Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 18

Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ralston gefur ekki kost á sér sem yfirmaður Bandaríkjahers Washington. Reuter. Framhjáhald fyrir áratug varð hershöfðingjanum að falli Reuter JOSEPH Ralston, aðstoðaryfirmaður bandaríska herráðsins og hershöfðingi í flughernum, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til yfirmanns herráðsins. Myndin var tekin í september. JOSEPH Ralston, hershöfðingi í bandaríska flughemum, lýsti því yfir á mánudag að hann væri hætt- ur við að gefa kost á sér í stöðu yfirmanns bandaríska herráðsins vegna þess að hann hélt fram hjá konu sinni fyrir 13 árum. William Cohen vamarmálaráð- herra kvaðst hins vegar hafa beðið Ralston, sem er 53 ára gamall, að vera áfram aðstoðaryfirmaðu herr- áðsins og hann hefði orðið við því. Kvaðst ráðherrann vera að velta fyrir sér öðmm yfirmönnum úr hemum til að gegna hinni valda- miklu stöðu yfirmanns herráðsins. „Þetta er alfarið mín ákvörðun og ég finn fyrir eftirsjá þegar ég tek hana,“ sagði Ralston eftir að hafa rætt einslega við Cohen um það hvort hann ætti að taka við af John Shalikashvili, sem lætur af starfinu 30. september. Tvöfalt siðgæði? „Eftirsjá mín er til komin vegna þess að opinber umræða um mögu- lega tilnefningu mína brenglaði staðreyndir nokkurra nýlegra mála og varð til þess að svo virtist að tvöfalt siðgæði ríkti í réttarfari í hemum,“ sagði Ralston. „Ég er ekki þeirrar hyggju að hér ríki tvö- falt siðgæði.“ Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði á mánudag að hann virti ákvörðun Ralstons um að gefa ekki kost á sér og lýsti yfir ánægju með að hann hygðist sitja áfram í núver- andi stöðu sinni. Ralston viðurkenndi í liðinni viku að hann hefði haldið fram hjá og framið hjúskaparbrot fyrir rúmum áratug þegar hann var að skilja við fyrri konu sína. Cohen sagði þá að nafn Ralstons yrði áfram ofarlega á listanum yfir væntanlega arftaka Shalikashvilis. Það hefði sennilega ekki þótt til- tökumál hefði ekki viljað svo til að skömmu áður hafði Kelly Flinn, fyrstu konunni, sem komist hafði í stöðu sprengjuflugmanns í flug- hernum, verið neydd til að hverfa úr hernum til að komast hjá því að vera dregin fyrir herrétt fyrir að hafa verið í ástarsambandi við giftan mann. Gagnrýni á þingi Þetta mál varð til þess að á þingi heyrðust ásakanir um að réttlætinu væri misskipt í hernum. Hótuðu þingmenn að hafna Ralston ef for- setinn tilnefndi hann. Olympia Snowe, repúblikani frá Maine og eini kvenmaðurinn í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagði að það væri „öldungis nauð- synlegt“ að sömu kröfur væru gerð- ar til einstaklinga í hernum, sama hvaða stöðu þeir hefðu eða hvers kyns þeir væru. Annars mundi her- inn gíata trúverðugleika meðal al- mennings. Flinn málið varð til þess að þeg- ar í Ijós kom að John E. Longhous- er, foringi í hemum, hafði haldið fram hjá konu sinni fyrir fímm ámm neyddist hann til að segja af sér. Longhouser barðist í Víetnam og hafði hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín í hernum. Þegar hann settist í helgan stein gaf hann út yfírlýsingu þar sem sagði að hann og Karen, kona hans, hefðu „náð sáttum og ég hef greint henni frá þessu sambandi. Nú er hjónaband okkar sterkara en nokkru sinni.“ Þessi mál hafa vakið mikla um- ræðu í Bandaríkjunum. Framhjá- hald er bannað með lögum í um helmingi ríkja Bandaríkjanna, en slíkum lögum er nánast aldrei fram- fylgt nema í hemum. Siðfræðingar og félagsfræðingar segja að hór- dómur, sem menn voru grýttir fyrir að fremja fyrr á öldum og þótti jafnalvarlegt og morð í árdaga kris- tinnar kirkju, sé sú synd, sem mest- um ruglingi valdi af boðorðunum tíu. En um leið og þessi synd sé almennt fordæmd er mjög algengt að hún sé drýgð. Minna umburðarlyndi? David Pittman hefur skrifað um það að vera ótrúr í einkalífinu og heldur því fram að Bandaríkjamenn séu ekki jafn umburðarlyndir í þess- um efnum og áður. Fólk sjái hvaða áhrif þetta hafi á líf bama og hvem- ig það geti rústað fjölskyldum. „Við höfum misst þolinmæðina gagnvart mönnum á borð við Donald Trump og hina ýmsu meðlimi Kennedy-fjöl- skyldunnar," sagði Pittman. Tölfræðin bendir til þess að fleiri séu þeirrar hyggju að það sé for- kastanlegt að vera ótrúr en era trú- ir. Þá telja fæstir að framhjáhald eigi að vera refsivert. Rithöfundurinn Paula Vogel skrifaði í dagblaðið The New York Times að hér væri um að ræða árekstur milli laga frá 19. öld og lífshátta 21. aldarinnar. Anthony Lewis, dálkahöfundur sama blaðs, benti á að hvorki breski né franski herinn teldi fram- hjáhald brot og sagði að verið væri að bera fram rangar spurn- ingar. Málið snerist í raun um það hvort líta ætti á syndina sem glæp, ef ekki kæmi meira til og bætti við: „Hin raunverulega bandaríska synd er ekki framhjáhald heldur hræsni." Hús Blairs til sölu London. Reuter. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hefur afráðið að selja húseign sína í Islington-hverfinu af örygg- isástæðum, að sögn talsmanns hans. Blair-hjónin hugðust eiga fjögra hæða og fímm svefnherbergja húsið áfram en hafa nú farið að ráðum sérfræðinga sinna í öryggismálum. Þeir telja að gera þurfí gagngerar breytingar á húsinu til þess að vernda það fyrir hugsanlegum árás- um hryðjuverkamanna. Hafa Blair- hjónin þegar tæmt húsið og flutt lausamuni í embættisbústað sinn í Downingstræti 11. Að sögn fjölmiðla hafa Blair- hjónin boðið húsið til kaups fyrir 615 þúsund sterlingspund, jafnvirði 71 milljónar króna. Afeitran á þremur dögum London. Daily Telegraph. LÆKNAR í Víetnam kveðast hafa gert árangursríkar til- raunir með Iyf sem læknað geti fíkniefnaneytendur á þremur dögum og meirihluti þeirra ánetjist eiturefnunum ekki aftur, samkvæmt tilkynn- ingu frá þróunarhjálp Samein- uðu þjóðanna (SÞ). Meðhöndlunin byggist á blöndu 13 grasalyfja sem víet- namskur læknir, Trang Khu- ong Dan, þróaði á fimm ára tímabili. Ahugi hans á lækn- ingu fíkniefnasjúklinga vakn- aði eftir að bróðir hans dó af völdum heróínneyslu. Tilraunir á um 4.000 fíkni- efnaneytendum í Víetnam benda til að einungis 30% hrasi aftur að meðferð lokinni en 70% snúi baki við fíkniefnum. Hafa víetnömsk yfirvöld sam- þykkt lyfið til notkunar við almennar lækningar þar í landi og leitað hefur verið til bandaríska lyfjaeftirlitsins um að tilraunir verði gerðar með lyfið þar í landi. Hafa víet- namskir vísindamenn og sér- fræðingar í grasalækningum hafið samstarf við starfsbræð- ur sína við Johns Hopkins há- skólann f Baltimore um að meta öryggi og skilvirkni lyfjablöndunnar. Aukaverkan- ir eru sagðar hverfandi, ein- ungis smávægilegur sljóleiki. Breskir sérfræðingar kváð- ust í gær fullir efasemda um ágæti víetnömsku lækningaað- ferðarinnar. Reuter Síli gleypt til að losna við astma INDVERSKUR astmasjúklingur býr sig undir að gleypa lifandi síli áður en hann borðar grasablöndu til þess að læknast af astma. Myndin var tekin í Hyderabad á Indlandi á sunnudag þar sem þúsundir astmasjúklinga voru samankomnar til þess að fá lækningu lyá Goud-fjölskyldunni. Býr hún yfir lyfjablöndu- uppskrift sem forfaðir fjölskyldunnar fann upp 1845. Forsenda fyrir því að blandan virki, að sögn, er að lifandi síli sé gleypt áður. Er það sagt losa kvefslím úr nefi og hálsi. Glæpa- heimar mætast UNGVERJALAND er orðið að þeim gatnamótum þar sem glæpamenn Austur- og Vest- ur-Evrópu mætast og viðbrögð alþjóðlegra lögregluyfirvalda hafa verið ófullnægjandi. Þetta er mat yfirmanns þeirrar deildar ungversku lögreglunn- ar sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Ráðstefna lögreglustjóra frá 14 löndum stendur nú yfír í Búdapest í Ungveijalandi og er aðalá- herslan lögð á útbreiðslu glæpastarfsemi frá fyrram Sovétríkjunum til Evrópu- landa. Urskurðar vænst í Israel HÆSTIRÉTTUR í ísrael mun á sunnudag kveða upp dóm um hvort orðið skuli við kröf- um stjórnarandstæðinga um að Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra, skuli ákærður fýrir svindl og trúnaðarbrot. Fulltrúi réttarins greindi frá þessu í gær. Fréttamaður sjón- varpsstöðvar í ísrael fullyrti fyrir nokkru að skipan lög- fræðingsins Roni Bar-On í embætti dómsmálaráðherra í janúar hefði verið þáttur í að ná sátt í máli ákæruvaldsins gegn þingmanni Shas-flokks trúaðra, Aryeh Deri, sem á sæti í stjóm Netanyahus. Bar- On sagði af sér embætti eftir einungis hálfan sólarhring og var sýknaður af öllum ákær- um. 18 myrtir á Indlandi AÐ minnsta kosti 18 manns voru myrtir í fyrirsát í fylkinu Tripura í norð-austurhluta Indlands í gær. Lögregla í fylkinu segir að grunur beinist að liðsmönnum Þjóðfrelsis- fylkingar Tripura, aðskilnað- arsinnuðum skæraliðum. Tug- ir skæraliðahópa í þessum hluta Indlands hafa verið að beijast fyrir sjálfstæði heima- landa sinna. Sáttmáli samþykktur EFRI deild rússneska þingsins samþykkti í gær sambands- sáttmála Rússlands við Hvíta rússland, sem kveður á um lausleg tengsl milli ríkjanna. Forsetar þeirra, Borís Jeltsín og Alexander Lúkasjenkó skrifuðu undir sáttmálann í síðasta mánuði. Neðri deild rússneska þingsins, Dúman, samþykkti sáttmálann á föstu- dag. Watson ekki framseldur FORSPRAKKI Sea Shepherd samtakanna, kanadamaðurinn Paul Watson, verður ekki framseldur frá Hollandi, þar sem hann hefur setið f gæslu- varðhaldi, til Noregs, þar sem hann hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi. Dómari í Haarlem í Hollandi kvað upp þennan úrskurð á mánudag, og verður Watson sleppt úr haldi 20. júní.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.