Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 2

Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO. Moi^unblaðið/Ámi Sæberg Hreinsun fjöru við Víkartind að ljúka NIÐURRIF Víkartínds gengur samkvæmt áætlun, að sögn Garðars Briem, umboðsmanns eigenda og vátryggjenda. Hann segir að unnið sé að því að rífa skipið jafnframt því að fjarlægja það sem eftir sé af verðmætum. Þá sé hreinsun fjör- unnar næstum lokið og flutning- ur hafinn á sorpi tíl sorpstöðva. Garðar segir það kapítula út af fyrir sig að enginn hafí slas- ast eða týnt lífi við þessar fram- kvæmdir. „Það sýnir hve vel hefur verið að verki staðið,“ seg- ir hann. „Allar aðstæður voru mjög erfiðar; vélarrúmið var útatað í olíu, skipið hallaðist og sjór braut stöðugt á því.“ Undirbúningur stendur yfir að síðustu losun olíu úr tönkum. Verðmætí hafa fundist nýtileg og það síðasta sem bjargaðist var eldvarna- og slökkvibúnað- ur. Öll verðmætín eru geymd og er ætlunin að þau verði seld síðar. Geng-ið frá kaupum Rauðsíðu ehf. á eignum Fáfnis Kaupverðið var 64,5 milljónir króna ísafirði. Morgunblaðið. Á mánudaginn var gengið frá kaupum Rauðsíðu ehf. á eignum Fáfnis hf. á Þingeyri, sem Byggða- stofnun, Fiskveiðasjóður og Lands- banki Islands leystu til sin fyrir skömmu. Eigendur Rauðsíðu ehf. eru Ingibjörg Vagnsdóttir, Eyþór Har- aldsson og Guðmundur Franklín Jónsson og framkvæmdastjóri er Ketill Helgason sem jafnframt er framkvæmdastjóri Bolfisks hf. í Bolungarvík. Hlutafé fyrirtækisins er 22 milljónir og á Guðmundur 10% og þau Inga og Eyþór 45% hvort. Að sögn Ketils var kaupverðið 64,5 milljónir sem greiddar verða á árinu, en fyrirtækið kaupir frysti- hús ásamt tækjum, beinamjöjs- verksmiðju og skreiðarhús. Út- borgun var 10 milljónir en fyrir- tækið lagði jafnframt fram 20 milljónir króna í bankaábyrgðum til tiyggingar eftirstöðva. Spari- sjóður Bolungarvíkur er viðskipta- banki Rauðsíðu ehf., en fyrirtækið er nefnt eftir skipi Bárðar sem tók , þátt í Flóabardaga ásamt Þórði Kakala. „Bárður mannaði skip sitt Dýr- firðingum og Amfirðingum, en það hét Rauðsíða og var mest allra skipa Þórðar Kakala í Flóabar- I daga,“ segir Ketill sem ætlar að ' nú verði Rauðsíða aftur mönnuð Dýrfírðingum. Hann áætlar að vinnsla á Þingeyri hefjist eftir hálf- an mánuð og að um 40-50 manns fái vinnu hjá fyrirtækinu þegar starfsemi verður komin í fullan j gang. Hann segir að hráefni sé tryggt en áætlanir gera ráð fyrir að unninn verði svokallaður Rússa- fískur. Aðspurður hvemig reksturinn legðist í hann, sagði Ketill: „Það leggst mjög vel í mig að vinna með Þingeyringum. Þama er mikið af duglegu fólki sem þarf að virkja og ég vona að það standi með okkur að uppbyggingunni sem er framundan.“ Ríkisstjómin samþykkir áætlun um forgangsröðun og tímaáætlun til 2010 RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt framkvæmdaáætlun um forgangs- röðun o g tímaáætlun framkvæmda varðandi brýnustu vamir gegn of- anflóðum til ársins 2010. Áætlunin er byggð á samkomu- lagi sem náðst hefur milli umhverf- isráðuneytisins og sveitarfélaga sem formlega höfðu sóst eftir snjó- flóðavörnum. í áætluninni er kveð- ið á um brýnustu verkefni til varn- ar íbúabyggðum og munu heildar- framkvæmdir kosta 7‘/2 milljarð. Sú upphæð er í samræmi við þær tekjur sem Ofanflóðasjóði eru ætlaðar samkvæmt nýsamþykkt- um lögum á Alþingi. Áætlað er að þær tekjur verði u.