Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 19

Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 19 LISTIR Uppáhaldsarí- ur allra bassa- söngvara Kristinn Sigmundsson bassasöngvari og Amold Östman hljómsveitarstjóri verða — gestir Sinfóníuhljómsveitar Islands á tónleik- um í Háskólabíói annað kvöld. Orri Páll Ormarsson tók þá tali en á efnisskrá tónleik- anna eru óperuaríur sem jafnframt verða hljóðritaðar í næstu viku fyrir geislaplötu sem Mál og menning mun gefa út fyrir jólin. Morgunblaðið/Ásdfs KRISTINN Sigmundsson brýnir raustina á æfingu fyrir tónleikana í Háskólabíói annað kvöld. SÁ SIGLDI söngvari Kristinn Sigmundsson er kominn til landsins eftir langt úthald í París. Og þótt hann sjái nú fram á langþráð sumarfrí í faðmi fjölskyldunnar er tveimur verkefn- um ólokið á starfsárinu - tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói annað kvöld kl. 20 og hljóðritunum með hljómsveitinni í næstu viku sem Mál og menning hefur í hyggju að gefa út á geisla- plötu fyrir jólin. Á efnisskránni, bæði á tónleikun- um og í upptökunum, verða „uppá- haldsaríur allra bassasöngvara", svo sem Kristinn kemst að orði, úr ódauðlegum óperum á borð við Don Giovanni, Brúðkaup Fígarós og Töfraflautuna eftir Mozart, La Cen- erentola eftir Rossini, Ernani og Don Carlo eftir Verdi og Eugen Onegin eftir Tsjajkovskíj. „Þetta er mjög falleg tónlist og efnisskráin er því að mínu mati góð.“ Eins og efnisvalið gefur til kynna er Kristinn alfarið kominn inn á svið bassasöngvarans sem hann segir að henti sér orðið betur. Hann veigrar sér þó ekki við því að taka einstaka aríu sem ætluð er bassa- barítonsöngvara en kveðst stein- hættur að syngja háan baríton - „Það gera aðrir betur en ég.“ Kristni þykir alltaf jafn ánægju- legt að koma fram með Sinfóníu- hljómsveit íslands - hljómsveit sem standi sig jafnan frábærlega og allir íslendingar geti verið stoltir af. „Gæði Sinfóníuhljómsveitarinn- ar koma best í ljós þegar maður skoðar allar þær viðurkenningar sem hún hefur fengið, bæði fyrir tónleikahald erlendis og geislaplöt- urnar sem hún hefur gert. Þar að auki þykir mér alltaf persónulegra að koma fram með SÍ, þar sem ég á marga kunningja, heldur en öðr- um hijómsveitum, þar sem ég þekki ekki nokkurn mann. Tónleikarnir verða miklu heimilislegri fyrir vikið - í besta skilningi þess orðs.“ Sinfónían þýðingarmikil Að mati Kristins hefur það gífur- lega þýðingu fyrir íslenskt tónlistar- líf að eiga slíka hljómsveit. Eini gallinn sé sá að almenningur geri sér upp til hópa ekki grein fyrir gæðum hennar. „í sjálfu sér er lítið við því að segja, þar sem fæstir íslendingar hafa samanburð við aðrar sinfóníuhljómsveitir, nema af plötum, sem er vitaskuld ekki það sama. Ég fullvissa fólk hins vegar um að við þurfum ekki að hafa neina minnimáttarkennd." Hljómsveitarstjóri á tónleikunum og í ujpptökunum verður Svíinn Arnold Ostman sem um árabil hefur verið virkur á sviði óperutónlistar og stjórnað uppfærslum í mörgum helstu óperuhúsum Evrópu. Á árun- um 1979-1992 var Östman list- rænn stjómandi Drottningholm- leikhússins í Stokkhólmi. Ber Kristinn honum afar vel sög- una en þeir félagar hafa nokkrum sinnum unnið saman, meðal annars við hljóðritun til útgáfu á geislaplöt- um hjá sænska útgáfufyrirtækinu Decca á óperum Mozarts, Don Gio- vanni og Töfraflautunni, sem fengu prýðisgóðar viðtökur. „Arnold Öst- man er stjórnandi í fremstu röð.“ Östman fer heldur hvergi í laun- kofa með aðdáun sína á Kristni - sem sé mikill listamaður. „Ég heyrði fyrst rætt um Kristin þegar hann var að syngja í Gautaborg um árið. Gerðu menn þá góðan róm að söng hans, þannig að ég bauð honum að syngja í Drottningholm-leikhúsinu og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Allar götur síðan höf- um við haldið góðu sambandi og starfað nokkrum sinnum saman.