Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 27

Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 27
26 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÓSANNFÆRANDI RÖK ÞÁTTTAKA Reykjavíkurborgar í tilboði nokkurra kaupfé- laga og fleiri í hlut ríkisins í Áburðarverksmiðjunni hf. hefur valdið mönnum heilabrotum. Spurt hefur verið, hvers vegna Reykjavíkurborg tekur sig skyndilega til ásamt nokkr- um kaupfélögum og gerir tilboð í ríkisfyrirtæki, þegar hún hefur verið að losa sig úr fyrirtækjarekstri. Nægir þar að nefna nýleg dæmi eins og Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavík- urborgar, Jarðboranir hf., sem borgin átti 30% hlut í, Pípu- gerðina o.sv.frv. Tvö tilboð bárust í Áburðarverksmiðjuna og var raunar báðum hafnað. Hið hærra var upp á 725 milljónir, en hið lægra nam 617 milljónum króna. Að því stóðu Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri, KEA, Kaupfélag Þingeyinga, Kaupfé- lag Skagfirðinga, Kaupfélag Árnesinga, Sláturfélag Suður- lands, Bændasamtök íslands, Vatnsveita Reykjavíkur, Hita- veita Reykjavíkur og Eignarhaldsfélag Alþýðubankans. Hlut- ur Reykjavíkurveitnanna í tilboðinu nemur um 130 milljónum króna, sem er rúmlega 21%. Fulltrúi R-listans hefur skýrt áhuga Reykjavíkurborgar á að eignast hlut í Áburðarverksmiðjunni þannig, að menn hafi óttazt að um 100 störf töpuðust í borginni. Þessi skýr- ing er ekki trúverðug, enda hefur borgarstjórn ekki áður borið hana fyrir sig er fyrirtæki í borginni hafa gengið kaup- um og sölum. Miklu líklegra er, að rótina megi finna innan Framsóknarflokksins og gamla kaupfélagaveldið viljað eign- ast áburðarverksmiðju og ætlað að nýta aðstöðu flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur í því skyni. STEFÁNSSON-S AFNIÐ STEFÁNSSON-safnið við Dartmouth College í New Hampshire í Bandaríkjunum er eitt bezta heimskauta- safn veraldar. Því er jafnað við heimskautasafnið í Sankti-Pét- ursborg og safn Scott-stofnunarinnar í Englandi. Það er mikill fjársjóður um rannsóknir á norðurhjaranum og grunn- urinn að heimskautafræðum í Dartmouth-College. Safnið geymir mikinn fjölda bóka um mannlíf, dýralíf og gróðurfar á þessum slóðum, auk gagna um rannsóknir Vestur-íslend- ingsins Vilhjálms Stefánssonar, rannsóknarskýrslur, dagbæk- ur, bréf, kort, ljósmyndir o.sv.frv. Eins og fram kemur í frásögn af Stefánsson-safninu hér í blaðinu sl. sunnudag er rekstrarfé þess ekki meira en svo að dugi fyrir almennu viðhaldi. Dartmouthháskólinn „tryggir lágmarkstilveru safnsins, en vöxtur þess og áframhaldandi vinna við efni þess veltur á vilja og áhuga utanaðkomandi aðila...“. Er ekki tímabært að íslenzkt samfélag og/eða aðil- ar hér á landi, sem til þess hafa fjárhagslegt bolmagn, hlaupi undir bagga með þessum gagnafjársjóði um norðurhjarann? Við eigum Vilhjálmi Stefánssyni skuld að gjalda. Vísindaleg- ar rannsóknir á þessum heimshluta skarast við sögu okkar, samtíð og framtíð. EFTIRLIT MEÐ VERÐLAGI a IKJOLFAR nýgerðra kjarasamninga er mikilvægt fyrir all- an almenning að það verði tryggt, að verðbólgan fari ekki af stað á nýjan leik. Því þarf með öllum ráðum að koma í veg fyrir, eða a.m.k. að halda í lágmarki, hækkunum á vörum og þjónustu. Slíkt er óhjákvæmilegt eigi sú kaupmáttaraukn- ing, sem samið var um næstu þrjú árin, að ná fram að ganga. Að