Morgunblaðið - 11.06.1997, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fjölskyldu-
harmleikir
SYSTRALEIKURI, olía á léreft, 1996-7.
„I mörg horn að líta“
LEIKJJST
Listaklúbbur Þjóö-
Icikhússins
ERTU HISSA, JÚLÍA? -
MANNLEG SAMSKIPTI
Tveir einþáttungar eftir Nínu Björk
Ámadóttur. Leikarar: Karl Guð-
mundsson, Helga Bachmann og
Bryndís Pétursdóttir. Leikstjóri: Þór-
unn Sigurðardóttir. Þjóðleikhúskjall-
arinn, 9. júní.
SÍÐASTLIÐIÐ mánudagskvöld
voru frumfluttir í Listaklúbbi Þjóð-
leikhússins tveir einþáttungar eftir
Nínu Björk Árnadóttur: Mannleg
samskipti og Ertu hissa, Júlía?
Þættimir voru leiklesnir og var
aðaláherslan á textann, enda leik-
þættimir þannig samdir að lítið er
lagt upp úr ytri umgerð heldur
leitast við að lýsa innra lífí persón-
anna með eintölum þeirra. Hefðu
þeir báðir reyndar verið tilvaldir
til flutnings í útvarp af þessum
sökum.
í fyrri þættinum, sem nefnist
Mannleg samskipti, lýsir gamall
maður reynslu sinni af samskiptum
við starfsfólk geðsjúkrahúss á svo-
kölluðum fjölskyldufundum. Dóttir
gamla mannsins á við geðræn
vandamál að stríða og fléttast saga
fjölskyldunnar inn í frásögn gamla
mannsins af fundarhöldunum.
Karl Guðmundsson fór með eina
hlutverk verksins og var virkilega
gaman að sjá þennan karakter-
mikla leikara á sviði aftur. Karli
tókst að skapa trúverðuga persónu
enda er nafni hans, Jónsson, vel
skrifuð persóna hjá Nínu Björk.
Þetta er karl sem allir kannast
við; dálítið sérlundaður og íhalds-
samur (þó ekki í pólitískum skiln-
ingi), sem hefur vantrú og jafnvel
skömm á fræðingum í gallabuxum
og mussum sem þykjast geta leyst
úr sálarkröm og vanlíðan við-
kvæmra einstaklinga með hring-
Dani fær
fiðluverð-
laun
Brussel. Reuter.
UNGUR Dani, Nikolaj Znaider,
vann um helgina til virtra verð-
launa, sem Belgar veita fyrir fíðlu-
leik. Fékk hann verðlaunin fyrir
túlkun sína á verkum eftir Hof-
meyr, Debussy og Sibelius.
Znaider, sem er 21 árs gamall,
lék á Stradivarius-fíðlu frá árinu
1704. Hann mun nú fá að nota
Huggins Stradivarius-fiðlu, sem
smíðuð var árið 1708 þegar fíðlu-
smiðurinn stóð á hátindinum. Znai-
der fær einnig 500 þúsund franka
(um 1,2 milljónir króna), boð um
að halda tónleika og tíma í hljóð-
veri með útgáfu á leik hans í huga.
Keppnin er kennd við Elísabetu
drottningu og er til skiptis tileinkuð
fíðluleik, píanóleik, tónsmíðum og
söng. Átti Elísabet Belgíudrottning
frumkvæðið að þessari keppni árið
1951.
150 manns frá 34 löndum tóku
þátt í keppninni. 12 voru valdir úr
til að beijast um hnossið og í lið-
inni viku fékk hver þeirra að spreyta
sig. Áður en verðlaunin voru veitt
á laugardag komu þeir saman fram
og léku verk, sem samið hafði verið
fyrir þá í Tónlistarskóla Elísabetar
drottningar í Waterloo, skammt frá
Brussel. Verkinu var ætlað að sýna
að þrátt fyrir það að tónlistarmenn-
irnir væru í harðri samkeppni væri
tónlist hafín yfir öll mörk.
Fiðluleikarinn Yehudi Menuhin
var meðal dómara.
fundum og yfirheyrslum. Áhersla
var á hið spaugilega í kringum-
stæðum sem í sjálfu sér eru
kannski allt annað en spaugilegar
þegar grannt er skoðað.
Síðari þátturinn, Eru hissa, Júl-
ía?, segir af tveimur miðaldra
systrum sem búa saman og hafa
báðar sinn djöful að draga: önnur
áfengissýkina (Bryndis Pétursdótt-
ir) og hin vandlega geymt leyndar-
mál úr barnæsku (Helga Bac-
hmann). Leikkonumar tvær fóru
báðar afar vel með hlutverk sín.
Bryndís var aðsópsmikil í byijun
og Helga fór næmlega með vanda-
saman texta þegar hún rifjar upp
voðaatburð bemsku sinnar.
Báðir leikþættirnir bera sterk
höfundareinkenni Nínu Bjarkar.
Enn sem fyrr leitar hún fanga í
geðræn vandamál viðkvæmra ein-
staklinga, áfengissýki og kyn-
ferðislegt ofbeldi. Áð þessu leyti
er ekki hægt að segja að hún bijóti
hér blað í skáldskap sínum, enda
líklega alls ekki tilgangurinn. Það
fór vel á að flytja þessa tvo þætti
saman, grannþema þeirra beggja
er sama, en þeir era þó hæfilega
ólíkir; hinn fyrri léttur og húmo-
rískur, þrátt fyrir þungan undirtón,
hinn síðari þyngri og dramatísk-
ari, en fór þó aldrei yfír strikið.
Báðir þættimir segja í raun sögu
af fjölskylduharmleik sem leiðir til
þess að konur í fjölskyldunum láta
bugast á einn eða annan máta.
Það er sú saga sem liggur að baki
eintölum allra persónanna sem við
sögu koma í þáttunum tveimur.
Þórann Sigurðardóttir stýrði
leiklestrinum og hefur henni vafa-
laust ekki reynst erfítt að fá hið
besta út úr þessum þremur reyndu
leikuram sem þarna stigu á svið.
Umgjörð flutningsins var lítil og
sviðshreyfíngar allar í lágmarki,
enda gefur textinn ekki tilefni til
þess, eins og tekið var fram í byij-
un.
Soffía Auður Birgisdóttir
MYNDLIST
II o r n i ð
MÁLVERK
Hildur Waitersdóttir. Opiðalla
daga frá 14-18. Til 18. júni.
Aðgangur ókeypis.
HEITIR og mettir jarðlitir ein-
kenna yfírleitt málverk Hildar
Waltersdóttur og í fyrstu varð rýn-
inum hugsað til ítalskra málara svo
sem Mario Sironi. Hildur útskrifað-
ist með BFA-gráðu frá listadeild
Rockford College í Rockford, 111-
inois, Bandaríkjunum, árið 1994.
Hún hefur tekið þátt í nokkram
samsýningum í Bandaríkjunum og
einni hérlendis. Er þetta fjórða
einkasýning Hildar frá námslokum
hennar.
Áhrifín koma þó úr annarri átt
og mun nær miðbaug jarðar, því
þema sýningarinnar er sótt til
Austur-Áfríku, þar sem listakonan
bjó um tíma. Þannig eiga áhrif
Maasai-ættflokksins að vera áber-
andi í mörgum dúkanna, sem tjá
hluti úr daglegu lífí þessa fólks.
Nú þekkir rýnirinn jafn lítið til
nútímaverka þessa ákveðna ætt-
flokks og hann þekkir vel til hins
ágæta ítalska málara, þótt hann
sé vel inni í list framstæðra þjóð-
flokka Afríku eins og hún kemur
fyrir á mannfræðisöfnum víða um
heim. Og rétt er það að brúni litur-
inn er þar mjög einkennandi, ásamt
öðram litum í safaríkum jarðvegin-
um, hitamettuðu gróðurríkinu allt
um kring.
