafði verið búist við, að Evrópuand-
stæðingamir myndu snúa bökum
saman í annarri umferðinni, fyrst og
fremst gegn Evrópusinnanum
Clarke og einnig gegn Hague.
Atkvæði 164 þingmanna íhalds-
flokksins skiptust þannig, að
Clarke fékk 49 atkvæði, Hague 41,
Redwood 27, Lilley 24 og Howard
23. Þeir Clarke og Hague kváðust
báðir vera vissir um sigur að lokum
en það hljóp heldur betur á snærið
fyrir Hague þegar talsmenn þeirra
Lilleys og Howards lýstu yfir í gær-
kvöldi, að þeir hefðu dregið fram-
boð sitt til baka og ætluðu að styðja
Hague í síðari umferðinni, sem
verður 17. júní.
Reuter
WILLIAM Hague var brosmild-
ur þegfir skýrt hafði verið frá
úrslitum í fyrri umferðinni en
hann varð í öðru sæti á eftir
Kenneth Clarke.
Til að sigra í síðari umferðinni
þarf 83 atkvæði eða rúman helming
og auk þess verður sigurvegarinn
að hafa 15% meira fylgi en sá, sem
næstur honum kemur. Nái enginn
þessu marki verður kosið á milli
tveggja efstu manna í þriðju um-
ferð tveimur dögum síðar.
Vilja ekki Redwood
Síðustu daga hefur verið rætt
um, að frambjóðendumir þrír úr
hægri anninum, Evrópuandstæð-
ingarnir Redwood, Howard og
Lilley, myndu sameinast um þann,
sem fengi fiest atkvæði í fyrri um-
ferðinni og sagt er, að Margaret
Thatcher, fyrrverandi forsætisráð-
herra, hafi verið með í ráðum um
það. Enginn átti þá von á, að Red-
wood, sem reyndi að velta John
Major úr leiðtogasætinu fyrir
tveimur árum, fengi flest atkvæði
þeirra þriggja en þegar það lá fyrir
skoraði hann á þá Liiley og Howard
að styðja sig í annarri umferðinni.
Akvörðun þeirra er því mikið áfall
fyrir hann.
Clarke, sem einnig var efstur í
sérstakri atkvæðagreiðslu meðal
659 formanna kjördæmisráða
íhaldsflokksins, var í gær bjart-
sýnn á sigur í annarri umferðinni
og þá var Hague ekki síður sigur-
viss þótt hann geti ekki verið viss
um þann stuðning, sem þeir Lilley
og Howard fengu í gær.
Útlendingar flýja
blóðsúthellingar
Brazzaville. Reuter.
BARIST var á götum Brazzaville,
höfuðborgar Kongó, í gær, sjötta
daginn í röð, og franskir hermenn
óku um boi-gina til að bjarga út-
lendingum. Ottast er að mannfallið
meðal óbreyttra borgara sé mjög
mikið.
Mannskæð átök milli hermanna
Pascals Lissouba forseta og her-
sveita, sem eru hollax- Denis Sassou
Nguesso, fyrrverandi forseta, hafa
staðið í Brazzaville frá því á
fimmtudag. Hundruð íbúa borgar-
innar flúðu í úthverfi, sem er á valdi
hermanna er styðja borgarstjóra
Brazzaville, Barnard Kolelas, en
hann er hlutlaus og hefur boðist til
að hafa milligöngu um friðarvið-
ræður.
Franski herinn hefur sent 400
manna liðsauka til Brazzaville og
fyrir voru þar 450 franskir her-
menn, sem voru sendir þangað í
mai’s til að taka þátt í brottflutningi
útlendinga frá Kinshasa, höfuðborg
Lýðveldisins Kongó, sem hét áður
Zaire.
Franskir sendiráðsmenn sögðu
að 700-800 útlendingar hefðu verið
fluttir með flugvélum frá Brazza-
ville á mánudag til Libreville, höf-
uðborgar Gabons. Þeir sögðust
telja að rúmlega 1.000 franskir
borgarar væru enn í Brazzaville og
nágrenni.
Tilkynnt var í ríkisútvarpi Kongó
á mánudagskvöld að hersveitir
Sassou Nguesso, sem tapaði í for-
setakosningum árið 1992, hefðu náð
meginhluta höfuðborgarinnar á sitt
vald en það var ekki staðfest.
„Sveitir Sassous sóttu fram á
mánudag og þær komust nálægt
ráðhúsinu en stjórnarherinn hóf
gagnsókn og virðist hafa hrakið
þær til baka,“ sagði talsmaður
frönsku hersveitanna í Kongó.
Mannfallið gæti verið
nijög mikið
Jacques Chirac hringdi í Liss-
ouba forseta og Sassou á mánudag
og þeir samþykktu vopnahlé og
friðarviðræður fyrir milligöngu for-
seta Gabons. Þau skilaboð virðast
þó ekki hafa borist hermönnunum á
átakasvæðunum.
„Þungavopnin, sem eru notuð,
hljóta að valda mjög miklu mann-
falli meðal óbreyttra borgara en
ekki er vitað um dánartöluna þar
sem erlendu hersveitirnar og
starfsmenn hjálparstofnana hafa
ekki komist til margra þeirra
svæða sem skotið er á,“ sagði vest-
rænn heimildarmaður í Brazzaville.