þ.b. Vh milljarð- ur á sama tímabili. Þörfín fyrir hendi Framkvæmdaáætlunin er byggð á skýrslu Veðurstofunnar um „Þörf fyrir snjóflóðavarnarvirki á ís- landi,“ sem unnin var fyrir um- hverfisráðuneytið og sveitarfélög af nefnd innlendra og erlendra sérfræðinga. Skýrslan var kynnt síðastliðið haust og síðan hafa fulltrúar um- hverfisráðuneytisins og Veður- stofu átt fund með sveitarstjómum Varnir við ofan- flóðum fyrir 7,5 milljarða og almannavarnanefndum í þeim sjö sveitarfélögum sem búa við mesta vá vegna ofanflóða. Formlegar óskir um fram- kvæmdir við snjóflóðavarnarvirki liggja fyrir frá Neskaupstað, Siglu- firði, Seyðisfírði, Snæfellsbæ, Isa- fjarðarbæ og Bolungarvík. Frum- athugun er hafín á Siglufírði, í Neskaupstað og Vesturbyggð og er í undirbúningi á Seyðisfírði. Gott samkomulag mikilvægt „Mikilvægt er að gott samkomulag um röðun framkvæmda hefur náðst milli þeirra sveitarfélaga sem hlut eiga að máli,“ segir Guðmund- ur Bjarnason umhverfísráðherra. „Eg skil vel að menn vilji fá varnir sem fyrst og að reynt sé að koma framkvæmdum sem hrað- ast áleiðis. Menn virðast hafa skilning á því að það þarf góðan undirbúning, þetta tekur tíma og framkvæmdirnar eru dýrar og kostnaðarsamar." Framkvæmdir hófust í fyrra á Flateyri og segir Guðmundur að þeim ljúki á næstu ári. Þá taki við framkvæmdir á ísafirði og síðan í Neskaupstað, á Seyðisfírði og á Siglufírði. Framkvæmdaþunginn verði mestur frá 1999 til 2003 og muni kostnaður þá fara yfír áætlaðar telq'ur. Ætlunin sé að það greiðist upp seinna á tímabilinu. Endurskoðun áætlunar 1998 Takmörkuð reynsla er fyrir hendi varðandi hönnun og uppsetn- ingu snjóflóðavarnarvirkja á ís- landi miðað við önnur lönd. Verður því fyrst um sinn leitað eftir er- lendri ráðgjöf, en vonast er til að verkefni sem ráðist verður í á næstu árum muni auka þekkingu íslenskra sérfræðinga. Vegna þessa ríkir nokkur óvissa um ýmis atriði áætlunarinnar, s.s. hönnunarforsendur, niðurstöður tilrauna og rannsókna og fram- gang einstakra verkefna. Af þeim sökum er gert ráð fyrir að nauð- synlegt verði að endurskoða áætl- unina síðari hluta árs 1998. Þau verkefni sem ráðist verður í fyrst er gerð varnarvirkja í grennd við byggð, þar sem þau henta, en svonefnd stoðvirki á upp- takasvæðum snjóflóða eru áætluð síðar á framkvæmdatímanum, þegar liggja fyrir niðurstöður úr þeim rannsóknum sem nú stanc yfír á virkni slíkra stoðvirkja, sb tilraunaverkefni á Siglufírði. Verkfalli Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis frestað Verkfallsboðun barst of seint VERKFALL Bifreiðastjórafélags- ins Sleipnis, sem boðað var frá og með fimmtudegi 12. júní nk. hefur verið frestað þar sem boðunin barst ekki Vinnuveitendasambandi ís- lands með tilskildum sjö sólahringa fyrirvara. Boðað hefur verið til félagsfundar hjá Sleipni á fímmtu- dag, þar sem borin verður upp til- laga um verkfallsboðun 21. júní nk. Fyrsti fundur í langan tíma var hjá sáttasemjara í gær og er næsti fundur boðaður á föstudag. Um 150 félagsmenn eru í Sleipni og mun verkfall hafa áhrif á almenningssamgöngur utan Reykjavíkur, áætlun Kynnisferða í borginni og til Keflavíkur auk annarra áætlunarferða víðsvegar um land. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmda- stjóra VSÍ, misfórst verkfallsboð- unin, þar sem hún barst ekki með tilskildum sjö daga fyrirvara. „Þeim var bent á þetta á mánudag og var því beint til þeirra að af- lýsa vinnustöðvun, sem þeir hafa gert,“ sagði hann. Sagði Þórarinn að á fundi hjá sáttasemjara hafi Sleipnismenn hafnað að taka upp viðræður en áréttað þess í stað kröfu um 60 þús. króna hækkun á kauptöxtum fyrir kauphækkanir og að þeir væru ekki reiðubúnir til neinna viðræðna fyrr en búið væri að halda félagsfund seinna í vikunni. Ákvörðun í samráði við lögmann „Vinnuveitendum barst tilkynn- ing um vinnustöðvunina of seint og munaði nóttinni,“ sagði Óskar Stefánsson, formaður Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis. „Það er Pósts og síma að svara hvers vegna skeytið var ekki borið út á þeim tíma, sem okkur var lofað. Við fórum með það um hádegisbil- ið á miðvikudegi og óskuðum eftir að það yrði borið út fyrir klukkan 16 og fengum við staðfest að það yrði gert en því miður hefur eitt- hvað farið úrskeiðis hjá þeim þannig að það barst ekki í réttar hendur á tilsettum tíma.“ Lögmaður stéttarfélagsins skrifaði Pósti og síma bréf, þar sem krafíst var skýringa og hefur því bréfí verið svarað. „Við erum að fara yfir stöðuna og skoða málið og munum taka okkar ákvarðanir í samráði við lögmann félagsins," sagði Óskar. Sagði hann að boðuðu verkfalli hafi verið frestað og boðað til fé- lagsfundar á fimmtudag, þar sem borin verður upp tillaga um nýja verkfallsboðun 21. júní. „Það er ekki búið að slíta neinum viðræð- um og er fundur boðaður á föstu- dag,“ sagði Óskar. Samkeppni um byggingu barnaspítala BORGARRÁÐ hefur samþykkt bók- un skipulags- og umferðamefndar, þar sem fallist er á tveggja þrepa samkeppni vegna byggingar bama- spítala við kvennadeild Landspítal- ans. Í bókuninni er bent á nauðsyn þess að gengið verði frá áætlun um flutning Hringbrautar vegna fram- kvæmdanna og frekari uppbygging- ar á lóð spítalans. í erindi Framkvæmdasýslu ríkis- ins til borgarskipulags kemur fram að byggingamefnd um bamaspítala á Landspítalalóð hafí ákveðið að halda samkeppni um byggingu nýs bamaspítala. Er gert ráð fyrir að samkeppnin fari fram í sumar eða haust. Enn fremur segir að fyrir liggi alútboðsgögn, sem byggist á ítar- legri þarfagreiningu á tæplega 5.500 fermetra byggingu og að niðurstað- an sé sú að barnaspítalinn verði stað- settur suðvestan við hús kennara- samtakanna. Bent er á að bamaspítalinn muni njóta þjónustu frá öðrum stofnunum á lóð spítalans, nýta skurðstofur aðalbyggingar eða hugsanlega kvennadeildar og eldhús Landspítal- ans sé skammt undan en þaðan muni maturinn koma. Því verði nauðsynlegt að opna umferðaræð undir þaki milli bamaspítalans og neðanjarðargangakerfis Landspítal- ans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.