“ Östman bendir reyndar á, að það verði alltaf erfiðara að fá Kristin til liðs við sig, því sífellt fleiri séu farnir að sitja um krafta hans. „Þó það komi sér illa fyrir mig, kemur það sér vitaskuld vel fyrir hann,“ segir Östman og brosir í kampinn. Og áfram heldur hann: „Einn af helstu kostum Kristins er hversu þægilegur hann er í samvinnu, sem stafar ekki síst af því að skilningar- vit hans eru venju fremur næm. Stundum þarf maður stöðugt að vera að hamra á sömu hlutunum við fólk en Kristinn er ávallt fljótur að kveikja á perunni - oft og tíðum þurfum við ekki einu sinni að nota orð til að skilja hvor annan." Fagmennskan í fyrirrúmi Östman lætur einnig vel af sam- starfinu við Sinfóníuhljómsveit ís- lands, sem sé skemmtileg blanda af eldra og yngra fólki, körlum og konum. „Þótt fagmennskan sé í fyrirrúmi hjá hljómsveitinni nýtur ■esÓ f ú k Annar fyrirlestur „Laxnessársins“ í Norrœna húsinu í dag %l. iy. /5: „... Bíræfin lygi, bull og VITLEYSÁ* - Skúli Björn Gunnarsson stiklar á stóru í handritum Halldórs Laxness Skúli Björn Gunnarsson rithöfundur og íslenskufræðingur heldur í dag fyrirlestur í Norræna húsinu sem nefnist „... bíræfin lygi, bull og vitleysa“ — Stiklað á stóru í handritum Halldórs Laxness, á vegum Laxnessklúbbsins og Vöku-Helgafells. Erindið hefst klukkan 17.15, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Skúli Björn mun fjalla um forvitnileg atriði úr handritasafni Nóbelsskáldsins frá ýmsum tímum sem hvergi hefur verið vitnað til áður. í erindi sínu ræðir Skúli Björn Gunnarsson um bréf Halldórs Laxness en gluggar jafnframt í minniskompur skáldsins frá ýmsum tímum þar sem mörg gullkorn er að finna. Þessi gögn hafa verið óaðgengileg en Skúli Björn hefur unnið að flokkun þeirra í Landsbókasafninu. Svo skemmtilega vill til að í fyrra hlaut Skúli Björn Gunnarsson fyrstur manna Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir smásagnasafnið Lífsklukkan tifar. _ Fvririæstur í Norræna húsinu VAKA HELGAFELL í DAG KL. 17.15 Laxnessklúbburinn hún bersýnilega þess sem hún er að gera. Það er mikill kostur.“ Sem fyrr segir er Kristinn nú á leið í sumarfrí hér heima en hann hefur dvalist í París svo til óslitið frá því í febrúar siðastliðnum, þar sem hann var að syngja í uppfærsl- um Bastilluóperunnar á Parsifal og síðan Lohengrin eftir Richard Wagner. Bastilluóperan verður líka fyrsti áningarstaður söngvarans á næsta starfsári, sem hefst í ágúst með sýningum á Brúðkaupi Fíga- rós. í október liggur leið Kristins síðan til Dresden, þar sem hann mun taka þátt í sýningum á ítölsku stúlkunni í Alsír eftir Rossini. Meðal annarra verkefna sem bíða Kristins næsta vetur eru tvennir tónleikar á vegum Covent Garden í Lundúnum, þar sem Freischiitz eftir Weber verður í brennidepli. Tónleikarnir verða reyndar ekki haldnir í óperuhúsinu sögufræga, þar sem því hefur verið lokað tíma- bundið vegna viðgerða. Verður þetta í fyrsta sinn sem Kristinn syngur á vegum fyrirtækisins en haustið 1998 mun hann taka þátt í uppfærslum þess á Rínargullinu eftir Wagner og Seldu brúðinni eft- ir Smetana. Kristinn Sigmundsson mun því hafa nóg fyrir stafni á næstu misserum - sem endranær. Glæsileg eldriborgaraferð til Benidorm með Sigurði Guðmundssyni 24. september k, 58.260 Viðbótaríbúðir d lága verðinu. 28 dagar Heimsferðir kynna nú glæsilega eldri- borgaraferð þann 24. september. Glæsilegur aðbúnaður fyrir Heimsferðarfarþega og meðan á dvölinni stendur nýtur þú traustrar þjónusm fararstjóra Heimsferða og Sigurður Guðmundsson heldur uppi spennandi dagskrá allan tímann. íbúðarhótel Heimsferða eru öll með móttöku, fallegum garði, íbúðum með einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi, baði og svölum og veitingastað í hótelinu. Bókaðu meðan enn er laust og tryggðu þér sæti í þessa spennandi ferð. Verð kr. 58.260 Verð kr. 69.960 M.v. 4 fullorðna í íbúð Century Vistamar íbúðarhótelið M.v. 2 í íbúð, 24. september Century Vistamar íbúðarhótelið Speunanði dagskrá * Morgun- ieikfimi * Kvöldvökur * Út að borða * Kynmsferðir * Spilakvold * Gönguferðu Glæsilegur aðbúnaður * Móttaka * Garður * Sundlaug * Sjónvarp * Sími *Verslun '‘Veitingastaðir Ö Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.