Morgunblaðið - 11.06.1997, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Grjótvörn við
Hafnargarðinn
Skagaströnd - Þessa dagana fara
fram miklir gijótflutningar úr
Hvammkotsbruna á hafnarsvæðið.
8000 rúmmetrar af grjóti verða
fluttir þessa 15 kílómetra leið til
notkunar í gijótvörn við gamla hafn-
argarðinn sem er að hruni kominn.
Setja á gijótvörn vestan við hafn-
argarðinn og fyrir enda hans. Mikið
hefur runnið undan botni karsins
sem myndar fremsta enda garðsins
og voru menn farnir að óttast að
endinn mundi brotna af garðinum
og berast inn í höfnina. Með fyrir-
hugaðri grjótvörn verður komið í
veg fyrir slíkt auk þess sem brim-
vörnin fyrir höfnina mun batna til
muna.
Einnig kom fram, við líkanstil-
raunir, að ölduhreyfmg í höfninni
mun minnka mikið og lægi fyrir
báta verður því öruggara. Innsigling
í höfnina mun þrengast nokkuð en
verður samt, eftir að framkvæmdum
lýkur, um 200 metra breið. Þá er
áætlað að setja upp einhvers konar
viðvörunarmerki á blindskerið Brún-
kollu sem er sunnanvert við innsigl-
inguna.
Verkið hefur tafist nokkuð vegna
gjaldþrots verktaka sem tók það að
sér í upphafi og átti að ljúka því
síðastliðið haust. Var það boðið út
aftur og samið við nýjan aðila um
miðjan mars. Var gengið til samn-
inga við Rögnvald Arnason frá Sauð-
árkróki en hann bauð 17,5 milljónir
í að Ijúka verkinu og á því að vera
lokið í september í haust.
Gijótið sem fer í vömina er flokk-
að í nokkra stærðarflokka en síðan
verður gengið í að koma því á sinn
stað þegar lokið er við að flytja það
allt á flokkunarstaðinn.
Systurnar hætta
rekstri leikskólans
Stykkishólmi - Ólafur Hilmar
Sverrisson bæjarstjóri og systir
Suzanne Beens undirrituðu 30.
maí sl. fyrir hönd St. Fransiskuss-
reglunnar samning þar sem kveð-
ið er á um að Stykkishólmsbær
yfirtaki rekstur leikskólans sem
systurnar hafa starfrækt í fjölda-
mörg ár.
Systurnar á St. Fransiskus-
spítalanum í Stykkishólmi hafa
rekið leikskóla fyrir börn á leik-
skólaaldri með styrk frá Stykkis-
hólmsbæ. Nú óska þær eftir að
hætta rekstrinum og að Stykkis-
hólmsbær taki við. Rekstur
leikskóla í samvinnu við sveitarfé-
lagið hefur staðið frá 1982.
Samningurinn sem nú var undir-
ritaður tekur gildi hinn 1. ágúst
nk. Áður ráku systurnar barna-
heimili og tóku börn af höfuð-
borgarsvæðinu í sumardvöl.
Að sögn Ólafs Hilmars mun
bærinn leigja húsnæðið þar sem
leikskólinn hefur verið, en það
er í eigu reglunnar. Litlar breyt-
ingar mun fylgja þessari yfir-
töku. Hann vildi koma á fram-
færi innilegu þakklæti til systr-
anna frá bæjarbúum fyrir dygga
þjónustu og fórnfúst starf þeirra.
Þær hafa haft góð áhrif á marg-
an Hólmarann þegar hann var
að stíga sín fyrstu skref á
þroskabrautinni og fengið gott
veganesti. Ólafur vildi sérstak-
lega þakka systur Lovísu fyrir
hennar störf, en hún lætur nú
af störfum eftir að hafa starfað
við leikskólann í Stykkishólmi frá
árinu 1969.
Af þessu tilefni mættu fulltrúar
St. Fransiskusreglunnar bæði frá
Róm og Brussel.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
FRÁ undirritun samnings (f.h.) Margrét Thorlacius hjúkrunarforstjóri, Ólafur Hilmar Sverris;
son bæjarstjóri, systir Suzanne Beens frá Brussel og systir Rene, príorína í Stykkishólmi. í
aftari röð: Róbert Jörgensen, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, Micaela Garriz, yfirgjaldkeri
í Róm, Jeanne van Beek, gjaldkeri í Brussel, og Jolanda D. Elleman, aðalráðgjafí í Róm.
Upplýsingamiðstöð Suðurlands
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
FUNDARGESTIR á héraðslæknafundi nutu góðviðris um leið og þeir fjölluðu um mikilvæg mál.
Fundað í vorblíðu
Egilsstöðum - Héraðslækna-
fundur var haldinn í Hótel Vala-
skjálf á Egilsstöðum. Fundur-
inn var annar tveggja sem
haldnir eru árlega. Sól skein
glatt þennan dag og var fundur-
inn að hluta til fluttur út í Sel-
skóg þar sem er aðstaða fyrir
útileikhús og sleiktu fundar-
menn sólskinið undir dagskrá
um málefni héraðslækna.
Fundinn sóttu starfandi hér-
aðslæknar, 8 talsins, yfirmenn í
heilbrigðisráðuneytinu og full-
trúar landlæknisembættisins.
Þorbergs-
Maga bíður
færis
Vaðbrekku, Jökuldal - Að sauð-
burði loknum, þegar gróður er
kominn vel á veg, er ánum sleppt
á fjall með lömbunum sinum. Þar
til gróður er kominn bíða æmar
heima við hús. Svo er einnig með
Þorbergs-Mögu á Vaðbrekku. Hún
bíður eftir því, ásamt lömbunum
sínum tveimur, að vera sleppt á
Qall. Maga virðist vera nokkuð
eftirvæntingarfull en lömbin láta
sér fátt um finnast og fá sér fegr-
unarblund meðan þau bíða.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Mikil umferð
fyrstu vikuna
Selfossi - Sjöunda starfsár Upp-
lýsingamiðstöðvar Suðurlands á
Selfossi hófst 25. maí, en hún er
nú til húsa í Fossnesti við Austur-
veg. Hlutverk upplýsingamið-
stöðvarinnar er að aðstoða inn-
lenda og erlenda ferðamenn, upp-
lýsa þá um allt það sem gæti
komið að gagni í ferðum þeirra
um landið, eínkum þó Suðuriand.
Gestir voru á fímmta hundrað
fyrstu vikuna, bæði íslendingar
og erlendir ferðamenn. Það segir
mikið um þá þörf sem er fyrir
þessa þjónustu.
Starfsmenn Upplýsingamið-
stöðvar Suðuriands eru tveir í
sumar. Upplýsingamiðstöðin er
opin alla daga vikunnar.
Laugaskóla slitið
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
GUÐMUNDUR Torfi Heim-
isson, starfsmaður Upplýs-
ingamiðstöðvar Suðurlands.
Búðardal - Laugaskóla í Dalasýslu
var slitið í 52. sinn föstudaginn 30.
maí. Laugaskóli er heimavistarskóli
fyrir grunnskólanemendur úr sveit
Dalasýslu, auk barna í 8. 9. og 10.
bekk frá Bæjarhreppi í Standasýslu.
Nemendur voru 57 í vetur og hafa
að sögn skólastjóra Kristjáns Gísla-
sonar, aldrei verið færri.
Börnum í sveit fækkar stöðugt
og horfur eru á færri nemendum
næsta vetur. Skólahald var með
hefðbundnum hætti í vetur og ekki
nein forföll vegna veðurs. í vor
voru haldnar skólabúðir að Laugum
fyrir nemendur úr 7. bekk sam-
starfsskólanna á Vesturlandi og
tókst vel. Framhald verður á þeirri
starfsemi næsta ár.
Fram kom í ræðu skólastjóra að
næsta vetur yrði aðeins kennt ann-
an hvern föstudag m.a. til að mæta
sparnaði við gæslu og mötuneyti. Á
Laugum hefur verið kennt flesta
frídaga sem ber upp á virka daga
og þannig næst tilskilinn tími í
kennslu. Föstudagarnir yrðu einnig
notaðir sem skipulags- og vinnu-
dagar kennara og til að mæta for-
eldradögum og þess háttar.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
KRISTJÁN Gíslason, skóla-
sljóri Laugaskóla, flutti ræðu.
Eftir ræðuhöld og verðlaunaaf-
hendingar fyrir góðan árangur í
námi og íþróttum var gestum boðið
að skoða handavinnu og smíði nem-
enda og þiggja að lokum veislu-
kaffi í boði skólans.