sjálfsögðu er það fyrirtækjunum og atvinnulífinu einnig mikilvægt að halda verðbólgu í skefjum. Það sýnir reynsla undanfarinna verðbólguára. Neytendasamtökin, ASÍ og BSRB hafa nú tilkynnt um aðgerðir af sinni hálfu til að fylgjast með verðlagi og á þeirra vegum verða gerðar verðkannanir á vörum og þjónustu um land allt. Um það er allt gott að segja. Enginn vafi leikur á því, að frjáls samkeppni er neytendum í hag og þeir hafa haft ómældan ávinning af þeirri miklu samkeppni, sem ríkt hefur síðustu árin og þá ekki sízt milli stórmarkaða á matvörumarkaðnum. Um það er ekki lengur deilt, að lögmálið um framboð og eftirspurn bætir kjör neyt- andans. Hér á landi ríkir hins vegar fákeppni eða jafnvel einokun á ýmsum sviðum og þess vegna er eðlilegt, að sam- tök neytenda og launþega séu á verði. Ekki sízt er nauðsyn að fylgjast vel með gjaldtöku fyrir opinbera þjónustu, sem dæmin sanna að hefur tilhneigingu til hækka án augljósrar ástæðu. Aukin gagnrýni og ásakanir vegna loðnuveiða Norðmanna í íslenskrí lögsögu MILLIAFLATALNA Verulegt misræmi er á milli tilkynninga norskra loðnuskipa í íslensku lög- sögunni um afla til Land- helgisgæslunnar á síð- ustu vertíð og þeirra aflatalna sem opinberir aðilar í Noregi gefa upp að veiðst hafi við ísland eða sem svarar til 25 þúsund lesta. í grein Ómars Friðrikssonar kemur fram að forsætis- ráðherra telur að krefja eigi Norðmenn ítarlegra skýringa á þessum mun. MIKIÐ MISRÆMI ISLENSK og norsk stjórnvöld gerðu samning um veiðar úr loðnustofninum milli íslands, Austur-Grænlands og Jan Mayen árið 1980 en sá samningur tók ekki til veiða innan grænlenskrar lögsögu. Árið 1989 tókust svo samn- ingar milli íslands, Noregs og Dan- merkur/Grænlands um nýtingu stofnsins. Samningurinn var fram- lengdur í maí 1992 til ársins 1994. Hann var svo aftur endurnýjaður það ár til næstu fjögurra ára, eða til loka næstu loðnuvertíðar 30. apríl 1998. Verði honum ekki sagt upp með 6 mánaða fyrirvara, framlengist samn- ingurinn sjálfkrafa um tvö ár í senn. Norðmenn mega senda 36 skip til veiðanna til 30. nóvember og 20 skip mega stunda veiðamar eftir það til 15. febrúar. Veiðiréttindin tak- markast við hafsvæðið norðan 64. breiddargráðu á tímabilinu frá 1. júlí til 15. febrúar í íslensku lögsög- unni. 11% kvótans til Norðmanna og þar af 60% á Islandsmiðum Samningur þjóðanna lýtur að skiptingu heildarmagns loðnu sem ákveðið er að veiða hveiju sinni. Hefur heildaraflakvótinn skipst þannig að 78% koma í hlut íslend- inga en 22% skiptast jafnt milli Norð- manna og Grænlendinga. Hafa ís- lendingar skv. samningnum haft rétt til að nýta það magn af úthlutuðum loðnukvóta sem Norðmenn og Græn- lendingar ná ekki að nýta. Löndin eiga að leitast við að ná samkomulagi um heildarafla loðnu á hverri vertíð, en náist ekki samkomu- lag fyrir ákveðinn tíma ákveða ís- lendingar heildaraflann einhliða. Norðmenn mega ekki veiða meira en 60% af hámarksafla sínum innan íslenskrar lögsögu og sams ________ konar takmarkanir gilda um veiðar íslendinga við Jan Mayen. Loðnuafli jókst verulega á síðustu vertíð en þá var heildaraflinn 1.571 þús. _ tonn. Afli íslenskra skipa á íslands- Grænlands-Jan Mayen-svæðinu var 1.249 þús. tonn en afli erlendra skipa 322 þúsund tonn. íslensk stjórnvöld hafa sent Norðmönnum og Græn- lendingum fyrirspurn varðandi til- lögu sjávarútvegsráðherra um 850 þúsund tonna leyfilegan hámarksk- vóta til bráðabirgða á loðnuvertíðinni sem hefst 1. júlí næstkomandi. Svör hafa ekki enn borist. Á síðustu vertíð var kvóti Norð- Loðnuafli á Islands-Grænlands- 1990- 1991- 1992 1993- 1994- 1995- 1996- Þúsund tonn 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Heildaraflamark 312 740 900 1.250 850 1.150 1.600 Afli íslendinga 284 635 655 1.001 750 883 1.249 Afii annarra þjóða* 27 47 95 178 114 46 322 Afli alls 3.211 682 793 1.179 864 929 1.571 : Norðmenn, Færeyjingar og Grænlendingar, júlí-mars Grænlenskum og norskum fiskiskipum er heimilt að veiða loönu norðan 64°30'N fram til 15. feb. á hverri vertíð. K rS Aldrei varir við veiðar á lan Mayen- svæðinu manna af umræddum stofni 181.500 tonn og því til viðbótar fengu Norð- menn um 25 þús. tonn frá Evrópu- sambandinu af kvóta Grænlendinga. Samanlagður afli norskra skipa á vertíðinni úr stofninum sem samn- ingur þjóðanna fjallar um nam því um 206 þús. lestum. íslenskir loðnuskipstjórar og tals- menn útvegsmanna hafa staðfast- lega haldið því fram að Norðmenn hafi í reynd veitt allan sinn kvóta inn- an íslensku lögsögunnar en ranglega gefið upp að rúm 45 þús. tonn hafi veiðst innan lögsögu Jan Mayen. Engin loðna hafi gengið inn í Jan Mayen-lögsöguna undanfarin tíu ár. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segja að rökstuddar grunsemdir hafi verið um að Norðmenn hafi tilkynnt um afla á Jan Mayen-svæðinu sem hafi í reynd verðið veiddur innan íslensku lögsögunnar. Davíð segir að eftirlit með norsku skipunum verði hert á næstu vertíð, eftir atburðinn þegar Sigurður VE var færður til hafnar í Noregi. Reglur kveða á um að norsku loðnuskipin eigi að tilkynna Land- helgisgæslu komu sína inn í íslensku fiskveiðilögsöguna og þeim ber að tilkynna um afla á hveijum degi meðan þau eru inni á svæðinu. Loks ber þeim að senda tilkynningu þegar lögsagan er yfirgefín ásamt upplýs- ingum um afla um borð sem er veidd- ur í íslensku lögsögunni. Segjast hafa veitt 60 þús. tonn í íslensku lögsögunni Að sögn Árna Kolbeinssonar liggja engar beinar sannanir fyrir um hvort einstök skip hafi veitt afla í íslensku lögsögunni umfram það sem heimilt er, sem fært hafí verið til bókar að hafí veiðst á Jan Mayen-svæðinu. Ýmislegt hafi þó orðið til að vekja upp grunsemdir íslendinga. Skv. upplýsingum sem fengust hjá Snorra Pálmasyni, deildarstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, kom í vet- ur í ljós verulegt misræmi á milli þeirra aflatalna sem Landhelgisgæsl- an fékk uppgefnar með daglegum aflatilkynningum frá norsku skipun- um um veiðar innan íslensku lögsög- unnar á seinustu vertíð og þeirra talna sem gefnar hafa verið upp af opinber- um aðilum í Noregi um loðnuafla norskra skipa í íslensku lögsögunni. Er mismunurinn um 25 þús- und tonn. Óskaði ráðuneytið eftir skýringum Norðmanna á þessu mis- ræmi en skv. upplýsingum blaðsins eru stjórnvöld ekki ánægð með þau svör sem Norðmenn hafa veitt. Að lokinni sumar- og haustvertíð í fyrra gáfu opinberir aðilar í Noregi upp að norsk skip hefðu veitt 59.897 tonn af loðnu í íslensku lögsögunni, 100.837 tonn í grænlensku lögsög- unni og 45.252 tonn á Jan Mayen- svæðinu. Þessar upplýsingar bárust 25 þús. tonn ber ímillí Gæslunnar og Norðmanna 12. desember sl. Eftir það veiddu norsk skip 700 tonn í íslensku lög- sögunni fram til 15. febrúar, þannig að alls hafi norsk skip því veitt rúm- lega 60.000 tonn í íslensku lögsög- unni á nýliðinni vertíð. Upplýsingar Landhelgisgæslunn- ar bera hins vegar með sér að skipin hafi samtals veitt um 85 þúsund tonn í íslensku fiskveiðilögsögunni á ver- tíðinni. Þó það sé skoðun stjórnvalda að líta beri á aflatilkynningar til Landhelgisgæslunnar sem grófa viðmiðun er misræmið það mikið að Norðmenn voru krafðir skýringa. í svörum Norðmanna er bent á nokkur atriði sem eiga að skýra þennan mun. Bent er á að annars vegar sé um að ræða tilkynningar skipstjóm- enda frá degi til dags og hins vegar tölur sem byggðar eru á vigtgn afl- ans í Noregi. Erfítt sé fyrir skip- stjóra að áætla með nákvæmni afla um borð, sérstaklega á loðnuskipum með sjókælingarbúnað. Norðmenn benda einnig á að stór hluti þessa umdeilda afla hafí veiðst á gráa haf- svæðinu milli íslands og Grænlands og ekki sé á hreinu hvar lögsögu- mörkin þar liggi. Loks er því haldið fram að aflatilkynningar skipa séu stundum veittar munnlega og geti misfarist eða verið ranglega skráðar. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að ástæða sé til tortryggni í þessum efnum og full ástæða sé til að krefja Norðmenn skýringa á þess- um mismun á aflatölum. Árni Kolbeinsson segir að fleira en þetta misræmi aflatalna hafí orð- ið til að vekja upp grunsemdir íslend- inga. Ekki síst sú staðreynd að ís- lendingar hafi aldrei orðið varir við að loðnuveiðar væru stundaðar í Jan Mayen-lögsögunni og Landhelgis- gæslan hafí nokkrum sinnum flogið þar yfir án þess að verða nokkurn --------- tíma vör við hreyfingu á svæðinu. „Mönnum þótti því mjög undarleg sú veiði sem þar var tilkynnt," segir hann. Árni segir ennfremur að rannsóknir bendi tii að loðna hafí ekki gengið inn í lögsögu Jan Mayen í mörg undanfarin ár. „Útbreiðslusvæðið liggur fyrir í stór- um dráttum frá ári til árs. Það renn- ir vissulega stoðum undir að upplýs- ingar þeirra séu ótrúverðugar," segir hann. í nýútkominni skýrslu Ha- frannsóknastofnunar um nytjastofna sjávar segir að við mælingar á stærð loðnustofnsins í október-nóvember í vetur hafi nánast engrar loðnu orðið vart norðan 68. breiddargráðu. MIÐ VIKUD AGUR 11.JÚNÍ1997 27 RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu mennta- ( málaráðherra, að fá sér- fræðilegt mat á kostum og göllum þeirra þriggja kosta sem liggja fyrir varðandi byggingu tón- listarhúss. Nefnd um tónlistarhús áætlar að bygging tónlistarhúss kosti að lágmarki 1.550 milljónir. Hún leggur fram þijár hugmyndir um staðsetningu hússins, í Laugar- dal, við Hótel Sögu og í Öskjuhlíð. Tveir síðastnefndu kostimar gera ráð fyrir að húsið verði byggt í tengslum við ráðstefnuaðstöðu. Samþykkt ríkisstjórnarinnar felur í sér að skoðaðir verða kostir og gallar á tillögum nefndarinnar. Enn- fremur verður stofnkostnaður met- inn, fjármögnun og rekstrarskilyrði. Lokaákvörðun verður byggð á slíku nýtingar- og hagkvæmnismati. Menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að ríki, Reykjavíkur- borg og eigendur Hótels Sögu standi straum af kostnaði við næstu skref til undirbúnings tónlistarhúsi. Sam- ráð verður haft við Samtök um tón- listarhús og þá sem að ferðamálum starfa. Tillögurnar sem nú liggja fyrir