Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 17
Reuter
í GÆR var 1997 dúfum sleppt í Hong Kong í tilefni af því að Bretar munu afhenda Kínverjum
borgina 1. júlí. Dúfurnar sem flugu til Kína áttu að tákna samruna Hong Kong og Kína.
Spenna fer vax-
andí í Hong Kong
Hong Kong. Reuter
BRETAR munu afhenda Kínverjum
Hong Kong 1. júlí næstkomandi.
Undirbúningur stendur nú sem
hæst vegna hátíðahalda í tilefni af
afhendingunni sem mun binda enda
á 156 ára yfirráð Breta í borginni.
Hong Kong sem Bretar unnu af
Kínveijum í hinum svokölluðu Óp-
íumstríðum á nítjándu öld mun upp
frá því verða kínverskt sjálfstjórn-
arfylki.
Spenna hefur farið vaxandi í
Hong Kong undanfarna mánuði. Á
undanförnum árum hafa Bretar,
undir forsæti Chris Patten, ríkis-
stjóra, lagt áherslu á lýðræðisþróun
í borginni m.a. með kosningum til
löggjafaþings árið 1995. Aðgerðirn-
ar hafa reitt kínverska ráðamenn
til reiði og Hong Kong-búar óttast
aðgerðir þeirra til að snúa þróun-
inni við.
Stjórnvöld í Peking hafa þegar
ákveðið að löggjafaþingið verði leyst
upp strax eftir valdatökuna og valið
nýtt löggjafaþing sem mun leysa
það af hólmi. Nýja þingið, valið af
kínverskum ráðamönnum, saman-
stendur af 60 stjómmála- og við-
skiptamönnum sem allir eru hliðholl-
ir Kínastjóm.
Samkvæmt áætlun Kínastjómar
munu fulltrúar nýja löggjafaþingsins
sverja embættiseið sinn í framhaldi
af afhendingarathöfninni, 1. júlí.
Fréttaskýrendur segja Kínveija vilja
nota tækifærið til að fá blessun er-
lendra leiðtoga á hinu nýja þingi.
Bandaríkin hafa þegar lýst því
yfir að þau hyggist sniðganga þing-
setninguna. Bretar hafa enn ekki
svarað því hvort Tony Blair, forsæt-
isráðherra, komi til Hong Kong i
tilefni afhendingarinnar. Svo virðist
sem hann bíði frekari útskýringa
Kínveija á því hvaða hlutverki hið
nýja þing muni gegna í hátíðarhöld-
unum áður en hann taki ákvörðun.
Demokrataflokkur Hong Kong,
sem hlaut flest atkvæði í kosning-
unum árið 1995, höfðaði á þriðjudag
dómsmál til að fá úr þvi skorið hvort
hið nýja þing geti talist lögmætt.
Lögfróðir menn telja litla möguleika
á að flokkurinn fái þingið dæmt
ólögmætt en málshöfðunin getur
bæði tafið yfirtöku þess svo og varp-
að skugga á hátíðahöldin.
Viðskiptajöfurinn Tung Chee-hwa
sem verður hæstráðandi í Hong
Kong eftir valdatöku Kínveija hefur
hvatt íbúa Hong Kong til að leggja
niður andspyrnu gegn Kínastjóm.
Einnig sagðist Tung vera tilbúinn
til að víkja úr stöðunni ef til grund-
vallarágreinings kæmi. Er yfirlýsing
hans talin benda til þess að ágrein-
ingur sé þegar kominn upp á milli
tilvonandi valdhafa Hong Kong.
Reuter
Breytingar hjá
British Airways
BRESKA flugfélagið British
Airways kynnti í gær þriggja
ára áætlun um breytingar á
öllum þáttum rekstrarins. Voru
af því tilefni sýnd tvö dæmi um
nýtt útlit flugvéla félagsins,
Concordeþotu og Boeing
747-400, og þótti sumum nóg
um litagleðina. Þá var gagnrýnt
að breski fáninn er ekki lcngur
hluti af merkingu véla félags-
ins.
Áætlunin hljóðar upp á
breytingar fyrir sem svarar 700
milljörðum islenskra króna og
felur í sér ný einkenni fyrir
félagið, nýja þjónustu, nýjar
flugvélar og aukna þjálfun
starfsfólks, svo eitthvað sé
nefnt. Bæta á 43 flugvélum við
flotann, 29 Boeing 747-400, níu
Boeing 777 og fimm Boeing
757.
