Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 11
FRÉTTIR
SIGURÐUR VE siglir út úr
höfninni í Bodö í Noregi í
fyrrakvöld.
Morgunblaðið/Helgi Ágústsson
SIGURÐUR Einarsson, útgerðarmaður Sigurðar VE í Vestmanna-
eyjum, leysir landfestar skipsins á bryggjunni í Bodö.
Ríkisstjórnin ræddi deiluna við Norðmenn vegna Sigurðar VE
Beðið eftir formlegu
svari norskra stjórnvalda
ENGIN viðbrögð hafa borist frá
norska utanríkisráðuneytinu við
hörðum mótmælum íslenskra
stjórnvalda vegna töku síldveiði-
skipsins Sigurðar VE. Er búist við
að formlegt svar berist á allra
næstu dögum.
Ríkisstjórnin fór yfir málið á
fundi sínum í gærmorgun. Davíð
Oddsson forsætisráðherra segir að
hörð viðbrögð íslenskra stjórnvalda
vegna málsins séu mjög eðlileg.
„Það sem er óeðlilegt er þessi
furðulega taka skipsins, enda sér
maður af viðbrögðum norskra út-
gerðarmanna og sjómanna að þeir
botna hvorki upp né niður í málinu
og láta hafa eftir sér að þeir von-
ist til þess að það sé einhver meiri
glæpur hjá-skipstjórnarmönnunum
í þessu máli en hafi komið fram
opinberlega," segir Davíð.
„Óheppilegt atvik“
Helgi Ágústsson, ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu,
kvaddi Nils 0. Dietz, sendiherra
Noregs, á sinn fund í ráðuneytinu
í hádeginu I gær, þar sem hann
ítrekaði mótmæli íslenskra stjórn-
valda vegna málsins.
Dietz sendiherra sagði í samtali
við Morgunblaðið eftir fundinn að
að norsk stjórnvöld mundu svara
íslendingum svo fljótt sem kostur
væri á. „Norðmenn vilja leggja
áherslu á að eiga góð samskipti
við íslendinga á öllum sviðum og
það á að sjálfsögðu við um fisk-
veiðimál. Við eigum sameiginlegra
hagsmuna að gæta á mörgum svið-
um sjávarútvegsmála varðandi síld
og fleiri tegundir. Við þörfnumst
hvors annars.
Á næstu árum standa fyrir dyr-
um viðræður um ýmis mál, m.a.
um síldveiðar, þar sem fleiri þjóðir
koma að, þar á meðal Evrópusam-
bandið. Það er von okkar í Noregi
að þetta óheppilega atvik muni
ekki koma í veg fyrir áframhald-
andi samstarf þjóðanna og að við
náum að þróa það samstarf
áfram,“ segir sendiherrann.
Aðspurður um áhrif harðrar
gagnrýni Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra í garð Norðmanna
vegna málsins á samskipti þjóð-
anna sagðist Dietz ekki vilja leggja
dóm á skoðanir íslenska forsætis-
ráðherrans.
Helgi Ágústsson sagðist hafa í
samtali við sendiherrann lýst yfir
vonbrigðum með tilboð lögreglu-
yfirvalda í Noregi um sáttagjörð,
sem væri í fyllsta máta ósann-
gjarnt. Fór hann einnig yfir hvern-
ig skeytasendingar frá Sigurði VE
hefðu gengið fyrir sig og lýsti
óánægju íslendinga með að ekki
væri tekið tillit til þeirra skýringa
sem hefðu komið fram í málinu
af hálfu skipstjórans og lögmanna.
„Afgreiðsla þessa máls er í hæsta
máta óeðlileg," segir Helgi.
Sigurður á veiðar á ný
Sigurður VE sem lét úr höfn í
Bodö í fyrrakvöld sigldi rakleiðis á
veiðar og er væntanlegur á miðin
í Síldarsmugunni á alþjóðlegu haf-
svæði í dag en þar eru fleiri ís-
lensk skip fyrir við veiðar. Sigurð-
ur Einarsson útgerðarmaður sagði
að veiði væri treg og óvíst væri
hvenær skipið kæmi til hafnar en
það var að ljúka sínum seinasta
veiðitúr á vertíðinni þegar norska
strandgæslan tók skipið og dró það
til Noregs. Kvaðst hann ekki vita
hvort Sigurður færi aftur inn fyrir
lögsögumörk Jan Mayen í leit að
síld.