eru afrakstur nefndar sem mennta- málaráðherra skipaði í febrúar 1996. í nefndinni sátu Stefán P. Eggertsson verkfræðingur, sem var formaður nefndarinnar, tilnefndur af Samtökum um tónlistarhús, Jón Björnsson framkvæmdastjóri, til- nefndur af Reykjavíkurborg, Anna Soffía Hauksdóttir prófessor og Pálmi Gíslason útibússtjóri, skipuð án tilnefningar. Starfsmaður nefnd- arinnar var Sigurgeir Sigmundsson viðskiptafræðingur. Aðstaða til tónleikahalds slæm í skýrslunni er fullyrt að tónlistar- líf þjóðarinnar sé afar blómlegt og bent á könnun Tónlistarráðs frá árinu 1991 þar sem fram kemur að um 10% þjóðarinnar eru virkir þátt- takendur í tónlist, þ.e. stunda tón- leika reglulega, eru í tónlistamámi, kórum eða hljómsveitum. Vakin er athygli á því að árið 1995 voru haldnir 1.385 opinberir tónleikar á landinu öllu, þar af 846 á höfuðborg- arsvæðinu. Nefndin áætlar að um 180.000 manns hafi sótt tónleika á höfuðborgarsvæðinu þetta ár, sem þýði að ámóta margir hafi sótt tón- leikana og sæki atvinnuleikhúsin í Reykjavík, Þjóðleikhúsið og Borgar- leikhúsið. Að mati nefndarinnar er aðstaða til tónleikahalds og tónlistarflutn- ings slæm. í landinu sé enginn salur sérstaklega hannaður fyrir lifandi tónlist. í einhveijum tilvikum hafi salir verið endurbættir eftir á til að bæta hljómburð. Sinfóníuhljómsveit íslands hefur haft aðstöðu í Háskólabíói í þijá áratugi og telur nefndin húsnæðið óviðunandi. Aðstaða hljóðfæraleik- aranna sé bágborin og fjarri því sem listafólki við aðrar menningarstofn- anir þjóðarinnar eða starfsmönnum á opinberum vinnustöðum sé boðið upp á. Hljómburður í húsinu sé slæmur þó leikmenn geri sér ekki alltaf grein fyrir því. „Listræn staða Sinfóníuhljóm- sveitar íslands er með þeim hætti að hljómsveitarinnar verður ekki notið til fulls með þeim hljómburði sem Háskólabíó býður upp á. í raun hafa þeir einir notið hljómsveitar- innar til fulls sem hafa heyrt hana leika í hljómleikaferðum erlendis,“ segja skýrsluhöfundar. Nefndin bendir á að á síðustu tveimur áratugum hafi fjölmörg hús sérhönnuð til tónlistarflutnings ver- ið byggð á Norðurlöndum. Mörg þessara húsa hafi álíka fjölmenn þjónustusvæði og_ tónlistarhús í Reykjavík hefði. í Finnlandi hafí t.d. mörg tónlistarhús risið í fá- mennari borgum en Reykjavík. Tveir tónleikasalir Nefndin telur að Sinfóníuhljóm- sveit íslands eigi að hafa aðsetur sitt í fyrirhuguðu tónlistarhúsi. Gera megi ráð fyrir að hljómsveitin haldi Nefnd um tónlistarhús skilar áliti Kostnaður er áætlaður 1.550 milljónir Nefnd um tónlistarhús hefur skilað skýrslu til menntamálaráðherra þar sem mælt er með því að reist verði tónlistarhús í Reykjavík. Egill Ólafsson skoðaði skýrsluna, en í henni eru settir fram þrír kostir varðandi staðsetningu hússins. Tveir síðastnefndu kostirnar gera ráð fyrir að húsið verði byggt í tengslum við ráðstefnuaðstöðu. Ekki er gert ráð fýrir óperuflutningi. Morgunblaðið/Jim Smart ÞRJÁR lóðir eru taldar koma til greina undir tónlistarhús, við Suðurgötu í tengslum við Hótel Sögu, í Öskjuhlíð í tengslum við Perluna og í Laugardal þar sem Samtök um tónlistarhús eiga lóð. árlega 55 tónleika, þar af 15 skóla- tónleika og heildarfjöldi gesta verði um 55.000 á ári. Árið 1995 hélt Sinfóníuhljómsveitin 41 tónleika í- Háskólabíói og sóttu þá 32.000 manns. Nefndin telur að til að