Þá verður gífurlegum fjár-
hæðum varið til að þróa nýjar
flugleiðir, aukna þjónustu og
bjóða upp á nýjungar, auk þess
að leggja nýjar áherslur í þjón-
ustu við viðskiptavini.
Bæta á aðstöðu við flughöfn
félagsins á Kennedy-flugvelli í
New York, og endurnýja innrit-
unaraðstöðu á Heathrow-flug-
velli í London. Þá á að auka
þjónustu frá öðrum flugvelli í
London, Gatwick.
Leita á eftir fleiri samstarfs-
samningum á borð við þann sem
flugfélagið hefur nú við Am-
erican Airiines og bjóða upp á
flug til fleiri áfangastaði víðs-
vegar í heiminum.
Smellubuxur
Laugavegi 23 - Sími 551 5599
Bildt segir Svía
eiga á hættu
að einangrast
Hefur áhvffenur af samkomulaffi
NATO og Rússa
SVÍAR eiga á hættu að einangrast
í friðar- og öryggismálum í Evrópu
ef marka má orð Carls Bildts, leið-
toga stjórnarandstöðuflokks hægri
manna í Svíþjóð, í samtali við dag-
blaðið Dagens Nyheter. Segir Bildt
þar að samkomulag Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) við Rússa
hafi breytt stöðunni það mikið að
Svíar verði að endurskoða sam-
skiptin við bandalagið.
Bildt lýsir í viðtalinu eftir „skýrri
og hárri rödd Svíþjóðar í umræð-
unni um Evrópu“.
Göran Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, hefur lýst yfir því að
hann þekki hina nýju leiðtoga Evr-
ópu, en Bildt aðeins þá gömlu.
Þessu svarar Bildt því að Persson
„virðist haldinn einhvers konar
Bildtduld“.
Bildt kveðst vilja hefja umræðu
um þau skilyrði, sem séu fyrir að-
ild að NATO í núverandi stöðu.
Aðild sé hins vegar ekki nauðsynleg
í fyrstu umferð stækkunar banda-
lagsins, en ráðgert er að bjóða
nokkrum fyrrverandi Varsjár-
bandalagsríkjum aðild á leiðtoga-
fundi NATO í Madríd í júlí.
Vill sérstakt sendiráð
Hins vegar verði menn að hafa
tekið afstöðu þegar þar að komi
að önnur umferð stækkunarinnar
fari fram. Bildt telur þá tillögu
stjórnarinnar að sendiherra Sví-
þjóðar í Belgíu hafi málefni NATO
einnig á sinni könnu ófullnægjandi
og bætir við að það ætti að vera
sjálfsagt að hafa sérstakt NATO-
sendiráð. Að auki væri eðlilegt að
fyrsta skrefið yrði að hafa vamar-
málafulltrúa bæði í höfuðstöðvum
bandalagsins í Brussel og hernað-
arhöfuðstöðvunum í Mons.
Naumur sigur
Tékklandsstj órnar
Prag. Reuter.
SAMSTEYPUSTJÓRN miðju og
hægriflokkanna í Tékklandi, undir
forsæti Vaclavs Klaus, vann
nauman sigur í atkvæðagreiðslu
um traustsyfirlýsingu á tékk-
lenska þinginu í gær. Fékk stjórn-
in 101 atkvæði af 200 í neðri deild
þingsins.
Stjórnarflokkarnir hafa samtals
100 sæti í neðri deild, og í at-
kvæðagreiðslunni í gær nutu þeir
stuðnings óháðs fulltrúa, Jozefs
Wagners, sem er formaður fjár-
veitinganefndar þingsins. Hann
gerði það að skilyrði fyrir atkvæði
sínu að neðri deildin fengi að
greiða atkvæði um einkavæðingu
hlutar ríkisins í bönkum og al-
menningsþjónustufyrirtækjum
sem fjármálaráðuneytið hefur þeg-
ar lagt til.
Klaus fór fram á atkvæða-
greiðslu um traustsyfirlýsingu við
stjórn sína, sem hefur átt undir
högg að sækja undanfarið. Mark-
mið stjórnarinnar eru að minnka
enn ríkisútgjöld um 20 milljarða
tékklenskra króna, eða sem svarar
rúmum 43 milljörðum íslenskra
króna á fjárlögum þessa árs.
IWLEtm i
FIMMTUDAGINN 12. JUNI KL. 20.00
Arnold Östman
ÓPERUTÓNLIST eftir: Mozart, Schubert,
Rossini, Gounod, Verdi
og Tchaikovsky
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255
MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN