Morgunblaðið - 11.06.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 11.06.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 25 AÐSENDAR GREINAR Um vægi atkvæða LÍTIL frétt í Mbl. laugardaginn 7. júní vakti athygli mína. Þar var greint frá nýjum vinnustaðasamningi sem gerður var af til- stilli Verslunarmanna- félags Reykjavíkur annars vegar og Vinnuveitendasam- bands íslands hins vegar vegna starfs- manna Hagkaups á Eiðistorgi. Þar kom fram að VR og VSÍ hefðu gert um það sér- stakan samning að at- kvæði þeirra sem hefðu atkvæðisrétt hefðu mismunandi mikið vægi eftir því hve langan vinnudag þeir ynnu og væri þetta gert að danskri fyrir- mynd. Þeir sem ynnu undir 20 stundum á viku hefðu 20% vægi, þeir sem ynnu 20-30 stundir í viku hefðu 25% vægi, þeir sem ynnu 30-40 stundir á viku hefðu 75% og þeir sem ynnu meira en 40 stundir á viku hefðu fullt atkvæðisvægi samkvæmt skýringu starfsmanns VR. Nú er það svo að um af- greiðslu kjarasamninga gilda lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Hagkaupssamningurinn á Eiðistorgi er kjarasamningur í skilningi þeirra laga þar sem hann var gerður með tilstilli stéttarfélag- anna. í 3. mgr. 5. gr. laganna seg- ir meðal annars að taki kjarasamn- ingur einungis til hluta félags- manna eða starfsmanna fyrirtækis sé heimilt að ákveða í samningnum að þeir einir séu atkvæðisbærir um hann, enda komi þar skýrt fram hvernig staðið verði að atkvæða- greiðslu. Þetta ákvæði verður ekki skilið þannig að stéttar- félagi og vinnuveitend- um sé heimilt að skerða atkvæðavægi einstakra starfsmanna og grund- valla skerðinguna á vinnuframlagi fólksins. Hvaðan kemur mönn- um vald til að reikna rétt þess sem vinnur fulla 40 stunda vinnu- viku sem 75% rétt eða þess sem vinnur hálft starf sem 20% rétt? Þetta gengur mér illa að skilja í ljósi þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem Is- land er aðili að, sam- þykktar Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar nr. 87 um félagafrelsi og verndun þess og samþykktar sömu stofnunar nr. 98 um beitingu grundvallarreglnanna um réttinn til að stofna félög og semja sameigin- lega. Stéttarfélög hafa hingað til lagt á það ríka áherslu að jafnræði gildi meðal félagsmanna. Þar á meðal að reglan um að hver maður hefði jafnan atkvæðisrétt, hvort sem væri til ákvarðanatöku innan félags eða við afgreiðslu samninga. Þau hafa í reynd talið sér skylt að hlíta jafnræðisreglu stjómsýslulag- anna gagnvart félagsmönnum sín- um sem segir að óheimilt sé að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða byggðum á kynferði, kynþætti, litarhætti, þjóð- erni, trúarbrögðum, stjórnmála- skoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæð- um. Það að vísa í danskan rétt á hér ekki við og ber þess merki að menn hafi ekki hreina samvisku. í fréttinni kemur einnig fram að þótt Stéttarfélög eru ekki og verða aldrei, segir Lára V. Júlíusdóttir, hlið- stæð hlutafélögum þar sem fjármagnið ræður atkvæðavæginu. þessari hlutfallsreglu hefði ekki verið beitt hefði samningurinn verið samþykktur allt að einu. Það að taka þetta fram sýnir líka óhreint mjöl í pokahorni. í þessu tilviki var verið að gera vinnustaðasamning sem fól i sér verulega skerðingu í kjörum fyrir hlutavinnufólk. Þá er búin til regla með tilstilli stéttarfé- lagsins sem skekkir vægi hópsins innbyrðis við ákvarðanatökuna. Ég vona að þetta sé einsdæmi, slys sem verði ekki endurtekið og stéttarfé- lög láti ekki undan þrýstingi at- vinnurekenda að skerða kjör félags- manna sinna með því að skekkja atkvæðisrétt þeirra. Atkvæðisréttur félagsmanna í stéttarfélögum um kaup og kjör er hluti af mannréttind- um, réttur sem verður ekki af þeim saminn á þennan hátt. Á verkafólk von á því í framtíðinni að farið verði að reikna áhrif þess við atkvæða- greiðslu kjarasamninga innan stétt- arfélagsins út frá vinnuframlagi þess? Verður næsta skrefíð að reikna atkvæðisrétt út frá framlegð eða tekjum? Stéttarfélög eru ekki og verða aldrei hliðstæð hlutafélögum þar sem fjármagnið ræður atkvæða- væginu. Þessu verða forystumenn félaganna að átta sig á. Höfundur er lögmaður. LáraV. Júlíusdóttir Að falla en halda velli MEÐ samþykkt miðlunartillögu er á Vestfjörðum nú lokið einni lengstu og harð- vítugustu vinnudeilu hérlendis á síðari átr- atugum. Það er vissulega íhugunarefni hvernig á því stendur að við virð- umst, a.m.k. á þeim punkti landsins, vera að hverfa aftur til fyrstu ára stéttabar- áttu á íslandi, þegar menn glímdu á bryggj- unum; verkfallsverðir fóru ekki af fötum vik- um saman og í at- vinnurekendum, sem í þann tíð skörtuðu fremur harðkúluhöttum en fjallajeppum, sá alþýðan arðræn- ingjann sjálfan. Nú undanfarin ár höfum við búið við síendurteknar þjóðarsáttir. Skólabræður úr hagfræðideildinni hérna vestur á Melum koma sér á kvöldstund saman um hver skuli vera ásættanlegur skerfur launþega af þjóðarkökunni og stéttaátök á vinnumarkaði og þess kyns ulla- bjakk höfðum við afgreitt á rusla- haug sögunnar í eitt skipti fyrir öll. Við töldum okkur nefnilega hafa staðið að því saman að vinna okkur út úr kreppu og efnahagslegri lægð. Og það tókst að lokum og á okkur brast það góðæri sem talsmenn rík- isstjórnarflokkanna dásama nú á alla lund og tala um sem eigið sköp- unarverk. En þegar okkur birti aft- ur fyrir augum blasti við nokkuð breytt þjóðfélag. Hvort það er betra eða verra en það sem áður var fer þó líklega mest eftir því af hvaða kögunarhóli skyggnst er um. Eg sá til dæmis nú nýverið í blöð- um að hlutabréfaeign einstaklinga næmi nú u.þ.b. 60 milljörðum. Þess- um böggli fylgdi að vísu það skamm- rif að skuldir heimilanna hefðu auk- ist um tvo milljarða á mánuði sl. ár. Eignir heimilanna höfðu sem sé aukist um ámóta upphæð og nam skuldaaukningunni. Af- koma heimilanna í landinu var m.ö.o. nokkuð góð. Það er hinsvegar hætt við því að sá hóp- urinn sem nú rær lí- fróður til þess að bjarga heimilum sínum frá uppboðum og fjár- hag sínum frá hruni sé ekki sami hópurinn og sá sem gleðst yfir hrað- vaxandi hlutafjáreign sinni. Sá trillukarl sem reynir af fremsta megni að sjá fjöl- skyldu sinni farborða með því að draga físk á leigukvóta sér góðærið að líkindum öðrum augum en hinn sem fengið hefur að gjöf kvóta upp á milljónatugi. Þó Vestfirðingar hafi tapað orustunni, segir Sigríður Jóhanns- dóttir, er það þó í sjálfu sér sigur að hafa lagt til orustu. Það gerðist nefnilega samhliða því að menn einbeittu sér að því að veijast kreppu og erfiðleikum, meðan launamenn samþykktu að láta sér nægja sultarlaun og dregið var úr skattheimtu á fyrirtæki til þess að styrkja þau til góðra verka, að inn um bakdyrnar læddist vax- andi græðgi peningaaflanna. Dyggilega studdir af ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem ýmist kallaði til liðs við sig Alþýðuflokkinn eða Framsókn tókst þeim að breyta ís- lensku þjóðfélagi í þjóðfélag stéttaátaka; þjóðfélag kreppuár- anna. Hér varð til í fyrsta sinn um áratugaskeið raunveruleg fátækt og jafnframt reis upp stétt nýríkra nýfijálshyggjumanna sem aldrei virðast fá nóg. í deilunni á Vestfjörðum sjáum við glöggt ósvífni kvótaeigendanna þegar þeir hóta því að fara burt úr byggðarlaginu með lífsbjörg fólksins ef það ekki sættir sig við hvaða smánarkjör sem þeim þókn- ast að bjóða. Með því að veita til- tölulega fámennum jeppaklúbbi einkarétt á nýtingu fiskimiða lands- ins er í raun búið að selja honum sjálfdæmi um lífskjör almennings. Þessi leið liggur ekki til aukinnar hagsældar heldur er þetta leið mis- réttis og kúgunar. Þótt verkamenri á Vestfjörðum hafí nú neyðst til þess að drekka úr hóffarinu með því að samþykkja miðlunartillögu sem tæpast er um- talsvert betri en hin sem felld var á dögunum þá hefur barátta þeirra þó sýnt okkur hinum „sem kyrrir og tvílráðir stöndum" að það er ekki öll nótt úti enn. Ég vil hér votta þeim virðingu mína því í langri og harðri baráttu þessara fámennu verkalýðsfélaga við sameinað vald atvinnurekenda og ríkisstjórnar þar sem þau nutu svo grátlega lítils stuðnings þeirra sem þó kallast félagar þeirra voru úrslitin líklega fyrirfram ráðin. En þótt hér hafi tapast orusta er það þó í sjálfu sér sigur að hafa lagt til orustu því í þeim verknaði eru skýr skilaboð til ríkisstjómar og atvinnurekenda um að enn finnst hér fólk sem er ekki tilbúið til þess að fallast á sátt um þá stefnu mis- réttis sem ríkisstjórnin hefur fylgt. Sigur þeirra felst einnig í þvi að þeir hafa nú lagt okkur hinum þá skyldu á herðar að bera kröfur þeirra sameiginlega fram til sigurs í næstu lotu. Höfundur er alþingismaður. Sigríður Jóhannsdóttir SUNNLENDINGAR Vegna mistaka við prentun símaskrárinnar 1997 féll út símanúmerið á tannlæknastofunni á Austurvegi 9, Selfossi. Þorsteinn Pálsson TANNLÆKNIR Austurvegi 9, Selfossi Sími 482 1338 - Fax 482 3405 Páll Jónsson TANNLÆKNIR Austurvegi 9, Selfossi Sími 482 1338 - Fax 482 3405 ■ ----------1 SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur ÖÓuntu tískuverslun H V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 > PARTAR BÍLAPARTASALA KAPLAHRAUNI 11-220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 565 3323 • FAX 565 3423 EIGUM FYRIRLIGGJANDI NÝJA OG NOTAÐA VARAHLUTI í FLESTAR GERÐIR BÍLA HÚDD - BRETTI - STUÐARA HURÐIR - UÓS - GRILL AFTURHLERA - RÚÐUR Efst á óskalista brúðhjónanna! mest selda heimilisvélin í 50 ár 9 5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu, rauðu og gráu • Fjöldi aukahluta • Islensk handbók fylgir með uppskriftum • Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir 9 Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðu nafni sínu og brúðkaupsdegi Þú gefur ekki gagnlegri gjöf Einar hf Borgartúni 28 * 562 2901 og 562 2900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.