Á þann veg jarðtengist stórfeng-
legt handverk Afríkubúa umhverfi
þeirra, og þótt listhugtak endur-
reisnar sé þeim framandi, er um
þvílíkt innsæi á ríkdóm lita, forma
og blæbrigða að ræða, að núlista-
menn hafa allt frá dögum Matisse
og Picassos verið gagnteknir hér
af. Ferskur uppranaleikinn, þótt
um endurtekningar og aldalangar
hefðir sé að ræða, er nokkuð sem
reglulega verður innlegg í samræð-
una á tímum óstöðugleika, upp-
stokkunar og nýjungagimi í heimi
tækniþjóðfélagsins. Og enn mun í
gangi farandsýning á list frum-
byggja Ástralíu sem gengið hefur
milli listasafna heimsins, vakið
mikla athygli og verið eins og úr-
svali innan um staðlaða og tilbúna
list og niðursoðna heimspeki.
Það er þannig þessi ákveðni
skynræni og uppranalegi neisti að
baki sem er svo mikilsverður, og
kemur í raun fram í öllum meiri-
háttar sköpunarverkum hinna svo-
nefndu siðmenningarþjóðfélaga.
- Verkin á sýningu Hildar eru
öll unnin á sl. 12 mánuðum og
bera þess keim, því að hér er full
hratt farið yfír mikla sögu og form-
ræni þátturinn nokkuð laustengdur
granneðli og innri lífæðum mynd-
flatarins. Meginveigur sýningar-
innar liggur í tveim verkum, jafn-
framt þeim stærstu og átaka-
mestu, „Systraleikur" I og II sem
búa yfír myndrænni reisn. En ann-
ars er um laus og óöragg vinnu-
brögð að ræða þar sem safaríkur
liturinn telst styrkur myndheild-
anna, sem kemur einkum fram í
dúkunum; „Höfuð og kefli“ (12)
og „Höfuð og kefli" (13), en safa-
rík áferð þeirra minnti mig einna
mest á rómönsk málverk ...
Bragi Ásgeirsson
Shakespeare-
maraþon á
enda
LEIKRIT Williams Shakespeares
hafa undanfarin ár verið sett upp í
Miðgarði í New York og á föstudag
kemur að því að hringnum verður
lokað. Bjartsýnismaðurinn Joseph
Papp átti framkvæðið að því að setja
upp „Shakespeare í garðinum" og
hugðist sýna öll 36 leikritin hans á
sex árum, frá 1987 til 1993.
Fljótlega varð ljóst að það var ill-
gerlegt, enda sumarið aðeins þrír
mánuðir og takmörk fyrir því hvað
lengi er hægt að setja upp leiksýn-
ingar utandyra.
Papp lést árið 1991 þegar hann
var sjötugur og hafði þá helmingur
verka Shakespeares verið sýndur.
Aðrir héldu merkjum hans á lofti
og á föstudag verður Hinrik áttundi
sýndur í garðinum.
Boðið hefur verið upp á ýmislegt
nýstárlegt í þessum uppfærslum. í
Troílusi og Kressídu var hipp-hopp-
tónlist í öndvegi og Ódysseifur
horfði á Trójustríðið á CNN. Billy
Doyle þótti sýna snilldarleik í Hin-
rik V þegar hann var í hlutverki
liðins liks og lét ekki á neinu bera
þótt skelkaður þvottabjörn hiypi
yfir hann.
Ymsir þekktir leikarar hafa komið
fram í þessum sýninum, Raul Julia
lék Makbeð og Oþelló, Christopher
Walken Jagó, Denzel Washington
Ríkharð III, Kevin Kline var í hlut-
verki Hamlets og leikstýrði einnig
og F. Murray Abraham þótti standa
sig vel sem Lér konungur, svo eitt-
hvað sé talið.
Pólsk útgáfa bókar um
páfann ritskoðuð
CARL Bemstein, sem fyrir
skömmu skrifaði bók ásamt
Marco Politi um Jóhannes Pál
páfa II, er óánægður vegna pól-
skrar þýðingar á bókinni. „Pólsku
forleggjuranum hefur greinilega
ekki borist til eyrna að kommún-
isminn er liðinn undir lok,“ sagði
Bernstein, sem á sínum tíma
fletti ásamt Bob Woodward ofan
af Watergate-hneykslinu, er lykt-
aði með því að Richard Nixon
sagði af sér embætti Bandaríkja-
forseta.
Bók Bernsteins og Politis var
á metsölulistum í Bandaríkjunum
og hefur verið þýdd á að minnsta
kosti tíu tungumál. Pólska útgáf-
an er hins vegar talsvert breytt
og forlagið Amber í Varsjá, sem
keypti útgáfuréttinn af Bantam
Doubleday Dell fyrir rúmlega tíu
þúsund dollara (um 700 þúsund
krónur) er vænt um ritskoðun.
Klippt og skorið
Sagt er að það hafí skorið
ýmislegt niður og breytt öðru að
eigin framkvæði. Þetta mál hefur
vakið nokkra athygli og miklar
deilur á sama tíma og páfinn hef-
ur verið í opinberri heimsókn í
Póllandi, heimalandi sínu. Sér-
fræðingar era þeirrar hyggju að
þetta sé mjög óvenjulegt mál.
Aldrei áður hafí forlag tekið sig
til, keypt réttinn til að gefa út
bók með fullkomlega löglegum
hætti til þess eins að breyta text-
anum í grandvallaratriðum og rit-
skoða hann.
í bókinni, sem kom út undir
nafninu „Hans heilagleiki" (His
Holiness), er páfanum lýst sem
pólitískum leiðtoga, sem leggst á
sveif með Bandaríkjamönnum
gegn kommúnismanum. Að auki
könnuðu höfundarnir hvaða hlut-
verki kaþólska kirkjan gegndi
meðan kommúnistar vora við völd
í Póllandi og Jozef Glemp kardiná-
li er þar sagður hafa verið hand-
genginn stjómvöldum. „Félagi
Glemp“ er hann kallaður.
Út með gyðingahatrið
Slfkir kaflar hurfu úr pólsku
útgáfunni. Sömu sögu er að segja
um kafla þar sem gyðingahatri í
Póllandi þegar páfí var ungur er
lýst. „Gyðingavandamálið verður
til staðar á meðan til era gyðing-
ar,“ er þar haft eftir einum for-
ustumanna kaþólsku kirkjunnar.
„Tveir eða þrír kaflar um gyð-
ingahatur í Póllandi gengu ein-
faldlega of langt og vora ef til
vill einnig of ósanngjarnir gagn-
vart pólsku þjóðinni," sagði Malg-
orzata Cebo-Foniok, yfirmaður
Amber-forlagsins. „Okkur fínnst
það einfaldlega ekki rétt þegar
pólsku þjóðinni er líkt við Þjóð-
veija."
Deilt er um hve mörgum síðum
bókarinnar hafí verið breytt.
Enska útgáfan er 538 síður, en
sú pólska aðeins 422. Cebo-Foni-
ok heldur því hins vegar fram að
tæplega Qórum síðum hafí verið
breytt. Þær hafí í þokkabót verið
prentaðar í viðauka aftast, reynd-
ar með viðvöran um að þar sé um
hlutdræga umfjöllun að ræða.
Bernstein reiður
„Þeir þurfa ekki á ritskoðuram
kommúnista að halda,“ sagði
Bemstein. „Þetta er fólk, sem
óttast meinta kúgun kaþólsku
kirkjunnar eða aðfínnslur pólskra
lesenda.“
Sennilegra er þó talið að Am-
ber-forlagið vilji koma í veg fyrir
að blettur falli á þann núlifandi
Pólveija, sem nýtur hvað mestrar
hylli. Forlagið virðist einnig hafa
sleppt stöðum þar sem páfanum
er lýst sem einmana, fárveikum
manni og ummælum nokkurra
preláta um að hann eigi það til
að falla í yfírlið.
Illt umtal er hins vegar betra
en ekkert. Bernstein og Politi fóra
í tveggja vikna ferð um Pólland
þar sem þeir lásu upp úr bókinni
og hefur hún selst eins og heitar
lummur.