Peter Gyllestad, fiskistofustjóri í Noregi
Hissa á harkaleg-
um viðbrögðum
Bodö. Morgunblaðið.
„EG er hissa á harkalegum við-
brögðum íslendinga vegna töku
nótaskipsins Sigurðar VE. Það
hljóta að vera sameiginlegir hags-
munir íslendinga og Norðmanna
að skynsamlega sé staðið að nýt-
ingu norsk-íslenska síldarstofns-
ins. Það er grundvallaratriði að
réttar upplýsingar séu gefnar um
afla og veiðisvæði. Þessar upplýs-
ingar bárust ekki frá Sigurði VE,“
segir Peter Gyliestad, fiskistofu-
stjóri í Noregi, í samtali við Morg-
unblaðið.
Morgunblaðið hitti sjávarút-
vegsráðherra Noregs, Karl Erik
Schiött Pedersen, að máli í Bodá
og spurði hann álits á harkalegum
viðbrögðum íslenskra stjórnvalda
vegna töku Sigurðar VE. Ráðherr-
ann vildi ekkert tjá sig um málið.
Sagði það lögreglumál og vísaði
auk þess á fiskistofustjóra.
Gyllestad segist ekki tilbúinn að
tjá sig beint um mál Sigurðar þar
sem það sé nú dómsmál og það
sé dómstóla að skera úr um það.
„Það er þó ljóst að við lítum á það
sem alvarlegt brot á lögum og regl-
um um veiðar í lögsögu Jan Mayan
sé tilkynningaskyldu ekki fullnægt
og afladagbók ekki færð með full-
nægjandi hætti. Um það eru mörg
dæmi og benda má á töku tveggja
skoskra skipa í síðustu viku því til
staðfestingar.“
Nú liggur fyrir að norsk yfirvöld
hafa samþykkt að íslensku skipin
færi íslenska afladagbók við þessar
veiðar. Breytir það engu?
„Það skiptir ekki máli hvernig
bókin lítur út heldur hvað í hana
er fært. Þær upplýsingar sem við
fórum fram á voru ekki færðar inn
og það ræður úrslitum. Ég á erfitt
með að meta pólitískar afleiðingar
þessa máls en trúi ekki öðru en
að íslendingar og Norðmenn geti
staðið saman um skynsamlega
nýtingu norsk-íslensku síldarinn-
ar,“ segir norski fiskistofustjórinn.
Bréf norska sjávarútvegsráðuneytisins
Eðlileg viðbrögð
við brotum
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
fékk í gær bréf frá norska sjáv-
arútvegsráðuneytinu þar sem fram
kemur að það sé álit ráðuneytisins
að viðbrögð norsku strandgæsl-
unnar og lögregluyfirvalda í Bodö
í Sigurðarmálinu hafi verið eðlileg
við alvarlegum brotum. Utanríkis-
ráðuneytið hefur hins vegar ekki
enn fengið viðbrögð við hörðum
mótmælum sem send voru til Nor-
egs sl. laugardag.
Bréfið felur í sér viðbrögð við
mótmælum íslenska sjávarútvegs-
ráðuneytisins sem send voru til
Noregs á mánudag. í mótmæla-
skeytinu var útskýrt hvaða tækni-
legu skýringar eru á því að tvær
tilkynningar Sigurðar VE-15 um
komu og brottför úr Jan Mayen
lögsögunni bárust ekki til Noregs.
í svarbréfi norska sjávarútvegs-
ráðuneytisins er ekkert farið ofan
í þessi atriði og ekki eru sett fram
viðbrögð við þeim vömum sem ís-
lensk stjórnvöld hafa haldið uppi
í málinu. Einungis er lýst þeirri
skoðun ráðuneytisins að eðlilega
hafi verið staðið að málum og að
Sigurður hafi gerst brotlegur.
I bréfi íslenska sjávarútvegs-
ráðuneytisins segir að leysist Sig-
urðarmálið ekki muni það hafa
alvarlegar afleiðingar fyrir sam-
starf þjóðanna í fiskveiðimálum.
Norska sjávarútvegsráðuneytið
segist vona að svo verði ekki og
óskar eftir góðu samstarfi við ís-
land í sjávarútvegsmálum.
{ norska utanríkisráðuneytinu
er verið að undirbúa formlegt svar
við bréfi utanríkisráðuneytisins
sem sent var til Noregs á laugar-
dag. Svars er að vænta í dag.