uppfylla þarfir sem flestra þurfí a.m.k. að vera tveir salir í húsinu, stór salur sem taki 1.200-1.300 manns og lít- ill salur sem taki 300-400 manns. Stóri salurinn í Háskólabíói rúmar tæplega 1.000 manns. Nefndin áætlar að árlega verði 302 tónleikar í tónlistarhúsinu og þá sæki 158.000 manns. Sætanýting verði 70%. Nefndin telur að íslenska óperan hafi með öflugu starfi í 17 ár fest- sig í sessi í forystu um óperuflutn- ing á íslandi og taka beri fullt tillit til hennar ef tónlistarhús yrði gert til óperuflutnings, enda verði húsið þá væntanlega heimili íslensku óperunnar. Nefndin leggur til að tónlistarhúsið verði ekki byggt með leiksviðsaðstöðu m.a. vegna þess að íslenska óperan telur 1.200-1.300 sæta sal of stóran við íslenskar að- stæður og kostnaðarauki af leik- sviðsaðstöðu yrði að lágmarki 450 milljónir. Auk þess sé hætt við að leiksviðsaðstaða leiddi til þess að hljómburður fyrir sinfóníska tónlist verði lakari. Tenging við ■* ráðstefnuhald Að mati nefndarinnar gæti tón- listarhús verið góður stuðningur við ráðstefnuhald á höfuðborgarsvæð- inu. Samstarf tónlistarhúss og ráð- stefnumiðstöðvar leiði ekki aðeins til sparnaðar í fjárfestingu heldur hafi það einnig í för með sér rekstr- arlegan ávinning. Gera megi ráð fyrir að ef tónlistarhúsi verði fund- inn staður við Hótel Sögu eða Perl- una sé hægt að auka nýtingu stóra salarins um 50 daga og litla salarins um 100 daga. Nefndin setur fram þijá kosti varðandi staðsetningu tónlistarhúss, í Öskjuhlíð í tengslum við Perluna, við Suðurgötu í tengslum við Hótel Sögu og í Laugardal þar sem Sam- tökum um tónlistarhús hefur verið úthlutað lóð. Nefndin tekur ekki afstöðu til þessara kosta, en segir að ef tenging tónlistarhúss við Perl- una og Hótel Sögu reynist ekki góður kostur sé heppilegast að reisa húsið í Laugardal. Háskóli íslands á lóðina við Hótel Sögu og Reykja- víkurborg lóðina í Öskjuhlíð. Eigi að reisa tónlistarhúsið við Hótel Sögu þarf að ná samkomulagi vi^, Háskólann um nýtingu lóðarinnar. Nefndin áætlar að heildar- kostnaður við byggingu tónlistar- húss sé að lágmarki 1.550 milljónir króna. Nefndin gerir ráð fýrir að fjármögnun hvíli að langmestu leyti á ríki og Reykjavíkurborg. Nefndin miðar við að hlutur ríkisins í kostn- aði verði 48-52% og Reykjavíkur- borgar 36-48%. Verði húsið tengt ráðstefnumiðstöð geti það leitt til þess að kostnaður ríkis og Reykja- víkurborgar lækki. Tónlistarhús tengt ráðstefnuaðstöðu gæti skilað hagnaði - 'V Að mati nefndarinnar er ekki grundvöllur fýrir því að tónlistarhús standi undir fjármagnsgjöldum og bent er á reynslu nágrannalanda okkar. Þó bendi áætlanir til þess að tónlistarhús tengt ráðstefnuað- stöðu geti skilað hagnaði án af- skrifta og fjármagnsgjalda. Tapið verði hins vegar 15,7 milljónir eða rúmlega 20% af rekstrargjöldum ef tónlistarhúsið verði reist eitt og sér og nyti óverulegra tekna frá ráð- stefnu- og fundahaldi. Áætlaður rekstrarkostnaður tóit listarhúss er 75 milljónir króna a ári. Ef húsið er byggt eitt sér eru rekstrartekjur áætlaðar 60 milljónir, en 76 milljónir ef húsið er tengt ráðstefnumiðstöð. Nefndin telur álitlegan kost að bjóða rekstur húss- ins út. í útboði verði hins vegar að tryggja hagsmuni notendanna, ekki síst Sinfóníuhljómsveitarinnar. <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.