Margir norskir fjölmiðlar fjalla um töku Sigurðar VE 15 við Jan Mayen
Viðbrögðum Davíðs
líkt við „eldgos
íslenskrar reiði“
Norðmenn harma að takan skuli gerð að pólitísku máli
NORSKA dagblaðið Nordlys gerir
viðbrögð íslendinga við því að
norska strandgæslan skyldi færa
Sigurð VE til hafnar í Bodo að
höfuðatriði í frétt blaðsins í dag
og í fyrirsögn er talað um „eldgos
íslenskrar reiði“ hjá stjórnvöldum
hér á landi. Norska utanríkisráðu-
neytið kvaðst í gær harma að ís-
lensk yfirvöld skuli hafa gert töku
skipsins að „pólitísku máli“.
I Nordlys eru yfirlýsingar Dav-
íðs Oddssonar, forsætisráðherra
íslands, raktar orð fyrir orð. Sagði
að „hið munnlega eldgos Davíðs
gegn Noregi“ hefði verið á allra
vörum á íslandi í gær. í blaðinu
var rifjað upp að oft hafi hvöss
orð verið látin fjúka frá því að
Smugudeilan hófst árið 1993. Ekki
síst hafi Jón Baldvin Hannibalsson
verið ómyrkur í máli þegar hann
var utanríkisráðherra. Blaðið hafði
hins vegar eftir íslenskum blaða-
mönnum í gær að með yfirlýsing-
unum vegna nótaskipsins hefði
verið gengið harðar fram en áður.
Ónefndur heimildarmaður
Morgunblaðsins í Noregi kvaðst
telja að þar gerðu menn sér ekki
almennilega grein fyrir því hve
hörð viðbrögð íslenskra stjórnvalda
hefðu verið við því að skipið var
tekið, en frétt Nordlys tæki af all-
an vafa um það.
Sagd; að sama gangi yfir
Norðmenn
í annarri frétt Nordlys í dag
sagði að Davíð Oddsson hefði farið
offari með yfirlýsingum sínum.
Norskir bátar hafí einnig verið
teknir og dæmdir til að greiða sekt-
ir að upphæð allt frá 150 þúsund
til 300 þúsund norskra króna (1,5
til þriggja milljóna íslenskra króna)
vegna lögbrota. Norskir útgerðar-
menn og sjómenn telji slíkt smá-
muni og ekki sé hægt að segja að
norska strandgæslan og lögreglan
hafi gengið harðar fram gegn ís-
lendingum, en í mörgum öðrum
málum. Þetta var haft eftir Audun
Marák, formanni í einum samtaka
norskra útgerðarmanna, og sagt
að hann hafi verið að tala um „síld-
arstríðið" milli íslands og Noregs.
Sagt var að Marák væri hissa á
óvenju hörðum viðbrögðum íslend-
inga og þá einkum hótunum Davíðs
Oddssonar um að þessi deila geti
bitnað á norskum nótabátum þegar
þeir hefji loðnuveiðar við Jan Mayen
og í íslenskri lögsögu. Niðurstaða
Maráks er sú að haldi fram sem
horfi muni deilan bitna jafnt á ís-
lenskum sem norskum sjómönnum.
Samkvæmt frétt dagblaðsins
Aftenposten síðdegis í gær harmaði
norska utanríkisráðuneytið að taka
skipsins væri orðin að pólitísku
máli.
Ekki pólitískt mál?
„Við lítum ekki á þetta sem ut-
anríkismál, sem varði sambandið
milli Noregs og íslands. Þetta er
alfarið lögreglu- og stjórnsýslu-
mál,“ hafði norska fréttastofan
NTB eftir Ingvari Havnen, blaða-
fulltrúa utanríkisráðuneytisins, í
gær. „Utanríkisráðuneytið harmar
að íslensk yfirvöld skuli hafa gert
töku íslenska nótaskipsins að póli-
tísku máli.“
í Aftenposten var vísað til þess
að Davíð Oddsson hefði sagt að
málið væri pólitískt og til þess tek-
ið að sendiherra íslands í Noregi,
Eiður Guðnason, sem verið hefði í
fríi, hefði slegið för sinni til Noregs
á frest vegna málsins.
Havnen sagði að mótmælum
íslendinga yrði svarað þegar ráðu-
neytið hefði kynnt sér málið.
í frétt Aftenposten er haft eftir
Kristbirni Árnasyni, skipstjóra Sig-
urðar VE 15, að hann hafi engu
haldið leyndu fyrir norskum stjórn-
völdum og þeir hafi vitað allt um
ferðir skipsins og athafnir.